14.6.2018 | 00:53
Trump segir ekki lengur kjarnorkuógn frá Norður Kóreu
Eftir komuna til Bandaríkjanna kom runa af Twítum frá forseta Bandaríkjanna:
- Donald Trump - "Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office, - There is no longer a Nuclear Threat from North Korea."
- Donald Trump - "Before taking office people were assuming that we were going to War with North Korea. President Obama said that North Korea was our biggest and most dangerous problem. No longer - sleep well tonight!"
- "So funny to watch the Fake News, especially NBC and CNN. They are fighting hard to downplay the deal with North Korea. 500 days ago they would have begged for this deal-looked like war would break out. Our Countrys biggest enemy is the Fake News so easily promulgated by fools!"
Þetta kemur mér dálítið fyrir sjónir eins og yfirlýsing George Bush 2003 - að verkinu væri lokið, eftir að Bandaríkjamenn höfðu hrakið Saddam Husain frá völdum.
--En ekki löngu síðar brast út borgarastríð í Írak er stóð í nokkur ár og olli Bandaríkjaher miklum vanda!
Hið augljósa er að það eina sem hefur breyst varðandi NK - er afstaða Donalds Trumps.
Enn á NK sama fjölda langdrægra eldflauga, og sama fjölda kjarnavopna.
Enn virðist eftir að ganga frá eiginlegu samkomulagi við Norður Kóreu.
Mike Pompeo hélt því þó fram við blaðamenn - að meira hefði verið um samið en kom fram í yfirlýsingu Trumps og Kim: Trump and Kim's joint statement.
Mike Pompeo loses temper when asked about North Korean disarmament
Trump says North Korea no longer a nuclear threat
Ef marka má Pompeo þá verði gengið frá kjarnorkuvopnaafvæðingu NK fyrir lok kjörtímabils Trumps.
En ef marka má yfirlýsingu er barst til fjölmiðla frá NK - hefur ríkisstjórn Trumps samþykkt skref fyrir skref afvopnun - gegn skref fyrir skref eftirgjöf refsiaðgerða!
--Yfirlýsingar virðast stangast á!
- Pompeo virtis meina að ekki yrði gefið eftir refsiaðgerðum, nema eftir fullkomlega staðfesta kjarnorkuvopna-afvæðingu!
- Hinn bóginn, spurning hvor útgáfan er rétt.
Ef það væri rétt, að Trump samþykkti skref fyrir skref aðferðafræði!
Þá væri það verulega umtalsverð eftirgjöf gagnvart NK!
En fyrir fundinn, talaði Washington um fulla og staðfesta afvæðingu, áður en eftirgjöf refsiaðgerða gæti komið til greina! Orð Pompeos benda til þess að sú afstaða enn ríki, en spurning hvað Trump sagði við Kim -- en Trump hefur ekki alltaf sagt sínum ráðgjöfum frá því ef hann hefur skipt um skoðun.
- Það væri verulegur -- samningssigur hjá Kim Jong Un ef hann fékk í gegn, skref fyrir skref leiðina!
En ef hann fær m.ö.o. minnkun refsiaðgerða per hvert staðfest skref fyrir sig.
Þá er NK líklega fær um að fara sér nægilega hægt til þess að aðgerð sé líklega ekki lokið fyrir lok kjörtímabils Trumps!
Líklegt virðist að algerlega sé enn ófrágengið akkúrat hver þau staðfestu skref þó ættu að vera! Það kom heldur ekkert fram í yfirlýsingu krafa um eftirlit - sem vakti athygli sérfræðinga. Né virtist yfirlýsingin skýr um það að skrefin ættu að vera staðfest.
--Sérfræðingar bentu á að NK hafi í fortíðinni nýtt sér ef samkomulag innihélt óljóst orðalag.
- Mér virðist skv. þessu líklega langar samningaviðræður framundan!
Í dag er mitt ár 2018 - 2020 þarf Trump að hugsa um kosningar, og þá væntanlega þarf að vera ljóst ekki seinna en það ár, að þessi deila sé raunverulega leyst með hætti sem hann getur gortað af!
Samkomulag gæti klárlega tekið fram á 2019 að klárast, og síðan gæti framkvæmd skrefa og staðfesting þeirra einnig reynst tafsöm - spurning hve mörg, og væntanlega mundi NK ekki stíga næsta skref í hvert sinn fyrr en hlutaaflétting refsiaðgerða liggur fyrir í hvert sinn.
Það gæti því reynst spennandi hvort málin mundu raunverulega klárast fyrir lok kjörtímabils.
--En málið verður auðvitað ekki búið fyrr en það verður búið.
Niðurstaða
Yfirlýsing Trumps um að öll hætta sé úr sögunni, minnir mig dálítið á gamalt orðatiltæki - að það sé ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Fyrir utan þ.s. ég nefni, er rétt að benda á að viðræður við NK gætu orðið leiksoppur deilu Trumps við Kína - en skv. fréttum sama kvöld er Trump að íhuga að formlega ræsa refsitolla á Kína.
Það sé algerlega hugsanlegt að ef Trump formlega hefur viðskiptastríð við Kína, að það muni koma til með að trufla viðræður Bandaríkjanna við stjórnendur NK.
Það er að sjálfsögðu viðbótar hætta fyrir Trump, að mál NK verði leiksoppur í deilunni við Kína -- eins og ég hef bent á, þá virtist mér alltaf skynsamlegra að taka eina deilu í einu.
Kína getur auðveldlega grafið undan málinu fyrir Trump, ef samskiptin við Kína versna mjög mikið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857484
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á meðan að forsetar S & N-Koreu viðhalda sinni nýju vináttu
þá hlýtur það að draga úr allri spennu á þessu svæði
og ekki eins mikil þörf fyrir viðveru USA.
Jón Þórhallsson, 14.6.2018 kl. 09:57
Ég tala nú ekki um ef að hershöfðingjar beggja ríkjanna
eru farnir að fallast í faðma:
http://www.ruv.is/frett/koreskir-herforingjar-raedast-vid
Jón Þórhallsson, 14.6.2018 kl. 14:38
Gerði það nokkuð til þó að USA færi alveg af þessu svæði?
Jón Þórhallsson, 14.6.2018 kl. 17:32
Vert að muna svo lengi NK hefur kjarnavopn en SK ekki tæknilega getur NK hvenær sem er gersigrað SK. Það er kannski ein tegund af svari. Þá í ímyndyðum aðstæðum Kanar væru ekki á svæðinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.6.2018 kl. 19:36
Að halda það að N.Kórea hafi einhvern tíma verið "hætta" er svona svipað og að stilla sér upp við spegil og segja "ég er asni".
Ástæða þess, að N.Kórea og önnur ríki reina að verða sér úti um "vopn" af þessu tagi er til að "verja" sig. Og allar hugsanir mann um það að einhverjum sé ógn af þessu, er svo kjánaleg að það nær engri átt. "Ég" get búið til hættulegri vopn en þau sem hryðjuverkamenn nota ... þetta er ekki sagt sem ógn, heldur til þess að reyna að gera mönnum grein fyrir því að allir þessir aðilar eru ekki að búa til þessi vopn, til að "nota" þau ... heldur til þess að forðast að þurfa nokkurn tímann að heyja stríð ... á eigin skaga.
Margt af því sem þú skrifar, Einar ... er virkilega gott. En eins og ég hef sagt áður, þá virðist þér skorta þessi innsýn. "Ég" get labbað út hér, plokkað "sveppi" og byggt vopn sem myndir eyða heillri borg. Nákvæmlega ENGINN, af þeim aðilum sem er að heyja stríð er að því ... til þess að "eyða" mankyninu, eða eitthvað á þann hátt ... þeir eru að þessu til að "ná sínum vilja fram". Sem oppnar leiðir til "umræðna". Hér, tekur Trump af skarið ... og sýnir hvað er hægt að gera, með því að semja ...
Leifðu mér að benda á, hvað Bandaríkin fá í staðinn ...
N.Kórea er land sem þarfnast þróunar ... og býður upp á ódýrt vinnuafl. Kaninn fær odýrt vinnuafl og getur því orðið "sterkur" á útflutningsvörum, sem hann var ekki áður. Hann getur líka sett upp stór verkefni, sem ganga út á að "vestræn væða" N.Kóreu.
WIN-WIN
Kína og Rússland ætla að byggja "nýju silkileiðina". Þetta þýðir að BNA þarf ekki lengur að vaka yfir "Pacific Ocean". Þeir geta því dregið úr hernaðarframkvæmdum, og þeim peningum sem lagðir eru í "vopn" og "hernað".
WIN-WIN
Örn Einar Hansen, 14.6.2018 kl. 20:56
Aiðvitað eru menn sem tapa á þessu ... menn eins og George Soros, sem hafa byggt sér auðæði á því að veðja á hrun Evrópu og lítilsvirðingu Evrópskra þegna.
Ég segi þér bara alveg eins og er, ég græt ekki einu tári þó Soros tapi öllu sínu.
Örn Einar Hansen, 14.6.2018 kl. 21:02
Bjarne Örn Hansen, ahugaverð fantasía - vandinn við hana er að NK er alltof örsmátt land til að geta mögulega skipt slíku máli fyrir Bandar. Auðvitað geta bandar. fyrirtæki grætt e-h þarna. En það eru þau vön að gera úti um víðan völl - þ.e. einmitt hvað Trump virðist áhugasamur um að stöðva; m.ö.o. hann virðist vilja fá þau heim - í stað þess að þau séu að reisa verksmiðjur utan landamæra Bandar. - Hvers vegna hann sé að þessu tolladæmi sem hann er byrjaður á.
--En hugmynd Trumps virðist að endurtaka tilraun Brasilíu á sínum tíma, þ.e. setja upp tollamúra, síðan byggja upp iðnað fyrir heimamarkað til að skipta út innflutningi.
--Stefna hans sé ekki útvortis, heldur innvortis.
Varðandi Rússland og Silkileið - var það Pútín sjálfur sem ákvað að rústa því verkefni.
--Soros kemur málinu ekki við.
--Evrópa er ca. jafnt stórt hagkerfi og hagkerfi Bandar.
Erfitt að skilja þessa illsku gagnvart henni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.6.2018 kl. 23:18
Gefur okkur nú N-kórea lenti upp á kant við S-kóreu að nýju;
og myndi senda kjarnorkusprengju á S-Kóreu.
(Sem að er mjög ólíklegt)
Forseti N-koreu veit að USA yrðu fljótir á svæðið og myndu launa líku líkt.
------------------------------------------------------------------------
Svo má líka horfa á málið út frá öðru sjónvarhorni.
=Gerir það nokkuð til þó að "hinir gulu" grisji eigin kynstofn?
Er ekki offjölgun í asíu?
Jón Þórhallsson, 14.6.2018 kl. 23:22
Legg til að "hinir gulu" slátri "kristilegum" Moggabloggurum.
Grisja þarf í hvíta kynstofninum.
Þorsteinn Briem, 15.6.2018 kl. 12:52
Jón Þórhallsson, svokallað leifturstríð gæti virkað þ.e. kjarnorkuárás á megin liðssafnað SK, síðan hröð framrás niður eftir skaganum. Líkur ekki líkur -- enginn átti von á 9/11, eða lokum Kalda-stríðsins. Margt hefur sögulega gerst, sem menn héldu ólíklegt en gerðist samt.
--------------
Þú þarft að muna eftir fyrirbærinu - kjarnorkuvetur. Til þess að starta slíkum þarf einungis nægilega margar kjarnasprengingar á nægilega skömmum tíma er þyrla nægilegu ryki upp í heiðhvolfið.
--Slíkt kjarnorkustríð gæti gerst hinum megin á hnettinum, en samt valdið kjarnorkuvetri alls staðar. Það mundi þíða -- grisjun alls staðar!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2018 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning