10.6.2018 | 16:11
Trump endar G7 fundinn með viðskiptastríðshótunum
Trump fór af fundinum degi áður en honum formlega lauk, neitaði að sitja umræður um aðgerðir í tengslum við loftslagsmál. En heimaseta þíddi ekki að Trump hefði ekkert að seja um niðurstöðu fundarins:
- Trump fyrirskipaði að Bandaríkin mundu ekki taka þátt í lokaályktun fundarins!
- Þetta gerði hann í athugasemd á netinu sem lyktaði með viðskiptastríðshótun!
Donald Trump: "Based on Justins false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market!"
Eftirfarandi orð voru höfð eftir Justin Trudeau um daginn:
'Insulting' To Say Canada's Steel Is A Security Risk To U.S.
Rationale behind Trumps tariffs insulting and unacceptable
Trudeau: "The idea that Canadian steel that's in military vehicles in the United States, that makes your fighter jets is somehow now a threat ... the idea that we are somehow a national security threat to the United States is quite frankly insulting and unacceptable," - "Our soldiers who had fought and died together on the beaches of World War II and the mountains of Afghanistan, and have stood shoulder to shoulder in some of the most difficult places in the world, that are always there for each other, somehow this is insulting to them,"
Þetta eru líklega ummælin sem Trump vísar til!
Trump og ásamt öðrum leiðtogum G7
Tollhótunin sem Trump vísar til!
Um er að ræða hótun um tolla á bifreiðainnflutning til Bandaríkjanna - en nýlega fyrirskipaði Trump viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að athuga að hvaða marki innflutningur á bifreiðum væru -- öryggisógn við Bandaríkin!
En þetta er sama "rationale" og hann beitti þegar hann setti 25% toll á stál, og 10% á ál.
Það áhugaverða er að þó hann vísi til orða Trudeau - þá eru flestar bifreiðir fluttar inn frá Japan og Þýskalandi!
Tollur á bifreiðainnflutning t.d. 25% mundi bitna harkalega á þeim löndum tveim, mun síður á Kanada -- Trump vísaði einnig til mjólkurvöruframleiðslu í Kanada, en hann er ekki að hóta tollum á mjólkurvörur frá Kanada!
Erfitt sé því að túlka orð Trumps annað en sem hótun um viðskiptastríð!
- Bandaríkin eru þegar í viðskiptastríði við Mexíkó og Kanada, eftir að gagnkvæmir nýir tollar hafa tekið gildi.
- ESB hefur ekki enn formlega tekið ákvörðun um refsitolla á Bandaríkin gagnvart tollum Trumps á stál og ál.
--Skv. því mætti túlka ummæli Trumps sem tilraun til þess að ógna ESB frá því að tolla á móti.
--Hinn bóginn er óvíst, að þó ESB mundi láta Trump beygja sig í duftið -- að Trump mundi samt sem áður ekki setja toll á bifreiða innflutning. - Ekki er enn formlega viðskiptastríð við Kína -- en svör ríkisstjórnar Kína voru ekki þess eðlis að þau svör hljómuðu sem að Kína hyggðist beygja sig: China's Xi calls out 'selfish, short-sighted' trade policies.
Fyrst Trump móðgaðist yfir ummælum Trudeau verður hann vart ánægður með ummæli Xi Jinping.
Niðurstaða
Eftir G7 fundinn blasir við sá veruleiki að Bandaríkin undir Donald Trump virðast staðföst í áformum um viðskiptastríð; við Mexíkó og Kanada, við ESB, við Japan og við Kína -- allt á sama tíma.
Þetta ætti ekki koma nokkrum á óvart sem fylgdist með ræðum Trumps í kosningabaráttunni 2016.
Hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar Trump og fylgismenn bersýnilega vanmeti kostnað Bandaríkjanna af slíkum viðskiptastríðum - en eins og ég hef bent á, þá fylgir skaði hverju viðskiptastríði fyrir sig.
Þannig að því fleiri viðskiptastríð, því meiri efnahagslegur skaði til baka fyrir Bandaríkin sjálf. Þó að hvert ríki í viðskiptastríði við Bandaríkin skaðist einnig á móti.
Þá grunar mig að ef Trump veður í öll meiriháttar viðskiptaríki Bandaríkjanna - allt á sama tíma. Þá þegar skaðinn af hverju viðskiptastríði fyrir sig safnast saman, þá skaðist Bandaríkin heilt yfir meir en viðskiptaaðilar Bandaríkjanna!
Eins og ég hef margoft bent á - alla tíð aftur til þess tíma er Trump fyrst hótaði viðskiptastríðum meðan hann hafði ekki enn haft sigur í prófkjöri Repúblikana; að þá er fullkomlega mögulegt fyrir Trump að snúa bandaríska hagkerfinu í kreppu með slíkri stefnu.
Svo fremi að viðskiptaríki Bandaríkjanna einungis eru í viðskiptastríði við Bandaríkin, en ekki við hvert annað -- ætti efnahagsskaðinn vera ónógur til að valda heimskreppu. Eins og ég hef margoft bent að auki á, þá gæti útkoman orðið -- pólitískt sjálfsmorð Trumps sjálfs.
En ég stórfellt efa að líkur væru á endurkjöri hans 2020 ef Bandaríkin hafa snúist yfir í kreppu, með milljónir manna atvinnulausar ef hafa í dag atvinnu. Það þíddi grunar mig að Bandaríkin mundu líklega mjög fljótt hverfa frá stefnu Trumps með nýjum forseta.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef verið að pæla aðeins í þessum viðskiftastríðum sem eru yfirvofandi.
Ég var á þeirri skoðun líkt og þú að svona viðskiftastríð gæti gengið frá efnahag Bandaríkjanna,en við nánari skoðun finnst mér eins og þeir gætu unnið þetta stríð.
Ástæðan er sú ,að framleiðsluiðnaður er svo lítill hluti af hagkerfi Bandaríkjanna +/- 10%
Það er því ekkert stóráfall þó að útflutningur á iðnvarningi minnki eitthvað.
.
Ef Evrópubúar vilja standa uppi í hárinu á Trump,meiga þeir ekki láta hann velja vígvöllinn. Iðnvarningur er kjörinn vígvöllur fyrir Trump.
Vígvöllurinn sem hentar Evrópubúum er þjónustuviðskifti,sem eru aðal tekjulind Bandaríkjamanna.
Ef Evrópubúar vilja vernda sinn iðnað ættu þeir að hóa saman hópum tölvumanna og hefja framleiðslu á hugbúnaði sem keppir við Bandarískann hugbúnað og samskiftahugbunað á öllum sviðum.
Síðan eiga þeir að setja reglur sem eru íþyngjandi fyrir Bandarískann hugbúnað. Ef þær eru ólöglegar þá er að þæfa málið eins lengi og hægt er,og setja svo nýjar reglur sem eru íþyngjandi.
Þetta mætti gera með fleiri tegundir þjónustu sem fleytir peningum til Bandaríkjanna. Íþyngja þjónustuviðskiftum Bandaríkjanna á öllum vígstöðvum.
Þetta kann að virðast vonlaust,en ef almenningi er gerð grein fyrir að þetta er stríð mun hann standa með sínu liði.
.
Þessi aðferð hefur tvo kosti.
Í fyrsta lagi þá hefur þetta verri áhrif á Bandaríkin en að slást við iðnvarning og landbúnaðarvöru.
Í öðru lagi hittir þetta fyrir hóp sem heyrist mjög mikið í. Þó einhverjir bændur séu blankir eða fari á hausinn heyrist ekki svo mikið í þeim. Þeir eru bara út í sveit og deyja þar drottni sínum án þess að nokkur verði þess var. Ef potað er í hugbúnaðar og þjónustugeirann heyrist hrínið í þeim marga hringi í kringum jörðina.
Evrópubúar þurfa að velja baðströndina,ef þeim á að verða eitthvað ágengt.
Borgþór Jónsson, 11.6.2018 kl. 20:02
Spurning hvernig þú skilgreinir framleiðsluiðnað - en skv. tölum sem ég hef séð hefur iðnframleiðsla Bandaríkjanna 2-faldast ca. sl. 30 ár meðan starfsfólki hefur fækkað um ca. helming við framleiðslu.
Think nothing is made in America? Output has doubled in three
Síðan grunar mig að þú horfir of þröngt á efnahagstjón Bandaríkjanna af viðskiptastríði -- önnur lönd munu sannarlega tolla á móti, sem skaðar framleiðsluútflutning Bandaríkjanna!
En þú horfir ekki á hinn helming efnahagstjóns Bandar. af þeirra eigin tollum -- þ.e. jafnvel þó unnt sé að reisa framleiðslu undir tollavernd, tja eins og Brasilía reyndi á 7. og 8. áratugnum, sem endaði illa hjá þeim.
Þá tekur tíma að reisa ný framleiðsluverð - það verður verulega mikil kostnaðarhækkun af þeirri framleiðslu fyrir neytendur innan Bandaríkjanna samanborið við innflutta vörur óhjákvæmilega -- tja, að reisa nýjar verksmiðjur er dýrt, framleiðslan þarf að greiða þann kostnað niður í gegnum söluverð - síðan verður það einnig hærra vegna hærri launa þar ofan á.
Það þíðir, að tollarnir -- lækka verulega lífskjör flestra Bandaríkjamanna! Þannig, að þeir minnka verulega neyslu og eftirspurn almennt -- m.ö.o. neysluhagkerfið minnkar.
--Það eitt og sér fjölgar atvinnulausum um nokkrar milljónir.
Heildarútkoma eigin tolla á megnið af innfluttu.
Plús tollar annarra landa á útflutning Bandaríkjanna.
Þíddi líklega djúpan efnahags samdrátt í Bandaríkjunum.
Í besta falli tæki það mörg ár að snúa minnkun hagkerfis Bandar. við.
Ef það mundi takast nokkru sinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.6.2018 kl. 08:54
Merkel hefur sennilega lesið það sem ég skrifaði. Nú er hún farin að tala um þjónustujöfnuðinn.
Ég skil ekkert í af hverju hún lét Trump eftir að böðlast um sviðið allan þennan tíma án þess að svara fyrir sig á opinberum vettvangi.
Næst gerir Þýskaland væntanlega kröfu um að jafna "þjónustujöfnuðinn" ( veit reyndar ekki hvort þetta orð er til,en það ætti að vera til í nútíma þjóðfélagi)
Borgþór Jónsson, 13.6.2018 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning