8.6.2018 | 00:57
Venezúela getur ekki lengur staðið við gerða samninga um olíusölu
Þessar fréttir ollu nokkrum óróa á olíumörkuðum sem leiddi til frekari verðhækkana: Oil gains on Venezuela export cuts. Vandi olíuframleiðslu Venezúela er í sjálfu sér ekki flókinn - þ.e. margra ára löng undirfjárfesting í viðhaldi og endurnýjun búnaðar, það virðist eiga við búnað allt frá borun - yfir í eimingu olíu - yfir í hafnaraðstöðu. Við þetta bætist nýrri vandi, flótti starfsmanna sem leiði til skorts á hæfu fólki til að sinna vandamálum tengdum búnaði ríkisolíufélagsins.
Síðan til að toppa þetta allt, varð ríkisolíufélag Venezúela nýverið fyrir alvarlegum skakkaföllum: Venezuela's PDVSA raises prospect of force majeure on oil exports
- "The state-owned firm in April had so little oil it failed to deliver almost all of the crude it promised to its U.S. refining unit, Citgo Petroleum, under a 273,000-bpd contract, the documents show."
- Venezuelas exports of crude declined 28 percent in the first four months of 2018 to 1.19 million bpd compared with 1.65 million bpd in the same period last year, according to Reuters trade flows data.
- "Aggravating its export problems, Conoco last month started seizing PD VSAs terminals, oil inventories and cargoes in the Caribbean to enforce a $2 billion arbitration award in a dispute over the socialist governments nationalization of the U.S. oil producers Venezuela assets."
Það er sem sagt farið að gerast sem ég átti von á, að á enda mundu fyrirtæki sem Venezúela skuldar fé -- ganga að eignum ríkisolíufélagsins utan Venezúela!
Nick Cunningham: Venezuelas Oil Meltdown Defies Belief. Telur að yfirtaka Conoco á höfnum fyrir olíuskip í eigu ríkisolíufélags Venezúela á eyjum í Karabíska hafinu, alvarlegt reiðarslag fyrir ríkisolíufélag Venzeúela.
Það sé vegna hins slæma ástand olíuhafna í Venezúela sjálfu - ríkisolíufélagið hafi reitt sig í vaxandi mæli á hafnirnar í þess eigu utan landamæra Venezúela.
En nú blasi það ástand við, að ríkisolíufélagið geti einfaldlega ekki sinnt þeirri skipatraffík - vegna hrikalegs ástands olíuhafna landsins, sem á að taka við þeirri olíu sem ríkisolíufélagið er skuldbundið að selja.
Óafgreidd skip bíði nú í röðum er fara stækkandi!
"There were more than 70 tankers off the coast of Venezuela on Tuesday, according to Thomson Reuters vessel tracking data."
Í örvæntingu beiti nú ríkisolíufélagið hótunum - heimtar nú að erlendir kaupendur mæti með skip sem búin séu til að dæla sín á milli -- væntanlega svo eitt skip geti legið við höfn, síðan skip hlið við hlið - dælt sín á milli.
Væntanlega vegna þess, að afhendingarbúnaðurinn -- virkar einungis á hluta vinnslusvæðis hafnarinnar sem á að nota.
--Annars verði því lýst yfir formlega að ríkisfélagið sé ekki fært um að standa við samninga.
Niðurstaða
Þessar fréttir virðast staðfesta að endanlegt hrun Venezúela geti vart verið langt inn í framtíðinni -- en sala á olíu sé nánast einu gjaldeyristekjurnar sem ríkisstjórnin á eftir. Vegna gríðarlegrar óstjórnar almennt, þarf land sem ráði yfir gjöfulu ræktarlandi í hagstæðu loftslagi, að flytja inn mat - hungursneyð er til staðar í landinu, en það sé ekki unnt að kalla ástandið annað. Börn séu þegar farin að látast úr hungri fréttir hafa heyrst um. Þegar fyrir tveim árum síðan, lágu fyrir gögn um að meira en 2/3 landsmanna hefði lést vegna skorts á aðgengi að nægum mat. Ástandið hafi klárlega versnað síðan.
--Það geti ekki annað en versnað hratt nú þegar olíusala landsins sé í frjálsu falli.
Meðan heldur Nicolas Maduro áfram að haga sér eins og hann sé staddur inni í sýndarveruleika. Ætlar að láta endurkjósa sig til forseta, sem virðist nánast öruggt að verði - enda stjórnar flokkurinn hans þeim stofnunum sem hafa með að gera allt eftirlit og úrskurðarvald um það hvort kosningar eru réttmætar. Það verði engin vandræði að bæta við kjörgögnum, í trausti þess að hans fólk úrskurði samt útkomuna lögmæta.
Mér virðist allt benda til að Venezúela sé á leið í það allra versta ástand sem ég hef óttast, þ.e. að lögleysa taki yfir sífellt stærri landsvæði eftir því sem ríkið missi getu til að greiða nauðsynlegu fólki laun -- ég í þessu tilviki meina, her og lögreglu.
--Líklega verði fyrir rest stjórnleysi það alvarlegt, að nágrannalönd neyðist til að senda herlið inn fyrir landamæri, til að takmarka stjórnleysið nærri eigin landamærum, og kannski til að halda uppi flóttamannabúðum Venezúealamegin landamæra.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Vegna gríðarlegrar óstjórnar almennt, þarf land sem ráði yfir gjöfulu ræktarlandi í hagstæðu loftslagi, að flytja inn mat"
Jú, rétt og ekki rétt ... almenn skoðun fólks, sérstaklega hér í Evrópu. Sem skoðar ekki þá staðreynd að fólkið á staðnum er ekki fært um hvorki stjórnunina né ræktunina. Þú þarft að "Afríkuvæða" landið, flytja inn "fólk" og "aðra út". Þetta er því stór vandi ... vandi sem blasir við allri Evrópu.
Til dæmis. Svíþjóð er á barmi "collapse", sem þjóðfélag ... vegna innflutnings á flóttamönnum.
Sko, til að skýra þetta ... sem er náttúrulega ekki auðvelt, nema að fara of langt út í að vera "rasisti", sem er alls ekki rétt með farið mál. Þá er MAO alltaf kennt um hungursneyðina í Kína ... jú, hann setti á fót "cultural revolution". Tók "bændurna" og setti þá í borgirnar, og "fína" fólkið og setti það á akranna. Bændur í borgunum, urðu til þess að iðnaður Kína jókst ... "aristocrats" á ökrunum, urðu til þess að hungursneyð uppstóð. Þessir "aristocrats" voru lítið annað en úrkynjaðir aumingjar, sem ekki einu sinni gátu þreskt hveiti.
Þetta er bara hrein staðreynd.
Þetta vandamál á sér víða stað í heiminum, og er þegar að festa rótum í Evrópu. Og vandamálið er, að það má ekki viðurkenna að fólk hefur mismunandi kosti og galla.
Örn Einar Hansen, 8.6.2018 kl. 05:36
Bjarne Örn Hansen, samhengislaust rugl. Á árum áður var Venezúela með öfluga matvælaframleiðslu - ríkisstjórn Venezúela lamar matvælaframleiðsluna með afar einföldum hætti, m.ö.o. með því að stjórna verðlagi á matvælum sbr. lög þar í landi að bændur verða að selja ríkinu á verði sem ríkið ákveður -- samtímis og aðföng til matvælaframleiðenda hækka stjórnlaust í óðaverðbólgubálinu -- það rökrétt leiðir nákvæmlega fram þá útkomu, matvælaframleiðsla stöðvast. Það væri auðvelt að koma henni aftur af stað, þ.e. afnema verðlagsstjórnun matvæla!
--Opinbera verðið mundi hækka, en á hinn bóginn þ.s. framleiðsla er í dag það lítil að langt er í frá hún memi eftirspurn, sé hvort sem er megnið af mat sem er í boði - sbr. sá sem er innfluttur, seldur á markaðsverði.
Svíþjóð er ekki á barmi hruns!
--Maó að sjálfsögðu bjó til hungursneyð í Kína. Bændur kunnu til verka að sinna framleiðslu matar. Með því að taka þá úr því verki sem það kunna - setja aðra í verkið sem það ekki kunna, þá býrðu til hungursneyð. Það skiptir ekki máli hvaða hópur sem ekki hafði lært til þeirra verka, hefði verið settur í það verk.
--Tugir milljóna Kínverja létu lífið. Hungrið var verst í borgunum. Ef Maó sendi bændurna til borganna, þá drap hann þá fjölmarga.
**Stjórnun af þessu tagi er glæpamennska gagnvart eigin þjóð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.6.2018 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning