Mexíkó og Kanada svara tollum Trumps með - tollum á móti. Enn beðið eftir formlegum viðbrögðum ESB landa við tollum Trumps

Það er áhugavert að Kanada og Mexíkó séu fyrst til að svara. En kenning a.m.k. sumra er sú, að þau lönd séu það háð Bandaríkjunum að þau eigi nánast enga von í alvöru viðskiptadeilu við Bandaríkin. Hinn bóginn er rétt að benda á, á móti - að þau lönd hafa sitt eigið stolt.

  1. Rryfjum upp hvernig Ísland brást við löndunarbanni Breta í þorskastríðunum.
  2. Gáfust við upp? Nei, alls ekki! 

--Þó var það löndunarbann ákaflega efnahagslega skaðlegt fyrir Ísland. En Íslendingar litu svo á að þeir væru að berjast fyrir sinni framtíð.
--Það má alveg velta því fyrir sér, hvort Kanada og Mexíkó líti málin sambærilegum augum!

Þannig að þau lönd séu til í að taka verulega efnahagslega áhættu, vegna þess að eins og Íslendingar í þorskastríðunum -- trúi þær þjóðir að baráttan sé réttlát og samtímis, mikilvæg fyrir þeirra framtíð.

U.S. allies hit back at Washington's steel, aluminum tariffs

US fires first shot in trade war with allies

"Canada, the largest supplier of steel to the United States, will impose tariffs covering C$16.6 billion ($12.8 billion) on imports from the United States, including whiskey, orange juice, steel, aluminum and other products, Canadian Foreign Minister Chrystia Freeland said."

"Mexico also said it would impose its own retaliatory tariffs on a wide range of products from US steel to pork, sausages, and fruit such as apples, grapes and blueberries."

 

Skv. þessu er formlegt viðskiptastríð nú milli Bandaríkjanna - við Kanada og Mexíkó. Beðið er eftir formlegum viðbrögðum ESB - sem reiknað er með að geri alvöru úr sínum toll hótunum!

Vitað er að ESB er búið að undirbúa tollaðgerðir - en var að bíða eftir því að tollhótanir Trumps mundu formlega taka gildi annars vegar og hins vegar eftir endanlegu svari ríkisstjórnar Bandaríkjanna um það hvort ESB fengi undanþágur frá stál- og áltollum Trumps.
--Það svar liggur nú fyrir að er neikvætt, og Stál- og áltollar Trumps hafa nú formlega tekið gldi.

  1. Fyrir utan þetta liggja fyrir yfirlýsingar frá ríkisstjórn Trumps, að ríkisstjórn Trumps muni svara tollaðgerðum -- með frekari tollaðgerðum.
  2. Skv. því blasir við spírall, þ.e. að væntanlega svari þá mótherjar Bandaríkjanna í viðskiptaátökum - með tollum aftur, síðan koll af kolli.

Eins og ég benti á í gær, græðir enginn á viðskiptastríði.
Hinn bóginn sé það misskilningur, að Bandaríkin hljóti í einhverjum skilningi hafa betur.

  1. Því skaði er alltaf skaði beggja, þegar land hefur viðskiptastríð - hitt landið svarar á móti.
  2. Síðan ef land fer í mörg viðskiptastríð samtímis -- skaðar það land sig í hvert sinn per viðskiptastríð, meðan að hvert land í viðskiptastríði við það land skaðast í eitt skipti.

Þannig, að ef Bandaríkin hefja mörg viðskiptastríð samtímis - ætti að vera algerlega á tæru að Bandaríkin skaðast meira!

 

Viðskiptaráð Bandaríkjanna er mjög andvígt aðgerðum Trumps!

Tom Donohue -- "The current approach will deliver the greatest economic pain to precisely those areas of the country that the administration and the Congressional majority are counting on for continued political support," - "It is worth remembering that a tariff is nothing more than a tax, and it is not paid by the exporting country— it is paid by the American people,"

Trump trade policies threaten 2.6 million US jobs, Chamber of Commerce says

Formaður Viðskiptaráðs Bandaríkjanna, sem eru samtök aðila innan viðskiptalífs Bandar.
Fullyrðir sem sagt að aðgerðir Trumps geti haft þetta miklar afleiðingar fyrir Bandaríkin sjálf!

  1. Það sem Donahue vísar til er þeirrar einföldu afleiðingar - að tollar hækka strax verð á varningi sem er tollaður.
  2. Það þíðir auðvitað að neytendur greiða þá raunverulega þá tolla!

Þ.e. neytendur innan Bandaríkjanna -- þó að tollar einnig skaði útflutning þeirra landa þeirra vörur eru tollaðar, þá ef um er að ræða stórfellt viðskiptamagn er ósennilegt að unnt sé að með snöggum hætti -- að skipta um viðskiptaþjóð!

Aðrar viðskiptaþjóðir sennilega hafa þá ekki getu til að taka snögglega yfir markaðinn - og líklega ekki heldur bandarísk fyrirtæki. Þannig, að tollarnir lenda á neytendum!
--Sem eru í þessu tilviki, almenningur í Bandaríkunum og bandarísk fyrirtæki.

  1. Donahue virðist gera ráð fyrir uppsögn NAFTA sé yfirvofandi - en ekkert gengur eða rekur í samningum. Ríkisstjórn Trumps neitar að gefa eftir þætti sem samningamenn Mexíkó og Kanada hafa neitað að samþykkja, þannig allt situr fast.
    --Þannig uppsögn NAFTA virðist vaxandi mæli sennileg útkoma.
  2. Síðan reiknar Donahue inn áætlað af Viðskiptaráði Bandaríkjanna tjón af stál- og áltollum Trumps.
    --Niðurstaðan sé þessi áætlun um 2,6 milljón töpuð störf.

Einhver máski heldur því fram að það sé hræðsluáróður - hinn bóginn er ég á því að umtalsvert tap á störfum sé algerlega öruggt ef allt þetta sem Donahue telur til stenst.

Það sé þó óvíst að akkúrat 2,6 milljón störf tapist.

  1. Hinn bóginn, ef allt fer á versta veg að það sem virðist yfirvofandi, að allsherjar viðskiptastríð sé að skella á -- þ.e. tit for tat spírall, er leiði á enda til þess að háir tollar skella yfir á stóran fjölda innfluttra vara til Bandaríkjanna, og á móti verði tollum beitt almennt á útflutning Bandaríkjanna af þeim löndum sem Trump hefur viðskiptastríð við.
  2. Þá verða efnahagsleg áhrif á Bandaríkin - tel ég - alveg örugglega stór, þá líklega stærri en það mat - sem Donahue skellir þarna fram.

Þá meina ég, ef Trump hefur allsherjar viðskiptastríð samtímis við ESB lönd - NAFTA lönd og Kína að auki!

Eða m.ö.o. samtímis í einu við alla sína stærstu viðskiptaaðila - nema Japan.

 

Sem betur fer á ég ekki von á því, að löndin í viðskiptastríði við Bandaríkin - hefji viðskiptastríð hvert við annað!

Þau verði í viðskiptastríði við Bandaríkin - en forðist að láta það viðskiptastríð hafa áhrif á sín samskipti hvert við annað.

  1. Þannig að ESB - önnur NAFTA lönd og Kína, haldi áfram að viðhafa lágtollaumhverfi hvert við annað.
  2. Þetta gæti þar með endað, eins og ég hef áður bent á, sem tilraun þ.s. Bandaríkin skella upp hátollaumhverif hjá sér.
    --En önnur lönd, láta vera að viðhafa hátollaumhverfi.

Ef þetta yrði útkoman, mundi alþjóðaviðskiptaumhverfið ekki brotna niður.
Ég stórfellt efa að slík tilraun muni sýna fram á að slíkt séu góðar ákvarðanir fyrir Bandaríkin.

Öfugt við það sem Trump og Trump sinnar halda fram, er ég á því að slík stefna mundi leiða fram efnahagslega hnignun í Bandaríkjunum.

  1. Hinn bóginn, ef þetta allt gerist þ.e. allsherjar viðskiptastríð Trumps við flest helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.
  2. Þá er það mín skoðun að ósennilegt sé að Trump geti náð endurkjöri 2020.

Einfaldlega vegna þess að svo umfangsmiklar tollaaðgerðir gagnvart innflutningi, mundu hafa gríðarlega öflug samdráttaráhrif á bandarískt efnahagslíf.
Milljónir bættust þá við tölur yfir atvinnulausa -- þeir hópar mundu vart kjósa Trump.

  • Eiginlega er ég á því að mat Donahue sé frekar varlegt, en að vera ofmat.

 

Niðurstaða

Trump virðist vera að afhjúpa það fyrir heimsbyggðinni að hann sé nákvæmlega allt það sem hann talaði fyrir í kosningabaráttunni 2016. En þá hótaði hann með eftirminnilegum hætti viðskiptastríðum gagnvart helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna.

Eins og ég benti á þá, að slíkar ákvarðanir mundu að flestum líkindum hafa mjög neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Bandaríkin sjálf. Þá auðvitað árétta ég þann punkt eina ferðina enn, að þær alvarlegu afleiðingar hljóta að koma fram -- ef viðskiptastríð það sem hafið er, endar sem allsherjar viðskiptastríð - Bandaríkjanna við sínar helstu viðskiptaþjóðir.

--Á hinn bóginn, þá er ég á því að afleiðingin sé ekki heimskreppa.
--Svo fremi að viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna láta vera að fara í hár sín á milli.

En afleiðingin geti sannarlega orðið kreppa í Bandaríkjunum!
Ef það fer það langt, þá ég ekki von á endurkjöri Trumps.
Að á endanum verði stefna hans pólitískt sjálfsmorð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Einar en ég held að viðskiptastríð séu ekkert ný á nálini. Kínamenn ráða álmarkaðinum og þar ráða þeir heimsmarkaðsverðinu. Sama með olíuna en þar ráða Arabar. Allt þetta eru viðskiptastríð sem eru ekki í takt við raunveruleikan. Allt ákvarðanir til að hafa áhrif á getu þjóða. Það sem Trump er að gera myndi ég segja eðlilegasta hlut og það sem mótþjóðirnar eru að svara með er bara af hinu góða. Þetta er smá póker game sem er í gangi og engin veit hver vinnur fyrr en öll spilin eru á borði.

Valdimar Samúelsson, 2.6.2018 kl. 11:01

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 PS kannski er einhvað að þessum leik Trumps vegna Veggsins á milli USA og Mexico.?

Valdimar Samúelsson, 2.6.2018 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband