30.5.2018 | 22:34
Mjög röng sú hugsun stuðningsmanna Trumps að Bandaríkin líklega vinni viðskiptastríð
Kenningin virðist eftirfarandi; ef Bandaríkin fara í viðskiptaátök við land sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart - sé tjón hins landsins óhjákvæmilega meira.
--Þetta er ranghugsun!
Hið rétta er að viðskiptastríð skaðar Bandaríkin og hugsanlegan mótherja, samtímis.
US commerce secretary rebuffs EU demands for tariff exemptions
Ef marka má þá frétt er greinilega að skella á viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og ESB.
Hvernig viðskiptastríð skaðar Bandaríkin er afar einfalt! Þó svo að við gefum okkur það að viðskiptastríð sé við land sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart!
Hvernig Bandaríkin skaða sig er mjög einfalt, þetta er standard hagfræði.
Raunveruleg hætta virðist á viðskiptastríði samtímis við Kína og ESB.
Hið minnsta er viðskiptastríðið við ESB greinilega að skella yfir.
- Þegar Bandaríkin leggja tolla yfir stóran viðskiptaaðila, gefum okkur Bandaríkin flytji mun meir inn frá þeim aðila en þau flytja út til þess aðila.
- Þá hækka verð strax á allar þær innfluttu vörur sem álagður tollur gildir fyrir.
- Ef um er að ræða stórfelldan innflutning að magni til - er sennilegt að hvorki innlendir aðilar né aðrir erlendir, geti með litlum fyrirvara komið í staðinn.
- Þannig, að þá leiða álagðir tollar til -- vöruhækkana innan Bandaríkjanna.
- Vöruhækkanir lækka lífskjör innan Bandaríkjanna, og draga þar með úr neyslu.
- Og það dregur úr hagvexti, og eykur atvinnuleysi.
- Minni hagvöxur þíðir minni skatttekjur bandaríska ríkisins, og þar með aukinn hallarekstur þess og hraðari skuldasöfnun.
- Viðskiptastríð þarf ekki að leiða til viðsnúning yfir í kreppu, en það getur gerst.
Spurningin er hve margir vöruflokkar lenda í tolli.
Og hvort Bandaríkin hefja viðskiptastríð samtímis við ESB og Kína.
Það er einfalt, að því fleiri vöruflokkar lenda í tolli, því stærri eru neikvæð verðáhrif á neytendamarkaðinn innan Bandaríkjanna, og því þar af leiðandi því stærri neikvæð efnahags áhrif innan Bandaríkjanna sjálfra.
Að sjálfsögðu er ESB skaðað á móti, útflytjendur skaðast líklega dregst sala þeirra saman, og sennilega geta þeir ekki bætt sér það með sölu eitthvert annað með snöggum hætti.
Sama gildir um Kína, ef viðskiptastríð er samtímis við Kína af hálfu Bandaríkjanna!
- Ef allsherjar viðskiptastríð skellur á milli Bandar. og ESB - þá auðvitað bitnar það á mörgum vöruflokkum, á móti mundi ESB skella tollum á allan útflutning Bandar. til ESB -- og þannig skaða bandaríska útflytjendur samtímis.
- Ef viðskiptastríð allsherjar væri einnig við Kína á sama tíma, mundi það sama endurtaka sig gagnvart Kína, þ.e. Kína skaðast og Bandaríkin á móti.
Ef maður gerir ráð fyrir því að ESB og Kína láti vera að hefja viðskiptastríð hvort við annað - þau einnig láti vera að hefja viðskiptastríð við þriðju lönd, þannig viðskiptastríð gildi einungis í samskiptum þeirra við Bandaríkin.
Þá ætti skaði hvors um sig, að vera viðráðanlegur!
Ég meina, ekkert sem geri ástandið það slæmt þau geti ekki lifað það af.
Sama ætti við Bandaríkin, ef Bandaríkin væru í viðskiptastríði við annaðhvort Kína eða ESB.
En ef Bandaríkin færu í viðskiptastríð við Kína og ESB samtímis -- þá auðvitað mundu Bandaríkin skaða sig tvisvar, meðan þau skaða annars vegar ESB einu sinnig og Kína einu sinni.
Þannig að það sé þá á tæru, að ef Bandaríkin fara í 2-stórfelld viðskiptastríð á sama tíma.
Að þá væri það öruggt alveg að skaði Bandaríkjanna væri meiri!
--Það sem ég er að segja, er að enginn vinnur beint viðskiptastríð.
--Viðskiptastríð skaði alltaf þátttakendur.
- En ef Bandaríkin setja fram það erfiðar kröfur að hvorki ESB né Kína geta sæst á þær kröfur, þó Bandaríkin hóti viðskiptastríði.
- Þá sé slíkt viðskiptastríð við Bandaríkin ekki það erfið upplifun fyrir Kína eða ESB, að þau verði að gefa eftir.
Það fari því eftir því akkúrat hvers Bandaríkin krefjast, hvort það sé sennilegt að Bandaríkjastjórn geti þvingað þá kröfu fram með hótunum um viðskiptastríð, eða jafnvel viðskiptastríði.
--En ef þær kröfur verða það erfiðar að hvorki ESB né Kína treysta sér til að semja.
--Gæti slíkt viðskiptastríð orðið afar langdregið.
Ég stórfellt efa að Bandaríkin græði á slíku á hinn bóginn í nokkru hugsanlegu samhengi.
En þó tæknilega þau geti lokað hagkerfinu sínu búið til framleiðslustörf.
Þá gæti það alltaf verulegan fjölda ára að reisa þær nýju verksmiðjur, auk þess að það kostaði verulegt fé -- sem legðist óhjákvæmilega ofan á verð þeirrar framleiðslu.
--Það þíddi væntanlega að sú framleiðsla yrði þá væntanlega alltaf að njóta tollverndar upp frá því, og þar með að því fylgdi varanleg kjaralækkun fyrir bandarískan almenning því þær vörur yrðu þá alltaf dýrari en þær mundu vera, ef þær væru enn innfluttar eins og áður.
--Þeir einu sem græddu, væru þá þeir sem fengu störf í slíkum nýjum verksmiðjum er gætu einungis verið lítill hluti bandarísks almennings auk eigenda þeirra.
--Líklega m.ö.o. töpuðu flestir Bandaríkjamenn á slíkri útkomu.
Niðurstaða
Það sé mikill misskilningur að Bandaríkin mundu græða á viðskiptastríðum við meiriháttar viðskiptaaðila. Þvert á mati tapi allir þeir sem eiga þátt í viðskiptastríði.
Hinn bóginn, ef eitt ríki hefur viðskiptastríð við tvo stóra viðskiptaaðila sannarlega skaðast þeir báðir viðskiptaaðilar, en einnig það ríki er hefur slík viðskiptastríð við tvo stóra meiriháttar viðskiptaaðila þá í bæði skiptin.
Málið er einmitt að Bandaríkin einnig skaða sig sjálf, en á hinn bóginn er sá skaði viðráðanlegur svo fremi að það viðskiptastríð spinnur ekki of mikið upp á sig, og enn fremur svo fremi að umfangsmikið viðskiptastríð skellur ekki á við fleiri en einn stóran viðskiptaaðila samtímis.
Það sé akkúrat svo, að hvert viðskiptastríð veldur sínum eigin skaða!
Þannig að hvort Bandaríkin skaðast meir, sé spurning um fjölda viðskiptastríða samtímis.
Og fjölda þeirra vöruflokka sem lenda í því að vera hátollaðir.
Það sé enginn vafi á því að allsherjar viðskiptastríð samtímis við ESB og Kína, hefði mikil neikvæð efnahags áhrif á Bandaríkin sjálf!
En að á sama tíma, svo fremi að Kína og ESB mundu láta vera að breikka viðskiptaátök út sjálf til fleiri aðila -- þ.e. væru einungis í viðskiptaátökum við Bandaríkin.
--Þá tel ég að tjón þeirra mundi reynast minna en Bandaríkjanna heilt yfir.
--Meðan Bandaríkin væru að skaða sig tvisvar með tveim meiriháttar viðskiptastríðum samtímis.
Ef Trump fer í of mörg viðskiptastríð samtímis með Bandaríkin, þá getur hann búið til kreppu í Bandaríkjunum -- þ.e. alveg hægt!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar þetta er möguleiki en ég horfi á þetta sem tækifæri fyrir þjóðir allmennt að þjappa sig saman innbyrðir. Þ.E. Versla meir innbyrðis og treysta á sína framleiðslu. Kannski er þetta einföldun en mig minnir að Sameinuðu þjóðirnar hafi gefir út reglu að menn styrktu sig með verslun og framleiðslu innbyrðir en ég hef ekki fundið þetta síðan ég sá smá klausu um þetta. Við vitum öll að þessi mikli flutningur heimsálfa á milli þjónar engum nema súper stóru fyrirtækjunum.
Valdimar Samúelsson, 31.5.2018 kl. 11:32
Valdimar Samúelsson, smærri þjóðir eru miklu mun sjálfstæðari í umhverfi þ.s. verslun er opin og frjáls.
En ef farið er í gamla umhverfið þ.s. stóru þjóðirnar hafa háa toll múra sín á milli.
Þ.s. smærri þjóðirnar geta ekki sjálfar framleitt allt -- bara stærstu þjóðirnar.
Þá þíðir slíkt kerfi, að smærri þjóðir -- verða að binda sig einhverri stærri þjóðanna.
--Ég á við sem leppríki, ekki sem frjálsir jafningjar.
Slíkt kerfi sem þú talar fyrir, þíddi endalok raunverulegs sjálfstæðis Íslands.
Það hefði einungis hlutverk, þjóns er yrði að hlíða í einu öllu vilja síns meistara.
----------------
Eins og hlutirnir eru í dag, getur Ísland keypt af þeim sem selur ódýrast, en á móti selt þ.s. verðin eru best.
--Í því fyrirkomulagi sem þú talar fyrir, yrðu okkar viðskipti aldrei þetta hagstæð.
Í slíkum heimi, væru engar frjálsar smáar þjóðir.
Þetta væri margfalt verri heimsmynd en sú er við búum við.
--En hún þíddi líklega einnig, endalok samstarfs stærri þjóðanna.
--Við værum að tala um, ástand þ.s. þau stóru lönd sem geta, mundu safna um sig fylgiríkjum eða þjónum, og væru þá svæðisbundin heimsveldi.
Stórþjóðirnar væru slíks svæðisbundin veldi.
---------------
Stríðshætta væri margföld á við í dag.
Þetta væri ákaflega hættulegur heimur sem þú talar fyrir.
Mjög vond framtíðarsín fyrir allar þjóðir sem eru það smáar að geta ekki varist kröfum stórþjóðanna.
--Trump og sambærilegir herrar, samþykkja einungis -- einhliða þjónslund.
--Ef öll stóru löndin hegðuðu sér þannig -- væri ekkert sjálfræði eftir í heiminum fyrir smærri löndin, enginn réttur fyrir þau lönd eða þær þjóðir.
--------------
Þetta er heimsmynd sem allt réttsýnt fólk þarf að berjast gegn að verði.
Því hún væri afar ranglát, samtímis því að setja framtíð mannkyns í afar mikla hættu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.5.2018 kl. 22:57
Einar það er hægt að horfa á heimsmyndina frá ýmsu sjónarhorni. Orðið selfsubsistance er það sem ég vill þ.e. að vera sjálfum sér nógir. Öll fátækari ríkin/fólkið í Afríku er svoleiðis og lifa sínu lífi. Bandaríkin þar er stór hópur sem vill búa á þann hátt og gerir.
Það eru ekki stórþjóðir sem stjórna heiminum heldur alþjóðafyrirtæki. Horfðu á sem dæmi eldsneyti sem við höfum nóg af í ýmsu formi.
Hvað gerum við. Flytjum inn gnægðir af eldsneyti fyrir allskonar erlenda starfsemi sem notar margfalt meira en þjóðin raunverulega þarf.
Allur Túrisminn þar með talið flugið ekki viss um skemmtiferðaskipin en er alveg viss um að olíufyrirtækin myndu vilja selja þeim. Við borgum kolefnaskatt fyrir alla.
Til að gera þetta stutt. Við erum leppar risastóru fyrirtækjanna svo byrjum á að framleiða okkar orku sjálfir s.s. methane gas ofl. Hversvegna hefir það ekki verið gert.Stóru fyrirtækin/bankar ráða ekki satt.
Valdimar Samúelsson, 1.6.2018 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning