Verður fundur Trump með Kim Jong Un - haldinn, eða ekki?

Á föstudag virtist Trump gefa í skyn að þó hann hefði slegið af fund með Kom Jong Un sem átti að fara fram í Singapore í nk. mánuði af -- að þá væru líkur á að hann gæti farið fram síðar.

Donald Trump: "We’ll see what happens. It could even be the 12th. We’re talking to them now,..." - "They very much want to do it. We’d like to do it."

Trump sagði þá við blaðamenn að hann fagnaði jákvæðum viðbrögðum frá Norður-Kóreu, en skv. fjölmiðlum gáfu stjv. NK það út - að þau væru áhugasöm enn um að fundurinn færi fram, og að þau væru til viðræðu um lausnir!

Daginn á undan, var Trump verulega neikvæðari, en þá sagði hann:

Donald Trump: "The Singapore summit, for the good of both parties, but to the detriment of the world, will not take place..." - "You talk about nuclear capabilities, but ours are so massive and powerful that I pray to God they will never have to be used."

Í formlegu bréfi - kvartaði Trump undan fjandskap og reiði í nýlegum ummælum frá NK. Og sagði ekki réttmætt að fundurinn færi fram við slíkr aðstæður. Í bréfinu sagði Trump að hann vildi enn ræða við NK -- og óskaði eftir sinnaskiptum frá NK.

 

Málið virðist snúast um kröfu Bandaríkjanna um algera kjarnorkuafvopnun!

Auðvitað blönduðust einnig inn ummæli frá Bolton - Pompeo og síðan Pence, á þann veg að fordæmi Líbýu væri gott veganesti fyrir NK.
En rétt fyrir 2000 samþykkti Gaddhafi að falla frá kjarnorkuprógrammi, sem hafði ekki enn á þeim punkti skilað sprengju, og margvíslegu öðru sem Bandaríkin töldu fjandsamlegt -- í staðinn féllu Bandaríkin frá refsiaðgerðum sem voru aflagðar.

Það þarf ekki endilega að túlka þau ummæli sem hótun - sbr. hvað einum og hálfum áratug síðar kom fyrir Gaddhafi.

Hinn bóginn, hlýtur samt Kim Jong Un að vera endalok Gaddhafis hugleikin.

  1. Fyrir Kim, þá er verðmæti kjarnavopnanna fyrst og fremst það, að gera árás á NK - óskaplega kostnaðarsama fyrir árásaraðilann.
  2. Hann greinilega mun vera mjög tregur til að afsala sér þeim.

Bandaríkin leggja mikla áherslu á algert afsal þeirra vopna, og ekki einungis það - heldur að öll starfsemi tengd þeim vopnum verði eyðilögð svo NK gæti ekki smíðað slík vopn síðar.

Hugmyndir Trumps - Pence - Bolton og Pompeo, virðast á þá leið að skiptin yrðu -- fullkomin eyðilegging vopnaprógramma NK og vopnanna sjálfra.
--Á móti niðurfellingu refsiaðgerða!

Það virðist fremur augljóst að Kim Jong Un muni ólíklegur til að samþykkja það tilboð.
--Hann vill augljóslega fá einhverskonar öryggistryggingu.

Það verða sennilega einhverjar gagnkröfur!
Ég efa þar af leiðandi, að samkomulag leiðist fram með skjótum hætti.
--Spurning þó hvort Trump hafi þolinmæði í fleiri ára samninga.

 

Niðurstaða

Miðað við viðbrögð Trumps virðist ljóst að Trump vill enn að fundurinn með Kim Jong Un fari fram. En á sama tíma virðist margt benda til þess, að vandinn snúist um stífa kröfu Bandaríkjanna um algera kjarnorkuafvopnun og fullan endi á kjarnorkuprógrömm NK.

Sennilega snúist deilan um - akkúrat tilgang fundarins. Trump vill líklega, fá skjótt samkomulag - leysa málið snarlega. Og vilji sennilega hafa fyrirfram samþykki NK fyrir niðurstöðunni - svo fundurinn yrði einungis, formsatriði.

En á hinn bóginn, virðist mér rökrétt að það standi í NK - að sætta sig við slíka niðurstöðu. Það geti verið að Trump sé einfaldlega að segja Kim Jong Un, að fundurinn fari fram ef Kim fari að hans vilja - ella ekki, og ég bendi á ummæli Trumps að ofan þ.s. hann nefndi kjarnavopn Bandaríkjanna, ekki skýra hótun en nægilega skýr þó.
--Vitað að Bolton hefur mælt fyrir árás á NK af fyrra bragði. Þekki ekki hvort Pompeo gengur það langt.

Þannig að í mig hljóma ummæli Trumps sl. tvo daga -- gerið eins og ég mæli fyrir, eða þið hafið verra af.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Núna er verið að eyða tilraunastöðinni í Pyongyang ... undir eftirliti Rússa. Staða rússa í málinu er ekki rætt, sem er afar auvirðulegt af fjölmiðlum. En það voru Rússar sem fóru á fund NK, voru þar í viku tíma sem breitti afstöðu NK. Hvað hefur farið á milli þeirri, veit maður ekki ... en eldflaugarannsókn þeirra á ICBM og kjarnorkutilraunum er verið að eyða ... og rússar virðast sjá um þetta.  Hvort þeir láti af hendi "kjarnorkuvopnin" tel ég afar líklegt að verði.

Afstaða Trump í málinu, er mjög góð ... hér gildir, að koma öllum í skilning um að það eru ekki "kjarnorkuvopn" Kim's sem gera það að verkum að hann fái "betri" kost. Þetta er mikilvægt, þannig að "rígur" mun halda áfram á milli þeirra þangað til að vopnum hans hefur verið eytt ... síðan, verða Bandaríkjamenn að standa við það ... sem samið hefur verið um á bak við tjöldin.

Friðurinn í heiminum er í húfi ... röng skilaboð, myndi bara segja öllum þjóðum að það eina sem forði þeim frá morðóðum kananum, séu kjarnavopn.

Rússar þurfa líka að taka harðari afstöðu ... þeir hafa nú handtekið menn úr her Assad, fyrir að "ræna og ruppla". Spor í rétta átt. Þeir hafa einnig leift Ísrael að gera það sem þeir telja til öryggis Ísrael ... einnig rétt spor. Þeir hafa stutt "skiptingu" Sýrlands milli hópa (Tyrkmenna og Kúrda), sem einnig er rétt spor.

Við skulum vona að hlutirnir haldi áfram á þessari braut ...

Örn Einar Hansen, 27.5.2018 kl. 11:19

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vandamálið þarna,held ég ,er að kröfur Bandaríkjamanna um algera afvopnun áður en samningar hefjast eru ekki aðgengilegir fyrir N Kóreu. Það verður ekki annað séð en að Kim geti sætt sig við afvopnun,en að sjálfsögðu í tengsslum við samninga sem mundu fela í sér einhverskonar tryggingu fyrir vernd.

Mér finnst þetta bera svolítinn keim af atburðunum í Serbíu á sínum tíma.

Þar voru viljandi settar fram kröfur sem voru þess eðlis að Serbar mundu ekki ganga að þeim. Kröfurnar voru beinlínis gerðar til að það kæmist ekki á friður.

Þér sýnist þetta vera sama dæmið sem er þarna í gangi.

Það er mikið í húfi fyrir Bandaríkjamenn að koma í veg fyrir að það komist á friður í Kóreu.

Það er bæði gríðarleg vopnasala og ekki síður mundi þetta hafa í för með sér gasleiðslu frá Síberíu til S Kóreu. Þar með væri LNG útflutningur Bandaríkjanna til Kóreu úr sögunni.

Það er margs að gæta á stóru heimili.

Borgþór Jónsson, 27.5.2018 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband