23.5.2018 | 00:58
Kannski verður ekki af fundi Trumps með Kim Jong Un
Leiðtogi Norður-Kóreu virðist bregðast illa við kröfum Bandaríkjastjórnar - um bindandi loforð um algera kjarnorku-afvopnun, áður en rædd yrðu önnur mál - og áður en til greina mundi geta komið að Bandaríkin íhuguðu tilslakanir á efnahagslegum refsiaðgerðum.
--Síðan virðast orð Mike Pompeo um daginn ekki hafa vakið lukku!
--En hann talaði þá um, Líbýu leiðina sem fordæmi - vísaði þá til samþykkis Gaddhafis fyrir mörgum árum er hann samþykkti að hætta við kjarnorkuprógramm sem Líbýustjórn þá var með, er þó var mun skemmra komið en prógramm Norður-Kóreu, þ.e. Gaddhafi átti aldrei kjarnorkuvopn.
Eins og margir ættu að muna, þá lét Gaddhafi lífið fyrir nokkrum árum - þegar uppreisnarmaður skaut hann til bana eftir að bílalest með honum um borð hafði verið veitt fyrirsát.
Það eru a.m.k. til þeir sem líta þannig á að Gaddhafi hafi orðið á mistök, er hann hætti við prógrammið sitt - hinn bóginn rétt að árétta, að hann var ekki kominn mjög langt með það!
--Sem máski er af hverju hann var tilbúinn að slá það af!
Trump casts doubt on planned summit with North Korean leader
Donald Trump casts doubt on summit with Kim Jong Un
Skammt stórra höggva á milli hjá Trump þessa dagana!
- Mjög stutt síðan að ljóst var orðið, að Xi Jinping virðist hafa haft betur í deilu Bandaríkjanna og Kína um utanríkisviðskipti -- Kína virðist ætla að komast upp með eftirgjafir sem litlu máli skipta -- sem má segja að kasti rírð á fullyrðingar Trumps sjálfs um að vera frábær samningamaður!
- En nú virðist stefna í að Trump fái sennilega ekki leiðtogafund sinn með Kim Jong Un, þannig að draumurinn um - friðarverðlaun sé máski úr sögunni!
Donald Trump (um fyrirhugaðan fund) - "Theres a very substantial chance ... it wont work out. And thats OK," - "That doesnt mean it wont work out over a period of time. But it may not work out for June 12. But there is a good chance that well have the meeting."
Vandinn virðist ítrekað - óraunhæfar væntingar!
Settar fram kröfur sem engar líkur séu á að fallist verði á!
Það stutt er síðan Trump krafðist 200ma.dollara lækkunar á viðskiptahalla gagnvart Kína á tveim árum - að niðurstaða viðræðna við Kína sem nú blasir við - lítur út sem hreinn brandari.
Þessi sami vandi - óraunhæfar kröfur, sést einnig stað í samningum ríkisstjórnar Trumps við Kanada og Mexíkó um - NAFTA endurnýjun. Þó samningar hafi nú staðið langa hríð, sé enn gjá á milli aðila og að virðist litlar líkur á samkomulagi - nema Trump bakki stórt.
Gagnvart Norður-Kóreu, strandar að virðist á kröfu um - fulla kjarnorkuafvopnun, áður en til greina komi að ræða aðra hluti tengda samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu!
- Hætta Trumps er einfaldlega að verða - "ineffective" - þ.e. áhrifalítill.
Menn smám saman hætta að taka mark á þeim, sem er ekki í jarðsambandi um það, hvað sé unnt að ná fram. Í dag sé árangur Trumps, ef árangur ætti að kalla - einungis sá að hafa sagt upp einum stórum viðskiptasamningi við fjölda ríkja við Kyrrahaf, og nýlega að hafa sagt upp samningnum við Íran!
--Þ.e. auðvelt að segja - Nei! En það að sannfæra - krefst annars konar hæfileika!
- Það sé líklega afar einfalt, að ef Trump ætlar sér að funda með Kim Jong Un.
- Þurfi hann að draga í land með kröfuna, um kjarnorkuafvopnun strax.
Sá möguleiki geti einungis komið hugsanlega til, eftir langt samningaferli. Norður-Kórea án vafa vill eitthvað á móti.
Pompeo var svo "tactless" um daginn, að minna leiðtoga NK - á það af hverju leiðtogar NK hafa kosið að koma sér upp kjarnorkuvopnavígbúnaði.
Niðurstaða
Mér virðist samningatækni Donalds Trumps ekki vera að virka. En hún virðist felast í því að setja fram mjög háar kröfur í upphafi. Hinn bóginn virðist árangur ekki stefna í að vera í nokkurri nánd við slíkar væntingar.
Samkomulag við Kína - ef til vill lækkar viðskiptahalla að einhverju leiti. En ekkert nærri þeirri kröfu sem Trump setti fram fyrir skömmu síðan.
Samningar við NAFTA löndin virðast ekki ganga vel, hafa dregist á langinn - enn víð gjá milli aðila. Þar virðast væntingar Bandaríkjastjórnar ganga miklu lengra en Kanada og Mexíkó geti sæst á.
Ég nefndi einnig að ofan, bersýnilega óraunhæfar væntingar gagnvart Norður-Kóreu, um fulla kjarnorkuafvopnun strax - áður en eiginlegar viðræður hæfust.
Við þessa upptalningu, má bæta fullkomlega óraunhæfum hugmyndum sem hafa verið að koma fram síðustu daga, er beinast að Íran - nokkurs konar draumsýn um nýjan Írans samning sem virðist í afar litlu raunveruleikasamhengi. Þar sem Íran mundi þvingað til að draga saman seglin innan Mið-Austurlanda, hætta stuðningi við Hezbollah - ríkisstjórnina í Damaskus - Hútha svokallaða í Yemen - og auðvitað sína kjarnorkuáætlun, ekki má gleyma eyðileggja allar sínar eldflaugar.
--Hvernig allt það ætti að nást fram, skortir mig getu til að gera mér í hugarlund.
- Það sé afar einfalt, að samningatækni óraunhæfra draumsýna virkar ekki.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að einhverju leiti getur þetta væntanlega virkað til skamms tíma ,af því að Bandaríkineru mjög öflugt ríki.
Viðbrögð fórnarlamba Trumps hljóta samt að vera ,að koma sér úr þeirri aðstöðu að vera kúgaðir með þessum hætti. Sama held ég að hljóti að eiga við um stjórnendur ríkja sem eru áhorfendur að þessu.
Vonbrigðin hljóta að vera mest fyrir Evrópuríkin, sem hafa staðið í þeirri trú að þau hefðu einhverja sérstöðu í hugum Bandarískra stjórnvalda. Nú rennur upp fyrir Þjóðverjum að staða þeirra er í raun sú sama og Austur Þjóðverja gagnvart Sovétríkjunum. Þú getur gagnrýnt upp að vissu makri,en þú gerir eins og þér er sagt.
Þessi samningatækni Trumps er svo sem ekkert öðruvísi en hefur alltaf verið þegar Bandaríkjamenn deila við aðrar þjóðir. Kröfurnar hafa alltaf verið, Þú gengur að ítrustu kröfum mínum og svo getum við samið um þínar kröfur ef einhverjar eru. Ella þú hefur verra af.
Munurinn felst aðallega í að Trump er ruddi og mönnum svíður meira undan honum en Obama. Obama tók þjóðhöfðingja afsíðis og hótaði þeim ,Trump sendir opið bréf á línuna.
Til langs tíma held ég að ruddaskapur Trumps geti koið honum í koll. Macron hlítur til dæmis að hugsa honum þegjandi þörfina eftir að Trump niðurlægði hann opinberlega. Litlu kallarnir hafa líka ego.
Borgþór Jónsson, 23.5.2018 kl. 09:13
Var ekki Gaddafi tekinn af lífi án dóms og laga af uppreisnarmönnum, studdum af Bandaríkjamönnum.
https://en.wikipedia.org/wiki/Death_of_Muammar_Gaddafi
Gunnar Karl Guðmundsson, 23.5.2018 kl. 11:01
Borgþór Jónsson, ha - ha - ha, þ.e. ekkert líkt með stöðu Þýskal. og A-Þýskal. Eða segðu mér - hvenær síðast gerðu Bandar. innrás í NATO land? Sovétríkin ítrekað gerðu innrásir í sín fylgiríki eða hótuðu þeim innrásum. Það var aldrei valkostur fyrir fylgiríki Sovétríkjanna að hafa aðra afstöðu en yfirvaldið í Kreml. Valdið flæddi alltaf eina leið!
--Að Trump hlusti ekki á Evrópu, hundsi hennar hagsmuni - er ekki sambærileg.
--Þ.e. síðan fullkomið rugl að Trump sé að beita hefðbundinni samningatækni Bandar. En þú greinilega nennir ekki að fletta upp sögulegum raundæmum - þegar þú slærð fram. Eða hvernig var það þegar Obama ræddi við Íran -- varð Íran að ganga að öllum kröfum eða verða fyrir innrás? "Hint" - Íran lagði ekki niður kjarnorkuprógramm sitt, það var einungis fryst, og annað "hint" Íran veiktist ekki að nokkru leiti - þriðja "hint" Íran enn hefur langdrægar eldflaugar.
--Eða þegar Bill Clinton samdi við Norður-Kóreu. Skv. mínu minni enduðu þeir samningar á samkomulagi - sem fólst í því að Bandaríkin drógu einnig töluvert í land. Þ.e. NK á þeim tíma samþykkti að frysta sín prógrömm og eins og í tilviki samnminga Obama við Íran -- var eftirlitskerfi með því að innsigli væru ekki rofin.
Þetta stöðuga bull þitt er þreytandi, að þú átt að vita þessa sömu hluti þ.s. þú ert nægilega gamall til að hafa upplifað þessa sömu þætti - átt að vita að þú varst að bulla eina ferðina enn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2018 kl. 11:36
Gunnar Karl Guðmundsson, hann var felldur af uppreisnarmönnum án dóms og laga.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2018 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning