12.5.2018 | 00:14
Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína?
Ef einhver man eftir, þegar svokölluð - þorskastríð stóðu yfir - gerði Ísland viðskiptasamning við Sovétríkin. Það var vöruskiptasamningur, er fól í sér sölu fisks til Sovétríkjanna, en kaup á rússneskum bílum sbr. Lödur, Volgur, Moskovitsar og rússnesku áfengi.
- Kína gæti auðveldlega gert sambærilegan vöruskiptasamning við Íran, sem fæli þá í sér kaup á olíu og gasi.
- Í staðinn gætu Íranar keypt vopn af Kína, eða hvað sem þeir vildu - fyrir ca. sambærileg verðmæti á móti.
- Þessu gæti fylgt gjaldeyrisskiptasamningur, til að auðvelda viðskiptin - þannig að einkaaðilar gætu séð um málið.
Með þeim hætti gæti Kína - tæknilega - veitt Íran umtalsvert skjól gagnvart refsiaðgerðum Donalds Trump!
- Eins og sést á kortinu á Íran einnig landamæri að Túrkmenistan, sem einnig er olíuríki.
- Í dag kaupir Kína nær alla olíu- og gasframleiðslu Túrkmenistan.
Íran hefur einnig strandlengju að Kaspíahafi eins og sjá má, og því er alveg hugsanlegt að Íran eigi hugsanlegar ónýttar auðlyndir undir botni þess hafs.
En Túrkmenar eru m.a. með olíuvinnslu í sjó við sína eigin strandlengju, þó lindir séu einnig á þurru landi.
Kína hefur um nokkurt skeið verið stærsti fjárfestirinn í olíuvinnslu í Írak!
Áhugi Kína á olíuríkjum hefur verið algerlega augljós sl. 15 ár!
Á sl. 15 árum hefur Kína náð til sín nær öllum auðæfum Mið-Asíu, þ.e. kaupir nær alla olíu- og gasframleiðslu Mið-Asíu landa.
- Bandalag við Íran, mundi væntanlega vinna vel með ítökum Kína í Túrkemistan, og Írak.
- Fyrir utan, að Kína hefur mjög náið samstarf við Pakistan - hinum megin við Íran.
Bandalag Írans og Kína - mundi væntanlega gera Kína ca. álíka valdamikið í Mið-Austurlöndum og Bandaríkin.
Það mundi fela í sér, mjög stórfellda valdayfirfærslu til Kína á því svæði.
Mér virðist það augljóst að ríkisstjórn Donalds Trumps átti sig alls ekki á þessum möguleika! En mér virðist það alveg á tæru, að því harðar sem Donald Trump lætur þjarma að Íran. Því stærri verði freysting Írans til að gera samning af ofangreindu tagi við Kína.
Ef Bandaríkin misreikna sína stöðu, gætu þau staðið frammi fyrir verulegum varanlegum missi á svæðisbundnum völdum! Að sama skapi, gæti Kína grætt völd á þeirra kostnað!
--Valdalega séð gæti það verið stærra tjón en fylgdi stefnu George Bush!
Niðurstaða
Mín skoðun er að eftir því sem deila Bandaríkjanna og Írans líklega harðnar á nk. vikum og mánuðum, þá skuli fólk veita aðgerðum Kína mjög nána athygli - ekki síst hver samskipti íranskra sendifulltrúa og kínverskra eru.
Trump gæti beinlínis smalað Íran yfir til Kína!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá litla frétt í RT (skyldulesning minnst tvisvar á dag) fyrir hálfum mánuði síðan að Rússar séu búnir að semja við Irani um kaup á 100.000 tunnum af olíu á dag í vöruskiptum.
Fyrir um tveimur mánuðum síðan tilkyntu Iranar algjört bann við viðskiptum í dollar
Snorri Hansson, 12.5.2018 kl. 02:23
Snorri Hansson, það getur ekki verið rétt þ.s. nær öll olía Írana er seld í dollar í dag, og þ.e. einmitt sá vandi að lokað verður á Dollar viðskipti sem nú blasir við - og mun trufla mjög olíuviðskipti Írans; nema að Íran takist að finna lausn.
--100þ.tunnur er ekki neitt miðað við heildarmagn olíuframleiðslu Írans.
--Rússland hefur ekki efnahagslega burði til þess að veita samning af því tagi sem ég tala um.
Eini raunhæfi valkosturinn er Kína, þ.e. í dag margfalt stærra hagkerfi en Rússland og samtímis margfalt auðugra, en ef eitthvað er - enn mikilvægra, hin fjölbreytta framleiðsla Kína gerir það afar auðvelt fyrir Írana að búa við slíkan skiptisamning gagnvart Kína.
RT er ekki trúverðugur fjölmiðill. Ég mundi aldrei taka mark á frétt þar, nema að hafa hana staðfesta af fjölmiðli sem full vitneskja sé um að tengist ekki Rússlandi í nokkru.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.5.2018 kl. 03:12
Það sem þú skrifar bendir einmitt til þess að þú lesir aðeins RÉTTAR fréttir.
Það fjarar undan Dollar í viðskiptum og þó nokkur ríki eru að finna leiðir framhjá honum. Væntanlegar þvinganir á viðskiptum við Iran verður ólía á þann eld. Petro-dollar eða fiat-dollar verður sífelt óvinsælli í viðskiptum og ekki er það gæfulegt að nota hann sem vopn.
Snorri Hansson, 12.5.2018 kl. 09:13
Snorri Hansson, ekkert af slíku skiptir nokkru hinu minnsta máli - meðan að nægilega stór aðili er ekki að vinna með slíkum aðilum.
Eini aðilinn með styrk til að bjóða slíkum löndum með drauma um að losna undan valdi dollarsins, er Kína.
Rússland hefur ekki slíkan styrk eitt sér - ekki Íran heldur - ekki heldur Venezúela.
Meðan þau lönd hafa ekki formlegan skiptisamning við Kína - séu slíkar pælingar einungis órar.
--------------
Ég held mig einfaldlega við móður Jörð ekki vota drauma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.5.2018 kl. 10:51
Snorri Hansson, slíkt sé þá að sjálfsögðu undir Xi komið - og hann taki slíka ákvörðun örugglega ekki fyrr, en hann telur persónulega að Kalt-stríð við Bandaríki Donalds Trumps verði ekki umflúið.
Því sérhver slík aðgerð, verði af hálfu Kína - Kalda-stríðs ákvörðun.
--Kannski er sá tími runninn upp nú, í kjölfar ákvörðunar Trumps fyrir tveim vikum að senda Xi "ultimatum" varðandi viðskipti.
--En þær kröfur eru það óraunhæfar að það sé afar víðs fjarri því að þær kröfur séu aðgengilegar fyrir Xi.
Þá má vera að Kína taki upp samvinnu við lönd eins og t.d. Íran, sem líklega vill losna undan ægivaldi dollars.
En það sé samtímis eins gott að þau lönd fatti hvert verðið yrði fyrir slíka díla - þ.e. fylgispekt við Kína þaðan í frá, m.ö.o. sitja/standa skv. vilja Kína.
Það sé þá val um Kína Xi Jinping frekar en Bandaríki Donalds Trumps.
--Auðvitað ef menn gangast Xi á hönd, getur Xi vel komið með kröfur á þá aðila eftir að þeir hafa gerst - lendir menn Xi.
--Þegar menn eru orðnir þjónar, þá geta menn ekki reiknað með öðru en þeir þurfi þaðan í frá að fá stimpil Xi á sínar ákvarðanir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.5.2018 kl. 10:58
Snorri Hansson, síðan segi ég eitt að lokum - að sérhver sá sem lítur á ríkisfjölmiðla Rússlands sem trúverðuga, er barn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.5.2018 kl. 10:59
Einar ,eins og venjulega notar þú kolrangar aðferðir til að meta trúverðugleika fjölmiðla.
Trúverðugleikinn byggist ekki á hver á fjölmiðilinn,heldur á því hvort það er samhengi milli fréttar, og þess sem raunverulega gerist. Ef hoft er á þetta frá því sjónarhorni er RT að standa sig síst verr en aðrir. Sennilega betur.
Sennilega er mestir akkurinn í að horfa á RT samt í ,að þeir flytja fréttir sem eru bannaðar á vesturlöndum. Þetta eru oft mikilvæg atriði ,og ef við eru ekki meðvituð um þau þá höfum við ekki heildarmyndina.
Nýlegt og sláandi dæmi um þetta er White Helmets. RT hefur staðfastlega haldið því fram að þeir séu áróðursarmur Nusra Front í Sýrlandi fjármagnaður af Bandaríkjamönnum,Bretum og fleiri vestrænum ríkjum.Vegna gífurlegs áróðurs vestrænna fjölmiðla lá við að þessir hriðjuverkamenn fengju friðarverðlaun Nóbels. Ef ekki væri fyrir tilstilli RT mundum við alls ekki vita um fjárhagsleg tengsl White Helmets við vestrænar leyniþjónustur. Slík frétt mundi aldrei vera sögð í vestrænum fjölmiðli
Nú hafa mál skipat þannig að Bandaríkjamenn eru búnir að banna opinbera fjármögnum White Helmets. Þeim er ekki lengur stætt á að fjármagna opinberleega þessa hriðjuverkastarfsemi. Þeir eru ekki lengur nytsamlegir í áróðursstríðinu heldur eru farnir að vinna gegnn þeim. Bretar aftur á móti, ætla að halda áfram,enda er þetta Bresk uppfinning.
Annað sem hefur gerst er að þessi samtök sem voru daglegir gestir á sjónvarpsskjáum okkar,hafa horfið algerlega. Algerlega. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar frölmiðlar okkar hafa fóðrað okkur á lygi svo árum skiftir. Þegar upp kemst hverfur hún algerlega úr umfjölluninni eins og hendi væri veifað. Úr öllum fjölmiðlum samtímis. Engin leiðrétting,engar nýjar fréttir sem varpa ljósi á hið sanna. Hið sanna hefur komist upp,oft fyrir tilstilli RT, og plottið er ónýtt. Tími til að dikta upp nýja lygi.
Þegar ljóst er orðið að allir fjölmiðlar okkar hafa logið að okkur um mikilvægt málefni svo árum skiftir ,virðist ekki vera að þú sért fær um að setja það í samhengi og draga þá áliktun að viðkomandi fjölmiðlar séu kannski ekki trúverðugir.
Það er engin afsökun fyrir þessari hegðun. Það er ekki svo að fjölmiðlar hafi ekki vitað betur,þeir voru einfaldlega notaðir kerfisbundið til að ljúga í okkur. Þessi lygi var svo notuð sem yfirvarp til að framkvæma alls konar óhæfuverk gegn Sýrlensku þjóðinni.
Nú eru White Helmets horfnir að eilífu og tími til að dikta upp nýja lygi.
Dæmi um þetta eru óteljandi.
MH 17
Skriptal málið
Efnavopnaárásinn í Goutha
Allt eru þetta lygar sem hafa þann tilgang að réttlæta ofbeldi af ýmsu tagi. Svo hverfa þær af skjánum þegar það er ekki lengur hægt að verja þær, og það byrtist ný. Og í hvert skifti sem þetta gerist fellur þú fyrir hinni nýju lygi af því þú hefur enga gagnrýna hugsun þegar kemur að áróðri Bandarísku elítunar. Þú einfaldlega trúir hverju sem er.
.
Eina af ástæðunum fyrir að fjölmiðlar viðurkenna aldrei svona lygar,er að þær eru ekki með öllu ónýtar þó upp komist.Ágætt dæmi um þetta er Georgíustríðið sem þú dregur reglulega upp úr pússinu.Allir sem eitthvað fylgjast með vita að sögurnar um innrás Rússa í Georgíu voru lygi. Þetta hefur verið rækilega staðfest.
Flestir eru samt búnir að gleyma þessu og það getur verið nytsamlegt að draga fram þessa gömlu áróðursherferð upp úr pússinu þegar þarf að sýna fram á hvað Putin sé vondur. Þetta gengur svo langt að þegar Theresa May þurfti að verja Skripal lygar sínar fyrir Evrópskum ráðamönnum, dró hún Georgíustríðið upp úr pússi sínu í glærukynningu. Hún notaði gamla lygi til að renna stoðum undir nýja lygi. Þetta sýnir að lygi er aldrei með öllu ónýt ef maður vill búa til gerfiveröld.
Borgþór Jónsson, 12.5.2018 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning