19.4.2018 | 01:33
Trump mundi stinga upp í marga gagnrýnendur, ef hann næði fram endanlegum friðarsamningi á Kóreuskaga
Fyrir þá sem ekki vita, endaði svokallað Kóreustríð aldrei formlega - heldur var það einungis stöðvað með, vopnahléi. Síðan eru liðin 65 ár nærri því.
Það er einnig rétt að nefna, að í tíð Bills Clinton, 1993-2001, var önnur kjarnorkukrísa. En Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu kjarnorkusprengju í tíð Clintons. Og það var einnig skotið langdrægum eldflaugum, þó þær flaugar hafi verið tæknilega frumstæðari en þær nýjustu sem skotið hefur verið í tíð núverandi leiðtoga NK.
Þeirri kjarnorkukrísu, lyktaði með samkomulagi, sem fól í sér að kjarnorkustöðvar NK voru innsiglaðar sem og skotpallar fyrir langdrægar flaugar, og skoðanamenn á vegum Sameinuðu Þjóðanna, komu reglulega við til að tékka á því að innsiglin hefðu ekki verið rofin.
Þessu fylgdi aflétting efnahagslegra refsiaðgerða á NK, sem og þiða í samskiptum Kóreuríkjanna er stóð yfir í nokkur ár.
--Í tíð George Bush, 2001-2009, þá tókst Norður-Kóreu að yfirgefa samkomulagið, þ.e. innsiglin voru rofin, framleiðsla var aftur hafin á kjarnakleyfum efnum fyrir sprengjur, og þróun langdrægra flauga ræst að nýju.
--NK var ekki eina landið, sem notfærði sér ofurfókus Bush á Afganistan og Írak - en Rússland undir Pútín, sá sér leik á borði að ráðst á Georgíu, sem þá var bandamaður Bandaríkjanna - er her Bandaríkjanna var upptekinn í Írak og Afganistan, og Bandaríkin höfðu ekki her lausan til að koma Georgíu til aðstoðar.
- Þetta er klassíska vandamálið tengt "opportunity cost" þ.e. þú getur ekki verið á tveim stöðum samtímis.
- Þetta virtist Bush ekki fatta, að um leið og hann hefði beitt öllum þeim hersveitum Bandaríkjanna, sem unnt er að færa til með skömmum fyrirvara -- að þá myndaðist augljós veikleiki, sem andstæðingar Bandaríkjanna mundu hugsanlega geta notfært sér.
--Sen sagt, hver er hugsanlegur kostnaður af glötuðum tækifærum?
Pompeo trip raises stakes over North Korea talks
Kim, Pompeo and the art of a North Korean deal
Mike Pompeo virðist hafa skilið að - Kim Jong Un, sé líklega fyrst og fremst að hugsa un að tryggja tilvist stjórnar hans!
Sá skilningur Pompeo's virtis koma fram í vitnisburði hans, gagnvart Bandaríkjaþingi.
- Menn hafa oft spurt sig, hvaða tryggingar geta Bandaríkjamenn veitt á móti kröfum sínum til Norður-Kóreu, um afvopnun?
- Hugmyndin um friðarsamning, getur verið útspil í þá átt - að svara þeirri spurningu.
Stríð gegn NK er í raun og veru ekki ásættanleg áhætta, þ.s. Kim Jong Un er undir engum kringumstæðum líklegri að beita kjarnavopnum sínum - en í lokavörn gegn stórfelldri hernaðarárás.
- Það sé takmörkunum háð, hve miklum þrýstingi Bandaríkin geta trúverðugt beitt - en t.d. efnahagslegar refsiaðgerðir séu háðar vilja Kína, ef þær eiga að virka.
- Í þeim skilningi, gæti það verið afleikur - að Trump hafi nýverið beitt Kína hótunum um háa tolla, áður en fyrirhugaður fundur með leiðtoga NK - fer fram.
Kína getur auðveldlega styrkt samningsstöðu NK - með því að hljóðlega grafa undan þeim víðtæku efnahags-aðgerðum nú í gangi, ef Kína sýnist svo.
Kína líklega vill ekki heldur að stjórnin í NK - hrynji gersamlega saman, því takmörkunum háð hve mikið Kína líklega leyfir ríkinu í NK að veikjast.
--Unnt að nefna, hættuna á upplausn í landi búnu kjarnavopnum.
--Auk hættunnar á verulegum fjölda flóttamanna.
Á endanum snúist málið um - prútt. Kim Jong Un, mun vilja sem minnst gefa eftir, en fá sem mest á móti. Og öfugt að Donald Trump, mun gera tilraun til að sanna að hann sé "master of the deal."
- Persónulega finnst mér afar ósennilegt að NK - gefi alfarið eftir sín kjarnavopn.
- Þ.s. Trump virtist fyrst og fremst, áhyggjufullur yfir hættunni fyrir Bandaríkin sjálf -- gæti það tæknilega dugað Bandaríkjunum, að sannfærandi endir væri bundinn á prógramm NK í tengslum við þróun og smíði, langdrægra eldflauga.
Þá er það spurning á móti, hvort Trump getur sætt sig við slíka - takmarkaða eftirgjöf.
En traust tæpast byggist upp á einni nóttu, og það getur vel verið að Kim Jon Un, trúi því ekki alveg - að friðarsamningur veiti alfarið sama öryggi gegn innrás, og að eiga kjarnorkuvopn.
- Það sé einnig spurning, hvort Kína spilli málinu með einhverjum hætti, í kjölfar stríðsyfirlísingar Trumps nýverið - þá meina ég, viðskiptastríð.
Niðurstaða
Ég held að allir þeir sem hafa fylgst með alþjóðamálum lengur en einn áratug. Muni viðhafa afar hóflega bjartsýni um samninga Donalds Trumps og Kim Jong Un á næstunni. Tilboð um friðarsamning er góð hugmynd - ef út í það er farið, og opnar málið frekar, býður upp á hugsanlega aukinn sveigjanleika. Það þíði þó ekki endilega að líkur þess að saman gangi, séu endilega miklar.
Enda hefur deilan eftir allt saman staðið nærri því 63 ár.
Og þetta er alls ekki í fyrsta sinn, sem gerð sé tilraun til endanlegrar lausnar deilna á Kóreuskaga.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Trump mundi stinga upp í marga gagnrýnendur, ef hann næði fram endanlegum friðarsamningi á Kóreuskaga"
Þú ert nú meiri kallinn ... nú þegar Trump er kominn á lista yfir "morðóða stríðsæsingamenn" þá er hann orðinn þinn maður?
Eina sem N-Kórea málið sýnir, er að það marg borgar sig fyrir andstæðingana að afla sér gereyðingavopna ... það er eina leiðin til að komast að samningaborðinu.
Örn Einar Hansen, 19.4.2018 kl. 05:17
Bjarne Örn Hansen, gereyðingavopn fyrst og fremst - hindra beina árás. Gera slíkt of áhættusamt. Skiptir engu máli hver árásaraðilinn hugsanlega væri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.4.2018 kl. 11:02
Bara stutt áminning um að fara rétt með grundvallaratriði.
Georgia is responsible for unleashing the Five-Day War in the Caucasus last August, says an investigative report carried out by the EU.
The report was commissioned by the Council of the European Union. More than 30 European military, history and legal specialists – headed by Swiss diplomat Heidi Tagliavini – compiled the document. The group concluded that it was Georgia who fired the first shot and the opening attack was not justifiable under international law.
"In the opinion of the mission, Georgia provoked the war when it attacked Tskhinvali early on August 8, using heavy artillery," Commission chief Heidi Tagliavini said during the presentation of the report, Interfax news agency reports.
Borgþór Jónsson, 19.4.2018 kl. 12:57
Er ekki suður-kínahaf að verða eldfimara svæði heldur en N-kórea
þar sem að kína vil eigna sér alla þá lögsögu þvert á öll alþjóðalög og fá að ráða allri skipaumferð þar?
Kína er búið að koma sér vel fyrir á umdeildum eyjum sem að þeir hafa verið að stækka og efla vísvitandi?
Ætti alþjóðasamfélagið að leyfa þennan yfirgang hjá kína eða að bregðast við með einhverjum hætti og ef svo þá með hvaða hætti?
https://www.youtube.com/watch?v=OSSfhO57T3s
Jón Þórhallsson, 19.4.2018 kl. 18:36
Borgþór Jónsson -- Boggi, þetta er afar villandi sem þú birtir þarna. Fyrsta lagi, þá hefst málið á vandræðum er hefjast í S-Ossetíu, sem liggur á landamærum og er skv. viðurkenndum landamærum Rússlands og Georgíu; tilheyrir Georgíu.
Átökin umræddu, voru milli S-Osseta og Georgíuhers -- sem þarna er fjallað um.
**Flest bendir til þess, að Rússland hafi manað -- S-Osseta, til að standa í vandræðum við Georgíumenn.
**Georgíuher, tók síðan á ákvörðun -- að skakka leika.
Eiginlega var um að ræða, að Pútín -- hegðaðir sér eins og fluguveiðimaður, renndi út agni fyrir Georgíumenn, og þeir voru nægilega vitlausir til að - taka agnið.
Átökin í fyrsta kafla, voru búin til af Pútín. Þannig var um að ræða, sviðsetningu.
--Pútín notaði síðan, átök Georgíuhers og S-Osseta, sem átyllu fyrir ólöglegri innrás.
-----------------
Innrás Rússlandshers sem kom í kjölfarið, var klárlega ólögleg innrás -- eins og gilti um innrás Bush forseta í Írak, skömmu áður.
Allir sem vilja sjá, sjá að Pútín notfærði sér að Bandaríkjaher var upptekinn í Írak, og því ekki fær um að vera á tveim stöðum samtímis.
Pútín m.ö.o. greip tækifærið!
Hinn bóginn, í lengri tíma samhengi, hefur Pútín tapað stórfellt á þessari innrás. En þ.e. önnur saga.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.4.2018 kl. 13:41
Jón Þórhallsson, varla þ.s. leikar eru það ójafnir - Kína er svo miklu öflugra en nágrannalöndin. Ástand sem Kína notfærir sér. Fyrir utan að þau sömu lönd eru vaxandi mæli efnahagslega háð Kína - m.ö.o. þau hafa samtímis ríka hagsmuni af því, að styggja ekki Kína.
--Það gerir það flókið fyrir þau lönd, að koma sér saman um andstöðu við aðgerðir Kína.
Filippseyjar hafa eiginlega rofið hana, núverandi forseti liggur kylliflatur. En löndin yrðu að standa saman, ef þau ættu að eiga möguleika.
--Mér virðist Duterte hafa ákveðið, að málið sé þegar tapað - og hagstæðara sé að sleikja Kína í von um annan efnahagslegan ávinning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.4.2018 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning