11.4.2018 | 04:15
Er Trump forseti í alvarlegri hættu en áður á embættismissi?
Ég rakst á mjög áhugaverða umfjöllun: President Trump has never been in more trouble than right now. En þar tæpir Paul Waldman hjá Washington Post á nokkrum áhugaverðum staðreyndum, um leit að gögnum sem fór fram á skrifstofu Michael Cohen, eins af lögfræðingum Donalds Trump.
En leitin fór fram skv. beiðni Robert Mueller, en áhugaverðustu punktar Waldmans, snúast um þau skref sem Mueller þurfti að stíga, til að fá þá leitarheimild á skrifstofu Chohens samþykkta:
- Þurfti Mueller að fá stuðning aðstoðar alríkissaksóknara, Rod J. Rosenstein fyrir þeirri beiðni.
- Síðan þurfti Mueller eftir að hafa fengið heimild Rosensteins, að leita til héraðs-saksóknara í þessu tilviki, Geoffrey Berman sem er fyrir - "Southern District of New York."
--Rétt að taka fram, Donald Trump skipaði Geoffrey Herman, vart því unnt að kalla hann, Demókrata-samsæri. - Til að fá samþykki Bermans, þurfti Mueller að eftirláta honum öll þau gögn sem hann hafði í sínum fórum sem útskýrðu af hverju hann taldi sig þurfa að fá leitarheimild hjá Cohen.
- Þau gögn þurftu að sýna fram á - líkur á tengslum lögfræðingsins og þar með fullri vitneskju, um glæpsamlegt athæfi.
- Einungis með því að sannfæra - saksóknara, sem Trump skipaði, að líklegt væri að einn lögfræðinga Trumps, hefði í fórum sínum vitneskju um glæpsamlegt athæfi -- gat Mueller fengið þetta fram.
--Þarna er rannsóknin komin bersýnilega, langt umfram þ.s. nokkur heilvita maður getur kallað, Demókrata-samsæri. - Waldman bendir síðan á, að leitin hafi síðan verið fyrirskipuð óhjákvæmilega af þeim dómara sem Geoffrey Hemann þá leitaði til - og sannfærði sjálfur persónulega á grunni gagna þeirra sem Mueller hafði eftirlátið honum, að fyrirskipa leit á skrifstofu Cohens. Leitin hafi því ekki tengst með beinum hætti - embætti Muellers.
- Mueller hafi ekki þau gögn undir höndum líklega enn, sem tekin voru af skrifstofu Cohens, heldur embætti Geoffrey Harmanns - skv. leitarheimildinni frá dómaranum.
- Þar muni að líkindum vera skipað sérfræðiteymi til að líta yfir þau gögn "taint team" til að meta gögnin út frá því að hvaða mati þau innihalda vísbendingar um glæpsamlegt athæfi.
- Einungis ef slík gögn koma í ljós, fái Mueller þau í hendur.
- Punkturinn í þessu sé sá, að það sé sennilega orðið of seint fyrir Trump að reka Mueller.
Jafnvel þó Mueller væri rekinn, mundi málið tengt þeim gögnum sem náðust á skrifstofu Cohens, mala áfram í kerfinu í NewYork. Og ef þau gögn sannarlega innihalda upplýsingar um glæpsamlegt athæfi og ef þ.s. Cohen er einn lögfræðinga Trumps - Trump tengist því persónulega!
--Þá væri Trump kominn í sama djúpa skítinn og Nixon, eftir að Watergate komst upp.
Niðurstaða
Ég viðurkenni að ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því hve miklum vandræðum Trump getur verið kominn í, í kjölfar leitar á skrifstofu Micheal Cohen. En punkturinn um þá leit, er að skv. upplýsingum - snerist sú leit einmitt að því að ná taki á samskiptum Cohens við skjólstæðing sinn, sem vanalega eru lögvernduð.
Það sé einmitt vegna þess, að beiðnin snerist um að komast yfir lögvernduð trúnaðarsamskipti lögfræðings og skjólstæðings, að beiðni Muellers hafi þurft að fara í gegnum allar ofangreindar hindranir.
Til þess að sannfæra saksóknara sem Trump skipaði, að sjálfur leita til dómara til að fá leitareimild samþykkta - þá greinilega þurfti Mueller að hafa í sínum fórum eitthvað ákaflega sannfærandi.
--Þetta þíðir einfaldlega, herrar mínir og frúr, að Trump líklega klárar ekki kjörtímabil sitt.
--Meira að segja þingmenn Repúblikana, munu ekki standa með Trump, þegar sönnuð alvarleg lögbrot liggja fyrir.
Það þarf einungis að sannfæra nægilega marga Repúblikana til að ná fram meirihluta í Fulltrúasadeild fyrir því að Öldungadeild Bandaríkjaþings hefji formlega glæparannsókn.
--En beiðnin þarf að koma frá Fulltrúadeildinni, síðan rannsakar Öldungadeildin málið, en eftir að niðurstaða liggur fyrir - hittast deildirnar báðar sameiginlega og greiða sameiginlegt atkvæði um niðurstöðuna, og þá ræður einfaldur meirihluti.
--En til að hefja rannsókn, þarf 2/3 meirihluta í Fulltrúadeild fyrir beiðni til Öldungadeildar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert þú að segja okkur, að bakstjórnin, New World Order, stórfyrirtækin, fjármálakerfið, séu að reyna að koma Trunp frá völdum.
Auðvitað eru republicanar og democratar jafn fastir í höndum bakstjórnarinnar,.
Það er betra fyrir bakstjórnina að sá sem kemst í framboð, sé svona venjulegur, syndugur maður.
Þá er örugglega hægt að koma honum frá, ef hann fer að reyna að losa fólkið úr fjósinu hjá púkanum í okkur.
000
Dulles
slóð
Handgenginn konungi.
16.3.2012 | 23:40
000
Nixon
slóð
Watergate var smámál, en blásið upp af elítunni, til að losna við Nixon, sem minnkaði stríðsbröltið og vildi norræn sjúkrasamlög, Aðgerðum Trump var líkt við Nixon og Watergate
12.5.2017 | 01:09
Egilsstaðir, 11.04.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 11.4.2018 kl. 11:51
Ég er aðeins spældur, ætlaði að vera sem nettastur.
Dulles slóð - Handgenginn konungi. - Nixon slóð - Watergate var smámál, en blásið upp af elítunni, til að losna við Nixon, sem minnkaði stríðsbröltið og vildi norræn sjúkrasamlög, Aðgerðum Trump var líkt við Nixon og Watergate
Egilsstaðir, 11.04.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 11.4.2018 kl. 12:04
Jónas Gunnlaugsson, í guðs bænum hættu að tala um Trump að hann standi fyrir eitthvað dramatístk merkilegt. Hann er einfaldlega - gamaldags stórveldasinni, Teddy Rosevelt kemur í hugann - nema að Teddy var miklu mun snjallari.
Það sé aftur á móti, persónuleg spilling Trumps sjálfs - sem sé að draga hann niður.
Ekkert heimssamsæri gegn honum, slíkar hugmyndir séu hreint rugl.
--Trump fer frá einfaldlega vegna þess, að hann er spilltur - afar spilltur, og var staðinn að lögbrotum.
--Það sé einfaldlega, réttlæti bandar. réttvísi -- að glæpamaður fái ekki að sitja sem forseti.
**En ef hann er staðinn að alvarlegum lögbrotum fyrir hans forsetatíð, sem líklega er málið -- þá einfaldlega er Trump krimmi, og krimmar eiga ekkert erindi að vera leiðtogar ríkja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2018 kl. 12:52
Miðað við það sem á undan er gengið sé ég ekki betur en Trump stafi engin hætta af þessu, eða neinu svona.
Sé ekki hvernig þér dettur það í hug.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2018 kl. 15:46
Ágrímur, og hvernig dettur þér í hug að honum stafi ekki hætta af því? En þú útskýrir ekki neitt meðan að útskýringar eru að ofan -- en málið er m.ö.o. komið í ferli, glæparannsóknar.
Þ.e. þ.s. útkoman merkir.
Þá malar sú rannsókn áfram innan kerfisins í Bandar. burtséð frá því algerlega, hverja Trump leitast við að reka.
Það þíðir, hann getur ekki stoppað þetta lengur, og ef eins og líklegt virðist, að dómsmál er hafið gegn lögfræðingi hans á grunni ofangreindra gagna -- þá verður samið við hann væntanlega, síðan hann notaður sem vitni gegn Trump sjálfum.
Með lögfræðinginn dæmdan, með hann sem vitni ofan í sönnunargögn, gæti Trump án gríns endað í fangelsi -- en réttívin bandar. gerir ekki greinarmun á því hver viðkomandi er.
--Í síðasta lagi mundi fangelsið bíða eftir honum, eftir hann er hættur að vera fangelsi -- en ég ætla ekki trúa því að þingmenn Repúblikana leggist það lágt, að verja Trump gegn sönnuðum glæp, þegar verður búið að fullu sanna þann glæp með dómi yfir hans lögfræðingi.
Ef lögfræðingurinn er dæmdur fyrir hluti sem hann gerir fyrir Trump, þá að sjálfsögðu er Trump einnig þá sekur fyrir það sama og málið jafn mikið sannað þá á Trumpinn.
Ég reikna fastlega með úr því sem komið er, að líklegra sé en ekki að Trumpurinn klári ekki kjörtímabil sitt -- málin gegn honum séu nú óstöðvandi skriða er keyri hann líklega niður.
Eiginlega sé ég ekki lengur hvernig hann sleppur, nema með þeim hætti að þingmenn Repúblikana mundu fara að ganga algerlega á svig við lög og rétt, og verja sannaðan lögbrjót.
--En þá bíður fangelsið eftir Trump eftir hann hættir.
**Ég ætla ekki trúa því fyrirfram að þeir leggist það lágt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.4.2018 kl. 17:51
Auratottandi vændiskonan Stormy er af rússneskum ættum. Það útskýrir málið...
Guðmundur Böðvarsson, 12.4.2018 kl. 13:10
Ástæða þess að frambjóðendur til forseta skuli veljast algjörlega óhæfar persónur, er verðugra ransóknarefni.
Snorri Hansson, 12.4.2018 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning