7.4.2018 | 04:45
Trump hótar 100 milljarða dollara viðbótar tollum á Kína - meðan virtist Kína fyrirfram hafna samningum við Washington
Ef menn voru efins um að viðskiptastríð Donalds Trumps yrði -tit for tat- spírall, þá þurfa menn vart að efast lengur, en í gær var eftirfarandi haft eftir Donald Trump, í ljósi mótaðgerðar Kína sem lýsti yfir tollum á bandarískar landbúnaðarvörur:
Donald Trump: "Rather than remedy its misconduct, China has chosen to harm our farmers and manufacturers,..." - "In light of China´s unfair retaliation, I have instructed the USTR to consider whether $100 billion of additional tariffs would be appropriate under section 301 and, if so, to identify the products upon which to impose such tariffs,..."
Rétt að nefna, engvir tollar hafa formlega tekið gildi enn -- enn eru þetta einungis hótanir.
Sumir afgreiða þetta sem "aggressíva" samningatækni, m.ö.o. tollar Trumps álagðir fram að þessu, taka ekki formlega gildi fyrr en eftir - tvo mánuði.
Hinn bóginn, virtust opinber viðbrögð frá Kína í gær, köld vatnsgusa yfir slíkan skilning:
Chinese gov. spokeperson: "The US started its [intellectual property] investigation and proposed another $100bn of tariffs. Against this backdrop, China will not negotiate,..."
Sem má útleggja með þeim hætti, að Kína hafni viðræðum með hótanir Trumps að tolla samanlagt 160 milljarða dollara innflutning uppi standandi.
--Sem væntanlega þíði, að Pekíng krefjist þess að þær hótanir verði dregnar til baka.
Auðvitað í einræðisríki - getur karlinn í brúnni alltaf skipt um skoðun.
Hinn bóginn - lítur Xi Jinping tæpast á sig sem minni karl, en Trump álítur sig.
--Það getur komið upp spurning um, egó.
- Síðan hafa sumir fjölmiðlar bent á, að óvíst sé að Kína bregðist einungis við á viðskiptagrundvelli.
- Kína t.d. gæti vel -- kippt grundvellinum undan refsiaðgerðum gegn Norðu-Kóreu, ef Kínastjórn sýndist svo.
- Kína gæti einnig fjölgað gerfieyjum í Suður-Kínahafi, eða beitt Tævan auknum þrýstingi, eða jafnvel Japan.
En auðvitað, á Kína flr. útspil í viðskiptum en bara tolla!
Bandarísk risafyrirtæki ráða enn markaðnum fyrir örgjörva - það að gríðarlega mikið er framleitt af tölvum og sjnalltækjum í Kína; sem þíði mjög mikil kaup kínverskra hátæknifyrirtækja af örgjörfum frá þessum bandarísku fyrirtækjum.
Trump segir vilja flytja störf heim -- Kína gæti heimtað á móti af bandarísku örgjörvafyrirtækjunum, eitt stykki verksmiðju fyrir örgjörva - takk fyrir.
- Sannarlega geta tollamúrar stuðlað að því að fyrirtæki komi sér fyrir innan þeirra.
- En það gjarnan -- virkar á báða vegu.
Bandarísk útflutningsfyrirtæki séu ekki síður líkleg - að vilja tryggja sér áframhaldandi aðgengi að kínverka markaðnum -- en að kínversk fyrirtæki a.m.k. einhver tæknilega gætu reist sér verksmiðju innan Bandar.
Niðurstaða
Það sé einmitt atriði sem þurfi að íhuga, hættan á því að viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna - mengi þeirra samskipti heilt yfir. Innan Bandaríkjanna er gjarnan litið á viðskipti sem annan vettvang en öryggismál og hernaðarmál.
En í Kína - einsflokks einræðisríki með nú einstakling við völd er hafi tryggt nær alla valdaþræði sér til handa; geta menn ekki endilega gert ráð fyrir slíkri skiptingu.
- En það hefur vakið eftirtekt hve samstarfsfúst Kína hefur verið við Trump. Er komið hefur að því að beita Norður Kóreu þrýstingi.
- Það er rétt, tel ég - að íhuga hvort svo geti ekki hafa verið einhverra hluta vegna þess, að Peking vildi halda Trump góðum. En á sl. ári var bersýnilega í gangi - sjarma herferð, af hálfu stjórnvalda þar gagnvart Washington. Fræg heimsókn Xi Jinping, og Trump brosandi út að eyrum - um það að hann væri vinur Xi og Xi væri vinur hans.
En það má vel velta því fyrir sér, hvort tilgangur Peking hafi ekki verið sá - að gæla við Trump, til að forðast viðskiptastríð - eða í von um slíkt.
Ef það var svo, gæti það að Trump hefur nú klárlega blásið til slíkra átaka, leitt til þess að Kína einnig skipti um gír - þegar kemur að samvinnu við Washington um margvísleg önnur mál.
Þ.e. ekki mjög langt í fund Kim Jong Un og Donalds Trumps -- útkoma þess fundar gæti verið einhver vísbending þess, hvort að eitthvað er til í þessum vangaveltum mínum. En ef Kim nú allt í einu, telur sig hafa sterkari samningsstöðu og stendur fundinn keikur gagnvart Trump - gæti það þítt, að Xi ætli sér a.m.k. að einhverju leiti svara -- viðskiptastríði Trumps með því að hita aftur Norður-Kóreu krísuna.
--En slíkt væri afar auðveld mótaðgerð fyrir Peking.
- En það ef Kína mundi bregðast við á sviði öryggismála, mundi að sjálfsögðu auka líkur nýju Köldu-stríði.
--Hinn bóginn, er það líklega áhætta sem Trump líklega hvort sem er - er að taka.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Innan Bandaríkjanna er gjarnan litið á viðskipti sem annan vettvang en öryggismál og hernaðarmál".
Hvar í ósköpunumm hefurðu eiginlega verið maður.
Bandaríkin hafa alltaf notað viðskiftaþvinganir sem hluta af hernaði sínum gegn öðrum þjóðum. Stundumm hafa þær dugað einar,en stundum eru þær undanfari innrásar.
Meira að segja höfum við Íslendingar orðið fyrir hótunum um viðskiftaþvinganir vegna hluta sem tengjat viðskiftum ekki neitt. Hvalveiðar.
Borgþór Jónsson, 7.4.2018 kl. 13:04
Borgþór Jónsson, gjarnan - þíðir ekki sama og alltaf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.4.2018 kl. 15:11
Það er örugglega ekki allt uppi á borðinu hjá RÚV og 101? Þú nefnir Nkóreu, ég hef undrast hversu hljótt hefur verið um KimJongIL,ætli hann sér ekkipartur af díl. Trum segir aðdílar séu sín sérgrein og hefur skrifað margar bækur um snilli sína á því sviði
Halldór Jónsson, 7.4.2018 kl. 19:46
Halldór Jónsson, fundur Trumps og Kims er boðaður seint í mánuðnum, a.m.k. fyrir nk. mánaðamót.
Kim vill að sjálfsögðu díl - en skilningur er líklegur að vera misjafn á því hvað akkúrat ætti að felast í hálfkveðnum vísum Kims - um samkomulag v. Bandar.
--Ríkisstj. Trumps virðist heimta öll mannvirki eyðilögð, auk alls búnaðar.
--Mér virðist afar ósennilegt að Kim sé til í að ganga það langt.
Efa að Bandar. veiti Kim nægilega öruggar tryggingar til þess að slíkt væri áhugavert fyrir Kim.
Hinn bóginn, gæti Kína haft veruleg áhrif á afstöðu Kims -- ef Xi Jinging, allt í einu t.d. yrði afhuga þrýstingnum er hefur verið á NK - umliðið ár, þá mundi það klárlega hafa áhrif á afstöðu Kims er hann mætir á títtnefnan fund.
--Kína gæti auðveldlega eyðilagt þann "árangur" sem Trump telur sig hafa náð fram, ef Xi Jinping sýnist svo, ef hann telur það góða leið til að - refsa Trump fyrir hótanir um tolla.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.4.2018 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning