27.3.2018 | 05:08
Viðbrögð Vesturlanda við eiturárás í Bretlandi sem talin er hafa verið framin af flugumönnum rússneskra stjórnvalda eru hörð!
Ég er á því persónulega að eini aðilinn sem líklegur er að hafa framið árásina á Skripal feðgynin með eitri sem nefnist - Novichok. Sé að sjálfsögðu Rússland!
Sendiherrar Rússlands, hafa gjarnan bent á hina og þessa, sem tæknilega gætu framið slíka árás - þó fjarstæðukennt sé hið minnsta að þeir aðilar hefðu ástæður til slíks.
--Skársta kenningin, var auðvitað um rannsóknarstofu breska hersins - sem gæti verið fær um að búa til slíkt eytur; þó kenningin um það af hverju í ósköpunum Bretar ættu að standa í slíku sjálfir, hljómi afar þversagnakennd svo meir sé ekki sagt.
- Pútín aftur á móti hefur skýr mótíf eða ástæðu!
- Sergei Skripal var auðvitað svikari við Rússland - sannarlega var hann náðaður af Medvedev á sínum tíma, til þess að fangaskipti gætu farið fram við Vesturlönd - þegar Rússland í forsetatíð Medvedev og Vesturlönd skiptust á fangelsuðum njósnurum.
- En þ.e. ekki hin minnsta ástæða að ætla að Pútín hafi fyrirgefið Skripal.
--Og það er rétt að nefna, að Skripal skv. heimildum erlendrar pressu, var reglulega með fyrirlestra fyrir breska leyniþjónustumenn, þ.s. hann lýsti starfi rússneskra njósnastofnana - skv. hans þekkingu á því starfi, enda hafði hann lengi starfað innan þeirra.
--Það má vel vera að þekking Skripal í ljósi þess, að hann var að handgenginn MI5 í Bretlandi, hafi beint sjónum rússneskra yfirvalda enn frekar að honum. - Síðan, er rétt að nefna þann möguleika - að morðtilraunin á Skripal feðgynunum, hafi verið skilaboð til þeirra fjölmörgu rússneskra athafnamanna, sem kjósa að flytja fé sitt til breskra banka - í öruggt skjól þar fyrir rússneskum stjórnvöldum.
--En tæknilega sannarlega, gerir sá fjártilflutningur rússneska athafnamenn að mögulegri ógn fyrir rússnesk stjórnvöld.
--Morðtilraunin á Skripal feðgynunum, gæti í og með hafa verið skilaboð til þessara þegna Rússlands, að ef þeir stíga út fyrir strikið -- geti löng hönd rússneskra stjórnvalda náð til þeirra. - En rétt er að ryfja upp, að sögulega séð hafa Rússar í Bretlandi verið rússneskum stjórnvöldum skeinuhættir -- en Karl Marx og Lenín, dvöldust lengi í London.
--Þó að plott þeirra hafi lengi vel ekki ógnað alvarlega stjórnvöldum Rússlands.
--Þá á endanum, tókst þessum Rússum erlendis, að skipuleggja velheppnað valdarán.
Hafandi þetta í huga, hafa stjórnvöld Rússlands skýrar ástæður.
U.S., EU to expel more than 100 Russian diplomats over UK nerve attack
US leads international expulsions of Russian diplomats
Það virðist skv. fréttum að stjórnvöld Vestrænna ríkja hafi komist að þeirri niðurstöðu, að eini aðilinn sem líklegur sé að hafa staðið að baki - eiturárásinni á Skripal feðgynin, séu stjórnvöld Rússlands.
Og ég verð að vera fullkomlega sammála þeirri niðurstöðu!
Niðurstaða
Ég held þó að aðgerðir Vestrænna ríkja muni í engu hafa áhrif á hegðan rússneskra stjórnvalda, sem ætíð tala um - meint Rússahatur þegar stjórnvöld Rússlands eru gagnrýnd.
--Talið um Rússahatur er að sjálfsögðu enn einn brandari rússneskra stjórnvalda.
En það er ekki frekar Bandaríkjahatur t.d. að gagnrýna núverandi stjórnvöld í Washington - en þ.e. Rússlands hatur að gagnrýna landstjórnendur í Kreml.
Málið er að ásökunin um Rússahatur eða Rússlandshatur - er lýsandi fyrir óskaplegan hroka þeirra sem sitja í Kreml, þegar þeir taka gagnrýni á sig persónulega -- sem hatur á gervallri rússnesku þjóðinni. Slík túlkun er að sjálfsögðu algerlega út í hött.
Ég meina, þegar Pútín talar um Rússahatur þegar hann er persónulega gagnrýndur -- hljómar hann eins og Loðvík konungur af Frakklandi á 18. öld þegar sá sagði "ríkið það er ég."
--Nema, Pútín virðist ganga skrefinu lengra í hroka, er hann virðist segja "þjóðin það er ég."
Þetta tal um Rússahatur þegar Kremlverjar eru gagnrýndir er virkilega þetta fáránlegt!
Það er eins og Pútín, geti ekki aðgreint persónulega gagnrýni við sig frá gagnrýni á rússnesku þjóðina -- vegna þess að hann virðist telja sig jafngilda hennar, eins og Loðvík taldi sig jafngilda öllu franska ríkinu.
Ps: Bendi auk þessa á:
- Bretar eru efnahagslega orðnir háðir því að þessir hópar auðugra Rússa komi til Bretlands með peningana sína - að þeir eins og er orðið nokkuð um kaupi sér sumarhús eða "dacaa" í Bretlandi -- Rússarnir eyða miklum peningum í Bretlandi, og breskum fjármálastofnunum gagnast það, að þessir auðugu Rússar kjósa að varðveita fé sitt í Bretlandi.
- Það síðasta sem þeir rökrétt vilja gera þ.e. Bretar, er að ógna þessum Rússum - valda þeim óröryggi, þvert á móti vilja þeir þ.e. Bretar rökrétt að þessum auðugu Rússum lýði sem allra best í Bretlandi.
- Þannig að það gengur að mínu mati gegn skýrum hagsmunum Breta - að ráðast að rússneskum einstaklingi í Bretlandi -- fyrir utan að þeir þ.e. Bretar höfðu enn gagn af Skripal.
--Ég hafna því algerlega þeirri ásökun er oft heyrist frá stuðningsmönnum Rússa, að Bretar sjálfir hefðu líklega gert þetta.
--Það sé klárlega af og frá að slíkt sé sennileg.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna fórst þú nú alveg með það Einar minn og get ég því aðeins sagt við þig að mikil er trú þín, eða öllu heldur trúgirni, að þú stjórnmála og Evrópufræðingurinn sjáir ekki í gegnum sjónarspilið.
Bretar sjálfir eru reyndar síður en svo neinir öðlingar, né heldur vinaþjóð Íslendinga og mæli ég með að þú dustir rykið af og lesir gömul íslensk dagblöð, í stað styttri samantekta New York Times.
Jónatan Karlsson, 27.3.2018 kl. 12:01
Jónatan Karlsson, ég verð að óska eftir að þú hugsir málið betur - en það er algerlega órökrétt að Bretar hafi sjálfir gert þetta -- ég bætti in frekari ábendingum í "Ps" að ofan.
--En það væri þeim klárlega efnahagslega í óhag að ógna þeim Rússum sem koma til Bretlands með peningana sína -- síðan hafa Bretar enn gagn af Skripal.
--Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld aðra og allt eins skýra hagsmuni í málinu sem ég einnig bendi á.
Þess vegna er eina rökrétta ályktunin að stjórnvöld Rússl. hafi staðið fyrir þessu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.3.2018 kl. 16:07
Sæll aftur Einar Björn.
Auðvitað er ég þér sammála hvað það snertir að Bretar hafi alls ekki viljað þau Skripal feðgin eða þessvegna aðra Rússa í Bretlandi feig, en í þessari stórvelda skák, þá þykir nú útbrunninn gagn njósnari ódýr fórn fyrir bætta stöðu.
Það eru reyndar fleirri en aðþrengd Therresa May sem hafa augljósa hagsmuni af refsi aðgerðum gegn Pútín, eins og t.a.m. ESB, Úkraína, Súnní arabar og gyðingar, svo eitthvað sé nú nefnt.
Jónatan Karlsson, 27.3.2018 kl. 16:49
Jónatan Karlsson, Bretar hafa enn gagn af Skripal - síðan er það gegn breskum hagsmunum að skapa óöryggi meðal Rússa sem dveljast í Bretlandi - verja peningum sínum þar.
En ef þeir virkilega héldu að Bretum gæti dottið til hugar að drepa þá út af svo afar litlu sem þú heldur fram sem sennilegt -- þá gæti það vel verið, margir þeirra velji annað land en Bretland.
--Enda eftir allt saman, nægir aðrir valkostir.
Bretar gætu í engu treyst því að Rússar í Bretlandi fylltust engum slíkum ótta.
Aftur á móti er stjv. Rússl. augljós akkur af því að viðhalda ákveðnum ótta -- það sé miklu mun sennilegra að stjv. Rússl. hafi verið að fórna Skripal sem peði, senda þá skilaboð til Rússa í Bretl. - að þeir geti ekki verið öruggir ef þeir beita sér gegn hagsmun rússn. stjv.
--En sögulega séð hafa Rússar í Bretlandi átt til að ógna stjv. Rússl. sbr. söglega dæmið ég nefni.
--Og auðvitað, ég get trúað Pútin að vilja Skripal feigan, eftir allt saman var Pútín einnig leyniþjónustu maður sama tíma og Skripal og Skripal getur hafa svikið einhverja persónulegra vina Pútíns.
M.ö.o. sé eini aðilinn sem hafi klára skýra hagsmuni í málinu Rússland - það séu engir sjáanlegir hagsmunir fyrir Vesturlönd enn síður Bretland af því að standa fyrir þessu.
Þannig öll skynsöm rök hníga til Rússlands í þetta sinn a.m.k.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.3.2018 kl. 17:15
Það eru nokkur minniháttar göt í þessu hjá þér Einar.
Bretar hafa þegar sett lög sem miða að því að rannsaka hvort peningar oligarkanna eru vel fengnir. það sem er merkilegt í þessu sambandi ,er að ef þeir reynast illa fengnir þá renna þeir í ríkissjóð Bretlands Það er ekki meiningin að skila þessu illa fengna fé til eigendanna.
Ef þetta er endurorðað á skiljanlegt mál,þá eru þeir að stela peningum Oligarkanna og fita hjá sér ríkissjóðinn.
Bretar hafa alltaf vitað að þetta fé var illa fengið og látið sig engu skifta. Þeir hafa þverneitað að framselja þjófana ,enda hafa þeir haft nokkurn hag af þessu fyrirkomulagi.
Nú eru breittar aðstæður. Vegna frystingar eigna margra oligarka að undanförnu hefur komist styggð að oligörkunum og þeir hafa farið að líta til Asíu í þessum efnum.Sumir hafa jafnvel flutt fé heim. Bretar hafa því ákveðið að stela peningunum eins og þeim einum er lagið. Það er ekki gott að vita hvaða áhrif þetta hefur. Það eru margir aðrir með illa fengið fé þarna eins og við þekkjum ágætlega. Það er spurning hvað gerist ef þjófar annarra landa fara að óttast um sitt fé. Ég vil nefna til dæmis Kínverja. Kínverjar hljóta að hugsa sitt. Nú eru væringar að aukast milli Kína og vesturlanda. Ef ég væri kínverji mundi ég fara að færa aurana mína í rólegheitum frá London. Einnig held ég að það sé valla von á meiru fé frá Rússlandi í bili.Ég held að öllum hljóti að vera ljóst að Bretar munu stela öllum Rússneskumm peningum,hvort sem þeir eru vel eða illa fengnir.
Ég held að oligarkar í dag ,óttist Theresu May miklu meira en Putin. Þeir hafa í dag möguleika á að koma heim og borga skatt,en í Bretlandi verður öllum peningnumm stolið.
Hagsmunir eru alltaf mismunurinn á útgjöldum og tekjum. Og Putin er ágætur að reikna. Viðbrögð við drápi af þessu tagi voru alveg fyrirsjáanleg. Það vita allir,oog ekki síst Putin að það mundi enda með fjaðrafoki af þessu tagi. Þetta morð hefur oðið Rússlandi mjög dýrt,eins og reyndar til stóð.
Ávinningurinn af einum dauðum kalli er nánast ekki neitt ,til að vinna á móti þessu tjóni.
En Putin er ekki einn um að kunna að reikna. Þó að Boris Johnsson kunnii það örugglega ekki,þá kann Theresa May það.
Þess vegna stöndum við uppi með tvo hálfdauða Rússa og veröldina á barmi styrjaldar.
Þegar Rússar telja að það sé ekki lengur hægt að forðast styrjöld,gera þeir árás.
Barbarossa kenndi þeim þetta. Þeir munu ekki bíða eftir Barbarossa II sem er nú í gerjun.
Borgþór Jónsson, 27.3.2018 kl. 20:49
Sjálfsþægð þín við að telja þig sanna hér einhverja sök á Pútín vegna þessa ómerkilega tilræðis er með ólíkindum, Einar Björn!
Svo nenni ég ekki að svara þér. Lestu Pál Vilhjálmsson.
Jón Valur Jensson, 28.3.2018 kl. 03:34
Fyrir rúmum 70 árum, vara líka vinsælt að hata Gyðinga. Allt sem gerðist á þeim tíma, var Gyðingum að kenna og þurfti aldrei sannanna við.
Það kallast almennt "anti-semitismi"... eða "kynþáttahatur" á Íslensku, og er ekki mönnum til sóma.
Jónatan, þú veist að það er ekki sérstaklega "vel liðið" að benda á það sem áður gerðist ... við fáum aldrei neitt út úr því. Bretinn kallast "tjalli" á Íslensku, og ekki af ástæðulausu og "Limeys" af "bandaríkjamönnum", ekki heldur af ástæðulausu.
Örn Einar Hansen, 28.3.2018 kl. 05:45
Jón Valur Jensson, þá ætla ég ekki heldur að svara þér ef þú hefur ekkert að segja.
Jón Valur -- af hverju ertu orðinn að komma? En Pútín er kommúnisti.
Mér finnst það merkilegt að gamall kristilegur hægri maður sé umbreyttur snögglega í kommúnista.
--Auðvitað er Pútín kommi - eða kynntu þér hlutfall hagkerfis Rússlands í eigu stjórnvalda Rússlands, það hlutfall er í engu lægra en t.d. í Venesúela í dag, og litlu minna en áður fyrr í tíð Sovétríkjanna.
Ég tók aldrei mark á blindri þjónkun komma við Sovétvaldið í gamla daga. Af hverju ætti ég að lesa einhvern kommúnista þó þú bendir mér á skrif viðkomandi? Af hverju ætti það vera áhugavert, að heyra hann endurtaka Moskvulínuna -- eins og Þjóðviljinn sálugi gerði í gamla daga?
--Ég fyrirleit alltaf komma í gamla daga, sé ekki ástæðu til annarrar afstöðu í dag.
Ég fyrirleit einnig Þjóðviljann í gamla daga - ég efa að ástæða sé til að hafa meira traust á þeim sem reka nokkurs konar Þjóðvilja-blogg til þjónkunar kommúnistanum sem nú situr í Kreml.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2018 kl. 10:14
Að sjálfsögðu er ég enginn kommúnisti og hef ekki verið hátt í hálfa öld! Ég er einhver skeleggasti andkommúnisti landsins, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því, heillakarlinn. Endilega haltu fyrirlitningunni á saklausum fyrir sjálfan þig, það fer bezt á því.
Og kristinn er ég í engu minni mæli en ég hef áður verið. Andstaða við kommúnisma liggur einnig skýrt fyrir í kaþólskri siðfræði. En Rússland nútímans er ekki laust við kapítalisma, hvað sem þú segir.
Jón Valur Jensson, 28.3.2018 kl. 12:39
Jón Valur Jensson, 28.3.2018 kl. 12:40
Jón Valur Jensson, -- þú styður kommúnistann Pútín.
Hvað voru stuðningsmenn kommúnistana í Kremla kallaðir áður fyrr?
Ef þú segist andkommúnisti, ertu kominn á afar sérkennilegan stað -- þegar þú styður kommúnistann Pútín.
--Og virðist kominn í andstöðu við Vesturlönd - eins og kommúnistar fyrri tíðar.
Það er einhver klofningur í þínum huga, ef þú vilt enn vera andkommúnisti, en ert samt farinn að styðja kommúnistann er stýrir Rússlandi samtímans.
--Þú þarft að losa þig við þennan hugarklofning.
Annaðhvort að viðurkenna þig sem kommúnista - það mundi leysa þann tiltekna klofning.
Eða segja skilið við Pútín og hans kommúnistastjórn.
Þú getur ekki samtímis verið andkommúnisti - og stutt kommúnistastjórn, það virkilega gengur ekki upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2018 kl. 15:01
Endalaust bull og blaður í þér, Einar. Pútín er ekki að reyna að endurvekja sósíalisma í Rússlandi, heldur leyfir kapítalískan rekstur. Að ólígarkar hafi komizt yfir stærstu ríkiseignir og Pútín síðan hrifsað ýmsar þeirra af þeim, afsannar ekki kapítalískan rekstur út um allt þjóðfélagið, rétt eins og í Kína, sem er þó stjórnað af kommúnistum. En Pútín er hins vegar búinn að hafna Marxismanum með stuðningi sínum við orþódoxa trú, eins og þú veizt náttúrlega EKKI.
Þetta þras þitt og þrugl gæti varpað blæju óskýrleikans yfir þá staðreynd, að vesturveldin eru nú nánast komin út í stríðsæsingar gagnvart Rússlandi og hafa svikið gert samkomulag við Rússastjórn um að viðhaldið verði balanzi í þeim heimshluta -- lestu um það pistil Páls Vilhjálmssonar og heimildina (mjög nýlega) sem hann vísar þar í. https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2213773
Jón Valur Jensson, 29.3.2018 kl. 05:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning