Trump fór mikið um helgina gegn rannsókn sérstaks saksóknara Robert Mueller á Twitter

Spurningar vöknuðu eðlilega hvort hann sé að undirbúa brottrekstur Muellers -- tvít helgarinnar:

  1. "As the House Intelligence Committee has concluded, there was no collusion between Russia and the Trump Campaign. As many are now finding out, however, there was tremendous leaking, lying and corruption at the highest levels of the FBI, Justice & State. #DrainTheSwamp"
  2. "The Fake News is beside themselves that McCabe was caught, called out and fired. How many hundreds of thousands of dollars was given to wife’s campaign by Crooked H friend, Terry M, who was also under investigation? How many lies? How many leaks? Comey knew it all, and much more!"
  3. "Wow, watch Comey lie under oath to Senator G when asked “have you ever been an anonymous source...or known someone else to be an anonymous source...?” He said strongly “never, no.” He lied as shown clearly on @foxandfriends."
  4. "Spent very little time with Andrew McCabe, but he never took notes when he was with me. I don’t believe he made memos except to help his own agenda, probably at a later date. Same with lying James Comey. Can we call them Fake Memos?"
  5. "Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!"
  6. "The Mueller probe should never have been started in that there was no collusion and there was no crime,"

--Trump í fyrsta lagi, vitnar í nefndarálit meirihluta Repúblikana frá þingnefnd sem heldur utan um samskipti við leyndar- og njósna- og öryggisstofnanir Bandaríkjanna. Hlutleysi þeirrar umfjöllunar er auðvitað ekki hafið yfir vafa.
--Trump ræðst síðan að fyrrum næstráðanda FBI - sem hann ákvað að reka fyrir helgi, opinberlega fyrir að hafa ekki hindrað óþægilegan leka í fjölmiðla -- skv. meintri ásökun á hann að hafa vitað um hann fyrirfram og sagt ósatt um það í vitnaleiðslu. Um það atriði, virðist standa orð gegn orði.
--Síðan nefnir hann starfsmann FBI - hans eiginkona er vitað að er pólitískt tengd Demókrataflokknum. Auðvitað kastaði það rírð á hlutleysi viðkomandi. Mueller vék þeim starfsmanni úr rannsóknarteyminu man ég ekki betur er vakið var athygli á tengslum eiginkonu þess starfsmanns.
--Síðan heldur Trump því fram að Comey hafi logið því að hafa aldrei sjálfur verið - leki. Trump virðist þar vitna í einhverja umfjöllun á FoxNews. Hvernig Fox ætti að hafa vitneskju um slíkt er auðvitað annar handleggur. Ég efa að Comey hafi rætt við Fox um slíkt.
--Síðan gagnrýnir hann McCabe frekar virðist leitast við að kasta rírð á hans vinnubrögð, sé þó ekki hvernig hann veit að hann hafi ekki skrifað niður vinnublað - en McCabe gæti auðvitað skrifað "memo" um leið og fundi með Trump væri lokið.
--Síðan þessi skrítna fullyrðing um meinta 13 Demókrata - væntanlega er hann þar að ásaka allt rannsóknarteymi Muellers fyrir að vera Demókratar -- en hvaða upplýsingar þar um Trump telur sig hafa, nefnir hann klárlega ekki.
--Og að lokum, segir Trump það hreint út að þessi rannsókn hefði aldrei átt að hafa hafist í fyrsta lagi.

En ef starfsmenn Muellers væru skráðir Demókratar - væri það væntanlega löngu komið fram í gögnum, enda væri slík skráning opinbert gagn.
Slíkir starfsmenn eiga hvorki að vera skráðir Demókratar né Repúblikanar.
--Það auðvitað þíðir, að auðvelt er að fullyrða.
--Þegar menn hafa ekki skráningu á annan hvorn veg.
En í Bandaríkjunum er unnt þegar menn skrá sig á kjörskrá að skrá sig sem annaðhvort Demókrata eða Repúblikana, óháður eða neita að taka nokkuð slíkt fram.

Let Mueller do his job

Trump lashes out in verbal assault at Muller probe

 

Orð Trumps auðvitað magna vangaveltur hvort Trump ætlar að reka Mueller!

Republican Senator Jeff Flake - "I don’t know what the designs are on Mueller, but it seems to be building toward that (firing him), and I just hope it doesn’t go there, because it can’t. We can’t in Congress accept that," - "So I would expect to see considerable pushback in the next couple of days urging the president not to go there."

AshLee Strong, a spokeswoman for Republican House Speaker Paul Ryan, said: "As the speaker has always said, Mr. Mueller and his team should be able to do their job."

Síðan varð senna milli lögfræðings Trumps og þekkts Repúblikana þingmanns.

"On Saturday, Trump’s personal lawyer John Dowd urged the Justice Department official overseeing Mueller, Rod Rosenstein, to "bring an end to alleged Russia Collusion investigation manufactured by McCabe’s boss James Comey.""

Það eru vægt sagt áhugaverð afskipti.

"Republican U.S. Representative Trey Gowdy criticized Dowd in an interview with Fox News Sunday." - "I think the president’s attorney, frankly, does him a disservice when he says that and when he frames the investigation that way," Gowdy said. "If you have an innocent client, Mr. Dowd, act like it.""

Svar þingmannsins er áhugavert!

  1. En freystandi að taka því þannig - að ef Trump er saklaus hafi hann ekkert að óttast.
  2. Væntanlega meining Gowdy sú, að lögfræðingurinn ætti að fagna tækifæri til þess að láta rannsóknina hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

En augljós pyrringur Trumps vekur auðvitað þær augljósu spurningar - hvort hann sé þetta pyrraður vegna þess, að hann óttast að gögn leiði annað fram en hans persónulega sakleysi.

--En ég sé enga skynsama ástæðu til að óttast hlutdrægni FBI eða Muellers sérstaklega!
--Mér virðist moldviðrið augljóslega pólitískt sem sem beinist gegn Mueller.

 

Niðurstaða

Það hljómar eins og Trump sé að undirbúa brottrekstur Muellers.

Hinn bóginn kem ég ekki auga á nokkur augljós rök sem benda til þess að rannsóknin gegn Trump sé af pólitískum rótum.

  1. Bendi á að Comey var klárlega ópólitískur í nálgun á rannsókn á Hillary Clinton. En það getur enginn með skynsemi haldið því fram - að þegar Comey ræsti rannsókn á E-mailum hennar að nýju -- vikum fyrir kosningar. Að þá hafi hann verið að gera henni greiða.
  2. Augljóslega, skaðaði sú seinni rannsókn möguleika hennar til að ná kjöri, og er Comey lokaði rannsókn örfáum dögum fyrir kosningar - var örugglega enginn möguleiki fyrir hana að laga þann skaða.
  • Punktur, að það má alveg halda því fram - að Comey hafi stuðlað að kjöri Trumps. En fólk þarf að muna að það munaði litlu á milli þeirra í tilteknum fylkjum þ.s. barist var fram á síðustu klukkustund.
  • Allt skynsamt fólk ætti að geta séð, að ef Comey hefði verið að starfa fyrir Demókrata á laun, hefði hann aldrei startað rannsókninni aftur - en það var hans ákvörðun sem æðsti yfirmaður.
  • Fyrir utan, að ef FBI væri gegnsýrt af Demókrötum, hefði stofnunin líklega aldrei hafið rannsókn á E-mailum Clintons í fyrsta lagi.

Hvorir um sig Comey og Mueller voru skráðir Repúblikanar, áður en þeir gerðust yfirmenn FBI - en þá að sjálfsögðu hættu þeir að skrá sig sem slíkir, enda mætti ella efast um þeirra hlutleysi.

FBI er auðvitað stór stofnun, þar eru að sjálfsögðu bæði Repúblikanar og Demókratar innan dyra.
Engin stofnun getur verið 100% hlutlaus!

Hinn bóginn væri augljós hætta á því, að ef pólitískt sprottnar nornaveiðar færu fram innan veggja!
Að þá væri allt traust til stofnunarinnar eyðilagt.

En þessar stofnanir fúnkera ekki nema að þær séu sæmilega óhlutdrægar.
Fram að þessu kem ég ekki auga á nokkrar skýrar vísbendingar þess að þær séu hlutdrægar.

  1. Hinn bóginn - þá er unnt að halda því fram, að aðrdróttanir Trumps um hlutdrægni, sé ætlað að veikja stöðu þeirra honum persónulega hugsanlega í hag.
  2. Væntanlega, þá svo að með þeim hætti - sé hann að lágmarka sitt persónulega tjón, gagnvart þeim möguleika að útkoman verði honum í óhag.

--Hinn bóginn, er slíkt ákaflega óábyg nálgun, ef Trump er vísvitandi að skaða mikilvægar grunn stofnanir Bandaríkjanna -- til þess að tryggja sína persónulegu hagsmuni.

--Manni rennur til hugar sá illi grunur, að Trump hugsanlega beinlínis óttist þessa rannsókn núna -- hann telji sig m.ö.o. vita að Mueller hafi einhver hugsanleg óþægileg gögn.

En í desember er vitað Mueller hafði samband við Deutche Bank.
Það er því alveg mögulegt að Trump hafi eitthvað að óttast!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband