Skipan Mike Pompeo nýs utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gæti aukið líkur á stríði Bandaríkjanna við Íran

En Mike Pompeo virðist hafa svipaðar skoðanir um "class of civilizations" á við Bannon eða Flynn. En þeir þrír - Pompeo, Bannon, Flynn - stóðu aðeins út í kosningabaráttu Trumps - sem nokkurs konar erkihaukar þegar kom að afstöðu til Írans!
--Afstaða þeirra til Írans, verður að teljast afskaplega fjandsamleg, og tónar vel við afstöðu Trumps!

Einungis Pompeo er eftir af þeim þrem, og það sé óhætt að segja skoðanir hans og Trumps um Íran séu þær sömu, sbr:

  1. Að Íran sé óvinur.
  2. Að samningurinn við Íran á sínum tíma, hafi verið mistök.
  3. Að stefna Obama um frið við Íran, hafi verið mistök.

--Hafandi þetta í huga!

Virðist mér ljóst að skipan Pompeo auki líkur á hernaðarátökum við Íran!

Mike Pompeo: a secretary of state on Trump’s wavelength

Appointing Pompeo brings Trump’s America First policy closer

Trump fires Tillerson, a moderate; replaces him with hawkish spy chief Pompeo

 

Það væri hið mesta klúður fyrir Bandaríkin sjálf, ef þau segðu upp kjarnorkusamningnum við Íran!

  1. En viðbrögð Írans væru einfaldlega þau, að ræsa kjarnorkuprógrammið sitt aftur.
  2. Það væri í reynd ekkert sem Bandaríkin gætu gert til að hindra eða stöðva.
  3. Enda lærðu Íranar af mistökum nágranna sinna -- mikilvægustu þættir kjarnorkuprógramms Írana, voru settir í fullkomlega sprengjuheld byrgi.

Man enn eftir því, að í tíð George Bush var það rætt hvort unnt væri að eyðileggja kjarnorkuáætlun Írans.
Pentagon bjó til áætlun, sem kvað á um snögga innrás - "raid in force" eins og það var kallað, því skv. mati Pentagon var engin leið að eyðileggja kjarnorkuprógrammið með lofthernaði.

Íranar eru enn með þessi sprengjuheldu byrgi grafin undir fjöll Írans.
--Mig grunar meira að segja að þau séu örugg gegn kjarnorkusprengjum.

Vegna þess að ekkert minna en innrás dugar - hef ég aldrei litið svo á að Bandaríkin geti hindrað kjarnorkuvopnavæðingu Írans.
--Ég fastlega reikna með því að það komi strax aftur í ljós.

En vegna þess að Trump er erki haukur - það er Pompeo nýi utanríkisráðherran einnig.
Síðan höfum við þriðja erkihaukinn í formi forsætisráðherra Ísraels.
Fjórða erkihaukinn í formi krónprins Saudi-Arabíu.
--Þá virðist mér blasa við að þessir menn eiga að geta vel rætt saman. Skoðanir þeirra falla án vafa vel saman.

  • Þannig að mér virðist nú, að það geti blasað við raunveruleg stríðshætta.
  1. Netanyahu vill örugglega stríð við Íran, en treystir sér ekki með Ísrael eitt.
  2. Fremur líklegt, Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, einnig vilji stríð við Íran - en sama eigi við að án Bandaríkjanna sé ekki um það talandi.

Nú með Pompeo sem utanríkisráðherra, sem hefur mjög fjandsamlega hugmyndafræði gagnvart Íran.
Og að Trump sjálfur trúir því að Íran sé það illa innan Mið-Austurlanda!
--Þá virðist mér full ástæða að ræða stríð Bandaríkjanna við Íran sem möguleika.

  1. Það merkilega er að sá aðili sem einna helst mundi tala gegn því innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna, er varnarmálaráðherrann!
  2. Mad dog, James Norman Mattis - má líta á sem talsmann Pentagons í ríkisstjórninni.

--Það sérskennilega er, að sá maður er líklega -- dúfan í hópnum sem eftir er.

 

Niðurstaða

Það sýnir fram á hvílíkir haukar skipa nú ríkisstjórn Bandaríkjanna - að hinn þekkti Marine General, Mad dog, James Norman Mattis - sé líklega varfærnasti maðurinn í hópnum. Þegar Marine General er dúfan í hópnum, þá er restin af ríkisstjórninni klárlega skipuð sannkölluðum harðlínumönnum.

Ég fer núna að hafa alvöru áhyggjur af stríði við Íran.
En ég hef ekki haft þær fram að þessu, einfaldlega vegna þess að stríð við Íran væri það gríðarlega heimskuleg aðgerð -- meira að segja Bush lét ekki verða af því.

Mig grunar að Mattis mundi tala gegn því, en þegar stríðs áhyggjur voru sem mestar gegn Norður Kóreu, lét hann hafa eftir sé þau ummæli að slíkt stríð yrði "catastrophic."
--En nú er ég ekki viss lengur að Trump mundi hlusta!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband