Novichok eigurgasefni notað af Rússlandi í Bretlandi í eiturgasárás fyrir rúmri viku síðan

Þetta hefur forsætisráðherra Breta eftir lögregslustofnun er sérhæfir sig í hryðjuverkaárásum innan Bretlands - en þeirri sveit var falið að rannsaka dularfulla gasárás á þau Skripal feðgynin er átti sér stað sunnudaginn fyrir viku í breskum smábæ!
--Sergei og Youlia Skripal fundust þá meðvitundarlaus.

Miðað við fréttir virðist rannsókn breskra lögregluyfirvalda hafa gengið vel.
Rannsakendur fundu leyfar af efninu á krá þar sem feðginin höfðu komið við á.
Enn er ekki vitað akkúrat hvaða einstaklingar eitruðu fyrir þeim.
--En um er að ræða skv. breskum yfirvöldum sérstaka tegund af eigurgasi sem hannað var fyrir mörgum árum í Rússlandi - "Novichok."

What is Novichok?

Russia calls British PM's spy attack allegations a 'circus' - agencies

Britain Blames Russia for Nerve Agent Attack on Former Spy

 

Þetta virðist í annað sinn sem rússneskir agentar nota afar sérhæft efni í eiturárás innan Bretlands!

En það getur vart verið á færi hvers sem er að komast yfir "weapons grade" eiturgasefni.

  1. "It can only be produced by highly specialised scientists, according to the researcher who helped develop it, and can only be used with intense supervision."
  2. "This is a more dangerous and sophisticated agent than sarin or VX and is harder to identify."
  3. "It causes a slowing of the heart and restriction of the airways, leading to death by asphyxiation."

Efnið virðist þó ekki eins erfitt til flutnings og geislavirka polonium sem rússneskir agentar notuðu síðast þegar sannað þótti að árás hefði verið gerð á landflótta Rússa.

En áður en efninu hefur verið blandað saman - virðast íblöndunarefnin ekki hættuleg þeim sem halda á þeim, þannig auðveldar að flytja þau og það síður hættulegt þeim sem flytja efnin -- en í tilvikinu er geislavirkt polonium var flutt beint á vettvang.

--Polonium 210 - virðist hreint ótrúlega eitrað, svo eitrað að ef einn agentinn hefði misst flöskuna sem viðkomandi bar á sér t.d. meðan sá ferðaðist í lest, hefði hann getað drepið alla um borð - sjálfan sig að sjálfsögðu einnig.

--Novichok virðist ekki hættulegt fyrr en eftir að efninu hefur verið blandað saman, en það þurfi að gerast af kunnáttu, og auðvitað þaðan í frá er efnið hreint ótrúlega hættulegt -- einnig þeim sem ætla sér að eitra fyrir öðrum.

--Það kom vel í ljós, þegar Skripal feðgynin fundust meðvitundarlaus - að lögreglumaðurinn sem fyrst stumraði yfir þeim, varð hættulega veikur.

--Þau boð gengu út í Bretlandi, til allra þeirra sem heimsóktu sömu krá sama dag, að allir ættu að þvo fötin sín vel og vandlega. Henni var lokað í einn dag, meðan sérstakt teimi fór yfir.

Ég verð að segja eins og er, að mér virðast þetta sannfærandi upplýsingar - sem bendi sterklega til þess að árásin á Skripal feðgynin hafi verið skv. skipun frá Kreml, og greinilega framkvæmd af rússneskum ríkisagentum.

Síðan sé Pútín sá eini sem hafi "mótíf" þ.e. Sergei Skripal á árum áður hafði njósnað fyrir MI6 bresku leyniþjónustuna - margir sovéskir njósnarar voru afhjúpaðir. Ég geri einfaldlega ráð fyrir því, að Pútín fyrirgefi aldrei - hann gleymi aldrei, hann hefni sín alltaf fyrir rest.

  1. Þessu fylgir engin sérstök áhætta fyrir rússn. yfirvöld - en þ.e. lítið sem Bretland getur í reynd gert.
  2. En kannski íhuga bresk yfirvöld nú að fylgjast betur með landflótta Rússum, að veita þeim aukna vernd.

--Rússland auðvitað eins og reikna mátti með - hafnar öllu saman, og segir það farsa.

Sjá fyrri umfjöllun: Grunsamleg eitrun rússnesks svikara og dóttur hans hefur vakið spurningar.

 

Niðurstaða

Ég á ekki von á miklum aðgerðum breskra yfirvalda - peningurinn sem kemur inn á leynireikninga í Bretlandi frá auðugum Rússum er standa nærri miðstjórnarvaldinu í Rússlandi. Sé einfaldlega of mikil tekjulynd til þess að Bretland fari að taka áhættu á að ógna þeirri tekjulynd að einhverju ráði.

Hinn bóginn, er það með vissum hætti tvíeggjað að veita þessu fé móttöku, samtímis að einhverju leiti einnig fyrir Mosku að umbera þetta útstreymi.

En þessir peningar eru þá verndaðir í Bretlandi gagnvart rússneskum yfirvöldum. Á sama tíma eru Bretar sjálfir háðir því að fá þá peninga og því með hendur bundnar töluvert.

En neikvæða hliðin fyrir rússnesk yfirvöld er sú, að ef einhver aðilanna er hafa fært fé til Bretlands - ákveður að snúa ekki heim. Verða m.ö.o. landflótta. Þá eru peningar viðkomandi áfram verndaðir í breskum banka, og rússnesk yfirvöld geta þá ekki heldur neitt gert.

--Bretland og Rússland eru í þessu samhengi í nokkuð sérstæðu sambandi.

--Þá bætast kannski við í þessu skilaboð til slíkra Rússa, að ef þeir leggja á flótta persónulega til Bretlands í von um að geta nýtt peningana sína þar áfram -- geti rússnesk yfirvöld refsað þeim persónulega, langur armur rússn. stjv. geti samt náð til þeirra sjálfra - jafnvel þó peningarnir væru áfram í Bretlandi óhultir fyrir rússn. yfirvöldum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það eru nokkur atriði hér til umhugsunar.

Fyrst getum við skoðað hvernig þetta mál hefur þróast.

Í fyrsta lagi þá er athyglisvert að nánast samstundist eftir að feðginin "fundust" hefst gríðarleg fjölmiðlaherferð þar sem Rússar eru fordæmdir vegna málsins.Hún hefst samtímis á öllum stöðvum og var linnulaus.

Spurningar hljóta að vakna. Var þessi herferð samræmd á einhven hátt? Engin rannsókn hafði átt sér stað. Menn vissu ekki einu sinni hvað hafði orðið þeim að bana.

Þarna er augljóoslega eitthvað alvarlega bogið við fréttastofurnar og samband þeirra við yfirvöld. 

.

Í annan stað þá er ekkert mótív.Engin augljós ástæða fyrir Rússnesk stjórnvöld til að bana feðginunum. Maðurinn hafði hlotið dóm og verið sleppt eftir að hafa setið af sér hálfann dóminn.

Hann hafði síðan lifað í friði og spekt í Bretlandi í sex eða sjö ár. 

Það er alveg augljóst að Rússar töldu hann ekki mikilvægann,bæði af því honum var sleppt og að þeir afhentu hann í fangaskiftum. Hefði hann verið hættulegur Rússneska ríkinu hefði honum ekki verið sleppt.

Á hinn bóginn mátti öllumm vera ljóst að ef þessi feðgin yrðu drepin ,yrði það mjög skaðlegt fyrir Rússland,eins og reyndin síðan varð.

Eina mótívið sem er fyrir hendi beinist gegn Breska ríkinu. Breska ríkisstjórnin hefur undanfarið verið að reyna að magna upp Rússahatur í landinu með ýmsum aðferðum. Þetta hefur gengið afar illa svo ekki sé meira sagt. Almenningur hefur hæðst af þessum tilraunum.Rússahatur hefur verið á undanhaldi í Bretlandi. Bresk yfirvöld einfaldlega yfirskutu í þessum tilraunum sínum.

Þetta er því sennilega neyðaraðgerð til að snúa þessari þróun við. Hvað er þá betra en dauði ungrar konu til að koma hreyfingu á hlutina.

.

"Sönnunargögnin"

Að því gefnu að "sönnunargögnin" séu ekki einber uppspuni,þá sanna þau bara einn hlut. Sönnunargögnin sanna að Breka leyniþjónustan hefur undir höndumm eitthvað ótilgreint magn af þessu efni. Getur verið mikið,getur verið lítið. Hafa ber í huga að enginn óhlutdrægur aðili hefur aðgang að efninu og "sakborningurinn" hefur enga möguleika á að kanna sannleiksgildi fullyrðinganna í þessum efnum.

.

Eina leiðin til að geta fullyrt að eitthvað efni sé upprunnið í Rússlandi,er að rannsóknarstofan fái efni til samanburðar. Hvaðan kom rannsóknarstofuni slíkt efni? Örugglega hvergi annarstaðar en frá en frá Bresku leynisþjónustunni.

.

Það sem við höfum hér, er mjög sterkt mótív Breskra yfirvalda til að framkvæma þessa aðgerð OG sönnun þess að Breka leyniþjónustan hafði aðgang að þessu efni.

Við höfum líka sönnun þess sem allir máttu vita ,að þessi atburður er ákaflega skaðlegur fyrir Rússa. Ekki einungis fyrir Rússneska ríkið,hedur einnig fyrir Rússneska einstaklinga. 

.

Þriðja atriðið sem ég vil gera að umræðuefni ,er málsmeðferðin.

Það hefur notið vaxandi vinsælda á Vesturlöndum að brjóta meginreglu réttarkerfisins á Rússum. Hvort sem um er að ræða Rússneska ríkið eða Rússneska einstaklinga. Þetta niðurbrot meginreglu réttereríkissins ætti að vera áhyggjuefni fyrir allt hugsandi fólk.

Þetta hefur mest birst með þeim hætti að þeim er gert að sanna sakleysi sitt. Ásakanir eru settar fram án sannana og þeim er síðan gert að sanna sakleysi sitt.

Þetta byrtist í þessu málii með mjög grófum hætti. Hið fyrsta er að það er almenn mjög erfitt að sanna sakleysi sitt,og í annan stað er það alger ógerningur að gera það innan 36 klukkustunda eins og krafa Theresu May er í þessu máli. Þarna er því um svívirðilegt dómsmorð að ræða að hálfu Breskra yfirvalda.

Þó að þetta uppfylli ekki skilgreiningu á rasisma,er þetta algerlega hliðstætt fyrirbæri og það sem alvarlegt er,er að þetta er knúið áfram af Vestrænum yfirvöldum. Vesturlönd keyra stíft á áróðursherferð sem ér fullkomlega ígildi rasisma,gegn Rússnesku þjóðinni. Þetta fer illa eins og alltaf þegar þessi óvættur lætur á sér kræla.

Menn ættu að hugleiða ,að ef Bresk stjórnvöld komast upp með þeta gegn Rússum, munu þeir án nokkurs vafa beita þessu gegn öðrum.Reyndar er þetta þegar í gangi á öðrum vístöðvum,en það er önnur og lengri saga.

Niðurstaða.

Bretar hafa um skeið kynt undir "rasisma" gegn Rússnesku þjóðinni. Þessi barátta hefur gengið illa undanfarið og þróunin undanfarið hefur jafnvel verið öfug.Í örvæntingarfullri tilraun til að snúa þróuninni við,lætur Breska ríkisstjórnin eitra fyrir tveimur einstaklingum af Rússnesku bergi brotna,með eitri sem breska leyniþjónustan hafði sannanlega undir höndum.

Rússneska ríkið er síðan ákært án nokkurra sannana og gert að sanna sakleysi sitt innan 36 klukkustunda,sem er afar gróft brot á viðurkenndum réttarreglum. 

Borgþór Jónsson, 13.3.2018 kl. 11:20

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sá sem gerir svona hluti, hefur ekki lesið viðtalið við Nikola Tesla, frá 1899.

slóð

 Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

Trúum við því að Rússneskur aðili færi endilega að nota Rússneskt eiturefni?

Getur verið að sá sem notar merkt efni, vilji segja, ég gerði það?

Eða sá sem framdi ódæðið, vilji koma því á annann?

Munum að veröldin er andleg, Nikola Tesla.

Munum að þegar við gerum slæma hluti, þá fylgir það okkur.

Bætum allir okkar ráð.

Bið ykkur vel að lifa.

Egilsstaðir, 13.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2018 kl. 11:26

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Athygliverð umfjöllun, Borgþór Jónsson, en orðið RASISMI, er búið að fá á sig óorð, það hefur verið notað á alla sem segja satt.

Bakstjórnin, virðist vera New World Order.

Sagt hefur verið að Pútín, Rússland, hafi rekið BANKSTERANA, NWO, frá Rússlandi.

Rússakeisari, rak BANKSTERANA frá Rússlandi, fyrir Bolsivika  byltinguna 1917, og Bolsivikarnir, BANKSTERARNIR drápu 66 miljónir Rússa, að sagt er í rt.com.

Bætum allir okkar ráð.

Egilsstaðir, 13.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2018 kl. 11:54

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þó það komi þessu máli ekki alveg beinlínis við má þó benda á þann mun sem er á milli viðhorfa Vesturlanda og viðhorfa Rússa til eiturefnahernaðar.

Fyrir nokkrum árum,man ekki ártalið, gerðu Banndaríkjammenn og Rússar með sér samkomulag um eyðingu allra efna til eiturefnahernaðar.

Rússar hafa í dag eytt sinum efnum ,og búnaði til framleiðslu þeirra. Bandaríkjamenn hafa ekki staðið við samninginn,og ekkert bendir til að þeir hafi hugsað sér að gera það.

Önnur NATO ríki treystu sér ekki til að verða aðili að samningnum og halda sínum eiturefnavopnun,þar á meðal Bretar. Bretar eru því alls ekki andsnúnir beitingu efnavopna.

Í ljósi þessa gætum við jafnvel spurt hvort Bretar eigi þessi Sovésku eiturefni,en Rússar ekki.

Þetta sýnir í hnotskurn afstöðu þessara ríkja til eiturefnahernaðar ,og ekki síður afstöðu Bandaríkjanna til samninga sem þeir gera á alþjóðavettvangi. Þeim dettur einfaldlega ekki í hug að standa við þá.

Þetta leiðir síðan af sér allskonar vandamál á alþjóðavettvangi ,af því að sífellt fleirum verður ljóst að það er vita gagnslaust að gera samning við Bandaríkin. Þau munu hvort sem ekki standa við samninginn. Við erum einmitt að horfa upp á eitt slíkt dæmi í N Kóreu.

.

Annað ágætt dæmi um þetta er samningurinn um eyðingu geislavirkra efna til kjarnorkuvopnagerðar. Rússar hafa nú eytt sínum birgðum,en Bandaríkkjamenn ekki.

Það voru allskonar afsakanir. Tæknilegir örðugleikar,of mikill kostnaður og þar fram eftir götunum. Að lokum steyptu þeir efnin í önnur efni og settu í geymslu. Ferli sem er að fullu endurkræft.

Þeir ætluðu aldrei að standa við samninginn.

.Vesturlönd undir forystu Bandaríkjanna hafa því miður breyst í ríki sem eer ekki hægt að gera samninga við. Það hvarflar ekki einu sinni að þeim að standa við samninga.

.

Enn annað dæmi um þetta er samningurinn við Íran. Hann hélt ekki einu sinni í mánuð ,áður en Obama sveik hann.

Einnig samningur Clintons við N Kóreu. Hann var svikinn strax.

Borgþór Jónsson, 13.3.2018 kl. 12:43

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Félagar --: 1. Ætla ekki að eyða orðum í skýringar rússneskra stjórnvalda, eða skýringar ríkissfréttamiðilsins -- þær skýringar séu það fáránlegar að þær eiga ekki skilið nokkurt svar. 
2. Hagsmunir rússn. ríkisins eru skýrir í málinu, einungis rússn. ríkið hefur skýra hagsmuni því skýra ástæðu til að standa fyrir þessu - Bretland hefur enga þá hagsmunatengda ástæðu sem knýr á bresk stjv. að standa í aðgerð af slíku tagi.
3. En sögulega séð stafar Rússlandi hætta af landflótta Rússum í Bretlandi - ekki má gleyma Bolsévikkum sem dvöldust í London fyrir rúmum 100 árum, og plottuðu byltingu gegn rússneska keisaranum -- eins og einhverjir ættu muna, tókust þau plott fyrir rest.
4. Rússn. stjv. hafa því skýra hagsmuni af því að veita Rússum í Bretlandi aðhalda - sýna þeim fram á að langur armur Rússlands, teygir sig einnig til Bretlands - að þeir séu ekki óhultir í Bretlandi -- ef þeir vinna gegn Rússlandi, eða hagsmunum rússn. stjv.

    • Mér virðist það tilgangur rússn. stjv. - slá tvær flugur, drepa gamlan svikara og sá frægjum ótta meðal Rússa í Bretlandi.
      --Sýna fram á að rússn. stj. ná einnig til þeirra þar, að Bretland geti ekki varið þá né verndað.

    --Þetta er eina skýringin sem stenst skoðun út frá þeim sönnunum sem til eru.
    --Pútín vill einfaldlega bæta aðhald að Rússum í Bretlandi, sem stunda að færa þangað milljarða rúbbla af fé Rússlands - sem sína eign.
    --Rússar sem telja sig óhulta erlendis geta verið rússn. stjv. hættulegir, sérstaklega ef þeir ráða yfir miklu fjármagni.

    Þannig tekur Pútín á hættu fyrir rússn. stjv. 

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.3.2018 kl. 13:11

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jónas Gunnlaugsson, þú er menn einn punkt, en Bretar heimiluðu bolsévikkum að dveljast í London - það sýnir að Rússar í Bretlandi geta verið rússn. stjv. hættulegir - afar hættulegir.

    Pútín er með þessari morðtilraun að sýna Rússum í Bretlandi fram á, langur armur Rússlands nær til þeirra - þ.e. rússn. stjv. geti refsað þeim í Bretlandi einnig - ef þeir vinna gegn hagsmunum rússn. sjtv.

    Ég kaupi því þá ásökun að stjv. Rússl. hafi staðið fyrir þessu. 
    Það sé eina skýringin er virðist sennilegt.
    Bretlandi hafi enga hagsmuni af því að stunda slíkan verknað - þvert á móti vill það Rússar í Bretlandi séu sem öruggastir.
    --Slíkur verknaður er þvert gegn hagsmunum breskra stjv.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.3.2018 kl. 13:15

    7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þetta eru ekki Bandaríkjamenn, þetta eru ekki Rússar,

    þetta er ekki Guðs fólkið, þetta er púkinn í okkur.

    Veröldin er ekki efnisveröld, veröldin er orka, Geislar, eins og Nikola Tesla sagði.

    Sýndarveröld, virtual world, hjálpum hver öðrum í því að leita á réttan máta að lausnum, meiri skilningi, eins og hjá Jesú og Nikola Tesla.

    Þegar við ætlum að stjórna, án þess að hafa sýn inn í meira en þrívíðan tíma, þá er það eins og blindur maður leiði blindan.

     Háskóla musterin, eru orðin eins og þegar Kirkjan seldi aflátsbréf, nú seljum við prófessors embætti til fjármagnsins, og kaupandinn kemur með kennslu efnið.

     Hjálpum púkanum í okkur, að verða eins og nýþvegin hvítvoðungur.

     Út í ljósið og litina.

    Gangi ykkur allt í haginn.

     Auðvitað biðjum við þann, sem skapaði okkur um hjálp.

     Við skiljum nú, að sá sem smíðar Róbottinn, karlinn, og konuna, getur gert við Róbottana.

     Infamous Mayer Amschel Rothschild Quote

    "Give me control of a nation's money

    and I care not who makes the laws."

    I think that the exact qoute is,

    "Give me control of a nation's money SUPPLY, and I care not who makes the laws." 
     -- Anonymous     
    · 

     Egilsstaðir, 13.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2018 kl. 13:44

    8 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Bretland hefur gífurlega hagsmuni af því að setja á svið svona  blekkingu .

    Undir þessum fölsku ásökunum geta þeir hert á ofsóknum sínum gegn Rússum hvort sem eru einstaklingar,félög eða Rússneska þjóðin í heild.

    Og ballið er þegar byrjað. Það á ekki að láta tímann fara til spillis.

    RT hefur borist bréf sem segir að reynist þessar ásakanir réttar þá komi starfsleyfi þeirra til endurskoðunar.

    Ritskoðun er ekki sérlega vinsæl á Vesturlöndum þó henni sé beitt í mjög vaxandi mæli,en þessi dráp Bresku leyniþjónustunnar á þessu saklausa fólki gefa Breskum stjórnvöldum tækifæri til að herða vereulega á henni undir fölskum ástæðum.

    En þetta er bara byrjunin. Í framhaldinu munum við sjá Bresk stjórnvöld kreysta út úr þessu falska flaggi sínu, allan þann safa sem hægt er.

    Það virðist sem Vestrænt réttarríki og ritfrelsi sé að fjara út ,eftir að hafa átt góðan sprett síðustu öld. 

    Borgþór Jónsson, 13.3.2018 kl. 15:53

    9 Smámynd: Örn Einar Hansen

    Vanhugsað hjá þér ... í fyrsta lagi, má segja að hér sé um "Olöf Palme" mál að ræða.  Allir ættu að vita, að Olof Palme var myrtur af sænska Säpo, sem síðan hefur gengið um alla stúfa síðan að afsaka sjálfan sig og ásaka allt og alla, aðra en sjálfa sig fyrir morðið.  Mönnum var einnig boðið miljónir sænskra króna, til að bera vitni.

    Þetta, ef Rússar hefðu gert málið hefðu þeir aldrei notað Sovétskt efni til að "bendla" sjálfa sig ... meira að segja haĺfviti, myndi gera sér grein fyrir þessu.  Bara "rússahatarar", skoða ekki málið frá þessari hlið.

    Örn Einar Hansen, 13.3.2018 kl. 20:39

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, geisp - þetta eru ekki hagsmunir sem þú varst að þylja upp.

    1. Þú veist vel að fj. Rússa kemur til Bretlands með peninga frá Rússlandi.
    2. Ef einhverjir þeirra komast upp á kannt við Pútín, þá eru peningar þess eða þeirra tilteknu öruggir samt í Bretlandi, og ef sá eða þeir hafa komist úr Rússlandi - njóta þeir þá peninganna áfram í Bretlandi.
    3. Þarna er því um að ræða augljósa ógn við vald Pútín - þessi uppsöfnun í Bretlandi af rússn. peningum aðila, sem geta hvenær sem er ákveðið að snúast gegn Pútín - í boði Breta að vera þar öruggir áfram.
    --Klárlega hefur þar með Pútín skýra hagsmuni af því að senda skilaboð til þessara Rússa, að hann sé fær um að refsa hverjum þeim Rússa, stingur af til Bretlands - og beitir sér gegn hagsmunum Rússlands.
    --Pútín valdi, að drepa gamlan svikara - slá þannig tvær flugur í sama högginu, svikarinn hafi verið réttdræpur í augum Pútíns, og dráp hans sýni Rússum í Bretlandi, að þeir sinna sjálfra vegna - eiga að hlíða, eða langur armur Pútíns nái til þeirra.

    Þú getur í engu jafnað við þessa kláru hagsmunatengingu milli Pútíns og þeirrar aðgerðar.
    Hver stóð fyrir henni er því algerlega augljóst og allan vafa þar um ætti ekki að ræða frekar, sá vafi sé ekki fyrir hendi.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 13.3.2018 kl. 23:21

    11 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Er ekki að kaupa þetta. Hvað sem þér finnst um stjórnunaraðgerðir Putins,þá eru flestir sammála um að hann sé vel gefinn og hófstilltur maður. Lætur ekki tilfiningarnar hlaupa með sig í gönur. Maður af hans caliper þarf ekki að hugsa lengi til að átta sig á að kostnaðurinn við svona aðgerð er langt umfram ávinninginn.

    Eins og þú veist ,þá var þetta gas framleitt í Sovétríkjunum,en ekki Rússlandi. Nú er farið að kvisast að gasið hafi komið frá Úkrainu. Euns og þú eflaust manst var Úkraina hluti af Sovétríkjunum og erfði hluta af vopnabúri þeirra. Það hefur á undanförnum árum myndast ágætt samband milli Breta og Úkrainsku Nasistanna.

    Ekki slæm kenning. Bretar hafa augljóslega allt það aðgengi sem þeir þurfa að svona gasi. 

    Borgþór Jónsson, 14.3.2018 kl. 01:00

    12 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Nú hefur komið í ljós að CIA hefur einnig aðgang að þessu efni ,eftir að hafa rifið aðstöðu í Uzbekistan þar sem þessi efni voru höfð um hönd.

    Nú er rétti tíminn til að rifja upp efnavopnalygar Bresku og Bandarísku ríkisstjórnanna í sambandi við Írak.

    Borgþór Jónsson, 14.3.2018 kl. 09:52

    13 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Nú hefur Mogginn upplýst að formúlan fyrir þessum efnavopnum sé almenningseign,af því að höfundur hennar gerði hana opinbera í bók sem hann gaf út fyrir mörgum árum.

    Hver sem er getur því framleitt slík efni.

    Athyglisvert er að Bretar neita staðfasstlega að afhennda Rússum sýni af efninu og neita að afhenda alþjóðlegrri stofnun sem fjallar um svona mál ,sýni af efninu.

    Það er líklegt að þó allir geti framleitt efnið,þá hafi það mismunadi karakter eftir því hvernig það er gert.

    Þetta mundi koma í ljós í óháðri rannsókn. Ekki nema von að Bretar neiti staðfastlega allri hlutlausri rannsókn.

    Borgþór Jónsson, 14.3.2018 kl. 11:02

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband