3.3.2018 | 02:04
Trump fagnar yfirvofandi viðskiptastríði - segir engin Bandaríki án stáls! Blasir þó við verndartollar á stál muni fækka störfum, ógna hagvexti!
Ég benti í gær á gagnrýni samtaka bandarískra iðnframleiðenda á yfirlýsta 25% tolla Trumps á innflutt stál, að þeir tollar muni skaða samkeppnishæfni bandarísks iðnaðar, iðnaðar sem í dag veitir 6,5 milljón Bandaríkjamanna störf - gagnvart erlendum keppinautum þess iðnaðar, er muni geta keypt stál á lægra verði en bandarísku fyrirtækin.
Á sama tíma skv. ábendingu samtaka bandarískra iðnframleiðenda starfi einungis 80þ. manns við bandarískar stálbræðslur -- þannig að þó slíkum störfum geti fjölgað, komi á móti að líkindum fækkun starfa í iðnframleiðslu er notar stál.
--Útkoma nettó fækkun starfa - fyrir utan að hagvöxtur óhjákvæmilega skaðast!
Færsla mín frá síðast: 25% tollur sem Donald Trump hefur ákveðið að leggja á innflutt stál, mun líklega fækka störfum innan Bandaríkjanna.
'Trade wars are good,' Trump says, defying global concern over tariffs
Hvernig svarar Donald Trump?
- We must protect our country and our workers. Our steel industry is in bad shape. IF YOU DONT HAVE STEEL, YOU DONT HAVE A COUNTRY!
- "When a country (USA) is losing many billions of dollars on trade with virtually every country it does business with, trade wars are good, and easy to win,..."
Ég velti fyrir mér hvort bandarískir hægri menn muni sjá eftir því að hafa kosið Trump.
En viðskiptastríð er líklegt að vera það skaðlegt fyrir bandarískan efnahag, að það er raunhæfur möguleiki að núverandi hagvöxtur í Bandaríkjunum koðni niður.
En önnur lönd að sjálfsögðu mæta hverri tollaðgerð Trumps - með annarri móttollaðgerð.
- Hafið í huga, að önnur lönd fara ekki neitt endilega í viðskiptastríð hvert við annað.
- Heldur væri þetta líklega - viðskiptastríð Bandaríkjanna, við eiginlega öll önnur iðnvædd ríki.
Þannig, að ef við ímyndum okkur að Trump mundi svara með fleiri tollaðgerðum, og hin löndin með tollaðgerðum á móti sérhverri tollaðgerð hans.
Þá héldu hin löndin áfram að flestum líkindum að viðhafa áfram lágtolla hvert gegn öðru -- samtímis og tollaðgerð - eftir tollaðgerð, lentu Bandaríkin skref fyrir slíkt skref í nýju hátolla-umhverfi.
Þ.e. út á við og inn á við!
Ég er algerlega viss að það sannaðist mjög hratt, að fyrir Bandaríkin væri slíkt ástand ákaflega efnahagslega skaðlegt - og því skaðlegra sem "tit for tat" tollaðgerðum fjölgaði.
Slíkt gæti leitt til nýrrar efnahagskreppu og nýrrar atvinnuleysisbylgju innan Bandaríkjanna - ég mundi segja að umsnúningur þyrfti ekki að taka meiri tíma en 12 mánuði; ef Trump mundi hreyfa sig hratt nk. vikur og mánuði í því að hrinda af stað sínu viðskiptastríði - við heiminn!
Ég velti fyrir mér hvort Trump er nú að sýna sitt rétta andlit.
En í kosningabaráttunni, hótaði hann ítrekað verndartollum.
Það hefur alltaf verið ljóst að það þíddi viskiptastríð Bandar. við önnur iðnríki.
Samtímis hefur það alltaf verið fyrirframljóst einnig að slíkt viðskiptastríð yrði óskaplega efnahagslega skaðlegt fyrir Bandaríkin sjálf.
--Að það væri nokkurs konar efnahags sjálfsmorð Bandaríkjanna sjálfra!
Ef Trump fer virkilega í þá vegferð -- þá er það eina sem ég fagna, að það mundi tryggja líklega að hann ætti ekki möguleika á endurkjöri.
--En 2018 gæti þá verið komið ný atvinnuleysis-bylgja, og hún yrði örugglega ekki koðnuð 2020.
--Þannig gæti hann eyðilagt gersamlega vonir Repúblikana fyrir þingkosningar 2018, samtímis því að Trump gæti eyðilagt gersamlega sína eigin endurkjörs möguleika 2020.
Ég vil alls ekki viðskiptastríð - þannig ef Trump hefur það með slíkum brag, segi ég "gone riddance."
--En Repúblikanar munu þá auðvitað sitja mjög sárir eftir á endanum!
Niðurstaða
Eins og ég benti á, þá velti ég fyrir mér hvort nú sé Trump að sýna sitt rétta andlit. En Trump hefur lengi haft þá skoðun að viðskipti Bandaríkjanna við önnur lönd væru í ósanngjörnu fari. Lítur á viðskiptahalla sem sönnun þess, önnur lönd misnoti aðstöðu sína - á kostnað Bandaríkjanna.
Trump er auðvitað alger þverhaus í þeirri umræðu. Því það hefur mest að gera með gengisstöðu dollars hver viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna er. Þannig að í kreppu lækkar dollarinn og viðskiptajöfnuður landsins þá verður hagstæðari - en á toppi hagsveiflu eins og nú, þá er gengið hærra og þar með viðskiptahallinn vaxandi.
Það þarf ekki nema að líta yfir viðskiptasögu Bandaríkjanna til að sjá, að viðskiptaátök hafa ætíð leitt til "tit for tat" tollaaðgerða. Meðan deila hefur verið við einstakt land, hefur skaðinn ekki verið verulegur. En á 3. áratugnum gilti annað - þá lagði Hoover forseti á tolla á allan innflutning, sem svarað var samtímis af öðrum löndum. Á ca. 6-árum féll bandaríska hagkerfið um ca. 40%. Atvinnuleysi varð nærri það mikið einnig - það mynduðust "shanty towns" meðfram bandar. borgum.
--Tollaaðgerð Hoover skóp sennilega mesta efnahags skaða er Bandar. hafa orðið fyrir í sinni efnahagssögu.
Þ.e. mjög einfalt að ef Trump fer af stað í viðskiptaátök við heiminn, verða efnahagsafleiðingar fyrir Bandaríkin mjög verulegar!
--Tap bandar. efnahagslífs og fyrirtækja yrði mikið, mjög mikið jafnvel.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissir þú að halli á viðskiptum USA við EU var nálægt 150 billjón dollar í fyrra og hann var nær allur til konum vengna tæknitolla (aðalega á bílum í EU). Vissir þú að meirhluti hallans er til kominn vegna viðskipta við eitt ríki, Þýskaland. ?
Guðmundur Jónsson, 4.3.2018 kl. 12:31
Bandarískum neitendum greinilega líkar við þýskar vörur - Þýskaland er ekki láglaunaland. Ef e-h er, laun hærri en í Bandar. Bandarísk fyrirtæki hafa ekki verið að standa sig nægilega vel - t.d. stutt síðan GM-seldi sinn bissness í Evrópu.
--Vandinn stafar ekki af ósanngjörnum viðskiptakjörum - heldur því að Bandaríkin greinilega framleiða ekki þann varning, sem neytendur vilja frekar kaupa. En þýski varningurinn er ekki ódýrari en sá bandar. -- öfugt ef e-h er.
--Bandar. atvinnulíf þarf að líta í eigin barm - af hverju þ.e. ekki að svara kalli neytenda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.3.2018 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning