Fyrrum kosningastjóri Donalds Trumps - sætir viðbótar ákærum, ásamt kollega hans sem einnig var starfsmaður framboðs Trumps

Um er að ræða Paul Manafort og Rick Gates - báðir störfuðu fyrir framboð Donalds Trumps 2016, þar af Manafort um tíma í hlutverki stjórnanda framboðsins.
--Báðir eru á fullu þessa dagana að verja sig í dómssal gagnvart kærum er áður voru lagðar fram af sérstökum saksóknara Bandaríkjaþings, Robert Mueller.

U.S. special counsel files new charges against Trump former campaign aides

Manafort and Gates face new charges in Mueller probe

Nýjar ásakanir snúast um það, en þeir hafa lengi verið viðskiptafélagar, að þeir hafi á sl. ári - svikið út 20 milljón dollara lán frá bandarískum banka, með því að birta bankanum gögn er ofmátu tekjur af þeirra viðskiptum og samtímis blekktu bankann varðandi umfang þeirra viðskiptaskulda.

Áður sæta þeir kærum fyrir peningaþvætti - fyrir að hafa svindlað á bandaríska ríkinu og fyrir að skrá sig ekki sem "foreign agents" er þeir um hríð störfuðu fyrir úkraínska ríkið í tíð fyrri forseta Úkraínu -- áður en sá hrökklaðist frá völdum.
--En það virðist að lög í Bandaríkjunum kveði á um að bandarískir einstaklingar sem hafa starf sem fókusar á að vinna fyrir hagsmuni erlendrar ríkisstjórnar, þurfi að skrá sig hjá bandaríska ríkinu -- sem erlendir agentar.

  1. Málið vekur athygli fyrir það, að kærurnar koma frá Robert Mueller, og að þessir einstaklingar báðir tveir voru háttsettir innan framboðs Donalds Trumps.
  2. Sérstaklega er áhugaverð staðreynd að Manafort, var viðstaddur umdeildan og frægan fund í Trump turni fyrir forsetakosningar 2016 - þar sem einnig voru viðstaddir Jared Kushner og Donald Trump Jr. -- ásamt rússneskum lögfræðingi sem mætti til fundarins að falbjóða neikvæðar upplýsingar um Hillary Clinton.

--Mann grunar óneitanlega það að Mueller sé að hjóla í þá Gates og Manafort, í von um að geta gert við þá sambærilegt samkomulag og Mueller undir loks sl. árs gerði við Michael Flynn, er um skamma hríð var í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa Hvítahússins.
--Líklegur tilgangur getur verið sá, að fá þá til að vitna um fundinn umdeilda með öðrum hætti en hingað til -- en því er ekki neitað að fundurinn fór fram, en því er þverneitað að nokkur sala/kaup hafi farið fram á neikvæðum upplýsingum frá rússneska lögfræðingnum.
--Það getur vel verið að tilgangur Muellers sé að setja Gates og Manafort stólinn fyrir dyrnar, eins og Mueller tókst með Flynn -- þ.e. Flynn stóð frammi fyrir hugsanlega margra ára dómi, en samþykkti að játa vægara brot gegn því að leysa frá skjóðunni.

En mér virðist sennilegt að Mueller Grunar að kaup hafi farið fram - tja eins og Bannon sjálfur sagði skv. ummælum höfð eftir honum í hinni umdeildu bók "Fire and Fury."
En þó Bannon hafi ekki verið viðstaddur því ekki vitni - lét hann hafa eftir sér ummæli, að nánast útilokað væri að hans mati að þau kaup hafi ekki farið fram!
--Mér virðist sennilegt að Mueller gruni það hið sama!

Nú, rétt er einnig að ryfja upp ummæli Bannons um Donald Trump Jr. úr sömu bók, en hann sagði Don Jr. mundi brotna niður í beinni - líklega átti hann við í réttarsal.
En áætlun Muellers getur verið að hjóla í Donald Trump Jr. - ef honum tekst að fá Manafort til að vitna á þann veg, að kaupin hafi vissulega farið fram!

  • Punkturinn er sá, það væri lögbrot!

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

--Takið eftir að erlendur einstaklingur má ekki gera tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandaríkjanna!
--Hitt ákvæðið vísar til þess almenna banns við því að aðstoða eða hjálpa glæp að fara fram.

M.ö.o. þá sé það einnig glæpur af hálfu bandarískra ríkisborgara að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara -- sem ætlað er að hafa áhrif á bandaríska kosninganiðurstöðu.

  1. Ef Mueller tekst að fá næg vitni gegn Don Jr.
  2. Gæti verið mögulegt að fá hann dæmdan fyrir rétti.

Ég fjallaði áður um þetta:

  1. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum.
  2. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump.

Ef ég vitna frekar í Bannon - sagði hann auk þessa í "Fire and Fury" að hann væri þeirrar skoðunar að nær útilokað væri annað en Don Jr. hefði rætt kaupin við pápa gamla.
Don Jr. mundi þó örugglega ekki viðurkenna slíkt fyrir réttarsal, en ég efa ekki eina sekúndu að karlinn gerir hann arflausan á stundinni - ef hann færi með þau orð, að "pabbi sagði mér að gera þetta."
--Trump forseti getur alltaf náðað son sinn eftir að hann hefur hugsanlega verið dæmdur.

Hugsanlega kemst Robert Mueller þetta nærri Trump.

 

Niðurstaða

Ég velti enn fyrir mér hvort spá Bannons er birtist í bókinni "Fire and Fury" komi til með að rætast: Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni. En hann sagði ljóst að Mueller væri að feta sig eftir peningaslóð - sbr. Manafort, en rétt að nefna að seint á sl. ári bárust fréttir að Mueller hefði fengið gögn frá Deutche Bank sem hefur verið viðskiptabanki Jared Kushners og Donalds Trumps forseta um nokkurra ára skeið. Það getur þítt, að mál Kushners séu að auki í skoðun - en eins og fram kemur að ofan var hann einnig viðstaddur fundinn umdeilda.
--Mueller virðist mér greinilega vera að leita sér að "handle" eða handfangi - eins og gjarnan er sagt, m.ö.o. þvinga lykilpersónur til að breyta sínum framburði; þannig að Mueller geti á endanum tekið málið á næsta stig.

Skotmarkið sé líklega sonur forseta Bandaríkjanna, með hugsanlegan draum um að unnt verði að finna eitthvað haldbært hugsanlega á forsetann sjálfan.
--En ef það tekst ekki, er alveg möguleiki að Donald Trump yngri lendi fyrir rétti, og að hann fái jafnvel dóm fyrir sinn þátt í fundinum umdeilda.

Gamli maðurinn þá líklega veitir syni sínum forsetanáðun í kjölfarið.
--Sennilega ólíklegt að Mueller geti fetað slóðina lengra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband