22.2.2018 | 00:58
Trump, lausnin á ofbeldi tengt skotvopnum - fleiri skotvopn auðvitað!
Sjálfsagt gat maður ekki reiknað með öðru frá Trump, en hann legði til sem leið til meintrar lausnar á því vandamáli sem fylgir - óðum byssumönnum, að lausn lægi í því að vopna tilteknar lykilpersónur í skólum!
Hinn bóginn tók Trump undir kröfu um - aukið eftirlit með því, hverjir kaupa skotvopn.
En víða er slíkt eftirlit í algeru skötulíki - þannig að hættulegir einstaklingar virðast alltaf geta útvegað sér mjög öflug skotvopn, án þess að nokkur depli auga.
Og hann leggur til bann við því að breyta hálfsjálfvirkum vopnum í vélbyssur.
Trump brosandi með gamlan framhlaðning!
Trump says arming teachers could prevent school massacres
Trump addresses gun violence, vows to be 'very strong on background checks'
Trump orders regulations drawn up to ban bump stocks
Til að hafa allt sanngjarnt, er tvennt af því sem Trump leggur til - til bóta!
Bann á svokölluðum "bump stocks" en um er að ræða - aukahlut sem unnt er að kaupa við sumar hálfsjálfvirkar byssur, sem lætur þær virka sem - sjálfvirkar byssur eða m.ö.o. vélbyssur.
--Þannig hafði einstaklingurinn er drap tugi manna á sl. ári í Las Vegar breytt sínum skotvopnum, er hann lét kúlum rygna yfir gesti útitónleikahátíðar fyrir utan hótelgluggann þ.s. hann sat með skotvopnin sín.
Hálfsjálfvirkir ryfflar eru slæmir - en enn verra er ef unnt er að breyta þeim þannig að þeir skjóti eins og vélbyssa.
Bætt rannsókn á bakgrunni kaupenda er einnig til bóta, og a.m.k. getur hindrað einhver tilvik - enda dæmi um það að einstaklingar með feril sem veitir vísbendingar um að þeir geti verið hættulegir, kaupi skotvopn löglega án þess að athugasemd sé gerð við.
Hinn bóginn, var sá sem drap tugi í Las Vegas ekki á nokkurri skrá sem vandræðamaður.
- M.ö.o. sé meginvandinn - hve gríðarlega útbreidd öflug skotvopn eru innan Bandaríkjanna.
- Þannig að í nær öllum tilvikum sem mannskæðar skotárásir fara fram, hefur viðkomandi fjárfest í þeim vopnum með löglegum hætti - virðist ekkert vandamál að ferðast um með heilu vopnabúrin í farteskinu.
- En þetta þíðir einnig, að vopn eru ekki dýr - á svörtum markaði. Þannig að þó bakgrunns athugun fari fram - vegna þess hve mikið sé um vopn, sé líklega auðvelt að afla sér þeirra samt sem áður.
--Viðkomandi taki þá áhættu að vopnin geti verið gerð upptæk ef kemst upp að viðkomandi hafi ekki leyfi fyrir þeim.
--Hinn bóginn, sé ekki endilega mjög líklegt, að gengið sé að viðkomandi og tékkað hafandi í huga hve algengt sé í Bandar. að fólk gangi með skotvopn á almannafæri.
Trump leggur til að vopna og þjálfa kennara -: "If you had a teacher ... who was adept at firearms, it could very well end the attack very quickly,"
- Tæknilega rétt - hinn bóginn í tilviki nýlegrar árásar, hefði viðkomandi fyrrum nemandi þekkt kennarana - væntanlega skotið kennarann fyrst sem væri nærstaddur.
- Síðan veitti sá nemendum fyrirsát á göngum skólans - réðst ekki til atlögu inni á skólastofu þ.s. kennari væri staddur.
--Ég sé ekki að slík hugmynd hindri byssumann í því að drepa nemendur - eins og dæmið í Las Vegas sýnir, þá skaut sá maður af tuga metra færi.
--Sá sem beitti skotvopni í nýlegri árás var líklega ekki eins fær, en sá setti brunabjöllu af stað - menn uggðu ekki að sér að það gæti verið váboði, byssumaður sat fyrir nemendum er þustu út á ganga.
--Fyrir utan þetta, virðist mér augljóst að einfalt sé að komast að því hvenær kennslustundir líklega klárast - stundatöflur séu yfirleitt aðgengilegar á neti í dag, fyrrum nemandi ætti sérstaklega að þekkja slíka þætti.
--Flestir byssumenn sem ég man eftir á seinni árum, skutu sjálfa sig að verki loknu. Slíkir ættu ekki endilega að láta það stoppa sig að verið geti að vopnaður kennari mæti fljótt á vettvang eftir að skothríð er hafin -- en með öflugu skotvopni tekur lítinn tíma að fella fjölda manns.
Punkturinn er sá, að verið geti að vopnaður kennari skjóti byssumann - en líklega ekki fyrr en sá hefur þegar skotið nokkra!
Bendi á að þegar vopnaður byssumaður skaut á Ronald Reagan fyrir mörgum árum, Brady varð fyrir skoti og Reagan særðist þó minna - þá tókst það þrátt fyrir fjölda vopnaðra varða.
Niðurstaða
Ég er þeirrar skoðunar að eina leiðin til þess að fækka verulega tilvikum þeim að tugir manna séu við og við drepnir í Bandaríkjunum - sé að taka alfarið úr almennri umferð öll hálfsjálfvirk vopn.
Hægt væri að hafa sömu reglu og í Sviss - það að einstaklingur verði að vera meðlimur í byssuklúbbi, skotvopn verði að varðveita í klúbbhúsi - megi ekki fara þaðan. Það gæti verið eina undantekningin fyrir því að heimila eign á hálfsjálfvirku vopni.
--Þetta virðist mér alveg duga til að mæta stjórnarskrá Bandaríkjanna, þ.s. skotvopnaeign er skilgreindur sem réttur.
--En ekkert er að því að samfélag setji slíkum rétti ströng skilyrði, til þess að verja sig.
--Enda var upphafleg hugmynd að baki stjórnarskrárákvæðinu, að verja samfélagið fyrir 200 árum þegar víða bjó fólk á svæðum þar sem ríkið gat lítt verndað borgarana.
En 200 árum síðar, þá er upphafleg ástæða vart lengur fyrir hendi. Í Sviss tryggir þessi leið það að algengt er að karlar séu færir í meðferð vopna. Það dugar mæta vel til að tryggja varaliðs þörf svissneska hersins. Þannig að ég sé ekki annað en að svissneska leiðin ætti að geta virkað mjög vel fyrir Bandaríkin.
--En svissnesk skotvopnalöggjöf er raunverulega gríðarlega ströng.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri þá ekki tilvalið hjá Trump að gera allt áfengi upptækt í leiðinni líka. það drepa sig víst um 45.000 manns á ári í USA þar af um helmingur í ölæði.
Guðmundur Jónsson, 22.2.2018 kl. 09:39
Þú drepur yfirleitt ekki fjölda annarra með því að drekka sjálfur bokku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.2.2018 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning