20.2.2018 | 23:28
Tyrkland ræðst á liðsafla sendur af Assad til Afrin héraðs
Sjálfsagt veit einhver af því að nú í nokkrar vikur hefur Tyrklandsher haldið uppi árásum á stöðvar liðssveita Kúrda í Afrin héraði í Sýrlandi - fyrir rúmri viku bárust fréttir af því að kúrdar í Afrin hefðu skorað á Assad að verja Afrin hérað, að senda þangað liðssveitir.
Það áhugaverða er, að Assad virðist nú hafa gert einmitt það - fyrstu viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda voru á þá leið, að ef liðsveitir á vegum Assads ætluðu að hreinsa Afrin hérað af liðssveitum Kúrda; þá mundu Tyrkir fagna þeirra veru.
En ef liðssveitir á vegum Assads, mundu gera tilraun til að verja sveitir Kúrda í Afrin héraði gegn árásum Tyrklandshers - mundi her Tyrklands refsa þeim liðssveitum svo um munaði.
- Virðist nú koma á daginn að Tyrkir ætla að standa við þau stóru orð!
Syria pro-government forces enter Afrin to aid Kurds against Turkey
"
"
- Ef marka má fréttina, réðist her Tyrklands á bílalest liðssveita Assads með stórskotaliði - tvennum sögum fer síðan af því hvað síðan gerðist!
- Skv. tyrkneskum yfirvöldum sneri bílalestin við.
- En því hafna Kúrdar í Afrin og "pro Syrian militia forces."
--Erdogan kallaði liðssveitir stuðningsmanna Assads - hryðjuverkasveitir og sagði að þær mundu gjalda dýru verði.
--Um er að ræða svokallaðar "pro Syrian militia" þ.e. ekki formlegar liðssveitir Sýrlandshers, heldur nokkurs konar skærusveitir skipaðar stuðningsmönnum Assads.
--Íran kvá hafa séð um þjálfun þeirra!
Erdogan hélt því fram að þær væru Shítar -- en mun sennilegar eru þetta sveitir skipaðar Alavi fólki. En hugsanlega er Erdogan að uppnefna Alava Shíta þó þeir séu það ekki.
Áhættan sem fylgir því að ráðast að liðssveitum stuðningsmanna Assads, skapaði óróa á hlutabréfamörkuðum í Tyrklandi og tyrkenska líran féll nokkuð.
En þessi atburðarás að sjálfsögðu vekur stórar spurningar um það, hvað akkúrat vaki fyrir Erdogan forseta Tyrklands.
En með átökum við liðssveitir Assads, þó það séu stuðningshersveitir Assads frekar en formlegur stjórnarher Sýrlands -- vekur að sjálfsögðu eðlilegar spurningar um það, hvort að Tyrkland sé að hætta á átök við helsta stuðningsaðila Assads, Íran.
- Þrátt fyrir allar árásirnar, virðast liðssveitir Kúrda halda velli - skv. fréttum hafa þær hörfað hægt og rólega, en halda þó enn helstu þéttbýlissvæðum.
- Tyrklandsher er þó að þrýsta víglínunni hægt og rólega að Afrin-borg, og stefnir að óbreittu að því að barist verði þar.
Litlar fréttir hafa borist af mannfalli meðal liðssveita sem berjast með Tyrkjum. En það mannfall hlýtur að vera nokkuð umtalsvert - einnig spurning hvaða mannfall hefur orðið í her Tyrklands.
Niðurstaða
Ég ætla mér ekki að gíska á það hve langt Erdogan er tilbúinn að ganga. En greinilega hikar hann ekki að ráðst að liðssveitum sem Damaskus hefur sent á vettvang. Það að Kúrdar og Assad náðu saman um það atriði - er eitt og sér áhugavert. En það að Erdogan hafi fyrirskipað að því er best verður séð Tyrklandsher að líta á liðssveitir fylgismanna Assads nú komnar til Afrin sem óvinveittar - er ekki síður athyglisvert.
Þetta bersýnilega eykur flækjustig átakasyrpunnar í Sýrlandi.
Tyrkland greinilega ætlar að hertaka Afrin hérað hvað sem tautar og raular.
--Eða nánar tiltekið Erdogan virðist stefna að þeirri útkomu.
En með liðssveitir stuðningsmanna Assads nú einnig á vígvellinum, hefur áhætta Tyrklands aukist mjög greinilega!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamalt kort, síðan fyrir áramót ... síðan var Erdogan varaður við því, að ráðast á Kúrda á þessu svæði.
Örn Einar Hansen, 21.2.2018 kl. 15:28
Ath. að Tyrkir,Rússar og Iranir, auðvitað með tengingu við Assad hafa fundað mikið undanfarið. Hugmynd US/Nato o.f. er að stofna 30.000 manna her Kúrda sem á að mynda belti meðfram Tyrknesku landamærunum.
Erdogan fullyrðir að vegna tengsla innan Kúrda við pólitískan arm í Tyrklandi verði slíkur her ógn við Tyrkland.
Ég held að þetta sé leikrit:
Rólegheita árás á Afrin hérað. Mótmæli Assads. Kúrdar kalla á Assad um aðstoð !!? Hans menn koma og er fagnað af Kúrdum. Erdogan verður voða reiður og ætlar að skjóta allt í klessu !?
Þetta leikrit heldur ef til vill áfram austur eftir landamærunum. Einfaldlega til þess að sýna US/Nato o.f. að þeir séu algerlega valdalausir á svæðinu og þurfa vinsamlega að koma sér í burtu.
Snorri Hansson, 21.2.2018 kl. 15:59
Snorri Hansson, hafðu í hugaErdogan er ekki vinur nokkurs sérstaks, ekki Pútíns frekar en nokkurs annars - - > Erdogan virðist líta stórt á sig þessi misserin, sbr. farinn að skipa Bandar. fyrir verkum - hann hélt nýverið bandar. sendiráðsstarfsmönnum í gíslingu. Mér virðist Erdogan vilja hafa Bandaríkin í vasanum - klár ofmetnaður, sbr. Erdogan vill greinilega halda í NATO - en einungis ef NATO fer að hans vilja, og Bandaríkin einnig.
--M.ö.o. held ég að Erdogan stefni að því að vera kóngurinn á svæðinu - hann vilji Bandaríkin líklega í burt úr Sýrlandi vegna þess að hann ætlar Tyrklandi þetta tiltekna umdeilda svæði.
--Hann ætli sér sennilega að stækka sneið Tyrklands af Sýrlandi og það verulega - það sé af hverju ég held hann vilji Kana burt, því hann álíti þetta réttmætt áhrifasvæði Tyrklands.
En taktu eftir að Erdogan hefur ekki verið í illindum við Kúrda í Írak almennt séð. Hefur heimilað þeim útflutning olíu gegnum Tyrkland -- m.ö.o. virðist hann umbera þá Kúrda sem séu honum þægir - hann hafi einungis steitt fram hnefann er þeir voru með hugmyndir um fullt sjálfstæði um hríð er nú virðast í baklás.
--Ég sé ekki fyrir mér Erdogan viljugan að lúta Pútín frekar en hann virðist vilja lúta Bandar.
Ég held að Erdogan haldi hann geti endurreist a.m.k. einhverjum hluta - svæðislegan "dominance" Tyrklands.
--Þetta er auðvitað kenning.
-------------------
"Hugmynd US/Nato o.f. er að stofna 30.000 manna her Kúrda sem á að mynda belti meðfram Tyrknesku landamærunum."
Sannast sagna líst mér mjög vel á þá hugmynd - styð hana eindregið. Það þíði að ef Kanar halda því til streitu, að Kúrdar á því svæði eins og Kúrdar í Írak nú nærri 20 ár fái þá stjórna sér sjálfir stærstum hluta.
--Lít það sem upphafið af því að Kúrdar fái loksins sinn draum uppfylltan, þó það geti tekið 20 ár til viðbótar.
En þeir séu líklegir að vera góðir bandamenn. Eftir allt saman væru Bandar. þeirra eina von að hugsanlega einhverntíma fá sína drauma uppfyllta.
--En Rússland hefur aldrei stutt þá tilburði - rökrétt er Rússland á móti draumum Kúrda.
Það gæti orðið upphafið af því að skapa eitthvað smá meira réttlæti í Mið-Austurlöndum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2018 kl. 23:42
Bjarne Örn Hansen, og?
Einar Björn Bjarnason, 21.2.2018 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning