Donald Trump berst fyrir kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum - áhugaverður samningur við Úkraínu um kaup á kolum

Þó að Trump hafi fengið atkvæði frá Pennsylvania út á loforð um að efla kolaiðnaðinn, sem er mikilvægur í því fylki. Þá er áhugaverður sannleikur sá að bandarískur kolaiðnaður er staddur í hraðri hnignun - hefur sú hnignun ekkert að gera með umhverfisreglugerðir sem Trump einnig barðist gegn og hefur skipulega afnumið eða gert óvirkar síðan hann komst til valda.

Ástæða hnignunar bandarísks kolaiðnaðar er -- "fracking" iðnaðurinn í Bandaríkjunum. En vinnsla á náttúrugasi með "fracking" aðferð úr leirsteinslögum - hefur síðan á síðara kjörtímabili Obama árin 2012-2016 lækkað til muna verðlag á náttúrugasi.

Það hefur leitt til þess að kolaorkuver hafa orðið ósamkeppnishæf um verð, m.ö.o. aðilar hafa getað lækkað sinn kostnað með því að skipta úr kolabrennslu yfir í gasbrennslu, þannig getað boðið rafmagn á lægra verði en orkuver sem enn brenna kolum hafa verið fær um.

Þetta hefur undanfarin ár stuðlað að hröðum samdrætti í kaupum orkufyrirtækja á kolum.
--Það trend hefur ekki snúist við síðan Trump komst til valda!
--Sú áhugaverða staðreynd er sú, vegna þess að gasbrennsla leiðir til miklu minni CO2 losunar en kolabrennsla, þá hafa Bandaríkin staðið við Kyoto markmið sín þessi árin síðan hröð hnignun kolaiðnaðarins hófst - þó sú hnignun hafi ekki raunverulega haft nokkuð að gera með utanaðkomandi þrýsting aðila um að standa við þau Kyoto loftslags markmið.

  1. Það sem Trump virðist vera að gera, er að beita sér til að aðstoða bandaríska kolaiðnaðinn, við það verk að útvega sér útflutningsmarkaði.
  2. Samskipti ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórnir Úkraínu og Póllands - virðast hafa skilað samkomulagi ríkisstjórna beggja landa, um kaup á kolum frá Bandaríkjunum.
  • Löndin hafa samþykkt þetta, þó kolin séu ívið dýrari en kol frá Rússlandi!

How a U.S. coal deal warmed Ukraine's ties with Trump

 

Útflutningur á kolum er í raun og veru nauðvörn fyrir bandarísku námufélögin!

Trump virðist raunverulega hafa taugar til kolaiðnaðarins - virðast því þessi viðskipti vera að stuðla að bættum samskiptum ríkisstjórnar Bandaríkjanna, og ríkisstjórna landanna tveggja!
--Greinin hlekkjað á að ofan, fjallar um samkomulag ríkisstjórnar Trumps við forseta Úkraínu og ríkisstjórn Úkraínu.

Poroshenko forseti Úkraínu og Donald Trump!

REUTERS

Poroshenko heimsókti Trump í Hvítahúsið í júlí á sl. ári.

  1. Pólland virðist hafa keypt 839þ. tonn á sl. ári.
  2. Samningur við Úkraínu virðist upp á kaup á ca. 700þ. tonnum.

Skv. frétt hafði Úkraína flutt inn 3 milljón tonn af kolum fyrstu 11 mánuði sl. árs.
Þannig að kaup á þessum skala duga ekki til að skipta út kolum frá Rússlandi.
Til stóð að kaupa önnur 400þ. tonn, en sá samningur virðist ekki hafa gengið upp það ár milli úkraínsku fyrirtækjanna og þeirra bandarísku.

Tæknilega sé greinilega ekkert sem hindrar aukin kaup landanna tveggja á þessu ári - hafandi í huga að örvænting bandarísku námufélaganna vex í takt við minnkandi kaup innlendra fyrirtækja -- þannig væntanlega rökrétt verða þau sveigjanlegri með verð þegar fram er horft, eftir því sem þau verða háðari útflutningi um að lifa af!

--Það má leiða að líkum, að Trump geti haldið atkvæðum íbúa kolanámusvæða í Pennsylvaniu.

 

Niðurstaða

Kolanám virðist deygjandi atvinnugrein innan Bandaríkjanna burtséð frá baráttu Trumps fyrir kolaiðnaðinn. Eins og fram kemur að ofan er ástæðan ekki umhverfisreglugerðir heldur samkeppni frá "fracking" iðnaðinum er hefur getað boðið mun hagstæðari kjör á gasi þannig kolaorkuver hafa verið að skipta yfir í gasbrennslu - hafa orðið að gera slíkt til að halda velli, til að halda kúnnum!

Helsta vonin virðist liggja í útflutningi til Asíulanda og til A-Evrópulanda. Hinn bóginn eru kröfur A-Evrópu landanna um verð erfið greinilega fyrir bandarísku námufyrirtækin. Hinn bóginn, grunar mig að útflutningur sé nú spurning um líf eða dauða fyrir fyrirtæki í kolanámuvinnslu innan Bandaríkjanna!

Þau eigi sennilega ekki valkosti um annað, en að mæta þeim verðum sem kúnnarnir geta keypt á. Það þíði væntanlega öflugan niðurþrýsting á laun þeirra er starfa við kolanám í Bandaríkunum -- sem gæti grunar mig þar sem atvinnuleysi er lágt í Bandaríkjunum um þessar mundir leitt til skorts á starfsfólki, það að námumenn fari að leita til annarra starfa.

M.ö.o. virðist mér sennilegt að þessi útflutningur sé einungis framlenging á dauðastríði námufyrirtækjanna! Þetta sé raunverulega deygjandi atvinnugrein!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð og vönduð færsla Einar

Halldór Jónsson, 20.2.2018 kl. 13:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir með Halldóri, frændi. Mig undrar hve lítið rannsóknarblaðamenn hafa haft fyrir því að kafa bæði vítt og djúpt ofan í "fracking" (bergbrot) vinnsluna. 

Ómar Ragnarsson, 20.2.2018 kl. 21:16

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kærar þakkir vinir, bergbrot - góð þíðing. Það eru áhugaverð hliðaráhrif að sú vinnsla skuli vera að skila hnignun kolabrennslu í Bandaríkjunum og því að grafa undan kolanámurekstri í Bandaríkjunum. Þó auðvitað bergbrot hafi margvíslega umhverfisgalla aðra -- virðist sú vinnsla er einblýnir á náttúrugas hafa nokkur jákvæð umhverfisáhrif á móti öðrum hugsanlega neikvæðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.2.2018 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband