16.2.2018 | 02:23
Forseti Kólumbíu óskar eftir alþjóðlegri aðstoð vegna gríðarlegs fjölda flóttafólks frá Venezúela - olíuiðnaður Venezúela virðist vera hrynja saman og það hratt!
Því miður virðist mér flest benda til þess að Venezúela stefni í allra verstu sviðsmyndina sem ég hef haft í huga síðan krísan þar fór á flug í kjölfar hruns í verðlagi á olíu sumarið 2014. Þá meina ég, ekki einungis áframhaldandi efnahagshrun, heldur beinlínis hruns ríkisins sjálfs!
--M.ö.o. að landið lendi fyrir rest í ástandi stjórnleysis!
Mesta fífl í heimi?
Geigvænlegt hrun olíuiðnaðar landsins bendir til þeirrar verstu sviðsmyndar!
Venezuelas PDVSA Faces Mass Exodus Of Workforce
PDVSA, ríkisolíufélag Venezúela virðist hafa misst fjölda lykilstarfsmanna frá ársbyrjun - meira en 10.000 hætt, látið sig einfaldlega hverfa! Vandi starfsmannanna virðist vera að stjórnlaus óðaverðbólga -- nú komin í mörg þúsund prósent. Hafi gert laun þeirra að nánast engu, þó þetta hafi verið einna bestu launaði hópur landsins.
--Svo slæm sé staðan, að starfsmennirnir einfaldlega láti sig hverfa.
--Enda geta þeir gengið í vinnu annars staðar, meina í öðru landi.
Margir af bestu starfsmönnum fyrirtækisins séu að fara.
- "...last year the country sitting on the worlds largest oil reserves saw its crude oil production drop by 649,000 bpda 29-percent annual plunge..."
- "PDVSA, today produces around 1.6 million barrels of crude daily, the lowest in 30 years and down from 3.8 million bpd back in 1999 when Hugo Chavez came into power."
- "Now, pressured by a deteriorating economy and sanctions, the oil company has no means to maintain its equipment and production, and it cant hold on to its workforce."
Venezúela á nánast engar aðrar gjaldeyris-tekulyndir, dauð hönd ríkisstjórnarinnar hafi tekist að leggja í rúst alla aðra framleiðsluatvinnuvegi til útflutnings - meira að segja ferðamennska er hrunin ca. 90% samdráttur á nokkrum árum, aðallega vegna óskaplegs óöryggis - það sé einfaldlega orðið stórhættulegt að heimsækja landið vegna lögleysu - ríkið ráði ekki lengur við grunn löggæslu.
Hrun olíuframleiðslunnar í landi með stærstu olíubirgðir heims - verður að teljast algerlega einstakur atburður í heimssögunni; sérstaklega að ekki hefur enn brotist úr neitt stríð.
- Málið er afar einfalt, að eftir því sem útflutningstekjurnar þverra á meiri hraða, víkkar bilið milli greiðslugetu og krafna kröfuhafa landsins -- auk þess að skorturinn í landinu á lyfjum - mat og eiginlega öllu, ágerist þá enn frekar.
- Til viðbótar, þverr geta ríkisins til þess að greiða eigin starfsmönnum laun -- það á við alla þess starfsmenn, einnig í her og öryggisgæslu -- maður reiknar með því að herinn og löggæslan fái greitt eins lengi og unnt er.
- En eftir því sem tekjurnar skreppa saman -- fækkar þeim hermönnum og löggæslumönnum - sem ríkið getur greitt laun. En það hefur um nokkra hríð verið sjáanlegt að almenn lög og regla fer þverrandi -- hvers vegna ferðamennska hefur algerlega hrunið, vegna þess að ekki sé unnt að gæta öryggis þeirra er heimsækja landið. Það hljóti að stafa af því, að ríkið hafi þegar þurft að einhverju leiti fækka í löggæslu vegna minnkandi tekna! En það ástand klárlega stefni í að ágerast frekar - líklega hratt.
--Þetta er þ.s. ég á við með hrun ríkisins, og umbreytingu yfir í stjórnleysi.
--Þ.e. að ríkið fjari út - missi tök á landinu, löglaus svæði eru þegar til í landinu - en þau meina ég munu halda stöðugt áfram að stækka.
--Á slíkum svæðum stjórni þá glæpahópar og hugsanlega hermenn er ekki lengur fá greidd laun, en herforingjar gerast þá hugsanlega "warlords."
--Slík tegund af hruni hefur sést áður í veraldarsögunni.
En ekki nýlega!
Flóttamannavandinn líklega verður verri en vegna stríðsins í Sýrlandi!
Colombia says needs international aid to cope with Venezuela crisis
Venezuela crisis too much for Colombia alone, Santos tells ambassadors
Fending off the flood from Venezuela
Brazil to increase army presence on border with Venezuela
Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu - hefur óskað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð til að fást við hratt vaxandi flóttamannavanda frá Venezúela.
--Áætlað er fjöldinn kominn yfir 500.000, en ég er viss að það sé einungis upphafið, þetta verði milljónir innan skamms!
- Það sem ég held muni gerast, eftir því sem stjórnleysi nær til stærri svæða í Venezúela, og flóttafólki fjölgar hratt.
- Að nágrannalönd Venezúela muni senda heri sína inn fyrir landamæri Venezúela.
Ég meina þá ekki til þess að hernema landið allt, eða til þess að skipta um stjórnvöld.
Heldur til þess að koma upp flóttamannabúðum innan landamæra Venezúela sjálfs.
--Vegna vaxandi stjórnleysi, yrðu herir landanna sjálfir að tryggja öryggi slíkra búða.
Hvað það þíddi til lengri tíma litið er ekki gott að segja - þá get ég séð fyrir mér að nágrannalöndin taki yfir stjórn landamærahéraða innan Venezúela.
--Tilgangur, að tryggja eigið öryggi.
Hvenær akkúrat stjórnin í Caracas muni falla endanlega - er ekki gott að segja.
Kannski verður það svo seint sem - þegar hermennirnir sem gæta Maduros sjálfs, svíkja hann.
--En þ.e. eins og Maduro sé fullkomlega veruleikafyrrtur.
Skrítin senna í gangi!
Maduro segist ætla að gerast boðflenna á fundi Suður-Ameríku ríkja: 'Do you fear me?': Venezuela's Maduro vows to gatecrash regional summit.
En honum hefur verið sagt, hann sé ekki velkominn á fundinn: Peru Retracts Maduro Invitation as Venezuelas Crisis Deepens.
Ef hann flýgur til höfuðborgar Perú þ.s. sá fundur verður haldinn - gætu yfirvöld í Perú einfaldlega neitað honum að fá að fara um tollhlið, síðan sent liðsmenn lögreglu landsins til að pakka honum aftur um borð í flugvélina - og skipað vélinni að fara aftur.
Niðurstaða
Í dag eru 2/3 íbúa Venezúela á barmi vannæringar, skv. könnun frá sl. ári hafði meirihluti landsmanna misst þyngd vegna skorts á mat í bland við að eiga ekki alltaf fyrir mat. Þekkt er einnig það ástand að læknanlegir sjúkdómar geisa nú sem faraldrar um landið, vegna gríðarlegs skorts á lyfjum.
Með hratt vaxandi hruni olíuiðnaðar landsins við blasandi, er erfitt að sjá annað en að neyðin í landinu muni versna hratt á næstu mánuðum -- þannig að sennilega blasir við nágranna löndum Venezúela ótrúleg flóðbylgja hungraðra frá Venezúela, það getur vel verið að ekki þurfi að bíða til ársloka áður en sú bylgja verði hafin af fullum þunga.
Samtímis reikna ég með því að stjórnleysi breiðist út hratt í landinu eftir því sem ríkið missi tökin á sístækkandi svæðum - vegna fjárskorts. En ég reikna með því, að getan til að greiða laun til mikilvægra grunn starfsmanna muni þverra hratt nú á þessu ári.
Það þíði að stjórnin geti misst tökin á hernum og löggæslu landsins. Stjórnin fókusi þá væntanlega á kjarnasvæðin næst höfuðborginni, á að tryggja að þeir hermenn og löggæslumenn er gæta þeirra -- fái a.m.k. launin sín.
--En restin getur smám saman hrunið saman í "warlordism" þ.e. að t.d. hermenn er ekki fá lengur laun, taki völdin á svæðum og herforingjar verði að "warlords."
Á 3. áratug 20. aldar stjórnuðu "warlords" heilu héröðunum innan Kína.
Ríkisstjórn landsins þá stjórnaði einungis minnihluta landsins, nokkrum kjarnahéröðum.
--Þ.e. slíkt innanlands hrun sem ég sé nú fyrir mér í tilviki Venezúela.
Síðan að þegar sú þróun ágerist, fari nágrannalöndin með liðssveitir eigin herja inn, og myndi öryggissvæði innan viðurkenndra landamæra Venezúela -- hugsanlega jafnvel að slík geti náð til heillra landamærahéraða.
--Það yrði þá gert, til þess að búa til flóttamannabúðir innan landsins sjálf, til að stemma stigu við gríðarlegum landflótta yfir til nágrannalandanna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð Grein. Er þetta ekki vandinn sem bæði Evrópa og Ameríka eiga við að etja. Evrópaa er undir pressu vegna NWO og Illuminati en þessar stofnanir spreða pening báðu megin Miðjarða hafsins.
Fólki er sagt að í Evrópu séu gull og grænir skógar. Í Ameríku er allt stjórnlaust vegna the secret socite og er líklaaga partur að innra veldinu allaveganna er monument í Georgíu USA far sem sagt er að mannkyninu þurfi að fækka í 500. Milljæonir enda er verið að því t.d. ISIS og Talibanar og svo dráp Bokoharlam.
Ef Trump vinnur ekki í þessu Innflytjanda máli þá mun fók ryðjast. Þú veist af veggnum í suður Mexico en hann heldu ekki og jafnvel fólk mútar vörðunum.
Valdimar Samúelsson, 16.2.2018 kl. 13:26
Valdimar Samúelsson, sannleikurinn er sá að flestir sem koma ólöglega til Bandar. koma með flugi - ekki yfir landamæri við Mexíkó. Síðan hefur lengi verið viðvarandi ástand að skipulagðir glæpahópar stunda smygl á fólki - margvíslegar leiðir notaðar sbr. að sjálfsögðu mútur - en einnig dæmi um göng undir landamærin inn í nálægar byggingar handan, eða menn beita stigatækni með aðstoða aðila beggja vegna - hár stigi með tröppu sérsmíðaður til þess úr áli ætti alveg að virka ef valinn er nægilega afskekktur staður.
--Ég hef aldrei átt nokkra von á því að þessi veggur virki yfirhöfuð.
Hinn bóginn hef ég aldrei haft verulegar áhyggjur af þessum flóttamannastraum -- meðan Bandaríkin geta búið til nóg af nýjum störfum.
--En hafðu í huga að atvinnuleysi þótt fáir hafi enn verið reknir úr landi er einungis um 4%.
--Það þíðir, að flestir innlendir sem þeir sem smygla sér inn -- ættu að fá vinnu.
Þannig að það ætti ekki að vera neitt verulega um það - að innlendir geti ekki aflað sér vinnu, vegna flóttamannastraums.
Málið er að hin eiginlega hætta fyrir störf verkafólks er allt annað atriði -- sjálfvirknivæðing.
--Þannig að fækkun framleiðslustarfa útskýrist þá af aukinni sjálfvirkni.
--Þessi sjálfvirkni mun líklega í framtíðinni smám saman útrýma öllum framleiðslustörfum -- líklega einnig mjög mörgum öðrum störfum allt frá skrifsofu- yfir í afgreiðslu.
Þannig fyrirsjáanlega verður óskaplegt atvinnuleysi í öllum iðnríkjum.
Ég sé ekki Trump tala um þetta.
Þetta sé raunverulega hættan.
Ég lít á þessar deilu um innflytjendur sem "distraction."
--Ef þú leitar samsæra -- veltu því fyrir þér -- af hverju er ekki Trump rasandi yfir þessari sjálfvirknivæðingu? Ef honum er annt um störf verkafólks innan Bandar.?
--Sjálvirknivæðing er það mál sem skiptir máli.
--En hann talar ekkert um það.
Ég held þvert á móti Trump sé að vinna fyrir hverja þá elítu sem þú getur nefnt -- þetta sé vísvitandi leið til að dreifa athyglinni frá raunverulegu hættunni, þ.e. hratt vaxandi róbótvæðingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2018 kl. 15:20
Þakka Einar. Mikið rétt og því síður að hleypa öllum þessum ólöglegu flóttamönnum. Ég vissi ekki að flestir kæmu með flugi og reyndar er það eins á Ísland.
Valdimar Samúelsson, 16.2.2018 kl. 17:20
Valdimar Samúelsson, koma inn á ferðamanna-VISA en fara ekki eftir að þ.e. útrunnið - redda sér starfi innan Bandar. og húsnæði, miðað við einungis 4% atvinnuleysi fá flestir vinnu sem eru sæmilega frambærilegir til vinnu.
Hinn bóginn, endurtek - lít ég ekki á þennan aðflutning sem hættu er skipti máli meðan Bandar. halda áfram að vera þetta öfluga hagkerfi er getur gleypt stöðugt slíkan aðstraum -- en samt búið til það mikið af störfum; að atvinnuleysi samt helst með því minnsta í stórum iðnríkjum.
Hinn bóginn er þetta ekki í fyrsta sinn sem kemur fram ótti að aðstreymi innflytjenda -- ca. 1922 voru innflytjendalög hert mjög mikið í Bandar.
--Fólki frá Asíu var nánast bannað alfarið að koma til Bandar.
--Og það var sett kvótakerfi meira að segja á Evrópu sem fólst í því að skipting aðfluttra varð að vera í hlutfalli við íbúahlutfall þess hóps innan Bandar. sem það fólk taldist tilheyra.
M.ö.o. lögin snerust um að viðhalda sömu íbúaskiptingu - sama hlutfalli milli hópa.
Meira að segja það var ekki fyrsta deilan af þessu tagi -- sambærilegar deilur voru háværar í Bandar. rétt eftir 1850 og fram að borgarastríði, og snerust um hratt vaxandi aðflutning - nýbúa frá Evrópu.
--Svokallaðir "Natives" voru sérstaklega andvígur fjöldaaðflutningi Íra á þeim árum.
**En þegar borgarastríðið brast á -- þá afgreiddi Abraham Lincoln málið þannig, að þeim aðfluttum sem gengu í herinn - var lofað ríkisborgararétti að stríði loknu.
--Það þíddi að fjöldi nýaðfluttra gekk í Norðurríkjaherinn.
Eftir það lágu deilur um nýbúa niðri þangað til þær gusu upp rétt eftir Fyrra-stríð.
Þetta virðist gerast á nokkurra áratuga fresti.
Að bylgja andstöðu rís upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2018 kl. 18:01
Þakka Einar. Já man eftir kótanum en ísland var með 15.000 á árunum 1969 ef mig minnir rétt.
Valdimar Samúelsson, 17.2.2018 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning