Geimskot SpaceX í eigu Elon Musk er að sjálfsögðu stórkostlegt afrek

Það sem er mikilvægt við þetta er að Falcon Heavy flauginni er ætlað að hafa endurnýtanlegar stuðningsflaugar, sem og að fyrsta þrepinu er einnig ætlað að vera endurnýtanlegt - með þessu ætlar Elon Musk sér að draga verulega út kostnaði við geimskot.

Falcon Heavy flugtak

http://cdn.newsapi.com.au/image/v1/2c481bd1ed15bd9979caf19c818deedf?width=650

Hinn bóginn tókst Elon Musk ekki ætlunarverk sitt að öllu leiti - en stuðningsflaugarnar sneru til baka og lentu samtímis -- sem var mjög glæsilegt "show."
En á hinn bóginn, mistókst að endurnýta fyrsta þrep megin flaugarinnar, sem eyðilagðist og síðan sökk er það kom niður á um 500km. hraða og lenti á hafinu.
--Gengur betur næst!

Stuðningsflaugar við það að lenda

Hinn bóginn, eins og einhverjir án vafa hafa heyrt, var gömlum Tezla Roadster skotið á loft og skv. Elon Musk er sá á sporbaug í átt að smástyrnabeltinu:

Roadster og geimbúningur

https://cdn.vox-cdn.com/thumbor/tA7qR7H90OlVfAMlxmieJcqGm7c=/0x0:462x415/1200x800/filters:focal(195x172:267x244)/cdn.vox-cdn.com/uploads/chorus_image/image/58573603/Screen_Shot_2018_02_05_at_09.50.23.0.png

SpaceX successfully launches Falcon Heavy

SpaceX's Falcon Heavy rocket flung that Tesla car on a path that goes beyond Mars

 

Í mínum augum er það mikilvægasta framlag SpaceX að lækka kostnað við geimskot!

En þ.e. mjög einfalt, að ef sá kostnaður minnkar umtalsvert - þá fjölgar geimskotum almennt. En þá fjölgar þeim aðilum er hafa efni á því skjóta upp í geim.

En þetta minnkar einnig kostnað við starfsemi sem ætlað er að starfa í geimnum, og þarf líklega að reglulega senda hluti upp í geim.

Falcon Heavy á að kosta um 90 milljónir dollara stykkið -- til samanburðar uppreiknað yfir á verðlag dagsins í dag, hafi kostnaður við Satúrnur V tunglflaugar NASA líklega verið yfir milljarður dollara - per geimskot.
--Hinn bóginn var það tækni 8. áratugarins.

Nú eru liðlega 40 ár liðin og eðlilegt að unnt sé að gera að einhverju mikilvægu leiti betur í dag.

  1. Ég er í raun og veru ekki sérstaklega spenntur fyrir hugmyndum Musks um Mars.
  2. Er á því að hugmyndir um nýlendu á Mars -- séu langt, langt frá að vera tímabærar.

Hinn bóginn, vegna þess að Elon Musk er að lækka kostnað við geimskot.
Þá vonast ég til þess, að það verði mikil hvatning til einka-aðila sem eru áhugasamir um að hefja námuvinnslu í geimnum, en þ.e. virkilega starfsemi er mundi þurfa að senda oft og títt hluti upp í geim, þannig að kostnaðarlækkun SpaceX geti verið lykilatriði.

  1. Bendi á, að enn hefur engum tekist að reka lokað ræktunarkerfi í langan tíma, en hvort sem er á Mars eða í geimstöð -- mundu ræktunarkerfi þurfa að geta starfað í algerlega lokuðu umhverfi.
    --Tæknilega mundi kerfi starfandi á Mars ekki þurfa vera algerlega lokað, en á hinn bóginn þarf það greinilega vera inni í mjög vernduðu gróðurhúsi - undir þrýstingi því loftþrýstingur er alltof lítill á Mars, einnig hitað því alltof kalt er á Mars auk þess geislun er alltof mikil á Mars, þyrfti öflugt skjól.
    --Þannig ég kem ekki auga á verulegan mun milli þess að vera á Mars við ofurverndaðar aðstæður þar, eða um borð í framtíðar geimstöð.
  2. Tæki yrðu að vera mjög áreiðanleg, því 6 mánuði tekur vanalega að senda hluti frá Jörð til Mars. Ég stórfellt efa að búnaður sem stærstum hluta enn á eftir að þróa, geti orðið áreiðanlegur -- fyrr en sá hefur verið notaður einhvers staðar um einhverja hríð.
    --Ég mundi vilja prófa þann búnað mun nær Jörð en Mars - áður.
  3. Enginn hefur enn lent fari á Mars sem er nægilega þungt til að lenda með eina persónu, hvað þá hóp af fólki.
    --Ég mundi sannarlega vilja prófa nokkrar þungar lendingar áður en ég sendi heilan hóp í einu.
  4. Loftið á Mars raunverulega flækir fyrir lendingu, því þ.e. of þunnt til að geta hægt nándar nærri nægilega mikið á þungu fari -- þannig að það þarf lendingu með eldflaugakný.
    --Vandinn við það, þá lendir farið með nokkura þúsunda stiga eld undir sér, beint inn í lofthjúpinn. Loftið sem kemur á móti auðvitað hitnar er það kemst í snerting við knýinn, og þenst við það.
    --Þetta rökrétt þíðir óróa og titring um borð meðan farið stefnir í átt til lendingar. Titringur er vex því dýpra sem það fer inn í lofthjúpinn.
    --Eins gott að hlutir séu vel festir niður, og allt sé vel skrúfað saman.
  5. Ég mundi sannarlega vilja láta sama farið framkvæma tilraunalendingu með engan um borð, til að tékka á því að farið raunverulega sé fært um að lenda heilu og höldnu, áður en reynd væri lending með hundruð manns um borð, auk farangurs.

--Þó lending gangi vel, þá sé það líklega stærri prófraun að viðhalda hópi manna á Mars.
--Þegar 6-mánuði tekur að senda hluti til Mars, og þá þarf að skjóta á loft frá Jörð.
Kostnaður við uppihald hlýtur að vera óskaplegur, ár eftir ár eftir ár!

Það sé vandinn við að viðhalda hundruða manna samfélagi við svo erfiðar aðstæður, sem fylla mig efasemdum að það sé praktískt á þeim tímaramma sem Musk virðist ráðgera.

Ein stór bilun getur drepið alla, hvort sem er þegar komið er til lendingar eða síðar þegar leitast sé að lifa við þær erfiðu aðstæður sem eru á Mars. Það verði lengi yfirvofandi hætta.

  • Persónulega mundi ég fyrst senda miklu smærri hóp -- til að prófa hvernig litlum hóp gengur, áður en mér mundi finnast koma til greina að senda það stóran hóp sem Musk talar um að senda.
    --Það sé vegna þess hversu hættan sé mikil, þannig séð skárra að drepa lítinn hóp en nokkur hundruð. En það sé áhættan sem væri tekin.

Mér mundi alls ekki detta í hug, að senda - áður en nokkru sinni hefur verið skotið manni til Mars; að senda nokkur hundruð manns í einu -- og það væri fyrsta fólkið er nokkru sinni lenti á plánetunni.
--Mér finnst hreinlega of miklar líkur á að allir farist, ef lagt er af stað áður en fjöldi tilrauna við stórar lendingar og smærri mannaðar lendingar að auki, hafa fyrst farið fram.

  1. Ég mundi nýta Mars með öðrum hætti, ef ég réði -- en það strangt til tekið þarf enginn að lenda á sjálfu yfirborðinu.
  2. Þess í stað, væri unnt að senda geimstöð í pörtum til sporbaugs um Mars - eftir að samsetningu væri lokið, mundi gera ráð fyrir snúningi á henni til að skapa þyngdarafl með miðflótta-afli, mundi hópur fólks geta verið þar.
    --Þaðan væri síðan unnt að stjórna tækjabúnaði á yfirborði - þau tæki gætu séð um alla þá hráefnasöfnun sem mundu þurfa til.

--Þetta er mín framtíðar-sýn, þ.e. fókus á geimstöðvar, það að lifa og starfa í geimnum sjálfum.
--En um leið og skilvirk geimstöðvar-hönnun væri komin, væri unnt að setja eina slíka upp nánast hvar sem er, og þar við þægilegar aðstæður gæti fólk starfað og stjórnað búnaði er stundaði allt frá námuvinnslu í smástyrnum yfir í námuvinnslu á yfirborði pláneta eins og t.d. Merkúrs eða Mars.
--Ég mundi einnig gera ráð fyrir því, að sumar geimstöðvar verði að bæjarfélögum -- sumt fólk velji að setjast að.

 

Niðurstaða

Sannast sagna gæti hlutverk SpaceX reynst vera enn mikilvægara fyrir framtíða mannkyns en hlutverk Tezla fyrirtækisins. En með því að lækka verulega kostnað við geimskot. Þá ætti Elon Musk að flýta verulega fyrir áætlunum margvíslegra áhugasamra einka-aðila, er áhuga hafa á því að hefja margvíslegan rekstur í geimnum.
--En fram að þessu hefur gríðarlegur kostnaður staðið í fólki.
--Um leið sá minnkar verulega, þá getur myndast nokkurs konar "take-off event" þegar allt í einu fara fjöldi aðila í einu af stað.

Ég held að framtíðin liggi í námurekstri í geimnum, vegna þess að slíkur hefur möguleika til að skapa tekjur -- en það sé grundvallar atriði til þess að rekstur í geimnum geti staðist að sá geti fundið leið til þess að gefa af sér hagnað.

Um leið og það er hægt, þá er ég ekki í vafa að það spretta fram fjöldi áhugasamra. Það sé þess vegna að það geti reynst mikilvægasta framlag Elon Musk -- að lækka kostnað við geimskot. Það eitt geti stórlega flýtt þannig séð fyrir framtíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það sniðugt að vera að flytja óþarfa geimrusl út í geiminn sem að hefur engan tilgang þar; eins og þennan bíl?

Jón Þórhallsson, 8.2.2018 kl. 13:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvaða máli skiptir það í óravíddum geimsins? Eins og kemur fram þá mun hann flakka á einhverri braut á milli Jarðar - Mars og smástyrnabeltis.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.2.2018 kl. 21:39

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta kalla ég peningasóun, að senda eitthvað út í geiminn

sem að  enginn kemur til með að sjá.

Jón Þórhallsson, 9.2.2018 kl. 09:47

4 Smámynd: Egill Vondi

Jón Þórhallsson, gerir þú þig ekki grein fyrir því að þarna er um tilraunaskot að ræða? Þetta snýst ekki um þennan bíl sem slíkan, heldur um að þróa nýa tegund geimflauga sem mun lækka verulega kostnað við geimskot, ef vel tekst til (sem það virðist munu gera). Bíllinn var bara notaður í tilrauninni, eitthvað sem kallast "dummy payload".

Egill Vondi, 9.2.2018 kl. 19:44

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Þórhallsson,  ef þú hefðir opnað hlekkina að ofan hefðir þú fundið viðtal við Elon Musk - í því sagði Musk, að með því að senda bílinn á braut sem liggur framhjá Mars alla leið í smástyrnabeltið. Hefði hann sannað fyrir NASA - að flaugin hans geti sent tilraunaför til Mars eða framhjá Mars. En bíllin skipti ekki máli sem slíkur -- sönnunin lá í því að sanna að flaugin getur sent hvað sem er sem viktar svipað svipaða vegalengd.
--Að sjálfsögðu liggur í því tilboð til NASA, en hann gat ekki strax fengið NASA til að nota flaugina, fyrr en hann hafði sannað að hún virkar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.2.2018 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband