Stríð Saudi-Arabíu í Yemen í uppnámi, svokölluð ríkisstjórn Yemen í gíslingu hersveita er vilja aðskilnað S-Yemens, eftir að hersveitir aðskilnaðarsinna hertóku Aden-borg

Ég sagði í gær frá átökum hreyfingar aðskilnaðarsinna og hersveita ríkisstjórnar Yemens svokallaðrar - er hefur setið síðan 2014 í borginni Aden á strönd Yemen. Þetta er lítið meir en leppstjórn á vegum Saudi-Arabíu, og bandalags Saudi-Araba gegn því sem upphaflega var uppreisn svokallaðra Hútha sem er Shíta hreyfing í Yemen er 2014 í bandalagi við fyrrum forseta landsins og Arabahersveitir þess aðila - hertóku þáverandi höfuðborg Yemen, Sana og stór landsvæði í Norðanverðu landinu.
--Saudi-Arabar hafa sl. 3 ár barist fyrir endurreisn sinnar leppstjórnar yfir landinu öllu.
--En þrátt fyrir mjög harkalegar loftárásir og mikinn peninga-austur hefur bandalag Saudi-Araba og furstadæma við Persaflóa - ekki haft erindi sem erfiði.
--Stríðið hefur sl. 2-ár verið mestu í pattstöðu, og horfur ekki á að það breytist.

En á meðan er manntjón stöðugt og ástandið í landinu orðið svo alvarlegt, að nýlega var landið lýst versti staðurinn á Jörðinni fyrir barn að alast upp.
Sjá færslu: Stríðsbrölt Sauda í Yemen í klúðri - hernaðarbandalagið molnar.

 

Hermenn aðskilnaðarsinna í Aden á þriðjudag, ánægðir íbúar!

Það áhugaverða er að hertaka Aden virðist njóta hylli íbúa borgarinnar. Bárust fréttir af því að hersveitum aðskilnaðarsinna hafi verið vel tekið -- sbr. mynd að ofan.
--Ég hugsa að ég skilji málið, að íbúar líklega voni að þessi nýja þróun marki það að endalok stríðsins hafi færst nær.

Yemen Prime Minister Holed Up As Separatists Seize Most Of Key Southern City

Yemen separatists surround presidential palace in Aden

Aden crisis: alliances of convenience unravel across Yemen

Yemen separatists capture Aden, government confined to palace: residents

Skv. fréttum voru hersveitir Saudi-arabísk studdu ríkisstjórnarinnar, gersigraðar í 3-ja daga löngum bardögum um borgina. Svo alger sé sigur aðskilnaðarsinna í Aden, að ríkisstjórnin er í reynd í "de facto" stofufangelsi í forsetahöllinni.

En að sögn frétta, þá námu hersveitir aðskilnaðarsinna staðar við höllina, umkringdu hana - en lögðu ekki til atlögu við lýfvörð hennar; sem er skipaður saudi-arabískum hermönnum.

Að sögn aðskilnaðarsinna, séu viðræður um brottför ríkisstjórnarinnar frá Aden hafnar. En með höllina umkringda, sé sú brottför greinilega háð vilja hersveita aðskilnaðarsinna.

Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!

Image result for northern southern yemen map

Fram til 1990 var Yemen skipt í -- Arabíska-lýðveldið Yemen eða Norður-Yemen, og Alþýðulýðveldið-Yemen eða Suður-Yemen. Hafði S-Yemen staðið með Sovétríkjunum, meðan að N-Yemen stóð með Vesturveldum.

En eftir lok Kalda-stríðins 1989, hvarf stuðningur við S-Yemen. Hófust þá fljótlega samningaviðræður um sameiningu landanna -- en verulegur hluti íbúa fyrrum S-Yemen voru alltaf ósáttir við þau málalok. Og milli 1990-2000 var stutt en snarpt borgarastríð, sem þáverandi forseti sameinaðs Yemen fór með sigur í.

En áhugi fyrir aðskilnaði virðist ekki hafa horfið - og greinilegt virðist að langvarandi strðíðsátök hafa nú leitt til aukins stuðnings íbúa fyrrum S-Yemen, við þá hugmynd að endurreisa S-Yemen.

  • En það virkilega áhugaverða, sé snúningur Sameinuðu-arabísku furstadæmanna, er virðast hafa tekið þá ákvörðun -- að styðja hreyfingu aðskilnaðarsinna með vopnum og peningum.
  • Það sé sá stuðningur sem líklega ráði nú mestu um þann styrk í bardögum um Aden sem aðskilnaðar sýndu í verki.

Erfitt að sjá hvernig þessi nýja þróun valdi ekki vanda fyrir tilraunir Saudi-Arabíu að sameina allt Yemen að nýju -- undir stjórn sinna leppa.

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði í gær, þá er líst mér nokkuð vel á þessa þróun, vegna þess að aðskilnaður gæti raunverulega verið lausn til þess að binda endi á stríðsátök í Yemen. Enda ef löndin væru að aðskiljast að nýju - vart lengur ástæða að halda stríðinu áfram frekar.
--Þar sem að víglínur liggja nokkurn veginn á landamærum fyrrum S-Yemen/N-Yemen.

Hinn bóginn hlýtur slík útkoma að vera umtalsverður álitshnekkir fyrir krónprins Saudi-Arabíu, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud -- er leitt hefur mjög hatramma stefnu gegn Íran í Saudi-Arabíu. Og hefur verið megin hvatamaður þess að Saudi-Arabía væri að stríða í Yemen.
--Mér líst hreinlega vel á það að stríðið sem hann leiddi, endi með álitshnekki fyrir hann persónulega.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Eflaust er þessi prins sem búinn er að hrifsa til sín völdin í Saudi Arabíu hið versa fól, en þó held ég að hann sé skárri en hinir, vegna þess að hann stefnir á aukið frjálslyndi. Ég held að Saudar hafi að undanförnu dregið úr undirróðursstarfsemi á Vesturlöndum, en það ætti að vera forgangsverkefni að stöðva múslimaundirróðurinn því það er rót hryðjuverkanna og ofríkis múslima á Vesturlöndum.

Sveinn R. Pálsson, 31.1.2018 kl. 08:39

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, hann vill nútímavæða - það þarf ekki þíða sama og frjálslyndi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2018 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband