18.1.2018 | 00:52
Bandaríkin ætla vera í Sýrlandi til frambúðar - meðan Tyrkland er með hótanir um hernaðaraðgerði gegn sýrlenskum Kúrdum
Myndin að neðan er mjög viðeigandi - en í annan stað segir Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi.
Þetta er auðvitað gegn vilja - Tyrkja, Rússa, Assads, og Írans.
Tyrkja, vegna þess að Tyrkir eða nánar tiltekið Erdogan, vill hjóla í sýrlenska Kúrda.
Assads, vegna þess að Assad með aðstoð Írans vill ráða öllu landinu að nýju - getur verið að Íran raunverulega stjórni Sýrlandi nú að Assad sé smættaður í stöðu lepps.
- Augljósi vandinn er sá, að ef Bandaríkin hefðu dregið sig út - þá væri Sýrland fullkomlega í eigu Írans. En þ.e. Íran sem hefur fjölmennar landhersveitir innan Sýrlands -- Rússland skipti máli, en Íran ræður þarna sennilega mun meiru.
- Höfum í huga, að forseti Bandaríkjanna - Donald Trump hefur þ.s. yfirlýst markmið, að veikja stöðu Írans á Miðausturlandasvæðinu. Þannig, að brottför frá Sýrlandi mundi klárlega ganga þvert á það markmið -- því þá hefði Íran Sýrland sem óskorað yfirráðasvæði; og hefði þá í raun og veru styrkt stöðu sína - miðað við stöðu mála fyrir 2011 árið sem borgaraátök í Sýrlandi brutust út.
- En staða Írans sé þá sterkari, vegna þess að sýrlenska ríkið er miklu mun veikara í dag -- eftir allt það gríðarlega tjón sem það hefur orðið fyrir.
- Og auðvitað, var Íran ekki með fjölmennan her í landinu þá.
Þannig að það stefni í "open ended presence" Bandaríkjanna innan Sýrlands.
Og þar með -virðist mér- "de facto" skiptingu Sýrlands.
En ég held að það séu engar líkur á friðarsamningi formlegum í landinu í langa hríð - munum að enn hefur ekki formlegur friðarsamningur komið til milli Norður-Kóreu og Suður-Kóreu, þó Kóreustríðið hafi legið niðri síðan 1953, eftir að samið var um vopnahlé.
--Við erum þar með að tala um pattstöðu er getur varað í áratugi, grunar mig nú!
Tillerson hittir Erdogan!
Miðað við það að Trump talaði gegn langtímahersetum Bandaríkjanna í kosningabaráttunni 2016, er varanleg viðvera Bandaríkjanna í Sýrlandi áhugaverð útkoma!
En þetta sé veruleikinn - ef Kanar draga sig út, yrðu þeir áhrifalausir í Sýrlandi.
Þeir mundu svíkja sína bandamenn í mjög nýlega afstöðnum átökum við ISIS.
Sem mundi að sjálfsögðu varpa upp þeirri spurningu, hver mundi treysta Bandaríkjunum þaðan í frá - ef slík svik mundu eiga sér stað fyrir allra augum?
Og ekki síst, staða Írans endaði sterkari innan Miðausturlanda - í stað þess að veikjast.
Standandi frammi fyrir þeim veruleika - sé það skiljanlegt að Trump hafi samþykkt þá útkomu. Honum mundi sennilega líða hálfu verr með þá niðurstöðu, að sjá Íran græða yfirráðasvæði og frekari áhrif - að hluta til vegna hans ákvörðunar.
U.S. signals open-ended presence in Syria, seeks patience on Assad's removal
Turkey says it could act in Syria unless Washington withdraws support for Kurdish force
Turkey will take steps in Syrian border region if demands not met: Deputy PM
Hótanir Tyrkja um aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum, eru skýrar - en ég stórfellt efa það virkilega að þeir sendi her sinn inn í Sýrland inn á svæði Kúrda þar. Meðan Bandaríkin halda yfir þeim verndarhendi - meðan bandarískar hersveitir hafa enn aðsetur á svæðum Kúrda þar - meðan Bandaríkin virðast harðákveðin í því að halda þeim svæðu uppi sem nokkurs konar "protectorate."
Tyrknesk innrás meðan Bandaríkin verja Kúrda - væri í raun og veru stríðsaðgerð gegn Bandaríkjunum -- Tyrkir fara ekki þangað, burtséð frá því hve reiðilega þeir tala í fjölmiðlum.
Niðurstaða
Líklega blasir varanleg skipting Sýrlands við, eins og mig hefur grunað að mundi gerast nú í nokkur ár samfellt - yfirráðasvæði Bandaríkjanna óformlegt virðist markast af Efrat ánni og þar sem í bland bandarískt þjálfað súnní Araba herlið og YPG hersveitir sýrlenskra Kúrda manna varðstöðvar og viðhalda nægum herstyrk til að halda fullri stjórn -- svo fremi að Bandaríkin tryggja áfram að Tyrkir sendi ekki sinn miklu mun sterkari her á vettvang.
Erdogan kallar hersveitir þær sem Bandaríkin vopna og þjálfa með frekar "brasing" hætti, hryðjuverkasveitir. Sama orðalag og Assad beitir, og Íran auðvitað.
En ákvörðun Bandaríkjastjórnar, virðist sýna að Tyrkjum hefur mistekist að þvinga Bandaríkin til að hætta við uppihald sinna bandamanna innan Sýrlands.
Ég bendi á að Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi 1953. Ég vil m.ö.o. nú meina að þessi nýja skipan innan Sýrlands - gæti þess vegna varað allt eins lengi. En mér virðist afar ólíklegt að friðarsamningar fari raunverulega fram, frekar að stefni í þarna langa pattstöðu.
Það er engin gríðarleg áhætta fyrir Bandaríkin að halda svæðum Kúrda og þeirra arabahersveita sem þeir bjuggu til uppi - þeir aðilar eiga allt sitt undir Bandaríkjunum; og verða því ákaflega auðsveipir og þægir bandamenn. M.ö.o. ættu Bandaríkin ekki að þurfa þarna að standa í einhverjum stríðsátökum, þ.s. hersveitir bandamanna þeirrs séu nægilega sterkar til að stjórna svæðunum sem þær ráða yfir -- hlutverk Bandaríkjanna sé þá að tryggja að Tyrkland og Íran, ráðist ekki á þau svæði.
En það geri þau alveg örugglega ekki, þegar ákveðin yfirlýsing Bandaríkjanna um áframhald veru sinnar í Sýrlandi nú liggur fyrir. En þá erum við að tala um - stríðsaðgerð gegn Bandaríkjunum. Hvorki Tyrkland né Íran fer þangað!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning