Kanadastjórn að búa sig undir yfirvofandi uppsögn NAFTA af hálfu Trumps

Þessu er a.m.k. haldið fram af Reuters - sú frétt var tekin nægilega alvarlega af mörkuðum til að hafa áhrif á gengi Kanadadollars og gengi hlutabréfa í kanadískum fyrirtækjum.
Síðastlíðnir 12 mánuðir hafa einkennst af stigvaxandi viðskiptaátökum milli Bandaríkjanna og Kanada - mesta athygli vakti furðuleg ákvörðun Lighthizer að setja 300% refsitoll á nýja farþegaþotu sem kanadíska fyrirtækið Bombardier hafði þróað, vegna þess að Kanadastjórn hafði lagt Bombardier til fjármagn til að forða gjaldþroti Bombardier.
--Það hafði Boeing nefnt, ólöglegan stuðning, sagði að án stuðnings stjórnvalda, hefði þotan aldrei verið sett á markað -- sem án vafa var rétt.
--Hinn bóginn, þá vita allir sem vita vilja að Boeing sjálft hefur fengið gríðarlegan stuðning bandarískra stjórnvalda í gegnum árin - í gegnum samninga bandarískra stjórnvalda um kaup á margvíslegum vélum framleiddum af Boeing.

  1. Kanadísk stjórnvöld virðast hafa fyrir bragðið gefist upp á að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld í gegnum viðræður um NAFTA.
  2. Hafa þess í stað leitað til "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar -- formlega kært aðgerðir bandarískra stjórnvalda sl. 12 mánuði, gegn kanadískum fyrirtækjum.

U.S. says Canada's WTO complaint over trade remedies 'unfounded''

Canada takes US to WTO over anti-dumping system

Mexican currency, stocks weaken on Canada NAFTA report

Canada increasingly convinced of Trump NAFTA pullout - sources

 

Kæra Kanada - beinist að notkun Roberts Lighthizer á svokölluðum "anti dumping" reglum - sem hann virðist beita með afar frjálslegum hætti

Robert Lighthizer - "Canada’s new request for consultations at the WTO is a broad and ill-advised attack on the US trade remedies system," - "Canada’s claims are unfounded and could only lower US confidence that Canada is committed to mutually beneficial trade."

Ég hugsa að Kanada hafi einfaldlega fengið upp í kok og meir, af herra Lightizer - og stefnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna varðandi viðskiptamál í tíð Donalds Trump.

Furðulegar hugmyndir - eins og að endurskoða ætti NAFTA á 5-ára fresti, en að sú regla gilti að NAFTA yrði sjálfkrafa aflagt ef samkomulag næðist ekki í slíku tilviki.
--Slík regla hefði verið sama og að eyðileggja NAFTA samkomulagið.
--Því undir slíkri óvissu, mundi ekkert fyrirtæki fjárfesta á grunni NAFTA.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ekki enn hafa slegið af þá steypu.
Ráðherrar frá Kanada og Mexíkó hafa einfaldlega neitað að ræða þá hugmynd.

Hin meginhugmyndin - sem áhugavert er að bandaríski bílaiðnaðurinn er á móti - er að setja reglu um lágmark 50% bandarískt innihald allra bifreiða framleiddar innan Bandaríkjanna.

En bandarísk fyrirtæki hafa sagt eigin ríkisstjórn - að slík regla yrði dýr í rekstri; og að líklega mundu fyrirtækin þá í staðinn - kaupa íhluti frá löndum utan NAFTA.
--Þannig komast alfarið framhjá reglunni, er gilti einungis innan NAFTA svæðis.

Hinn bóginn, virðist að samningamenn Bandaríkjastjórnar, hafi ekki heldur gefið þá reglu eftir.

 

Bandaríkin - Kanada og Mexíkó eru meðlimir að Heimsviðskiptastofnuninni

Þannig að það er ekki alveg svo að það dúkki upp háir tollmúrar.
--Það sem þó breyttist er að ekki giltu lengur, samræmdar reglur milli landanna þriggja.
--Og NAFTA samningurinn hafði tryggt, mjög hagstætt umhverfi fyrir landbúnaðarvörur.

Sem er hvers vegna bandaríski landbúnaðargeirinn hefur margítrekað varað við því að NAFTA sé slegið af -- enda hefur útflutningur á tilbúnum landbúnaðarvörum til Mexíkó stórfellt vaxið síðan NAFTA komst á koppinn.

Sá útflutningur mundi komast í hættu - vegna þess að NAFTA samningurinn er til muna hagstæðari á landbúnaðarsviðinu - - en viðskiptafyrirkomulag á grunni Heimsviðskiptastofnunarinnar.
--Meðan að lágtollaumhverfi mundi áfram vera til staðar í flokkum iðnframleiðslu.

Það sem þó breyttist væri að bandarísk fyrirtæki hefðu ekki -- ástæðu að versla frekar við Kanada og Mexíkó; en önnur lönd innan Heimsviðskiptastofnunarinnar.

Það hætta þá -- landamæralaus viðskipti.
Fyrirtæki hafa starfað -- eins og löndin 3-séu eitt hagkerfi.

Allt í einu spretta upp landamæri - landamæraeftirlit -- kostnaður sem því fylgir.

 

Viðhorf Trumps gagnvart erlendum viðskiptasamningum eru röng í öllum höfuðatriðum

  1. Trump hefur kennt viðskiptasamningum um þ.s. hann kallar, hnignun Bandaríkjanna.
  2. En hann er þá að bera stöðu Bandaríkjanna í dag við þá stöðu sem þau höfðu er hann var ungur maður fyrir 50 árum.

--Á 7. áratugnum, voru Evrópa og Asíulönd enn í því að klára endurreisn sína, eftir Seinni Styrrjöld.
--En Seinni Styrrjöld - skildi Bandaríkin eftir sem nánast eina ósnortna iðnríkið er ekki hafði beðið stórfellt tjón.

Það hafi verið yfirburðastaða sem engin leið sé að hafi verið mögulegt að viðhalda, a.m.k. ekki í frjálsu opnu fyrirkomulagi.

Bandaríkin studdu við uppbyggingu Evrópu - Japans og S-Kóreu með fjárframlögum, þannig flýttu fyrir þeirri endurreisn -- það hefur Trump gjarnan kallað, svik Washington elítunnar við bandaríska verkamenn.

En hann sér að því er virðist málið einungis út frá -- tapaðri yfirburðastöðu.
--En ég hef aldrei heyrt nokkurn útskýra það, hvernig Bandaríkin hefðu átt að tryggja eða viðhalda þeirri stöðu, sem þau höfðu tímabundið er nær öll önnur iðnríki stóðu í rjúkandi rústum.

  1. En þeirra endur-uppbygging, hlaut að binda síðar meir endi á þá tímabundnu stöðu.
  2. Auk þess, að frekari fjölgun iðnríkja -- hlaut að enn frekar að auka samkeppni Bandaríkjanna í alþjóðlegu samhengi.

--Ég sé ekki að mögulegt hefði verið fyrir Bandaríkin -- að viðhalda þeirri stöðu; án þess að beita einhvers konar þvingunar-aðgerðum á sín bandalagsríki.
--Og að sjálfsögðu, hefðu þvingunar-aðferðir leitt fram óánægju og andstöðu, líklega kallað á hernám og sambærilegt hersetukerfi sem Sovétríkin viðhéldur á "COMECON" Warsjárbandalags árunum.

M.ö.o. kem ég ekki auga á nokkra þá aðferð að viðhalda -- stýrðu fyrirkomulagi til að tryggja áframhaldandi yfirburði Bandaríkjanna; sem ekki hefði falið í sér stórfelldar þvingunaraðferðir.
--Þá hefði bandarískt herlið í löndunum, orðið að -- hernámsliði.

  • Þetta hefði þá verið -- gamaldags "imperium."
  1. En það var val þeirra er stjórnuðu Bandaríkjunum eftir stríð, að innleiða frjálst módel í viðskiptum.
  2. Og auk þess, að innleiða það prinsipp, að bandalagsríki Bandaríkjanna - væru frjáls og fullvalda lönd, með sinn eigin rétt.
  3. Og að bandarískt herlið væri einungis statt í bandalagríkjum skv. heimild stjórnvalda í þeim löndum -- m.ö.o. engin þvingun.

Slík leið hlaut að leiða til þess, að iðnríkin er urðu fyrir eyðileggingu í Seinni Styrrjöld, byggðust upp að nýju.

Að auki, hefur frjálsa hagkerfiðmódelið sem Bandaríkin útbreiddu, stuðlað að frekari fjölgun iðnríkja.

--Hingað til hafa menn litið á þá þróun sem "win win" því að fjölgun iðnríkja, þíðir einnig samhliða því að samkeppni vex á bandarískan iðnað.
--Að velmegun skapast í þeim nýiðnvæddu löndum er ekki var fyrir, sem þíðir að neytendum í þeim löndum fjölgar.

  1. Það var litið svo á, og ég lít einnig þannig á málin, að útbreiðsla velmegunar -- þíddi að heildarmarkaðurin stækkaði.
  2. Og að það einnig þíddi, vaxandi tækifæri fyrir bandarískan iðnað og bandarísk fyrirtæki.

Ég er þeirrar skoðunar að þessi stefna hafi heppnast stórkostlega vel.
Þvert á þær fullyrðingar að hún hafi verið svik við almenning í Bandaríkjunum.

--En það geti ekki verið nokkur vafi, að útbreiðsla velmegunar í heiminum hefur lyft sennilega hátt á 2-milljörðum manna upp úr fátækt.
--Þetta er fólk sem í dag, kaupir m.a. i-phone.

Margir halda því fram að bandarískri iðnframleiðslu fari hnignandi!
Think nothing is made in America? Output has doubled in three decades

Það sé vissulega rétt að störfum hafi fækkað mjög mikið í bandarískum iðnaði.
En það sé vegna sjálfvirknivæðingar -- ekki vegna hnignunar bandarísks iðnaðar!

En fækkun starfa hafi skapað þann víðtæka misskilning, að bandarískum iðnaði fari almennt séð - hnignandi.

Einnig sú staðreynd - að Kína hefur farið fram úr Bandaríkjunum í "manufactured output."
--En Bandaríkin framleiða meira en Japan - Þýskaland og S-Kórea, samanlagt.

  1. Menn rugla hlutfallslegri hnignun.
  2. Við raunverulega hnignun.

--En Kína hefur vaxið mun hraðar sl. 30 ár - en það þíði ekki að Bandaríkjunum hafi hnignað, þó að hlutfall Bandaríkjanna í heildar heimsframleiðslu hafi minnkað.
--Það sýni einfaldlega að, heildar heimsframleiðslan hafi vaxið hraðar, en nam aukningu framleiðslu innan Bandaríkjanna.

  • Þvert á fullyrðingar, er alþjóðaviðskiptamódelið sem Bandaríkin komu á fót -- sennilega best heppnaða stefna sem Bandaríkin hafa nokkru sinni innleitt.
  • Þvert á fullyrt, sé gróði Bandaríkjanna af heimskerfinu - óskaplegur. Það sé ekki af ástæðulausu að bandarískur her hefur um áratugaskeið, ítrekað refsað löndum er gera tilraun til ógna heimskerfinu er Bandaríkin komu á fót.
  • Kína valdi í stað þess að ógna því kerfi -- að ganga inn í það.

Enginn vafi að það flýtti fyrir efnahagslegri uppbyggingu Kína - þar með flýtti fyrir því að Kína tæki yfir þann kyndil, að vera stærsta framleiðsluhagkerfi í heimi.
En ég lít samt ekki á það sem slæma útkomu fyrir Bandaríkin, að þau hafi samþykkt að hleypa Kína inn í fulla aðild að því heimskerfi er þau bjuggu til.

--Í staðinn, hafi friður a.m.k. enn verið tryggður milli Bandaríkjanna og Kína.
--Ég efa að ef hin leiðin hefði verið farin, að hleypa Kína ekki að -- að það hefði skilað sambærilega friðsamri lendingu mála a.m.k. fram að þessu.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna á þeim tíma - einfaldlega valdi, frið við Kína.
Ég held ekki að það hafi heilt yfir verið - slæmt val.

Stóru bandarísku fyrirtækin, hafa einnig notið uppbyggingar Kína -- flest ef ekki öll þeirra með starfsemi einnig innan Kína; og Kína markaðurinn sjálfur fer hratt vaxandi að mikilvægi.

 

Niðurstaða

Ef þetta er rétt að stefni í endalok NAFTA - gæti það verið upphaf að því að Donald Trump fari fyrir alvöru að framfylgja þeirri viðskiptastefnu er hann boðaði í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2016.

En mín skoðun er sú að slík stefnumörkun væri "self defeating" fyrir Bandaríkin.
En öllum einhliða tolla-aðgerðum hljóti að vera mætt með því sama.

Ég bendi fólki á að lesa um "Smoot–Hawley Tariff Act" lögin. En síðast er Bandaríkin innleiddu verndartollastefnu var það í tíð -- Hoovers forseta árin 1929-1933.

  1. Í dag yrðu afleiðingarnar líklega aðeins aðrar, þ.e. í stað þess að heimskerfið þess tíma brotnaði niður -- held ég núverandi kerfi standi sterkari fótum.
  2. Að í stað þess að gagnkvæmir tollar breiðist út um allan heim -- mundu aðildarlönd heimskerfisins halda sig við lágtollastefnu sín á milli; einungis refsa Bandaríkjunum sameiginlega á móti hverjum þeim verndartolli sem þau mundu innleiða.

Tæknilega gæti það skilað Bandaríkjunum - einum með hátollaumhverfi. Eiginlegri viðskiptaeinangrun er ég er fullkomlega öruggur að mundi landa Bandaríkjunum hraðri og djúpri efnahagshnignun.

Það þyrfti ekki einu sinni skapa heimskreppu!
--Ef atvinnuleysi í Bandaríkjunum yrði mörgum milljónum meira 2019-2020 mundi Trump örugglega ekki eiga möguleika á endurkjöri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Mér hefur skilist að Bombardier hafi sett upp dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum, Alabama eða Georgíu, til að komast hjá þessum verndartollum.  En vandamálið er að það hefur verið kallað hátt eftir að fjölga störfum í framleiðslu (manufacturing) en ég sé það ekki ske.  Eins og þú sagðir hefur orðið veruleg fólksfækkun vegna sjálfvirkni og sú þróun mun halda áfram um ókomna framtíð.  Þessi störf voru oft vel launuð og ég held þau hafi að miklu leyti staðið undir millistéttinni (middle class) hérna áður fyrr.  Vinnumynstur hefur breyst gífurlega og það er meira og meira af láglaunastörfum, sem enginn getur lifað af, jafnvel með tveim fyrirvinnum! 

Með meiri og meiri sjálfvirkni á öllum sviðum og miklum breytingum, sem munu koma á allara næstu árum í bílaiðnaðinum með samdrætti í sölu bensín og díselbíla, þá mun meira og meira af hærra launuðum iðnaðarstörfum leggjast niður eða breytast í láglaunastörf.  Allir bílaframleiðendur eru að keppast við að minnka framleiðslu á bensínbílum.  Ford, GM, Volvo hafa allir sett fram markmið um að hætta framleiðslu hreinna bensínbíla á næstu árum.  Volvo minnir mig að hafi sett sér 2020 sem markmið, en ég held að Ford og GM séu með 2025.  Fleiri og fleiri framleiðendur eru að prófa sig áfram með rafmagnsbíla eftir að Tesla sýndi að það er hægt að framleiða og nota bíla sem eru knúnir 100% með rafmagni.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.1.2018 kl. 08:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór Baldvinsson, Bombardier samdi við Airbus um yfirtöku Airbus á C-týpu þotunum -- málamyndaverð einn dollar. Sú verksmiðja er held ég í eigu Airbus, ekki Bombardier. En í staðinn tekur Airbus að sér að markaðssetja þessa nýju vél er skv. heimildum virðist vel heppnuð sem slík.

Sjálfvirknivæðing verður væntanlega innleidd af öllum iðnveldum - Kínastjórn talar í dag, um að ná forskoti þar um.
--Þetta mun án vafa verða að langsamlega stærsta samfélagsmáli nk. ára og áratuga.

Það kaldhæðna er að bandarískir bændur og landbúnaðarverksmiðjur - hyggjast mæta með aukinni sjálfvirknivæðingu; lokunum Trumps á vinnuafl frá S-Ameríku.
--Þ.e. í stað þess að langtímastörf skapast fyrir bandaríska verkamenn, leiði stefnan um takmörkun á aðgengi vinnuafls frá S-Ameríku, til þess að bandarísk landbúnaðarfyrirtæki flýti áætlunum um sjálfvirknivæðingu í landbúnaðargeiranum.
---------------
Ef þetta er ekki nóg, verða mörg þjónustustörf án vafa - sjálfvirknivædd lengra inn í framtíð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.1.2018 kl. 08:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sýnir hlálegan hroka og einsýni, sem oft vill bregða fyrir hjá Bandaríkjamönnum, að standa í stríði við amerískar nágrannaþjóðir þeirra undir kjörorðinu "make America great again." 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2018 kl. 10:17

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

A sínum tíma fóru Bandaríkjamenn létt með að bjarga GM með afsökuninni "það sem er gott fyrir GM er gott fyrir Bandaríkin. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2018 kl. 10:19

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson, og ef Boeing lenti í vanda mundu bandarísk stjórnvöld án vafa finna leið til að bjarga því fyrirtæki - enda Boeing í dag eftir sameiningar sl. áratuga, nánast gervöll flugvélaframleiðsla Bandaríkjanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.1.2018 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband