Framboð Oprah Winfrey gegn Donald Trump 2020 yrði áhugavert "show" þó litlar líkur virðist að Oprah sé raunverulega áhugasöm

Skv. erlendu pressunni, vaknaði verulegur áhugi meðal sumra áhrifamikilla Demókrata innan Bandaríkjanna á hugsanlegu framboði Oprah Winfrey - eftir öfluga og um leið vinsæla ræðu sem Oprah Winfrey hélt á Golden Globe verðlaunaafhendingunni þ.s. hún talaði gegn kvenfyrirlitningu og skoraði á Hollywood að tryggja að kvenleikonur yrði ekki fyrir frekara aðkasti í framtíðinni!
--Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey milljarðamæringur.
--En ólíkt Trump - hefur Oprah Winfrey orðið milljarðamæringur algerlega á eigin rammleik.
--Eins og slíkt er kallað á ensku, er Oprah Winfrey "self made."

Ræða Ophru á Golden Globe verðlaunaáhtíðinni

Það að menn eru alvarlega að íhuga að fá ópólitískan "celebrity" kandídat til að keppa við Trump - sé frekari vísbending þess að bandaríska lýðræðiskerfið sé í krísu

En í stöðugum flokkakerfum, þá eru kandídatar þjálfaðir upp innan starfandi stjórnmálaflokka -- en gríðarlegt vantraust virðist ríkja innan Bandaríkjanna gagnvart báðum pólitísku flokkunum; sem og þingmönnum beggja flokka!

Það áhugaverða er, að þó Donald Trump sé líklega óvinsælasti forseti Bandaríkjanna á sínu fyrsta ári sl. 100 ár - er meðalstuðningur við bandaríska þingið, enn lægri.

  1. Sögulega séð, þá meina ég í löndum almennt - leiðir stórfellt vantraust á stjórnmálakerfinu -- til aukins pólitísks óstöðugleika.
  2. Að auki, hámarkast líkur þess við slíkar aðstæður, að utankerfis frambjóðendur - sérstaklega ef þeir eru þekktir með einhverjum hætti fyrir; komist að.
  3. Það samtímis hámarki líkur á því, að pópúlískir frambjóðendur nái kjöri.

Donald Trump var kokhraustur að vanda: Trump says he would beat Oprah Winfrey in White House race.

Trump: "Yeah I’ll beat Oprah. Oprah would be a lot of fun." - "I know her very well. ... I like Oprah. I don’t think she’s going to run,"

Gayle King: "I do think she’s intrigued by the idea, I do think that," - "I also know that after years of watching ‘The Oprah (Winfrey) Show’ you always have the right to change your mind. I don’t think at this point she’s actually considering it."

Náinn vinur hennar heldur hún muni ekki fara fram - en íjar að því undir rós að hún gæti mögulega skipt um skoðun.

 

Oprah Winfrey mundi auðvitað höfða með mjög öflugum hætti til kvenna, enda lengi verið baráttukona gegn kvenfyrirlitningu og ofbeldi á konum!

Sem "self made billionaire" þá samtímis hefur hún virðingu þeirra Bandaríkjamanna - sem líta alltaf upp til þeirra sem vegnar vel í lífinu.

Hún er ef eitthvað er, með enn dýpri þekkingu en Donald Trump á því að nýta fjölmiðlun sér til framdráttar, enda starfað í "media industry" meira eða minna alla sína starfsæfi.

Að auki hefur hún gripið í að leika í kvikmyndum og þáttum, með misjöfnum árangri - en hún fékk t.d. óskars tilnefningu a.m.k. í eitt skipti "best supporting actor - Colour Purple."

Hún fengi að sjálfsögðu atkvæði svartra og mjög líklega annarra minnihlutahópa - og án vafa fjölmargra hvítra.

  • Ég hugsa m.ö.o. hún ætti ágæta möguleika.

Hinn bóginn er hún óskrifað blað hvað varðar stefnu um ákaflega marga þætti, enda ekki fram að þessu verið viðloðandi pólitík að einhverju ráði.
Óþekkt hve víðtæk hennar þekking er á erlendum málefnum Bandaríkjanna.

--En vegna þess hve tortryggni gegn pólitíkusum er sterk innan Bandaríkjanna - ætti hún líklega mun betri möguleika á kjöri, en ef Demókratar mundu velja innanhús pólitíkus með reynslu.

--Mig grunar að hún ætti að geta leikið svipaðan leik og Obama á sínum tíma, er tókst að skapa öfluga kosningahreyfingu utan um sig - en þrátt fyrir fjárhagslegan stuðning frá auðugum aðilum einnig, þá hafi framlög í gegnum mikinn fjölda smáframlaga heilt yfir skilað honum meira.

--Ég hugsa að framboð hennar snerist um mun jákvæðari þætti, en framboð Trumps á sínum tíma -- sem virtist einkennast af því að höfða til þeirra hópa er höfðu hvað neikvæðasta sýnina á stöðu bandarísks þjóðfélags.

Kannski að Opruh tækist að koma bjarsýninni aftur að!

 

Niðurstaða

Ef Oprah Winfrey færi fram 2020 held ég að hún ætti ákaflega góða möguleika, enda er hún gríðarlega vinsæl eftir langan starfsferil í kvikmynda- og fjölmiðlageiranum. Svo vel hefur henni gengið að hún hefur á eigin rammleik orðið milljarðamæringur mælt í bandarískum dollurum -- ólíkt Trump er erfði sína milljarða stærstum hluta.

Það hún hefur fram að þessu ekki tengst pólitík - er sennilega kostur um þessar mundir, þegar bandaríska pólitíska kerfið er greinilega statt í alvarlegri krísu.

Ég held hún stæði fyrir mun jákvæðari gildi en Trump hefur fram að þessu virst hafa áhuga á að halda á lofti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Af vinunum skaltu þekkja þær Einar..https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1548487515265001&set=pcb.1548487735264979&type=3

Guðmundur Böðvarsson, 10.1.2018 kl. 07:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, fólk eins og hún þekkir mjög marga og mun einhverntíma vera í samkvæmi með fjölmörgu mismunandi fólki - m.ö.o. það þarf ekki að hafa nokkra sérstaka merkingu.
--Alveg viss að Trump hefur hitt afar mismunandi manntegundir.
Örugglega mjög misjafnt einnig þar um hverjir þeirra séu vinir hans í dag.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.1.2018 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband