Donald Trump afar ólíklegur að fyrirgefa Bannon -- miðað við hugsanir úr bók eftir Trump "Think Big and Kick Ass!"

Bókin "Think Big and Kick Ass" var upphaflega gefin út 2007 - Bill Zanker var meðhöfundur bókarinnar ásamt Donald Trump.
Þessi bók er áhugaverð vegna þess, að í henni má sjá lýsingar Trumps á því hvernig hann refsar fyrrum starfsmanni sínum -- fyrir ákvörðun sem Trump greinilega tók sem persónuleg svik.
--Þess vegna má vera að kafli bókarinnar "Revenge" veiti innsýn í líklega meðferð Trumpa á Steve Bannon í framtíðinni!

Der Spiegel fjallaði um þessa bók á sl. ári skömmu eftir kjör Donalds Trumps: No One Loves the 45th President Like Donald Trump.

 

Í umfjöllun sinni, talar Trump einungis um starfsmanninn sem "kona"

  1. "Trump hired the woman in the 1980s. "I decided to make her into somebody,""
  2. "...gave her a great job, Trump writes, and "she bought a beautiful home.""
  3. "In the early 1990s, when his company ran into financial difficulties, Trump asked the woman to request help from a friend of hers who held an important position at a bank."
  4. "The woman, though, didn't feel comfortable doing so and Trump fired her immediately."

Það er þekkt að í viðskiptasögu Trumps - hafa í allt 4. fyrirtæki í hans eigu orðið gjaldþrota.
Að auki veit ég, að á tímabili - eftir dýr gjaldþrot, var fyrirtækjum Trumps neitað um fyrirgreiðslu af flestum bandarískum bönkum.
Það kvá hafa verið hvers vegna viðskiptaveldi Trumps hóf viðskipti við Deutche Bank.

Eins sjá má á textanum að ofan - þá vildi starfsmaður Trumps ekki beita sér í gegnum vin sinn, sem að sögn Trumps hafi verið áhrifamaður innan þess tiltekna banka.

Það getur verið vegna þess, að konan hafi óttast að koma vini sínum í vanda, eða vegna þess að hún hafi talið slíkt - "unethical."
--Hinn bóginn er Trump þekktur fyrir að krefjast skilyrðislausrar hlýðni, og hollustu.

 

Eins og síðan kemur fram, lætur hann ekki duga að reka konuna!

  1. "Later, she founded her own company, but it went broke. "I was really happy when I found that out," Trump writes in his book."
  2. "Ultimately, the woman lost her home and her husband left her, Trump relates. "I was glad.""
  3. "In subsequent years, he continued speaking poorly of her, he writes. "Now I go out of my way to make her life miserable.""

M.ö.o. þá virðist Trump viðurkenna að hafa beitt sinn fyrrum starfsmann - ofsóknum.
--Hann virðist skv. þeirri hegðan, hafa skilgreint hana sem óvin.


Bókarkaflinn heitir "Revenge" - Trump síðan segir lesendum að ætíð hefna sín á sérhverjum þeim er gerir á þeirra hlut!

  1. "At the end of the chapter called "Revenge," Trump advises his readers to constantly seek to take revenge."
  2. ""Always make a list of people who hurt you. Then sit back and wait for the appropriate time to get revenge."
  3. "When they least expect it, go after them with a vengeance. Go for their jugular.""

M.ö.o. ráðleggur hann lesendum sínum að hreinlega - eyðileggja líf þeirra sem hafi gert á hlut þeirra.
--Miðað við umfjöllun Trumps um sinn fyrrum starfsmann - fylgdi hann einmitt eigin ráðum.

 

Það sem bókin "Think Big and Kick Ass" gefur vísbendingu um, er hver sé líklega lífssýn Donalds Trump!

  1. Sérhver sá sem bregst Donald Trump, að mati Trumps sjálfs - sé uppfrá því óvinur Trumps.
  2. Og Trump muni skv. eigin ráðum - skipulega ofsækja viðkomandi og leggja líf viðkomandi í rúst, eins og Trump er framast unnt.

Mér finnst persónulega þessi lífssýn Trumps - afar ógeðfelld!
Eins og ég sagði frá, er ég síðast fjallaði um þessa bók:

Hef á tilfinningunni að Trump sé afar ógeðfelld persóna.

Sannast sagna finnst mér þetta -- hreinlega klikkuð nálgun.
Að óvinavæða sérhvern þann að því er virðist skv. bókinni -- sem Trump telji hafa brugðist honum persónulega!

  1. Skv. því að Trump virðist krefjast skilyrðislausrar  hlýðni, að það var þar um sem konan brást Trump -- er leiddi til þeirrar ofsafengu viðbragða Trumps er hann sjálfur lýsir, hreikinn greinilega af eigin verkum.
  2. Þá held ég að Steve Bannon virkilega eigi ekki von á góðu frá Trump. Því Steve gekk miklu lengra grunar mig í augum Trumps - því að hann hafi ekki einungis brugðist Trump persónulega; hann hafi ráðist að fjölskyldu Trumps - en þannig líti Trump örugglega á málið, sbr. ummæli Bannons er beindust að syni Trumps og önnur ummæli Bannons er beindust að eiginmanni dóttur Trumps.

Skv. því muni Trump væntanlega standa fyrir nokkurs konar krossferð gegn Steve Bannon - þangað til að Trump hafi tekist að gersamlega eyðileggja líf Bannons.

 

Niðurstaða

Hafið í huga að bókin "Think Big and Kick Ass" er gefin út 9. árum áður en Donald Trump nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Bókin sé skrifuð af Trump og meðhöfundi Trumps.
Sú lífssýn sem virðist birtast úr kafla bókarinnar "Revenge" virðist gefa sterkar vísbendingar í þá átt, að engar líkur séu á að Trump muni fyrirgefa Bannon.

Þvert á móti, sé Trump líklega rétt í startholum á því sem hann líklega ætlar sér að gera Bannon -- í samræmi við þá lífssýn er Trump heldur á lofti í bók sinni, að ávalt eigi að leggja líf óvina sinna gersamlega í rúst.

Það eru vísbendingar um lífssýn Trumps er höfðu legið fyrir árum saman áður en hann varð réttkjörinn forseti Bandaríkjanna - er gáfu skýrar vísbendingar í þá átt, að Trump væri líklega ógeðfelld persóna!
--En sú lífssýn er Trump heldur á lofti í kaflanum "Revenge" sé að mínu mati, fullkomlega fyrirlitleg!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband