Eitthvað þótti Trump fara fram úr sér með því að hæla sér af öruggu ári í flugi 2017

En -Twít- Trumps sem vakti athygli var eftirfarandi:

https://www.usatvnews.org/wp-content/uploads/2017/10/t3.jpg

Eftir nánari eftirgrennslan komst ég að eftirfarandi:

  1. "There has not been a fatal passenger airline crash in the U.S. since 2009, according to the National Transportation Safety Board."
  2. "The last deadly commuter plane crash took place in Hawaii in 2013."
  3. "Overall, there were 10 fatal commercial passenger and cargo plane crashes that killed 44 people. Those crashes involved small propeller planes and cargo aircraft."
  4. "Airlines recorded zero deaths on commercial passenger jets worldwide, according to a report published by the group Aviation Safety Network."

Trump takes credit for no air travel deaths in 2017

2017 Was Safest for Air Travel Industry

M.ö.o. vísaði Trump væntanlega til skorts á dauðsföllum í almennu farþegaflugi - en í skipulögðu farþegaflugi á vegum flugfélaga, hafði enginn farist síðan 2009; þegar talað er um farþegaþotur.

Og þegar talað er um skipulagt farþegaflug á vegum flugfélaga á skemmri leiðum, líklega með skrúfuþotum eins og innanlands á Íslandi - hafi dauðsfall síðast orðið 2013.

Að sjálfsögðu er það áhugavert að enginn fórst á vegum bandarísku flugfélaganna utan Bandaríkjanna heldur -- en erfitt er að sjá með hvaða hætti Trump ætti að hafa haft nokkur hin minnstu áhrif á öryggi á flugleiðum á erlendum vettvangi.

Enda þá er stjórnun á öryggisatriðum ekki á hendi bandarískra stjórnvalda.

--Að baki þessum árangri liggur auðvitað margra ára barátta, aðila er hafa öryggi í flugi á sinni könnu.

--Eiginlega broslegt af nokkrum pólitíkus að hreykja sér með þessum hætti, sérstaklega þegar sá hefur enn ekki lokið sínu fyrsta ári við völd - en Trump klárar ekki 12 mánuði fyrr en er dregur nær nk. mánaðamótum.

--En engin leið sé að benda á nokkra þá ákvörðun Trumps er ætti að hafa haft byltingarkennd áhrif á öryggi í flugi.

  1. Á það hefur verið bent, að Trump hafi tekið þá ákvörðun að banna stafræn tæki í handfarangri fólks frá tilteknum löndum á Miðausturlandasvæðinu. Sem þíðir að þau eru samt enn um borð í viðkomandi flugvél.
  2. Hinn bóginn, benda sérfræðingar á að það bann -- sé tvíeggjað, sbr:
    Donald Trump takes credit for zero passenger flight deaths in 2017
    ""We have had numerous incidents of devices with lithium batteries suddenly bursting into flames. If that is in the aircraft cabin, it can be dealt with. If in the aircraft hold, the fire-suppression systems are unlikely to be able to contain it and there is a lot of material to exacerbate such fires including other baggage, the aircraft structure, fuel and systems in an area which is inaccessible in flight. "The consequences could be catastrophic.""

Þeir eru í raun og veru að segja - að vél sé líklegri að farast, ef slíkt tæki lendir í sjálfsíkviknun ef það er stattsett í farangurstösku í farangursgeymslu niðri í lest flugvélar -- ef í handfarangri séu flugliðar með þjálfun í því að slökkva smáelda með handslökkvitækjum ef slíkur eldur kviknar í farþegarými; og ættu að geta brugðist fljótt við.

Þetta er eina ákvörðunin sem Trump gat hreykt sér af svo ég hafi getað fundið út.

 

Niðurstaða

Stundum finnst mér -twít- Trumps gersamlega óskiljanleg, ef maður gerir tilraun til að hugsa þau í röksamhengi -- en ég kem ekki auga á nokkurn skynsaman tilgang í því fyrir Trump, að hreykja sér af ánægulegum skorti á flugóhöppum á sl. ári.

En það getur vart verið að nokkur heilvita maður trúi því að sú útkoma sé í raun og veru Trump að þakka -- einn grínisti þakkaði Trump fyrir fókus sinn á flugöryggi og bað hann að beina sjónum sínum næst að skógar- og kjarreldum innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

  Heill og sæll.

Ef til vill hefur Trump, verið með hugann við víðara samhengi.

Efnahagurinn hefur batnað, hann hefur skorið mjög niður fjárveitinga til fóstureyðinga.

Trump hefur beitt sér fyrir því sem hann telur að sé til góðs,

það er gerir allt sem hann getur til að bæta veröldina,

eins og skilningur hans leifir.

Enginn getur gert betur.

Til að skilja þessa hluti verðum við að skoða hvað okkar bestu menn voru að reyna að kenna okkur

Þá er það Jesú, og svo Niokla Tesla.

Það hjálpar að lesa þetta viðtal við Nikola Tesla frá 1899.

slóð

Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

og þetta hér

6Nei, sú fasta sem mér líkar
er að leysa fjötra rangsleitninnar,
láta rakna bönd oksins,
gefa frjálsa hina hrjáðu
og sundurbrjóta sérhvert ok,
7það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu,
hýsir bágstadda, hælislausa menn
og ef þú sérð klæðlausan mann, að þú klæðir hann
og firrist ekki þann sem er hold þitt og blóð.
8Þá brýst ljós þitt fram sem morgunroði
og sár þín gróa skjótt,
réttlæti þitt fer fyrir þér
en dýrð Drottins fylgir eftir.
9Þá muntu kalla og Drottinn svara,
biðja um hjálp og hann mun segja: „Hér er ég.“
Ef þú hættir allri undirokun þín á meðal,
hættir hæðnisbendingum og rógi,
10réttir hungruðum það sem þig langar sjálfan í
og seður þann sem bágt á,
þá rennur ljós þitt upp í myrkrinu
og niðdimman kringum þig verður sem hábjartur dagur.
11Drottinn mun stöðugt leiða þig,
seðja þig í skrælnuðu landi
og styrkja bein þín.
Þú munt líkjast vökvuðum garði,
uppsprettu sem aldrei þrýtur.
12Menn þínir munu endurreisa hinar fornu rústir,
þú munt reisa við undirstöður fyrri kynslóða
og þú verður nefndur: múrskarðafyllir,
sá sem reisir byggð úr rústum.

000

Til að við höfum vit til að vilja lesa þetta hér á undan,

Þá verðum við að skoða eðlisfræðina.

Nikola Tesla, sagði að allt væru geislar, svo skoðum við rúmið, sem er fullt af eter, nú notað fullt af súpu.

Þessi geisla súpa, er einhverskonar þrívíður sjónvarps skjár.

Þegar við horfum á skjáinn, þá sjáum við ekki eterinn, súpuna, eða geislana.

Þegar við horfum á skjáinn, geislana, þá sjáum við punkta á geislunum í þrívídd.

Á tölvuskjánum og sjónvarpinu, sjáum við lita punktana á skjárfletinum, og skinjum punktana sem mynd.

Við skoðum aftur þrívíða geisla skjá rúmið.og punktana á því skynjum við punktana sem þrívíða mynd.

Þá spyrjum við að því, hvaðan koma punktarnir, hver setur punktana, þannig að við skynjum myndina.

Hér þarf að koma meira.

Við leikum okkur að því að hugsa, er þetta tölvuflaga, og er allt lífið, veröldin einn tölvukubbur?

Auðvita er þetta leikrit, þroska leikrit, skapað til að gera okkur kleift að byggja upp veröldina.

Við getum ekki byggt upp, meira en við getum hugsað.

Þá komum við aftur að nústaðreyndatrúarmanninum, sem leitast við að standa í stað, eða að gleyma og þá verður afturför.

Skaparinn í okkur, leitast við að leita lausna út í ljósið og litina, hann stráir í kringum sig blessun og gnægð.

Nú verð ég að hlaupa.

Egilsstaðir, 03.01.2018  Jónas Gunnlaugsson


 


 

Jónas Gunnlaugsson, 3.1.2018 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 263
  • Frá upphafi: 857737

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband