Ætti Ísland að prófa Tezla trukka?

Loforðin sem Musk gaf voru þau að hámarksdrægi væri liðlega 800km. fyrir langdrægari útgáfuna en - fullyrðing Musks sem sennilega hefur vakið einna mesta athygli, er væntanlega að unnt sé að hlaða rafhlöðupakkann á einungs 30 mínútum, fyrir 640km. drægi.
--Sem væntanlega mundi ekki vera of langt fyrir dæmigert stopp til að fá sér matarbita fyrir bílstjóra.

Skv. umfjöllun Bloomberg: Elon Musk touted ranges and charging times that don’t compute with the current physics and economics of batteries

Gengur þetta lengra en mögulegt er miðað við núverandi þekkta rafhlöðutækni annars vegar og hins vegar þarf mun öflugari hleðslutæki en nú séu í notkun, ca. 10-falt hraðvirkari.
Hinn bóginn, fullyrðir umfjöllun Bloomberg ekki að Musk fari með staðlausa stafi, þeir benda einfaldlega á að til þess að þetta gangi upp - þurfi Musk að hafa eitthvað uppi í erminni sem hann hafi ekki enn gefið upp.

Ef Tezla hafi náð árangri í þróun rafhlaða umfram þær hlöður sem séu til sölu í dag, hafandi í huga að framleiðsla hefst 2019 og sennilega fá flestir kaupendur sem panta bíl í dag ekki farartækið fyrr en ca. 2020 - að innan þess tíma sé alveg hugsanlegt að Musk geti efnt þau loforð.

--Auk þessa fullyrðir Musk að trukkurinn hafi sambærilega burðgargetu og dísiltrukkar.
--Þó bent hafi verið á að til að ná 800km. drægi, þurfi rafhlaðan líklega að vega nokkur tonn - m.ö.o. vera þyngri töluvert en vegur þyngd stórrar dísilvélar og eldsneytistanks fullur af dísil.

Hinn bóginn, segir aðili sem hefir tekið þátt í þróun Tezla trukksins, að tölur Musks standist: Tesla Semi test program partner says that performance specs are for real.

Það getur vel verið að tilraunaeintök í prufu hafi tilraunaútgáfur af rafhlöðupökkum, sem innihalda að einhverju leiti - bætta tækni samanborið við rafhlöðupakka áður í boði.

Elon Musk og Tezla Semi

https://www.dailybreeze.com/wp-content/uploads/2017/11/1117_nws_tdb-l-tesla-semi-1117186.jpg?w=620

En ef maður gefur sér að fullyrðingar Musks standist!

Þá virðist alveg full ástæða til þess að íslenskur aðili geri tilraunir með Tezla trukk - en skv. fréttum hafa nú nokkur stór fyrirtæki ákveðið að kaupa í tilraunaskyni fjölda sem nálgast 300stk. -- sem er auðvitað dropi í hafið miðað við framleiðslu per ár í Bandar. sem kvá vera yfir 200þ. trukkar per ár.

Can the Tesla Semi perform?

En það virðist tilgangur fyrirtækjanna - að kaupa lítinn fjölda í tilraunaskyni.

  1. En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með rafvæðingu íslenska bifreiðaflotans.
  2. Þá augljóslega blasir það við að full ástæða er til að hefja tilraunir sem fyrsta með rafmagnsdrifna trukka.

En drægið, ef þær tölur standast, ekki síst þetta með 640km. drægi eftir 30 mínútur í hleðslu -- þá er a.m.k. drægi fullkomlega praktískt miðað við íslenskar aðstæður.

Skv. Tezla fyrirtækinu er trukkurinn ákaflega öflugur -- virðist verulega aflmeiri hvað tork varðar en gerist og gengur með dísiltrukka.

Það ætti auðvitað að veita honum mjög gott afl í brekkum -- sem og auðvitað gott afl við erfiðar aðstæður, t.d. þunga færð.

Ég held að enginn bílstjóri muni taka því illa -- að hafa meira afl.

--Trukkurinn á að vera 20 sek. í hundraðið fullhlaðinn, 36 tonn.
--Sem væntanlega þíðir, að fullhlaðinn fylgir hann fullkomlega umferðarhraða og tekur af stað í takt við hröðun venjulegra bílstjóra sem ekki eru að flíta sér, ætti að halda algerlega hraða upp flestar brekkur.

Þó það ætti eftir að koma í ljós, hve mikið mundi ganga á rafhlöðu ef aflið væri notað með þeim hætti.

 

Niðurstaða

Ekki er hægt að neita því að mikilvægur kostur rafvæðingar umferðar, væri sparnaður í eldsneytiskaupum. Um það munar þjóðfélagið örugglega töluvert - fyrir utan auðvitað minnkaða loftmengun.

Hvor tveggja markmiðin eru út af fyrir sig góð, burtséð frá alþjóðamarkmiðum tengd loftslagi.

En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með grænt Ísland 2040 - sannarlega þarf að drífa í því að keyra á rafvæðingu bílaflotans; trukka ekki síður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafvæðing Íslenska bílaflotans, eru náttúrulega afglöp.  Vegna þess, að þetta er framleiðsla Íslensks iðnaðar og á að vera útflutningsvara og ekki "brenna" upp innanlands.

Ísland var á réttri leið, þegar þeir hófu tilraunir með vetni. Vetni er í gas-formi, í öllum tilvikum á Íslandi.  Þar sem CNG og LNG verða erfiðara með vik, þar sem suðupunkturinn er um 0 og -20 gráður.  Vetni er einnig afurð við ýmsar aðstæður á Íslandi, og því hægt að bjóða upp á það.  Öll önnur form, eru "kostnaður" fyrir Íslendinga.

Og það að Íslenskir ráðamenn, vilji gera Íslendinga "skulduga" á þennan hátt, eru afglöp.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 10:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, hvaða bull er þetta - rafmagn er framleitt hér. Vetni þarf að búa til með rafmagni.

Síðan er suðumark vetnis: - 253,15°C.
Ekki -20°C.

Vetni er vökvi annars vegar við lægra hitastig en - 253,15°C eða ef þ.e. varðveitt undir þrýstingi í tönkum.

Að nota íslenskt rafmagn til að knýja rafbíla skapar í engu aukinn innflutning umfram það að - kljúfa vetni frá súrefni með rafgreiningu vatns, og síðan brenna vetninu.

Í báðum tilvikum er notast við íslenskt rafmagn.
--En mun skilvirkara og hagkvæmara að nota rafmagnið með beinni hætti til að hlaða rafgeyma.

Annars vegar er tæknin mun einfaldari í meðförum, hún er ódýrari, og ekki síst að þ.e. alltaf orkutap þegar verið er að kljúfa vatn síðan brenna vetninu - því tækin sem notuð eru, eru aldrei 100% skilvirk.

Þegar aftur á móti rafmagn er notað beint á rafbíl - er orkutap nákvæmlega ekki neitt.
--Skilvirknin er m.ö.o. stórfellt betri.
------------------
Ég mælist þess til við þig að þú kynnir þér grunnstaðreyndir áður en þú gerir þig kjánalegan aftur.
En maður lærði það í gaggó í eðlisfræði þar hvert suðumark vetnis er.
Flestir eiga að hafa lært það atriði í gaggó.

Kv.


Einar Björn Bjarnason, 20.12.2017 kl. 15:21

3 identicon

Ég var ekki að tala um suðumark vetnis, heldur metans.  Suðumark vetnis, er einmitt það sem gerir það svo hagstætt fyrir Íslenskar aðstæður (að mínu mati).

Hvað varðar "rafmagn" á Bíla ... þá verð ég að viðurkenna, að það er mjög gott mál og kanski besta lausnin.  Ég sé bara eitt vandamál í því, í fyrsta lagi kuldinn ... og í öðru geymsla á rafmagni, til að "tanka".  Ef þú notar vetni, er hægt að nota "umfram" orku, sem aldrei nýtist.  En ef þú notar rafmagn, notarðu "production" orku, sem er söluvara.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 16:41

4 identicon

Sjáðu dæmið svona, þegar rafmagn er framleitt í fallvötnum þá er kanski 95% af rafmagninu notað (við bestu adstæður).  Íslenskir bílar, nota kanski 5% af þjóðarframleiðslunni ... það þýðir ekki að nýting rafmagns frá fallvötnum fari í 100%, heldur er áfram um 95%.  Rafmagnið, sem notað er ... er tekið úr spennunni á línunni ... ekki "efficiency" við framleiðslu á vörunni.  "Spill" energy, er síðan hægt að nota við vetnisframleiðslu.  Þá færi "nýting" á rafmagninu kanski upp í 96%, en framleiðslan á vetni er stöðug og hægt að geyma hana betur en rafmagn.

Vetnismótor er líka sprengimótor.  Þó svo að "rafmagns" mótor er góður, þá er hann hvergi nærri jafn nýtanlegur og sprengimótorinn.  Tesla hefur náttúrulega breitt dæminu svolítið, en það er enn sem komið er enginn "reynsla" af Tesla, en það er yfir hundrað ára reynsla á sprengimótor.

Síðan förum við að "hlaðningu".  Ætlarðu að keyra hringinn í kringum landið, og stoppa á hverja 150km til að hlaða bílinn í klukkutíma.

Vetnisbíll hefur nálægt sama "range" og bensín bíll, og betra en gas bíll.  Rafmagns bíll, er gersamlega óhagstæður við slíkar aðstæður.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 16:59

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, Þ.e. engin leið að búa til nægilegt magn af metan fyrir allan bílaflotann.

Kuldi er ekki vandamál fyrir "Lithium-Ion" rafhlöður - þær eru þvert á móti skilvirkarði því kaldara sem er. Þá þarf að eyða minna rafmagni til að kæla þær. Ef kælibúnaður bilar getur kviknað í þeim - eins og frægt er.

Þú ert ekki að skilja hvaða skilvirkni er átt við -- til að framleiða vetni, þarf að kljúfa súrefni frá vetni og það ferli er aldrei 100% skilvirkt - síðan er orkunýtni bílvélar langt undir 100%.
--En orkuskilvirkni er miklu hærra hlutfall, þess rafmagns sem notað er á rafbíl þá er orkutap þess rafmagns sem notað er -- miklu minna.

Geymsla á vetni er alls ekki ódýr - heldur kostnaðarsöm. Það þarf að vera undir þrýsting, sem þíðir að sambærilegur vetnisgeymir er annað af tvennu miklu þyngri en sambærilegur bensíntankur eða miklu smærri - því vetnisgeymir þarf miklu meiri styrk; síðan getur hann sprungið við tilteknar aðstæður því þetta er undir verulegum þrýstingi - mun varasamara í eldi t.d.
------------------

Þegar eru í framleiðslu rafbílar er fara 300km. á hleðslu - Musk lofar því að vörubíllinn hans fari 800km. á hleðslu á fullhlöðnum geymi en það sé unnt að ná fram yfir 600km. drægi með einungis hálftíma hleðslu.
--Þ.e. meira en nóg fyrir akstur þvert yfir landið með einu stoppi.

Á nk. áratug munu rafbílar hafa sambærilegt drægi við bensínbíla í dag.
--Allir ókostir sem þú getur nefnt eru að hverfa með bættri rafhlöðutækni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.12.2017 kl. 23:09

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er auðvitað snilld ef að bíllinn virkar eitthvað nálægt því sem Tesla segir.

Í raun þarf flutningabíll sem keyrir á Íslandi ekki að hafa nema ca 400 Km drægi.

Ég held að lengsta vegalengd sem flutningabíll keyri sé frá Reykjavík til Neskaupstaðar,en það er um 700 KM

Á leiðinni ber bílstjóranum skilda til að hvíla í að minnsta kosti einn klukkutíma. Hann gæti því hvílt á hleðslustöð á miðri leið og endurnýjað orkubyrgðirnar,sennilega að fullu.

Þér þætti ekki ólíklegt að svona bíll færi leiðina á styttri tíma af því hann hefur hraðara upptak en dísilbíll, en á austurhluta leiðarinnar þarf hann oft að hægja niður.

Ástæðan fyrir að þessir bílar eru lítið þyngri er væntanlega sú að í rafmagnsbílnum er enginn dísilmótor og engin  drifrás,en drifrás og vél í fullorðnum flutningabíl er líklega ekki langt frá að vera 4 tonn.

Ef verðið er skikkanlegt er þetta bara snilld. 

.

Og svo langar mig að koma Rússum vinum mínum aðeins að.

 Í stórborgum Rússlandds hafa lengi verið strætisvagnar sem eru knúnir rafmagni sem þeir fá frá loftlínum. Þessir vagnar eru afar hagkvæmir af því þeir eru léttir og nota ódýra orku.

Gallinn við þá er að þeir eru bundnir við ákveðnar akgreinar og geta ekki farið út af stofnvegum inn í hverfin.

Nú eru þeir búnir að finna lausn á þessu ,sem er komin á götuna.

Þeir hafa sett lítil battery í þá.

Þegar vagninn þarf að skifta um akgrein,fara gegnum slaufur eða fara inn í úthverfi ,aftengist hann sjálfkrafa frá loftlínunum og getur keyrt allt að 60 Km án þess að vera tengdur.

Þegar hann kemur svo aftur inn á stofnbraut ,tengist hann sjálfkrafa línunum.

Þetta er bara snilld.

Vagninn verður ódýrari en hefðbundinn dísil eða rafhlöðuvagn af því að hann þarf bara lítið battery. Hann er líka léttari en hefðbundnir vagnar og notar því minni orku og hann getur keyrt endalaust án þess að hlaða hann ,af því að hann er alltaf að hlaða sig þegar hann er á stofnbrautum og á endastöðvum.. Ég hugsa að svona vagn mundi henta afar vel í Reykjavík þar sem hverfin eru frekar lítil og vagninn oft á stofnbrautum.

Þegar kemur svo að endurnýjun er bara verið að endurnýja lítið battery en ekki einhvernn risa pakka.

.

Það væri meira að segja hægt að hugsa sér að taka þetta lengra. Með því að setja svona hleðsluvíra á ca 150 Km fresti á þjóðvegi 1 Og vestfjarðaleiðunum, mætti minnka batteriapakkann í flutningabílnum þannig að hann væri að keyra með meira af vörum ,en minna af batteryum. Hann er þá líka ekki lengur háður einhverjum sérstökum stöðum til að stoppa og hefur alltaf rafmagn ef hann þarf að víkja út af aðalveginum inn á staði eins og Hornafjörð t.d. Enginn tími fer til spillis til að hlaða.

Bíllinn yrði svo ódýrari í innkaupum og líka í viðhaldi.

Borgþór Jónsson, 20.12.2017 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 856026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband