19.12.2017 | 01:03
Kína skilgreint strategískur keppinautur í nýrri stefnuyfirlýsingu um framtíðar öryggi Bandaríkjanna
Fyrir áhugasama - hlekkur á texta plaggsins: National Security Stragegy of the United States of America, December 2017.
Skjalið sjálft er greinilega skrifað af embættismönnum og er - ef út í það er farið - ekki sjokkerandi; nema fyrir það sem vantar í það.
En í því er ekki eins og var í tíð Obama - hnattræn hlýnun skilgreind sem alvarlegt framtíðar öryggisvandamál fyrir Bandaríkin, heldur fjallað um hlýnun undir lið sem fjallar í grunninn um fyrirhugaða sókn Bandaríkjanna í orkumálum; m.ö.o. í kafla með áherslu á auðlyndanýtingu.
En enginn vafi getur verið að hlýnun af mannavöldum er alvarlegt framtíðar öryggismál fyri Bandaríkin -- t.d. skilgreinir PENTAGON hnattræna hlýnun af mannavöldum með slíkum hætti.
Ræða Trumps sjálfs virtist mun "aggressívari" en texti skjalsins, sjá videó:
Umfjöllun fjölmiðla:
Trump sets out national security strategy of principled realism and global competition
Trump labels China a strategic competitor
President Trump Stresses 'America First' in National Security Strategy Speech
Ég er eiginlega sammála greiningu þessa manna:
"Nicholas Burns, a Harvard Kennedy School professor and senior State Department official." - "He is right about the philosophical point but all his practical policies undercut it," -
"C. Fred Bergsten, veteran trade expert at the Peterson Institute of International Economics, agreed." - "Theres a germ of truth in what he says," - "Bergsten conceded. U.S. policy has failed to choke off intellectual property theft, especially in China." - "...his overarching point that these are terrible [trade] deals, that they adversely affect U.S. economic interests, hes never offered a shred of proof of that."
Trump viðhefur "confrontational" aðferðafræði - sem virðist fyrst og fremst, skaða hans eigin yfirlýstu markmið.
Og ákvörðunin um að hætta í - TPP - hafi verið augljós mistök.
En hlutverk - TPP - var einmitt að veita mótægi við vaxandi áhrif Kína í alþjóðaviðskiptum.
TPP - átti að festa í sessi viðskiptareglur er væru bandarískum fyrirtækjum hliðhollar.
--Hinn bóginn, virðast aðrar aðildarþjóðir samkomulagsins ekki hafa sjálfar afskrifað það, heldur staðið í samningum sín á milli þ.s. þætti þurfti að endurskrifa er Bandaríkin gengu út; og virðast stefna að því að samningurinn gildi þeirra á milli.
--Er skapar þann tæknilega möguleika að Bandaríkin gangi aftur inn síðar, en þá væri hann auðvitað ekki eins aðlagaður að hagsmunum bandarísku fyrirtækjanna og hann hefði verið.
- En punkturinn er, að útgangan var ókeypis gjöf til Kína.
Skilaboð til landa við Kyrrahaf, að Bandaríkin væru ekki að veita samkeppni á sviðum viðskipta við Kína.
Það megi því velta því fyrir sér, þ.s. hin nýja stefnuyfirlýsing bandaríkjastjórnar talar um að auka áhrif Bandaríkjanna í viðskiptum; hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna hyggst ná því markmiði.
En fram að þessu er eina landið sem ég veit til að hefur íhugað alvarlega tvíhliða viðræður við ríkisstjórn - Trumps; Bretland.
Það virðist lítill vilji þjóða almennt að prófa það módel, þó Trump hafi talað það upp.
Fjölþjóða-samningamódelið virðist komið til að vera.
Hvort sem Trump líkar betur eða verr!
Og þá geta Bandaríkin einfaldlega ekki - ráðið öllu.
Niðurstaða
Málið með Trump og fólk á svipuðum skoðunum - er að það fólk er í raun og veru að hengja bakara fyrir smið. M.ö.o. er þetta klassíska forna aðferðin að setja sökina á útlendinga, af vanda sem er í raun og veru orsakaður heima fyrir!
Með því, að beina sökinni út á við, beina reiði annað - þá stundum vonast menn til þess að komast hjá því að breyta því sem þyrfti að breyta ef laga ætti það vandamál sem viðkomandi segist vilja fást við.
En viðskiptahalli Bandaríkjanna - hefur mest að gera með þá stöðu dollarsins að vera helsta viðskiptamynnt heimsins, en það kallar á stöðugt útstreymi dollara frá Bandaríkjunum - til að viðhalda nægu flæði dollara um alþjóðakerfið.
Málið er að viðskiptahallinn er ekki - endilega galli, vegna stöðu dollarsins. Þar sem á meðan að alþjóðleg viðskipti fara stærstum hluta fram í dollar. Þá helst það ástand - vegna þess að önnur lönd sjálf stunda dollaraviðskipti - að þær eru tilbúnar að selja Bandaríkjunum sinn varning í dollurum.
Meðan að dollarinn hefur þá stöðu - fylgir viðskiptahalla Bandaríkjanna nákvæmlega engin hætta, akkúrat engin. En meðan njóta bandarískir neytendur þess hagræðis, sem raunverulega þvert á fullyrðingar Trump eykur lífskjör Bandaríkjamanna verulega umfram það ástand sem annars væri; að geta keypt varning þaðan sem hann er ódýrast fenginn.
--En um leið og þetta þægindaástand hætti, ef það þíddi að Bandaríkin sjálf yrðu að greiða fyrir innflutning með gjaldeyri - þá umpólaðist rökrétt hættumatið í sambandi við innflutning, þ.s. þá gæti hann skapað skuldir í gjaldmiðlum sem Bandaríkin geta ekki prentað.
--Hversu stór viðskiptahallinn er stjórnast þá fyrst og fremst af efnahag Bandaríkjanna, þ.e. því meiri hagvöxtur - því hærri er dollarinn gagnvart öðrum gjaldmiðlum; sem eykur sjálfkrafa viðskiptahallann sem þá sjálfrkrafa eykur útflæði dollara inn í alþjóðahagkerfið frá Bandaríkjunum.
Aðrar þjóðir gjarnan nota þá útflæddu dollara til kaupa á eignum innan Bandaríkjanna, m.ö.o. erlend fjárfesting.
En staða dollarsins - að dollarar stöðugt flæða frá Bandaríkjunum - örugglega er einnig stór þáttur í því hvers vegna Bandaríkin yfirleitt fá mjög mikla erlenda fjárfestingu.
- Það má segja Bandaríkin sjálf fjármagni mikið til þá fjárfestingu með sínum viðskiptahalla.
--Fái þannig viðskiptahallann töluvert til baka.
Ég er m.ö.o. í öllum meginatriðum fullkomlega ósammála Trump og hans fylgismönnum, um meinta skaðsemi erlendra viðskiptasamninga fyrir bandarískt efnahagslíf og almenning.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En enginn vafi getur verið að hlýnun af mannavöldum er alvarlegt framtíðar öryggismál fyri Bandaríkin"
Að hvaða leiti?
Þessar hugmyndir þínar, eru svo heimskulegar ... að þær eru á borð við "UFO" hugmyndir þínar áður. Að vísu ekkert DING-A-LING ... en alveg út í hött.
Þú býrð á eldfjallaeyju, og átt að þekkja eitthvað til um það ... og heldur að fólk sem reki við, séu vandamál. Ertu virkilega svo illa gefinn, að þú heldur að þú sért Guð almáttugur og að rekaviðafýlan af þér reki út um allan himingeiminn?
Eitt gos, spúir meiri eitri en allt mankynið hefur gert om allan lífaldur þess.
Ef þú heldur ennþá að "menn" séu vandamálið, og hvað þeir reka mikið við ... þá geturðu lagt þitt af mörkum og ...
A) Hætt að eiga börn.
B) Hoppað fram af næsta tindi.
Fyrir utan A og B, ætlast þú til þess að hálfur heimurinn svelti, eða frjósi í hel ... af því þú HELDUR að þú sért GUÐ almáttugur?
Nei, vinur vors og blóma ... nýting orku auðlinda, til að tryggja líferni fólks er miklu meira atriði ... heldur en klikkun þín, þar sem þú heldur að rekaviðafýlan af þér, reki um víðan alheim. Sem hefur ekki einu sinni lagt skilning á meir en 2000 ára gamla heimspeki. Hvað þýðir Calculus? Steinar, og bendir þér á að þú sért "að telja völur". í Alheiminum ertu ekki einu sinni sandkort, og þú heldur að þú "sandkornið" sért ástæða þess að sandstormar eigi sér stað.
Vandamálið, Einar ... er "ekologiskt" og ekki "rekaviðafýlan" (CO2) af mér eða þér, heldur offjölgun mankyns ... og þeir sem ekkert leggja af mörkum, fjölga sér mest.
Þetta er, og verður vandamálið.
Kreppuannáll (IP-tala skráð) 19.12.2017 kl. 06:09
Kreppuannáll, ef þú rökstyddir nokkurn skapaðan hlut.
"Eitt gos, spúir meiri eitri en allt mankynið hefur gert om allan lífaldur þess."
Þ.e. þvættingur -- rannsóknargögn vísindamanna hafa sannað fullkomlega að "CO2" gildi í dag eru þau hæstu í 800þ. ár -- yfir sama tímabil hafa orðið þúsundir eldgosa stór sem smá.
Vandi með gaura eins og þig -- hugmyndirnar virðast ekki byggja á upplýsingum.
"Fyrir utan A og B, ætlast þú til þess að hálfur heimurinn svelti, eða frjósi í hel"
Og þú talar um rugl og kemur fram með setningu sem slíka.
"Nei, vinur vors og blóma ... nýting orku auðlinda, til að tryggja líferni fólks er miklu meira atriði"
Kynntu þér staðreyndir máls -- áður en þú tjáir þig næst. Blind dæling á CO2 í lofthjúpinn -- er ekkert minna en stærsta ógnin við siðmenningu mannkyns til staðar þessa stundina; fyrir utan kjarnorkuvopn.
Að sjá ekki að um stórfellda vá er að ræða --- lísir annað af tvennu, að viðkomandi hefur aldrei kynnt sér málavexti, eða viðkomandi hefur einungis kynnt sér hugmyndir bullara á netinu er halda fram þvættingi.
Sbr. fullyrðingu þína að eitt eldgos skipti meira máli -- þegar rannsóknargögn mæling á efnasamsetningu lofthjúps yfir sl. 800þ. ár hefur fullkomlega sannað annað, svo enginn vafi geti verið um.
-------------------
800,000-year Ice-Core Records of Atmospheric Carbon Dioxide (CO2)
Ice core basics
Að mínu mati fela þessar 2-myndir í sér fulla óhrekjanlega sönnun!
Einungis einstaklingar í sterkri afneitun, geta efast um sannleiksgildi gróðurhúsahitunar af manna völdum - úr þessu!
--Ítreka, fullkomin óhrekjanleg sönnun!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2017 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning