Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ - kallaði eftir samræmdum aðgerðum þjóða heims að bregðast gegn hnattrænni vá, Íran

Það hefur verið ljóst síðan Trump í samsæti með samtökum gyðinga rétt fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum haustið 2016 og sagði Íran helsta útbreiðsluaðila hryðjuverka í heiminum -- að Donald Trump tæki algerlega hlið Saudi Arabíu, Persaflóa Araba og Ísraels í deilum þeirra landa við Íran.
--Þar með að hann kysi að standa með Súnní Arabaríkjum gegn Shítum í trúarstríði sem hefur vaxandi mæli skekið Mið-Austurlönd.
--Megin fókus þeirra átaka hefir verið átök Írans og Saudi Arabíu - og proxy átök bandamanna Írans ásamt Íran - við bandamenn Saudi Araba og Saudi Arabíu.
--Kalt stríð sem samtímis er trúarstríð.

In first, U.S. presents its evidence of Iran weaponry from Yemen

Missile debris 'proof' of Iran's UN violations

 

Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum

http://a.abcnews.com/images/US/nikki-haley-iran-01-rtr-jc-171214_v3x2_12x5_992.jpg

Haley var með fréttamannafund í flugskýli bandaríska flughersins rétt utan við Washington DC

Þar hvatti hún þjóðir heims til sameiginlegs átaks gegn Íran. Að baki henni mátti sjá málmhluti sem hún sagði leyfar margvíslegra íranskra vopna. Sem Íran hefði dreift m.a. til Húthí hreyfingarinnar í Yemen. En nýverið hafa Saudi-Arabar tvisvar skotið niður flugskeyti sem stjórnvöld í Riyadh hafa sagt hafa verið sköffuð Húthí hreyfingunni af Íran.

Íran hefur alltaf hafnað slíkum ásökunum!

  1. "Under a U.N. resolution that enshrines the Iran nuclear deal with world powers, Tehran is prohibited from supplying, selling or transferring weapons outside the country unless approved by the U.N. Security Council."
  2. "A separate U.N. resolution on Yemen bans the supply of weapons to Houthi leaders."

Haley er að vinna því fylgis innan Sameinuðu Þjóðanna - að samþykktar verði nýjar alþjóðlegar refsiaðgerðir gagnvart Íran.

Ég er viss að hún verður daufheyrð - en Rússland mundi án nokkurs vafa beita neitunarvaldi gegn ályktun af slíku tagi. Kína mundi sennilega einnig það gera!

Ég efa fremur en hitt að Evrópulönd - fyrir utan hugsanlega Frakkland undir Macron og Bretland undir May - taki undir slíka kröfu. Enda Saudí-Arabía ekki endilega vinsæl í Evrópu. Og ríkisstjórn Trumps er það ekki heldur.

Fyrir utan það, að í 3-ár hefur Saudi-Arabía háð mjög blóðugt stríð í Yemen þar sem gríðarlegt tjón hefur verið unnið með loftárásum á menningarverðmætum þar á meðal verðmætum á lista SÞ-yfir alþjóðlega mikilvæg fyrir mannkyn allt, söguleg menningarverðmæti.

Fyrir utan að manntjón almennra borgara í þeim loftárásum hefur verið mikið.

  • Hafandi í huga að ekkert manntjón hefur enn orðið í Saudi-Arabíu af völdum þeirra flugskeyta - þá er samúð mín með kröfu Nikki Haley ekki gríðarleg.
  1. Auk þessa sé ég ekkert gott líklegt hafast upp úr því, ef Evrópa mundi eins og ríkisstjórn Trumps greinilega er að gera.
  2. Taka hlutdræga afstöðu með öðrum deiluaðilanum - í trúarstríði innan Mið-Austurlanda.

Hættan á hryðjuverkum í Evrópu er næg fyrir - svo menn fari ekki að tryggja óvináttu Shíta gagnvart Evrópu af óþörfu. Ég er ekki að tala um - að styðja frekar Íran.

Heldur hlutleysi - að halda sér frá öllum beinum afskiptum af trúarátökum milli Múslima á svæðinu. Nema hugsanlega að bjóða - milligöngu ef möguleiki til þess gæti skapast.

  • Síðan auðvitað er enn til staðar töluvert vantraust gagnvart slíkum sönnunarfærslum af hendi Bandaríkjamanna - í minningu fullyrðinga Bush stjórnarinnar á sínum tíma, ófrægir fréttamannafundir Powells koma upp í minningunni.

Ég er ekki að segja að þetta sé allt örugglega lýgi.
Það geti vel verið að Íran sé að senda vopn til Hútha - ekki endilega ótrúlegt.
En ég get ekki séð það sem verri glæp - en stríðsglæpi Sauda og bandamanna Sauda í Yemen.
--M.ö.o. sé ég ekki meintar eða raunverulegar vopnasendingar Írana sem næga ástæðu til að taka undir kröfu Haley, alls ekki.

 

Niðurstaða

Trump hefur endurvakið stöðu Írans sem óvinar númer 1 - í samhengi Mið-austurlanda, sem viðhöfð var í forsetatíð George Bush. Ekki virðast miklar líkur á beinni hernaðarárás gegn Íran. En mjög greinilegt er þó hvernig Trump tekur algerlega án sjánalegs fyrirvara undir málstað Saudi Araba og Ísraels gegn Íran. Að ríkisstjórn Trumps virðist miklu mun líklegri til að kynda undir - trúarstríðinu innan Mið-Austurlanda, en að gera tilraun til þess að settla málin; sem virtist vera langtíma stefna sem Obama vildi stefna að.

Þetta gerir auðvitað að engu þann möguleika er virtist til staðar um hríð í forsetatíð Obama - að Vesturlönd og Íran, gætu sæst.
En eina leiðin til að binda endi á átökin er skekja Mið-Austurlönd, er stór sátt milli megin fylkinganna.
--Að taka gagnrýnislaust upp málstað annarrar fylkingarinnar gegn hinni, hefur þveröfug áhrif að kynda undir þeim átökum.

Trump er greinilega ekki sá friðarins maður sem sumir stuðningsmenn hans sögðu hann vera!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt! Ég sagði þér á sínum tíma, "það sem hann segir er rétt, en þetta er ekki maðurinn til að framkvæma það".

Nú áttu að geta séð, út frá þessum rökum þínum ... að baki ISIS standa bandaríkjamenn, Israel og Saudi Arabía. Það er engin tilviljum að vopn hafa lent í höndunum á þeim.  Og öll þessi "sönnunargögn", sem bandaríkjamenn sína eru tekin í Sýrlandi. Bandaríkin eru hér að skapa sér "Causus Belli"

Þess vegna hefur Trump tapað fylgi, því þeir sem kusu er almennir borgarar sem vilja ekki stríð lengur.

Síðan vil ég benda þér á, að kalla ekki það fólk sem stendur að baki Trump, gyðinga.  Því þeir eru EKKI gyðingar, nema að nafninu til.  Þú mátt kalla þá Zionista, eins og margir gera ... en ef þetta fólk nær sínum vilja, verða hinir raunverulega gyðingar helstu fórnarlömb þeirra. Þess vegna verðurðu að skilja á milli "Zionista" og "Gyðinga", það er ekki sami hluturinn.

Þeir sem standa að baki Trump, eru "Hostis homini generis".

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 15.12.2017 kl. 10:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, sem er auðvitað hvers vegna Bandar. vörðu það miklu púðri í að leggja íslamska ríkið í rúst.
Ehem, ISIS náði þúsundum tonna vopna af íraska hernum 2014 - þ.e. vel þekkt og fullkomlega útskýrir að ISIS hafi beitt bandar. vopnum. Að auki komst ISIS yfir e-h af bandar. vopnum er ISIS lagði undir sig svæði sem hreyfingar er Bandar. höfðu vopnað voru til staðar. Að auki voru einhver tilvik þ.s. aðilar seldu vopn til ISIS.
--En stóra málið var auðvitað er íraski herinn hrundi 2014, en sá her var vopnaður bandar. vopnum.
----------------
Ég nenni ekki svona samsæriskenningadæmum - sem svo auðvelt er að sýna fram á að standast ekki.

Ég held að meira að segja Trump sé ekki svo heimskur að ætla að hvefja stríð gegn Íran.
En ég get haft rangt fyrir mér -- eftir allt saman heimsaksta ríkisstj. Bandar. síðan 1933.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.12.2017 kl. 21:17

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Bandaríkjamenn hafa aldrei gert tilraun til að eyða ISIS. ISIS og Nusra Front eru þeirra tæki til að koma fram stefnu sinni í Sýrlandi og Írak.

Núna er staðan sú að Bandaríkjamenn hafa með ólöglegum hætti hernumið ca 100 ferkólómetra af Sýrlandi ,og inn á því svæði halda þeir vernadarhendi yfir leyfunum af NusraFront og þeim hræðum sem eftir eru af ISIS.

Þetta ólöglega hernám sitt verja þeir af mikilli hörku. Í fyrradag lá við að þeir gerðu árás á Rússneska herþotu sem var að sprengja upp bækistöðvar ISIS.

.

Alveg frá upphafi hefur öllum sem eitthvað fylgjast með,verið ljóst hvað er í gangi. Þegar ISIS réðst inn í Írak á sínum tíma ,aðhöfðust Bandaríkjamenn ekki neitt. Ekki fyrr en þeir höfðu knúið fram stjórnarskifti þar sem þeir notuðu ISIS sem þrýsting. Þegar þeir höfðu knúið fram stjórnarskiftin hófu þeir að smala ISIS til baka inn í Sýrland þar sem meiningin var að auka þrýstinginn á stjórn Assads. Assad must go og allt það.

Bandaríkjamenn héldu svo uppi linnulausum árásum á ISIS í 16 mánuði,án þess að ISIS yrði fyrir nokkru mannfalli,engar bílalestir urðu fyrir skoti,engar olíuflutningalestir urðu fyrir ónæði af nokkurri sort og svo framvegis.

Það var ekki fyrr en ISIS réðist gegn Kurdum sem Bandaríkjamenn aðhöfðust eitthvað. Það eitthvað beindist að því að smala ISIS frá Kurdasvæðunum inn í átök við Sýrlenska herinn.

I nokkrum tilfellum hjálpuðu svo Bandaríkjamenn svo ISIS þegar mikið lá við með því að gera loftárásir á Sýrlenska herinn.

Þegar Bandaríkjamönnum var ljóst að stríðið væri tapað réðust þeir af fullri hörku gegn ISIS á vígstöðvum Kurda ,til að ná undir sig meira landsvæði í Sýrlandi, en jafnvel þá reyndu þeir enn að hjálpa upp á þá með að halda opinni rennu svo ISIS liðar sem voru í Raqqa gætu sameinast félögum sínum í Palmyra til bardaga við Sýrlenska herinn.

Að hluta til virðist þetta hafa farið út um þúfur af því að ýmislegt bendir til að Kurdar muni snúa baki við þeim. jafnvel skila til baka landsvæðum sem tiheyra ekki hefðbundnu búsvæði Kúrda.

.

Bandaríkjamenn gerðu aldrei neinar árásir á Nusra front,enda beindust aðgerðir Nusra eingöngu gegn Sýrlandsher.Þvert á móti kostuðu Bandaríkjamenn ásamt bandalagsþjóðum sínum ,gríðarlega fjölmiðlaherferð til aðstoðar Nusra  sem náði hámarki sínu þegar var verið að eyða þeim í Aleppo. Ég man ekki eftir að hafa séð aðra eins herferð nokkru sinni,enda var gríðarlegu fjármagni eytt í þessa aðgerð á stuttum tíma.

.

Bandaríkjamenn eru viti sínu fjær af heift yfir fullkomlega löglegri íhlutun Rússa í þessi áform. Rússar eru nú búnir að eyða að mestu þeim herstyrk sem Bandaríkjamenn voru búnir að koma sér upp til að ráðast á Íran. Planið var alltaf að lofa ISIS að eflast og etja þeim seinna gegn Íran. Það er nú fyrir bí.

.

Það er því argasta öfugmæli að Bandaríkjamenn vilji eyða ISIS ,hvað þá Nusra Front.

Borgþór Jónsson, 16.12.2017 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband