Skattalækkanir Trump stjórnarinnar líklega munu auka verulega viðskiptahalla Bandaríkjanna - gæti aukið líkur þess að Trump skelli á einhliða verndartollum

Málið er að "Trump team" er svo arfa vitlaust í hagfræði að Hollywood handritahöfunda mundi líklega skorta ímyndunarafl til að skálda upp þá vitleysu - sem er hagstjórnarsýn "Trump team."

En skv. nýjustu fréttum bendir flest til þess að Repúblikönum muni takast ætlunarverk sitt að innleiða verulegar skattalækkanir fyrir árslok - þar á meðal bendi flest til að skattur á fyrirtæki verði settur í 21% í stað 35%: Congress secures tax deal, Trump backs 21-percent corporate rate.

Í fréttum alþjóðafjölmiðla er einnig frétt þess efnis að "US Federal Reserve" eða seðlabanki Bandaríkjanna - fyrirhugi þrjár vaxtahækkanir á nk. ári: Fed flags three more rate rises in 2018.

Til viðbótar er rétt að nefna að núverandi hagvaxtarskeið í Bandaríkjunum - hófst 2015, þó hagvöxtur það ár hafi verið mjög hægur - hafi það verið fyrsta árið eftir kreppuna sem hófst lokaár Bush stjórnarinnar þ.s. hagvöxtur mældist alla mánuði ársins.

Lokaár Obama við völd eða 2016 fór þessi hagvöxtur að kippa við sér, sú hagsveifla hefur síðan haldið áfram - eftir að Trump tók við. En loforð um skattalækkanir hafa aukið bjartsýni atvinnulífsins, þó að eðlilega hafi loforð ein og sér lítil áhrif umfram það.

Jafnhliða hefur dregið úr atvinnuleysi og er það nú orðið -- mjög lágt, miðað við það sem Bandaríkin eiga almennt að venjast: United States Unemployment Rate | 1948-2017 | Data | Chart.

"The US unemployment rate held at 4.1 percent in November of 2017, the same as in October and in line with market expectations. It is the lowest jobless rate since February of 2001."

  1. Höfum í huga að atvinnuleysi var þegar komið í 6% 2016 - hefur síðan haldið áfram að lækka. Þetta er lítið atvinnuleysi miðað við - mjög stórt iðnríki.
  2. "US FED" mun því rökrétt óttast yfirhitun hagkerfisins - á nk. ári af völdum skattalækkananna.

--Það má því reikna með því að vaxtahækkanir "US FED" geti orðið hressilegar.
--Sem rökrétt orsakar þá samsvarandi gengisris dollarsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
--Sem þíðir að sjálfsögðu, bættan kaupmátt dollars gagnvart innfluttum varningi.

Þar með, veruleg aukning viðskiptahalla fullkomlega óhjákvæmileg!

Þetta gæti samt aukið tímabundið hagvöxt, því vaxandi kaupmáttur og innflutningur þíddi líklega -- veruleg neysluaukning innan Bandaríkjanna.
Stærsti einstaki þáttur bandaríska hagkerfisins -- er neysla.

--En nýr "ofurdollar" mundi að sjálfsögðu draga enn frekar mátt úr bandarískum útflutningsfyrirtækjum.
--Þannig vega harkalega að grunn stefnu Donalds Trumps -- sbr. loforð hans um verksmiðjurnar heim.

Hann stendur í margvíslegum deilum við önnur ríki, akkúrat í tilraun að draga úr viðskiptahalla.

 

Á sama tíma er stefna Donalds Trumps að draga úr viðskiptahalla!

Líkur þess að Donald Trump og "Trump team" átti sig alls ekki á ofangreindu samhengi - að skattalækkanir sem líklega leiða til þess að fólk heldur eftir meira af eigin peningum -- mun líklegast leiða til verulegrar aukningar viðskiptahalla; virðast mér yfirgnæfandi.

  1. Viðbrögð Trumps og samningateymis Trumps um viðskiptamál - hafa fram að þessu öll verið á þeim tón; að kenna viðskiptalöndum Bandaríkjanna um viðskiptahallann.
  2. Það virðist því sennilegt að í þeirra hugarheimi - muni þeir líta á gengislækkun annarra gjaldmiðla gagnvart Dollar; af völdum vaxtahækkana "US FED."
  3. Sem sönnun þess, að erlend viðskiptalönd -- séu með "currency manipulation" í gangi, sér í hag. En það virðist alltaf viðkvæði "Trump team" að kenna öðrum löndum um sérhverja þá þróun - sem þeim líst illa á.
  4. Það mun líklega engin áhrif hafa á þá, þó þeim verði bent á hið rétta orsakasamhengi - enda virðist skilningur "Trump team" á efnahagsmálum - hafa sáralítil veruleikatengsl almennt, þeir vera staddir í eigin hugarheimi.

Líklegt virðist að "Trump team" verði sífellt reiðara eftir því sem 2018 vindur fram, er vaxtahækkun eftir vaxtahækkun - hækkar dollarinn stöðugt meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Trump team, muni líklega telja sér trú um - að það þurfi að bregðast við þessari "currency manipulation" viðskiptaþjóða Bandaríkjanna; með því sem "Trump team" líklega mundi álíta - réttmætar varnaraðgerðir.

Ég er að tala um - viðskiptastríð!

Rétt að nefna að viðræður milli samningamanna Trump stjórnarinnar, og Kanada og Mexíkó - hafa staðið mánuðum saman; verið ákaflega eriðar.
Enda "Trump team" með uppi öldungis fáránlegar hugmyndir!

  1. Fyrirtæki hafa t.d. bent á að krafan um 51% "US content" þ.e. íhlutir yrðu meirihluta vera framleiddir í Bandríkjunum -- mundi leiða til þess að mörg fyrirtæki mundu kaupa íhluti frá löndum utan við NAFTA.
  2. Slíkt tel ég trúverðuga hótun, vegna þess mikla eftirlitskostnaðar sem hugmynd "Trump team" mundi fela í sér - en væntanlega treysta þeir ekki fyrirtækjunum að framfylgja þessu án reglulegs eftirlits -- en fyrirtækin mundu sleppa við þann kostnað, ef verksmiðjur í þeirra eigu t.d. í Kína mundu fá íhlutaframleiðslu til sín.
  1. Hugmynd um endurskoðun NAFTA á 5-ára fresti, er sprenghlægileg. En skv. kröfu "Trump team" mundi NAFTA leggjast af - nema þjóðirnar samþykktu á 5 ára fresti.
  2. En slíkt mundi skapa slíka óvissu, að ekkert fyrirtæki mundi þá fjárfesta hvorki innan Bandaríkjanna né í Kanada eða Mexíkó - á grunni NAFTA.

Eðlilega var þeirri hugmynd einfaldlega hafnað. Síðast er ég vissi hafði "Trump team" þá ekki gefið hana upp.

Ríkisstjórn Trumps virðist þegar svo "hostile" gagnvart gildandi viðskiptasamningum.
En "Trump team" kennir viðskiptasamningunum um - viðskiptahallann.

--Þó sannleikurinn sé í reynd sá að viðskiptahallinn sé raunverulega fyrst og fremst, neysla.
--Almenningur velji ávalt ódýrari varninginn - því hærri sem hagvöxtur er innan Bandaríkjanna, því hærri eru seðlabankavextir í Bandaríkjunum.
--Þá verður ódýri varningurinn alltaf sá innflutti.

Með öðrum orðum, bandarískur viðskiptahalli hefur nær eingöngu orsakasamhengi innan Bandaríkjanna sjálfra.
Með því að kenna um slæmum útlendingum sé "Trump team" að hengja bakara fyrir smið.

 

Niðurstaða

Mín skoðun á ríkisstjórn Bandaríkjanna er sú - að sú ríkisstjórn sé sennilega sú allra heimskasta sem við völd hefur verið innan Bandaríkjanna; síðan ríkisstjórn Hoovers forseta 1929-1933 var við völd.

Rétt að ryfja upp að Hoover setti einmitt á verndartolla sem meirihluti hagfræðinga eftir Síðari Heimsstyrrjöld hefur kennt um - hversu slæm heimskreppan á 4. áratugnum varð.

En rökrétt mundi sambærileg ný verndarstefna Bandaríkjanna, einnig hafa bælandi áhrif á hagvöxt í heiminum - og auðvitað samtímis innan Bandaríkjanna.

En einmitt vegna þess, að hagvöxtur í Bandaríkjunum sé stærstum hluta neysludrifinn - þá gæti verndartollastefna snúið hagvexti við í samdrátt á skömmum tíma -- en þá mundu verð á innfluttu hækka í takt við þá tolla.

En vandinn er sá að önnur lönd mundu setja tolla á móti á Bandaríkin -- þannig mundi neysla og útflutningur dragast saman samtímis; alveg eins og gerðist í kjölfar ófrægrar lagasetningar í tíð Hoovers, sbr. Smoot–Hawley Tariff.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að aðgerðir Trumps verði neikvæðar, skulum við biða og sjá. En að kalla stjórnina "heimskasta sem við völd", er náttúrulega alger þversinna.

Eins og oft áður, þá læturðu "tilfinningar" þínar ráða ... þær leiða þig á villigötur, alveg eins og með Putin og Rússa.

Ég er sammála því, að ég er ekki sannfærður um að þetta leiði gott af sér.

En eitt af því, sem þú sérð ekki fyrir þér er að "lán" á Latínu, er "mutuus". Tengt orðinu "mutual".  Vegna þess, að "lán" bindur bæði lántaka, og lánadrottinn. Þetta voru mistök Íslands, 2008 ...

Til að skíra þetta svolítið.  Ef ég á miljón, og ákveð að lána hana út ... þá er það ekki, til þess að fá tilbaka "sömu" miljónina. Heldur til að setja skuldarann í hlekki, og fá "æfilangt" peninga af honum, sem að lokum verðum margfalt hærri upphæð, en miljónin mín littla.

Þetta eru og voru, hin geigvænlegu mistök Evrópu gangvart Rùssum.  Þetta er einnig "svik" Bandaríkjanna gagnvart Evrópu.

Bandaríkjamenn, eru að gera Rússa og Kínverja "sterkari" ... en Evrópa verður æ sífellt veikari.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 19:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, ef þú nennir að hafa fyrir því að rökstyðja eitthvað af þessu, svara ég því kannski.
En ég stend við mína rökstuddu skoðun að ríkisstj. Trumps sé sú heimskasta síðan Hoover forseti var við völd.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2017 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband