Trump leggur mikið undir í stuðning við Roy Moore - er sætir harkalegum ásökunum fyrir kynferðisáreiti, en kosið er um sæti Öldungadeildarþingmanns í Alabama

Roy Moore virðist eins og sniðinn fyrir Donald Trump - en eins og Trump sætir Moore nú ásökunum hóps kvenna, það sama gildir um ásakanir þess hóps kvenna á Moore og um sumt svipaðar ásakanir annarra kvenna á Trump; að meintir atburðir fóru fram fyrir mörgum árum.
--Moore hefur brugðist svipað við og Trump við keimlíkum ásökunum gegn sér persónulega, að þverneita og kalla lygar!

Fyrir utan þetta er Moore óskaplega íhaldssamur - eiginlega afturhald.
Þar um passar hann væntanlega einnig við Trump.

  1. Trump vill banna Transfólki að starfa við bandaríska heraflann.
  2. Moore vill banna hjónabönd samkynhneigðra - er eiginlega andvígur samkynhneigð, vill einnig banna hana.

Fyrir utan þetta er Moore þekktur fyrir að tvisvar hafa verið dæmdur frá embætti sem saksóknari í Alabama af Hæstarétti Bandaríkjanna -- fyrir að neita að framfylgja réttindum samkynhneigðra skv. lögum.

Alabama voters choose senator in race with high stakes for Trump

Prayer, principle guide women voters in Roy Moore's Alabama hometown

Roy Moore race tests Trump appeal as Alabama prepares to vote

https://media.tmz.com/2017/12/12/1212-alabama-senate-election-roy-moore-rex-3.jpg

Trump hefur undanfarna daga ítrekað Twítað stuðningsyfirlýsingar við Moore - auk gagnrýni á mótframbjóðanda Moore:

Trump: "Roy Moore will always vote with us. VOTE ROY MOORE!"

Um mótframbjóðandann - sagði Trump:

"Doug Jones is Pro-Abortion, weak on Crime, Military and Illegal Immigration, Bad for Gun Owners and Veterans and against the WALL," - og síðan  - "VOTE ROY MOORE!"

Doug Jones er þekktastur fyrir að hafa átt þátt í því að saksækja tvo fyrrum meðlimi Ku-Klux-Klan fyrir sprengjutilræði í kirkju í Birmingham 1963 er varð fjórum svörtum stúlkum að bana.

Það langt sé þó um liðið að líklega sé það mál ekki ferskt í augum kjósenda.

Á meðan er Moore vægt sagt umdeildur innan Repúblikanaflokksins, sbr:

"Richard Shelby, a popular Republican who holds the other Alabama Senate seat, has said he would not vote for Mr Moore and urged backers in the state to write in another prominent Republican rather than vote for either party’s nominee."

Bannon fann sig knúinn til að tjá sig vegna fjölda þekktra Repúblikana er hafa opinberlega lýst yfir andstöðu við Moore:

Bannon - "There’s a special place in hell for Republicans who should know better,"

Út af klofningnum gegn Moore -- virðist skv. könnunum Doug Jones eiga raunverulega möguleika á sigri.

"A Fox News Poll conducted on Thursday and released on Monday showed Jones potentially taking 50 percent of the vote and Moore 40 percent."

Sú könnun getur vart talist hlutdræg gegn Moore.

 

Niðurstaða

Mín persónulega afstaða er á tæru - að það sé mér gersamlega hulin ráðgáta að nokkur maður kjósi á 21. öld mann - sem vill banna aftur hjónabönd samkynhneigðra og vill helst ganga enn lengra, banna samkynhneigð einnig með öllu.
--Það sé ofstæki Moore sem kljúfi Repúblikanaflokkinn að þessu sinni.
--Mannréttindasinnaður lögfræðingur virðist mun skárri kostur vægt sagt.

  • En það segir óneitanlega sögu um Trump - hvaða fólk hann styður.
  • Verk segja meira en orð.

---------------------

Democratic candidate for U.S. Senate Doug Jones and his wife Louise wave to supporters before speaking Tuesday, Dec. 12, 2017, in Birmingham, Ala. Jones has defeated Republican Roy Moore, a one-time GOP pariah who was embraced by the Republican Party and
Ps: Democrat wins Senate seat in Alabama in blow to Trump - Skv. nýjustu fréttum fór Doug Jones með sigur og meirihluti Repúblikana í Öldungadeild er þar með minnkaður niður í - tvo. Þetta sýnir ef til vill að það séu einhver takmörk á því hvað kjósendur í Suðurríkjum Bandaríkjanna eru til í að kjósa yfir sig.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 13.12.2017 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband