Bretland og ESB virðist hafa náð mikilvægu áfangasamkomulagi um BREXIT - eftir að lausn á deilu um landamæri N-Írland náðist

Í mörgum mikilvægum atriðum virðist Theresa May hafa gefið töluvert eftir gagnvart ESB, þó Bretland hafi þó náð fram þrem mikilvægum atriðum.

Brexit divorce deal: the essentials

  1. Það fyrra, er sjálfsögðu það að áfangasamkomulagið tryggir að BREXIT ferlið heldur áfram á næsta stig.
  2. Annað atriðið, er að Brussel féllst á kröfu Bretlands - að breskir dómstólar, í stað svokallaðs Evrópudómstóls, úrskurði innan Bretlands þegar deilur rísa um túlkun á samkomulagi sem náðist um gagnkvæm réttindi þegna Bretlands í ESB löndum og þegna ESB landa í Bretlandi.
  3. Þriðja atriðið er að Bretland náði fram formlegri tryggingu frá Brussel um það að engar nýjar fjárhagslegar kröfur á Bretland verði lagðar fram - til viðbótar þeim sem Bretland hefur nú samþykkt.

Hinn bóginn, koma á móti nokkrar mikilvægar eftirgjafir ríkisstjórnar Bretlands.

  1. Sú mikilvægasta er án vafa sú að Bretland hefur samþykkt að greiða inn í sjóði ESB sem væri Bretland fullur meðlimur ESB - út fjárlagaárið 2019-2020.
  2. Til viðbótar samþykkti Bretland að taka þátt í öllum kostnaði sem aðildarríkin samþykkja sameiginlega að leggja á öll aðildarríki, út fjárlagaárið 2019-2020.
    --Sem þíðir fjárhagslegir baggar geta bæst við sem Bretland hefur ekkert um að segja.
  3. Engin lokasumma verður möguleg í langan tíma - þ.s. Bretland hafi samþykkt greiða áfram sinn hluta lífeyrisskuldbindinga starfsm. ESB -- sem væri samþykktur hlutur Bretlands sem aðildarríkis.
    --Áætlun bresku ríkisstjórnarinnar er þó sú að heildarsumman verði á bilinu 40 - 45 milljarðar.€.
  4. Varðandi landamæri N-Írlands við Írland - veitti Theresa May forsætisráðherra Írlands algera tryggingu þess, að það mundu ekki myndast "hörð" landamæri milli N-Írlands og Írlands; hvernig sem að öðru leiti samningar um BREXIT munu fara.
    --Skv. því lét May það eftir, að ef viðræður Bretlands og ESB fara á endanum út um þúfur, og ekkert frekara samkomulag náist m.ö.o. þar á meðal um N-Írland; að þá gildi sú trygging sem May veitti - þ.e. að N-Írland mundi að öllu leiti fylgja lögum ESB.
    --Þó restin af Bretlandi gerði það ekki endilega síðar meir í slíku tilviki.
    --Þannig að N-Írland fúnkeraði áfram sem hluti af hagkerfi írska lýðveldisins. Auk þess að May hafi veitt þá tryggingu að staðið yrði áfram við öll atriði friðarsamkomulags sem gildi í N-Írlandi.
  5. Skv. samkomulagi um gagnkvæm réttindi þegna - fá borgarar ESB landa áfram full atvinnu-réttindi í Bretlandi, og á móti breskir þegnar í ESB.
    --En tryggt sé þó að réttindi ESB þegna í Bretlandi til að fá til sín ættingja sem ekki séu þegnar ESB aðildarlands séu ekki meiri en breskra þegna í ESB löndum um það sama.
    --Bresk lögregla má láta þegna ESB landa í Bretlandi sæta reglulegu eftirliti varðandi tengsl við glæpi.
    --Og eins og ég sagði áðan, breskir dómstólar úrskurða hvort samkomulagi sé rétt beitt innan Bretlands.
  6. Bretland gaf það eftir, að túlkun breskra dómstóla á reglum um réttindi þegna aðildarlanda ESB í Bretlandi -- verði að taka mið af dómsniðurstöðum svokallaðs Evrópudómstóls.
  7. Að lokum, neitaði ESB að tryggja að breskir þegnar haldi óhjákvæmilega öllum sínum réttindum í 27 aðildarríkjunum --> Hinn bóginn, getur það hugsast að Bretland nái því atriði fram síðar.

Það verður áhugavert að fylgjast með umræðunni í Bretlandi um þetta samkomulag. En það getur vel hugsast að einhver óánægja meðal BREXITERA rýsi - vegna þess hve mikið hafi verið gefið eftir.

 

Niðurstaða

Það að May náði mikilvægu samkomulagi við Írland, og tókst að pressa flokk Sambandssinna til að sætta sig við það - hafi verið ákveðinn sigur fyrir May, eftir þá gagnrýni sem hún fékk fyrir klúður einungis nokkrum dögum fyrr: Theresa May’s team worked through night to secure border deal.

Ef maður leitast við að sjá jákvætt úr þessu, þá má vera Bretland nái fram einhverjum góðvilja við samningaborðið í framhaldinu; eftir að hafa formlega samþykkt þá bitru pyllu að borga að fullu inn í sjóði ESB úr fjárlagaár 2019-2020.

Hvort að svo verður á auðvitað eftir að koma í ljós.
--Það að Bretland virðist ætla að halda í opinn vinnumarkað við ESB lönd, getur verið stærsta fréttin í þessu eftir allt saman!

  • Það á eftir að koma í ljós - hvaða önnur atriði svokallaðs 4-frelsis Bretland á endanum sættist á.
  • En það heyrast raddir sem æskja þess að Bretland verði áfram í innra markaðnum, fylgi reglum ESB um innra markaðinn í hvívetna --> Eftir BREXIT.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband