9.12.2017 | 01:02
Bretland og ESB virðist hafa náð mikilvægu áfangasamkomulagi um BREXIT - eftir að lausn á deilu um landamæri N-Írland náðist
Í mörgum mikilvægum atriðum virðist Theresa May hafa gefið töluvert eftir gagnvart ESB, þó Bretland hafi þó náð fram þrem mikilvægum atriðum.
Brexit divorce deal: the essentials
- Það fyrra, er sjálfsögðu það að áfangasamkomulagið tryggir að BREXIT ferlið heldur áfram á næsta stig.
- Annað atriðið, er að Brussel féllst á kröfu Bretlands - að breskir dómstólar, í stað svokallaðs Evrópudómstóls, úrskurði innan Bretlands þegar deilur rísa um túlkun á samkomulagi sem náðist um gagnkvæm réttindi þegna Bretlands í ESB löndum og þegna ESB landa í Bretlandi.
- Þriðja atriðið er að Bretland náði fram formlegri tryggingu frá Brussel um það að engar nýjar fjárhagslegar kröfur á Bretland verði lagðar fram - til viðbótar þeim sem Bretland hefur nú samþykkt.
Hinn bóginn, koma á móti nokkrar mikilvægar eftirgjafir ríkisstjórnar Bretlands.
- Sú mikilvægasta er án vafa sú að Bretland hefur samþykkt að greiða inn í sjóði ESB sem væri Bretland fullur meðlimur ESB - út fjárlagaárið 2019-2020.
- Til viðbótar samþykkti Bretland að taka þátt í öllum kostnaði sem aðildarríkin samþykkja sameiginlega að leggja á öll aðildarríki, út fjárlagaárið 2019-2020.
--Sem þíðir fjárhagslegir baggar geta bæst við sem Bretland hefur ekkert um að segja. - Engin lokasumma verður möguleg í langan tíma - þ.s. Bretland hafi samþykkt greiða áfram sinn hluta lífeyrisskuldbindinga starfsm. ESB -- sem væri samþykktur hlutur Bretlands sem aðildarríkis.
--Áætlun bresku ríkisstjórnarinnar er þó sú að heildarsumman verði á bilinu 40 - 45 milljarðar.. - Varðandi landamæri N-Írlands við Írland - veitti Theresa May forsætisráðherra Írlands algera tryggingu þess, að það mundu ekki myndast "hörð" landamæri milli N-Írlands og Írlands; hvernig sem að öðru leiti samningar um BREXIT munu fara.
--Skv. því lét May það eftir, að ef viðræður Bretlands og ESB fara á endanum út um þúfur, og ekkert frekara samkomulag náist m.ö.o. þar á meðal um N-Írland; að þá gildi sú trygging sem May veitti - þ.e. að N-Írland mundi að öllu leiti fylgja lögum ESB.
--Þó restin af Bretlandi gerði það ekki endilega síðar meir í slíku tilviki.
--Þannig að N-Írland fúnkeraði áfram sem hluti af hagkerfi írska lýðveldisins. Auk þess að May hafi veitt þá tryggingu að staðið yrði áfram við öll atriði friðarsamkomulags sem gildi í N-Írlandi. - Skv. samkomulagi um gagnkvæm réttindi þegna - fá borgarar ESB landa áfram full atvinnu-réttindi í Bretlandi, og á móti breskir þegnar í ESB.
--En tryggt sé þó að réttindi ESB þegna í Bretlandi til að fá til sín ættingja sem ekki séu þegnar ESB aðildarlands séu ekki meiri en breskra þegna í ESB löndum um það sama.
--Bresk lögregla má láta þegna ESB landa í Bretlandi sæta reglulegu eftirliti varðandi tengsl við glæpi.
--Og eins og ég sagði áðan, breskir dómstólar úrskurða hvort samkomulagi sé rétt beitt innan Bretlands. - Bretland gaf það eftir, að túlkun breskra dómstóla á reglum um réttindi þegna aðildarlanda ESB í Bretlandi -- verði að taka mið af dómsniðurstöðum svokallaðs Evrópudómstóls.
- Að lokum, neitaði ESB að tryggja að breskir þegnar haldi óhjákvæmilega öllum sínum réttindum í 27 aðildarríkjunum --> Hinn bóginn, getur það hugsast að Bretland nái því atriði fram síðar.
Það verður áhugavert að fylgjast með umræðunni í Bretlandi um þetta samkomulag. En það getur vel hugsast að einhver óánægja meðal BREXITERA rýsi - vegna þess hve mikið hafi verið gefið eftir.
Niðurstaða
Það að May náði mikilvægu samkomulagi við Írland, og tókst að pressa flokk Sambandssinna til að sætta sig við það - hafi verið ákveðinn sigur fyrir May, eftir þá gagnrýni sem hún fékk fyrir klúður einungis nokkrum dögum fyrr: Theresa Mays team worked through night to secure border deal.
Ef maður leitast við að sjá jákvætt úr þessu, þá má vera Bretland nái fram einhverjum góðvilja við samningaborðið í framhaldinu; eftir að hafa formlega samþykkt þá bitru pyllu að borga að fullu inn í sjóði ESB úr fjárlagaár 2019-2020.
Hvort að svo verður á auðvitað eftir að koma í ljós.
--Það að Bretland virðist ætla að halda í opinn vinnumarkað við ESB lönd, getur verið stærsta fréttin í þessu eftir allt saman!
- Það á eftir að koma í ljós - hvaða önnur atriði svokallaðs 4-frelsis Bretland á endanum sættist á.
- En það heyrast raddir sem æskja þess að Bretland verði áfram í innra markaðnum, fylgi reglum ESB um innra markaðinn í hvívetna --> Eftir BREXIT.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning