9.12.2017 | 01:02
Bretland og ESB virðist hafa náð mikilvægu áfangasamkomulagi um BREXIT - eftir að lausn á deilu um landamæri N-Írland náðist
Í mörgum mikilvægum atriðum virðist Theresa May hafa gefið töluvert eftir gagnvart ESB, þó Bretland hafi þó náð fram þrem mikilvægum atriðum.
Brexit divorce deal: the essentials
- Það fyrra, er sjálfsögðu það að áfangasamkomulagið tryggir að BREXIT ferlið heldur áfram á næsta stig.
- Annað atriðið, er að Brussel féllst á kröfu Bretlands - að breskir dómstólar, í stað svokallaðs Evrópudómstóls, úrskurði innan Bretlands þegar deilur rísa um túlkun á samkomulagi sem náðist um gagnkvæm réttindi þegna Bretlands í ESB löndum og þegna ESB landa í Bretlandi.
- Þriðja atriðið er að Bretland náði fram formlegri tryggingu frá Brussel um það að engar nýjar fjárhagslegar kröfur á Bretland verði lagðar fram - til viðbótar þeim sem Bretland hefur nú samþykkt.
Hinn bóginn, koma á móti nokkrar mikilvægar eftirgjafir ríkisstjórnar Bretlands.
- Sú mikilvægasta er án vafa sú að Bretland hefur samþykkt að greiða inn í sjóði ESB sem væri Bretland fullur meðlimur ESB - út fjárlagaárið 2019-2020.
- Til viðbótar samþykkti Bretland að taka þátt í öllum kostnaði sem aðildarríkin samþykkja sameiginlega að leggja á öll aðildarríki, út fjárlagaárið 2019-2020.
--Sem þíðir fjárhagslegir baggar geta bæst við sem Bretland hefur ekkert um að segja. - Engin lokasumma verður möguleg í langan tíma - þ.s. Bretland hafi samþykkt greiða áfram sinn hluta lífeyrisskuldbindinga starfsm. ESB -- sem væri samþykktur hlutur Bretlands sem aðildarríkis.
--Áætlun bresku ríkisstjórnarinnar er þó sú að heildarsumman verði á bilinu 40 - 45 milljarðar.. - Varðandi landamæri N-Írlands við Írland - veitti Theresa May forsætisráðherra Írlands algera tryggingu þess, að það mundu ekki myndast "hörð" landamæri milli N-Írlands og Írlands; hvernig sem að öðru leiti samningar um BREXIT munu fara.
--Skv. því lét May það eftir, að ef viðræður Bretlands og ESB fara á endanum út um þúfur, og ekkert frekara samkomulag náist m.ö.o. þar á meðal um N-Írland; að þá gildi sú trygging sem May veitti - þ.e. að N-Írland mundi að öllu leiti fylgja lögum ESB.
--Þó restin af Bretlandi gerði það ekki endilega síðar meir í slíku tilviki.
--Þannig að N-Írland fúnkeraði áfram sem hluti af hagkerfi írska lýðveldisins. Auk þess að May hafi veitt þá tryggingu að staðið yrði áfram við öll atriði friðarsamkomulags sem gildi í N-Írlandi. - Skv. samkomulagi um gagnkvæm réttindi þegna - fá borgarar ESB landa áfram full atvinnu-réttindi í Bretlandi, og á móti breskir þegnar í ESB.
--En tryggt sé þó að réttindi ESB þegna í Bretlandi til að fá til sín ættingja sem ekki séu þegnar ESB aðildarlands séu ekki meiri en breskra þegna í ESB löndum um það sama.
--Bresk lögregla má láta þegna ESB landa í Bretlandi sæta reglulegu eftirliti varðandi tengsl við glæpi.
--Og eins og ég sagði áðan, breskir dómstólar úrskurða hvort samkomulagi sé rétt beitt innan Bretlands. - Bretland gaf það eftir, að túlkun breskra dómstóla á reglum um réttindi þegna aðildarlanda ESB í Bretlandi -- verði að taka mið af dómsniðurstöðum svokallaðs Evrópudómstóls.
- Að lokum, neitaði ESB að tryggja að breskir þegnar haldi óhjákvæmilega öllum sínum réttindum í 27 aðildarríkjunum --> Hinn bóginn, getur það hugsast að Bretland nái því atriði fram síðar.
Það verður áhugavert að fylgjast með umræðunni í Bretlandi um þetta samkomulag. En það getur vel hugsast að einhver óánægja meðal BREXITERA rýsi - vegna þess hve mikið hafi verið gefið eftir.
Niðurstaða
Það að May náði mikilvægu samkomulagi við Írland, og tókst að pressa flokk Sambandssinna til að sætta sig við það - hafi verið ákveðinn sigur fyrir May, eftir þá gagnrýni sem hún fékk fyrir klúður einungis nokkrum dögum fyrr: Theresa Mays team worked through night to secure border deal.
Ef maður leitast við að sjá jákvætt úr þessu, þá má vera Bretland nái fram einhverjum góðvilja við samningaborðið í framhaldinu; eftir að hafa formlega samþykkt þá bitru pyllu að borga að fullu inn í sjóði ESB úr fjárlagaár 2019-2020.
Hvort að svo verður á auðvitað eftir að koma í ljós.
--Það að Bretland virðist ætla að halda í opinn vinnumarkað við ESB lönd, getur verið stærsta fréttin í þessu eftir allt saman!
- Það á eftir að koma í ljós - hvaða önnur atriði svokallaðs 4-frelsis Bretland á endanum sættist á.
- En það heyrast raddir sem æskja þess að Bretland verði áfram í innra markaðnum, fylgi reglum ESB um innra markaðinn í hvívetna --> Eftir BREXIT.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 319
- Frá upphafi: 866751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 293
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning