Verðbólga 1.369% í Venezúela - kínverskt risafyrirtæki krefst fyrir dómi greiðslu inn á skuld

Ég virkilega held að stjórnin í Caracas sé komin á lokasprettinn. En eftir yfirlýsingu um gjaldþrot liggur fyrir - ca. mánuður liðinn. Þá hefur maður verið að bíða eftir því að einhver mikilvægur kröfuhafi mundi láta til skarar skríða.
--Kínverskt risafyrirtæki hefur höfðað mál fyrir rétti í Houston Texas.

Chinese firm sues Venezuela as crisis tests ally's patience

Lawsuit shows China losing patience with Venezuela

Venezuela inflation reaches quadruple digits, hitting 1,369 percent

 

Aðgerðin sem ég er að bíða eftir, er þegar einhver stór kröfuhafi krefst lögtaks í einu eign þeirri sem skiptir nú orðið nokkru máli í Venezúela!

Kínverska fyrirtækið Sinopec seldi 13þ. tonn af stálbitum til PDVSA ríkisolíufélags Venezúela. Salan fór fram 2013 og Sinopec krefst 23$ milljóna í skaðabætur frá PDVSA fyrir - vanskil á greiðslum.

Þetta mál er miklu stærra en þessar upphæðir gefa til kynna - en skv. frétt Financial Times skrifaði Sinopec undir 14 milljarða.$ samning árið 2014 - sem átti að fela í sér meiriháttar kínverska fjárfestingu í olíuiðnaði Venezúela m.ö.o.

Þetta er lítil summa í samanburði við 62 milljarða.$ sem Kína lánaði til Venezúela, og eru litlar líkur á að Venezúela muni yfir höfuð endurgreiða.

  • Það sé sem sagt óhætt að kalla málið sem Sinopec hefur höfðað út af tiltölulega lítilli summu --> Einhvers konar, loka-aðvörun frá Kína.

En þ.e. hægðarleikur að krassa því sem eftir er af ríkinu í Venezúela - með því að krefjast lögtaks á olíuförmum frá PDVSA, og öðrum eignum PDVSA sem finnanlegar eru utan Venezúela.

Ég á nákvæmlega von á því að akkúrat slík atburðarás hefjist innan tíðar.
Einungis spurning um hvenær ekki hvort.

--Það gæti verið Kína sem ákveður með slíkum hætti, að formlega afskrifa stjórnina í Caracas.
--Þ.e. ekki langt síðan Kína - afskrifaði Robert Mugabe.

Landið yrði þá að alþjóðlegu hamfarasvæði - hjálparstofnanir yrðu að koma á svæðið, líklega einnig friðargæsluliðar SÞ.
--Fyrirmynd, Haiti fyrir ekki mjög löngu síðan, en á mun stærri skala.
--Líklega yrði friðargæsluliðið stærstum hluta skipað, herliði nágrannalanda.

Ég er að tala um, eftir hrunið.
Og ég meina þá, algert hrun.
--Landið falli í óreiðu eða kaos.

 

Niðurstaða

Flest bendi til þess að ótrúlegum upphæðum hafi verið stolið í spillingarhýt af ótrúlegum skala er virðist hafa myndast í ríkisstjórn Venezúela - en mjög lítið virðist hafa verið framkvæmt af nokkru tagi fyrir þá peninga sem landið hefur tekið af láni sl. 10-15 ár.
Ég er m.ö.o. segja að vaxandi líkur virðast á að stærstur hluti þess fjár hafi verið stolið.

Staðan sé líklega sú að í Caracas sé hreint ræningjaræði - eins og kemur fram í frétt að ofan fellur olíuframleiðsla stöðugt, hefur gert í um áratug en minnkunin hefur verið með vaxandi hraða -- að sjálfsögðu vegna skorts á fjármögnun í innviðum.

--Slík ráðsmennska er einungis rökrétt í einu samhengi sem ég kem auga á, að verið sé að stela öllu steini léttara -- þeir sem stjórna hugsi einungis um að maka krókinn persónulega.
--Og þegar hrunið loks komi, hverfi margir þeirra væntanlega til leynireikninga í skattaskjólum.

Á endanum sé landið skilið eftir rúið inn að skinni, þjóðin háð mataraðstoð og neyðarlæknisþjónustu hjálparsamtaka - auk herliðs nágrannalanda með bláum hjálmum SÞ.
--Þetta virðist mér líkleg enda útkoma, fullkomið hrun.

Kína getur verið aðilinn sem ákveður að taka tappann endanlega úr þessu baðkari.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 863662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband