Ég held tilfærsla sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hafi í raun og veru ekki nokkrar dramatískar afleiðingar

Ég er búinn lengi álíta 2-ja ríkja lausnina dauða, sjá blogg frá 2012: Er friður í Ísrael mögulegur?. Skoðanir mína á því hver sé rökrétt endalausn, hafa ekki breyst síðan.
--M.ö.o. að eina raunhæfa endalausnin, sé lausn er byggi á einu sameiginlegu ríki.

Ég held að allar aðgerðir Ísraela samfellt síðan Ariel Sharon hóf uppbyggingu hins fræga veggjar - í tengslum við svokallað "Second Intifada" þegar Palestínumenn voru að beita sjálfsmorðssprengjuárásum innan Ísraels.
--Stuðli að þessum rökrétta endapunkti.

Ákvörðun Donalds Trumps sé þá einungis - enn ein litla flísin.

Valdi þetta kort því það sýnir landslagið!

Israel Topographic Map large map

Mikilvægt að skilja hvar hæðir og lægðir í landinu liggja svo unnt sé að skilja af hverju enga líkur séu á að Ísraelar gefi upp Vesturbakkann nokkru sinni!

  1. Meginmálið er að Vesturbakkinn er hálendur - fyrir 6-daga stríðið, gátu Palestínumenn mjög auðveldlega skotið af kraftlitlum sprengjuvörpum yfir byggðir Ísraela á láglendinu við ströndina.
  2. Síðan liggur hann að eina ferskvatnsforðabúri landsins sem máli skiptir, þ.e. Jórdanánni sem fræg er aftur á daga Gamla Testamentsins, er rennur frá vatninu sem Jesús er sagður hafa gengið á.
  3. Lægðin sem áin liggur um - er mikilvægt "killzone" þ.e. opið flatlendi þ.s. lítið skjól er að finna, á móti hæðunum á Vesturbakkanum - ef maður ímyndar sér ísraelskan her þar staðsettan, í vörn gegn innrás.

Öryggis Ísraela sjálfra vegna - er grundvallaratriði algert að stjórna hálendinu um mitt landið. Þannig sé einfaldlega barasta það!

Það má líta á "settlement policy" sem vísvitandi stefnu til að tryggja tilvist vaxandi íbúafjölda í hæðunum - er líklegur væri að vera ætíð vinveittur IDF "Israeli Defence Forces."

Það þarf í raun og veru ekki að nefna til fleiri atriði -- það sé nánst ekki hægt að verja landið, án þess að her Ísraels hafi fulla stjórn á hálendinu um miðbik landsins.

Það hálendi, var einnig kjarnasvæði hinna fornu gyðingaríkja Gamla Testamentsins - þ.s. í hálendinu gátu þau betur varist innrásum.

Í grundvallaratriðum hafi varnarhlutverk hálendisins ekki breyst.

 

Um ákvörðun Donalds Trumps!

Fullur Texti formlegrar ákvörðunar Trumps!

Viðbrögð voru öll fyrirsjáanleg - þ.e. Evrópuríki hörmuðu ákvörðuna, sögðu nauðsynlegt að ákvarða framtíð Jerúsalem í friðarsamningum.

Öll Múslimaríki á Mið-austurlanda-svæðinu Súnní sem Shía - fordæmdu ákvörðunina nokkurn veginn einni röddu, þó með mismunandi harkalegu orðalagi.

Og aðalritari SÞ var einnig fremur fyrirsjáanlegur: U.N. chief says no alternative to two state solution in Middle East.

Eins og fyrirséð var fordæmdu hreyfingar Palestínumanna ákvörðunina - Abbas sagði Jerúsalem órjúfanlega framtíðarhöfuðborg Palestínu: Abbas says Jerusalem is eternal Palestinian capital, dismisses U.S. peace role - Hamas urges action against U.S. interests over Trump's 'flagrant aggression' - Senior Palestinian figure Dahlan urges exit from peace talks over Trump's Jerusalem move.

Vandi fyrir Palestínumenn er augljóslega sá, að ekki nokkur skapaður hlutur þrýstir á Ísrael að gefa nokkuð eftir sem skiptir máli.

Í seinni tíð hefur dregið úr svæðisbundinni einangrun Ísraels - eftir því sem fjöldi Arabaríkja hefur í vaxandi mæli einblýnt á átök við Íran.

En vaxandi kaldastríðs-átök hóps mikilvægra olíuauðugra arabaríkja við Íran - hefur skapað þá áhugaverðu stöðu; að Ísrael er ekki lengur - óvinur nr. 1. Heldur lítur í vaxandi mæli út sem hugsanlegur bandamaður - þeirra sömu arabaríkja.

  • Írans - Araba öxullinn er hratt vaxandi mæli að verða megin átakalínan.
  • Meðan - Arabaríki hafa affókusað á Ísraelsríki.

Fátt bendi til samkomulags til að binda endi á þau átök.
Stjórn Donalds Trumps virðist líklegri að kynda undir þeim frekar en hitt.
Með eindreginni afstöðu um stuðning samtímis við Saudi-Arabíu og bandalagsríki Saudi-Arabíu, í átökum þeirra ríkja við Íran -- og eindregnum stuðningi Trumps við Ísrael.

--Meðan hatrið vex milli Araba og Írana.
--Bendi fátt til þess að meiriháttar þrýstingur á mál Palestínumanna og Ísraels rísi upp þaðan á næstunni.

 

Niðurstaða

Framtíðarlausn á deilum íbúa -landsins helga- eins og það svo lengi hét í Evrópu, verður mjög líklega að bíða mörg ár enn. En þær viðræður sem voru í gangi milli Ísraels og Palestínumanna, voru í raun og veru ekki á leið til nokkurs. Það skipti sennilega ekki íkja miklu nk. nokkur ár - þó viðræður leggist af; því fátt bendi til þess að átök þau sem nú skekja Mið-Austurlönd taki enda í bráð.

En meðan megin átakalínan eru Arabar vs. Íran þ.e. Súnní vs. Shia. Íran m.ö.o. óvinur nr. 1.
Þá sé ég ekki nokkurn umtalsverðan þrýsting á lausn langrar deilu Ísraela og Palestínumanna rísa.

Meðan smám saman halda byggðir Ísraela áfram því ferli að umkringja byggðir Palestínumanna á Vesturbakka. Þar með smám saman með vaxandi öryggi að tryggja það að engin raunverulegur möguleiki verði á að aðskilja íbúana er byggja - landið helga, frá hvorum öðrum í aðskildum ríkjum.

--Lausnin rökrétt hljóti að vera - eitt ríki.
--Bendi á gömlu færsluna mína að ofan - en 2012 viðraði ég hugmyndir um, eins ríkis lausn.
Ég hef fáu við þær pælingar að bæta. Í eðli sínu sé sú þróun sem ég ræði þar skýrari en þá.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt að sennilega er tveggja ríkja lausnin dauð því hún mun kalla á brottflutning þeirra 800 þúsund Ísraela sem búa í landránsbyggðum Ísrala. En er menn fara þá leið þá er vera Ísraelshers á hálendinu jafn mikil öryggisógn fyrir ríki Palestínumanna og vera palsttínsks hers þar er fyrir öryggi Ísraela. Þeir þurfa því væntanlega að mætast á miðri leið þar. En ef Ísrael á að fá með þeim hætti land sem tilheyrir Palestínu er eðlilegt að krefjast þess að Ísralar gefi annað land eftir á móti.

Sigurður M Grétarsson, 7.12.2017 kl. 10:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður, mjög litlar líkur virðast á að þrýstingur til slíkrar eftirgjafar skapist, þar með að raunhæfur möguleiki myndist á 2ja ríkja lausn. Þess vegna hef ég ályktað að einungis, eins ríkis lausn sé raunhæf -- þó sennilega gildi sama regla að Ísraelar geta hugsað þær pælingar einnig í töluverðan tíma; meðan Mið-Austurlönd fókusa á trúarátök Shia og Súnní, og Evrópa er upptekin af flóttamannavanda og Múslima tortryggni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 11:16

3 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Þeir sem fordæma innlimun Krímskaga í Rússland hljóta að fordæma hernám Gyðinga á Palestínu.
Þeir sem fordæma rasisma og aðskilnaðarstefnu hljóta að hafna því að til sé eitthvert þjóðríki með nafninu Ísrael.

Þórhallur Pálsson, 7.12.2017 kl. 21:29

4 identicon

Eins og svo oft áður, sérðu ekki fram fyrir nefið á þér.  Þú ert sjálfsagt einn af þessum "vit" littlu sem heldur að gyðingar séu "álfar" jólasveinsins, og hafi því "jólasveina" rétt á landinu, því það segir í biblíunni að "jólasveinninn" hafi gefið þeim landið.

Við skulum hugsa okkar, að jólasveinninn sé til og "þykistu" gyðingarnir séu "álfar" jólasveinsins.  Gaf þeim dautt eyðimerkusvæði, á tímum þar sem hitastig jarðar eykst ...

ég get vel skilið fólk frá mið-austurlöndum, sem vill "flýja" svæðið ... að "álfarnir" haldi að að þetta sé "norðurpóllinn" er náttúrulega bara "aumingja fólkið".  Lítið annað hægt, en að vorkenna því.

Síðan eru það "spekingar" eins og þú "plebus" eða "vulgus", sem sjáið ekkert annað en vitleysuna sem veltur úr ykkur.  Guð almáttugur, verði Israel bara að góðu, segi ég ... en, hvað ætlarðu að klaga Rússa fyrir að taka Krím, á eftir.  Þá ertu hreinlega "vangefinn", í fullri alvöru. Ef þú ætlar að halda fram "jólasveina" sögu um það að þeir hafi fengið þetta svæði í gjöf frá "jólasveininum" fyrir 2000 árum síðan.  Þá áttu bágt, einar, og ærrit að leita læknis.

Þetta er tvíeggjað sverð ... ef gyðingar mega ræna fólk landi, þá mega aðrir það líka.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 7.12.2017 kl. 23:13

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórhallur Pálsson, þ.e. auðvitað rétt að frá sjónarhóli alþjóðalaga er innlimun Ísraels á hernundum hluta Jerúsalem - eins ólögleg og hernám og síðan innlimun Rússlands á Krímskaga.

"Þeir sem fordæma rasisma og aðskilnaðarstefnu hljóta að hafna því að til sé eitthvert þjóðríki með nafninu Ísrael."

Þ.e. full mikið sagt - þjóðríkið getur alveg verið til áfram, þó gengin væru sambærileg skref og voru stigin í S-Afríku.

Ég er persónulega á því að einhvers konar valdaskipta-fyrirkomulag þurfi að búa til. Þannig að völdum væri deilt milli íbúa - óháð íbúahlutfalli. Þá væri ekkert vandamál að heimila erfingjum flóttamanna að setjast að í landinu - er þeir vildu.

Hver hópur hefði hlutfall þings. Og kjörið væri um þá þingmenn sem hver hópur hefði, innan þess hóps - væntanlega lýðræðislega.

Réttindi hópa væru skilgreind í stjórnarskrá - mannréttindi tryggð, og réttindum einstakra hópa einungis unnt að breyta með samþykki þess hóps.

--Lýbanon er eitt mögulegt dæmi um valdaskiptafyrirkomulag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2017 kl. 00:04

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kreppuannáll, "Þetta er tvíeggjað sverð ... ef gyðingar mega ræna fólk landi, þá mega aðrir það líka."

Svokallaður réttur hins sterka. Slíkt gerist yfirleitt þegar önnur þjóðin er hernaðarlega miklu sterkari en hin.
--Rússland telur sig komast upp með að stela landi af Úkraínu, ekki vegna þess þó að Ísrael ef til vill hefur komist upp með slíkt; heldur vegna þess að Rússl. í annan stað er miklu sterkara og hitt er að Úkraína liggur að landamærum Rússlands.
--Rússland hefur alltaf stækkað með þessum hætti, að leggja undir sig lönd sinna granna að hluta eða jafnvel alfarið lagt sína granna undir sig.

    • Sögulega séð er það þegar mun veikari þjóða á landamæri að mun sterkari, sem þess konar atburðarás gjarnan fer af stað.

    Þetta snýst ekki um -- rétt. Heldur hvort, viðkomandi kemst upp með það.
    --Slíkt eðlilega mætir andstöðu 3-aðila.
    Svo spurningin er þá, í ljósi þess er fremur verknaðinn, hvort sá telur sig geta lifað með þær afleiðingar.

    Rússland er enn að prófa það munstur -- Ísrael virðist vera að lokum að sleppa, eftir áratuga þóf.
    Það á eftir að koma í ljós - hvort þófið vegna yfirgangs Rússl. gagnvart Úkraínu, mun einnig taka áratugi.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 8.12.2017 kl. 00:13

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband