6.12.2017 | 00:05
Robert Mueller, sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings, virðist farinn að rannsaka fjármál Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna
Rétt að nefna það strax að einn af lögfræðingum Trumps, Jay Sekulow - hefur hafnað því sem ósönnu að Deutche bank hafi afhent til Roberts Mueller - persónuleg fjárhagsgögn er tengjast Trump.
Trump lawyer denies Deutsche Bank got subpoena on Trump accounts:"We have confirmed that the news reports that the Special Counsel had subpoenaed financial records relating to the president are false," - "No subpoena has been issued or received. We have confirmed this with the bank and other sources."
Aðspurðir segjast talsmenn Deutche Bank ekki tjá sig um mál einstakra kúnna - en að Deutche Bank svari alltaf opinberum erindum og uppfylli ætíð lögmætar opinberar kröfur.
Mueller Subpoenas Trump Deutsche Bank Records, Source Says:"Deutsche Bank always cooperates with investigating authorities in all countries."
Sem er -- hvorki já - né - nei.
Mueller's Trump-Russia investigation engulfs Deutsche
Robert Mueller sérstakur saksóknari Bandaríkjaþings
Fréttaveiturnar - Der Handelblatt, Bloomberg, Reuters - segjast hafa tengla meðal starfsmanna Deutche sem staðfesti að bankinn hafi fengið - kröfu um upplýsingar "subpoena"
Á móti höfum við neitun eins lögfræðings Trumps - og að Deutche neitar að tjá sig um mál tiltekinna kúnna/skjólstæðinga -- en segist sinna öllum löglegum opinberum erindum.
Deutche m.ö.o. hvorki neitar né játar.
Sem sjálfsagt er eðlileg opinber afstaða risabanka vs. hagsmuni mikilvægs kúnna.
- Persónulega trúi ég því ekki að þessir 3-fjölmiðlar mundu senda þessar fréttir frá sér, ef þær væru algerlega tilhæfulausar.
Það þíði ekki að þó svo að Robert Mueller sé farinn að rannsaka fjárhagsmál Trumps, að það þíði óhjákvæmilega að þar sé eitthvað að finna.
En höfum í huga, að þetta gerist í kjölfar þess að -- tveir fyrrum samstarfsmenn Trumps hafa gert samning við Mueller; þ.s. þeir játa á sig - smábrot gegn vægð og að þeir sýni fullt samstarf við Mueller.
Og að þriðji fyrrum samstarfsmaður Trumps hefur verið formlega ákærður af Mueller -- fyrrum stjórnandi framboðs Trumps.
Rás atburða er nú greinilega á auknum hraða hjá Mueller!
Að hann sé að rannsaka Trump í kjölfar játningar Flynns sl. föstudag - er risastórt mál.
Niðurstaða
Mueller væri ekki að rannsaka fjármál Trumps, nema að hann teldi sig hafa ástæðu að ætla að eitthvað sé þar að finna. Höfum í huga - plea bargain - Flynns er í skamma hríð var þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, og var mjög ákafur stuðningsmaður Trumps í kosningabaráttunni.
En þ.e. greinilegt að Flynn samþykkti að játa á sig tiltölulega smávægilegt brot - gegn vægð, er ljóst virðist að Mueller getur ákært Flynn fyrir verulega verra brot.
Að Mueller hafi sent kröfu til Deutche Bank um fjármálaupplýsingar tengdar viðskiptaveldi Trumps og aðila er tengjast fjölskyldu Trumps - þetta kemur í ljós skömmu eftir að "plea bargain" Flynns hefur formlega opinberast.
Getur einmitt bent til þess að Flynn sé farinn að aðstoða við rannsókn Muellers. En þ.s. hann var mjög virkur í framboði Trumps og þar í innsta kjarna. Er talið hann hafi hluti að segja. Mueller hefði vart samþykkt "plea bargain" nema þegar ljóst væri að Flynn gæti veitt Mueller hugsanlegt tangarhald á sér til muna - mikilvægari manni.
--Eins og ég hef oft sagt, algerlega óvíst að Trump klári sitt kjörtímabil.
--Ég hef einnig sagt, að alls óvíst sé að hann endist út sitt annað ár í embætti.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á erfitt með að trúa að Flynn hafi vitað nokkurn skapaðan hlut um fjármál Trompsins.
Flynn tekur á sig að ljúga í yfirheyrslu hjá FBI, aðal ástæðan fyrir því er að Flynn var peningalaus og gat ekki haldið uppi lögfræðingum á risa kaupi.
Önnur ástæða fyrir að Flynn hafi tekið lyga játningu var til að hjálpa syni sínum, af því að það var ekki allt hreint hjá fyrirtæki Flynns sem sonur hans var háttsettur í. Það er að Flynn og fyrirtækið hafi verið að vinna fyrir Tyrklandsstjórn, en höfðu ekki skráð sig sem lobbyist fyrir þá.
Það furða sig margir af hverju Flynn sagði ekki rétt frá viðtölum við rússneska sendiherra. Flynn vissi að símasamtöl rússneska sendiherrans voru hleruð, fyrir utan það að það var ekkert ólöglegt að Flynn talaði við sendiherrann eftir að Trompið var kosinn forseti.
það er líka möguleiki að Flynn mundi ekki nákvæmlega hvað var sagt í þessu símasamtali við rússneska sendiherrann, það var í það minsta það sem Comey FBI foringi og hans menn sögðu áður en Comey var rekinn.
Þetta fræga simtal átti sér stað 29. desember 2016.
Ég hallast helst að Flynn hafi verið að bjarga syni sínum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.12.2017 kl. 03:18
N+u væri gott að geta brótið síma og harða diska með slaghamri og málið afgreitt eins og hjá glæpakvendinu Hillary....
Guðmundur Böðvarsson, 6.12.2017 kl. 10:44
Guðmundur, óttalegt bull er þetta - Comey segir frá ítarlegri rannsókn á þeim diskum. Þú ættir kannski að lesa sjálfur hvað Comey sagði í stað þess að bulla eitthvað rugl haft eftir einhverjum commenter á Fox.
--En í þessu tilviki er Fox algerlega ótrúverðurt, vegna mikilla hagsmuna- og kunningjatengsla milli Murdockanna og Trump fjölskyldunnar: Director Comey Full Remarks Clinton Probe: https://www.washingtonpost.com/news/post-nation/wp/2016/07/05/fbi-director-comeys-full-remarks-on-clinton-email-probe/?utm_term=.152e870018b2.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2017 kl. 11:13
Jóhann, mjög einfalt - ef þ.s. Flynn sagði stenst ekki -- hefur Mueller á hann hluti er líklega kemur Flynn í fangelsi til margra ára. Það má að auki treysta því að gamalla "director" FBI og að auki fyrrum saksóknari, hafi eitthvað vit á þess konar málum.
--Flynn er líklega "desperate" en hans vegna sjálfs hefur hann ekki efni á að ljúga að Mueller.
Það kemur líklega fljótlega í ljós.
Ég trúi vel Trump að hafa óhreint í pokahorninu enda þekktur fyrir að vera óvandur að meðölum í sínum viðskiptum til margra ára -- málið er að bandar. bankar vildu ekki lána Trump veldinu á tímabili, tja líklega vegna sögu gjaldþrota og að hafa tapað stórum upphæðum á slíkum lánum.
Deutche kom þá til skjalanna -- Deutche var þá einnig í viðskiptum við fj. rússn. aðila -- örvæntingarfullur Trump í leit að aðilum til að taka þátt í fjármögnun verkefna, í von um að bjarga viðskiptaveldinu sínu - gæti vel hafa gengið langt í samskiptum sínum við slíka aðila.
--Þ.e. vitað að hann var mikið árin í kjölfarið á því hann hóf viðsk. v. Deutche með margvíslega rússn. viðsk. aðila með sér í farteskinu í tengslum við fj. verkefna.
Ég held persónulega ekki sé nokkur spurning hvort Trump hafi óhreint að fela einhvers staðar, frekar spurning um tíma hvenær slíkt sannars og hitt spurning um - hversu mörg og stór þau lögbrot voru.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2017 kl. 11:21
Það er rétt hjá þére Einar ,að væntanlega finna þeir eitthvað á Trump á endanum. En það er ótrúlegt hvað Trump virðist samt vera heiðarlegur maður. FBI, sem er einver mesta djöflamaskína Mafíunnar sem stjórnar Bandaríkjunum er búið að riðlast á honum í meira en ár núna,en hafa samt ekki fundið neitt bitastætt enn sem komið er.
FBI og Muller hafa ekki að leiðarljósi að gæta öryggis Bandarríkjanna,heldur að vernda mafíuna sem heldur kverkataki um Bandarískt þjóðfélag.
Þeir fara offari í Þessu máli sem gæti jafnvel orðið þeim að falli. Ég held að þeim hafi í raun aldrei staðið nein ógn af Trump. Trump er alltof veikur karakter til að ráða niðurlögum glæpastarfsemi af þessari stærðargráðu.
Eina sem mafían þurfti að gera var að halda sjó í fjögur ár og taka Trump svo út í næstu kosningum, en af einskærum hroka réðist hún gegn honum af fullu afli og áhrifin eru þau að fólk er í vaxandi mæli farið að sjá ógeðið sem leynist í skúmaskotum Bandarískra stjórnmála, "fréttastofa" og háskólasamféelags.
Þeir sem eru sæmilaga vakandi geta ekki lengur lokað augunum fyrir hvernig þessi glæpaklíka verndar hvert annað. Hún er til dæmis algerlega ónæm fyrir saksókn og réttarkerfi.
.
Af hverju laug Flynn og hverju laug hann.
Hann laug því að hann hefði ekki talað við Rússnesska sendiherrann.
Samt er ekkert ólöglegt við að tala við viðkomandi sendiherra og það er jafnvel eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnmálamanna að tala við sendiherra. Ekki síst þann Rússneska í ljósi þess hvernig komið var í samskiftum US og Rússlands.
Hvers vegna laug hann þá ,ef hann var að sinna eðlilegum starfsskyldum.
Það er af því að Bandaríska Mafían er búin að vera í stríði við Rússa í á annan áratug og það er einfaldlega ekki liðið þar á bæ að einhverskonar slökun spennu eigi sér stað.
Til að koma í veg fyrir þetta er búið að magna upp nútíma McCarthyisma og Flynn hélt í einfeldni sinni að hann gæri komist hjá ofsóknum með að ljúga.
En mafían hlerar alla eins og A Þjóðverjar gerðu í gamla daga og það er enginn leið að eiga símtal eða hafa tölvusamskifti án þess að mafían frétti af því.
.
Kjör Trumps var gríðarlegt áfall fyrir þessa djöflamaskínu. Í fyrsta skifti á áratugi gat mafían ekki stjórnað því hver varð forseti. Þetta bendir til vaxandi óþols almennings gagnvart þessari glæpastarfsemi.
Borgþór Jónsson, 6.12.2017 kl. 13:13
Borgþór, ""Trump virðist samt vera heiðarlegur maður. "" -- Nei Trump er sennilega sá allra óheiðarlegasti sem setið hefur á forsetastóli, í afar langan tíma.
--Hann hefur margsinnis verið staðinn að lygum - hann er þekktur fyrir að vera afar óheiðarlegur í viðskiptum - svokallaður "Trump discount" er þar Vestra alræmt fyrirbæri -- þ.e. hann kaupir þjónustu af fyrirtækjum, en greiðir síðan ekki fullt verð -- treystir á að hafa öfluga lögfræðinga; að oft borgi sig ekki fyrir aðilana að hefja málaferli.
--Afar satírískt að kalla Trump heiðarlegan.
"FBI, sem er einver mesta djöflamaskína Mafíunnar sem stjórnar Bandaríkjunum"
Þetta er þvæla -- FBI er óháð rannsóknarstofnun er nýtur trausts innan Bandar. - Sem skyrrist ekki við að handtaka þingmenn - borgarstjóra - eða ríkisstjóra, ef þeir eru staðnir af lögbrotum. - Og hefur að auki nú ítrekað sannað, að hún hikar ekki við að rannsaka forseta, ef þeir eru grunaðir um lögbrot.
--FBI er sönnun þess að innan Bandar. er enginn hafinn yfir lög.
M.ö.o. að kerfið í Bandar. sé um margt til fyrirmyndar fyrir heiminn allan.
"FBI og Muller hafa ekki að leiðarljósi að gæta öryggis Bandarríkjanna,heldur að vernda mafíuna sem heldur kverkataki um Bandarískt þjóðfélag."
Mueller er traustur og heiðarlegur maður - þ.e. Comey að auki. Og ég efast ekki heldur um að það finnist eitthvað á Trump -- því hann hefur án vafa brotið bandarísk lög.
--Það muni einfaldlega koma í ljós.
Þá snúist kerfið í Bandar. að sjálfsögðu gegn forsetanum, þ.s. innan Bandar. er enginn hafinn yfir lög.
--Í Rússl. gildir annað þ.e. forsetinn hafinn yfir lög og hann getur skipað dómstólum að dæma fólk fyrir upplognar sakir.
Í Bandar. er slíkt ekki mögulegt - því Bandar. eru kerfi þ.s. lögin ráð sbr "rule of law" þ.s. sterkasta stofnunin er dómstóll þ.e. "US Supreme Court" sú stofnun er hefur mest völd - mun meiri en þingið og ríkisstjórn Bandar.
--Já á endanum ef Trump hefur brotið lög, verður honum skúbbað frá og jafnvel dæmdur í fangelsi.
Vegna þess í Bandar. er forsetinn ekki hafinn yfir lög.
Þ.e. til fyrirmyndar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2017 kl. 15:21
Boggi það kostulega við lýsingar þínar er að þær eru allar sannar um Rússland - sbr. glæpahópur er öllu ráði innan stjórnkerfisins - að sá sé hafinn yfir lög - að lögum og dómsvaldi sé beit til að tryggja/vernda völd þess glæpahóps, o.s.frv. - að forseti þess lands sé hafinn yfir lög og geti beitt lögum og dómstólum að vild til að klekkja á hverjum sem er.
-----------------
Aftur á móti á ekkert af þessu við Bandar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.12.2017 kl. 15:55
Fyrir false statement to the FBI and conspiracy er fimm ára fangelsi. Vandamálið fyrir dómarann sem kveður upp dóminn, er að Flynn játaði falsa statement en það er ekki conspiracy í játningui. Voru það mistök Muller eða var það gert að ásettu ráði? Góð spurning.
Það er búið að ransaka Trompið í eitt og hálft ár, það eina sem hefur komið út úr þessu að FBI og Department of Justice í forsetatíð Barack Millhouse Benitto Hussein Obama ásamt Hildiríði Clinton og annara ransoknarlögreglu embætta hafa ekki allt hreint í pokahorninu, en Trompið er tandurhrein, til þessa.
þegar það kom fram að Flynn þurfti að setja húsið sitt á sölulista til að geta greitt lögfræðingakostnað, þá voru það hinir almennu borgarar sem tóku sig saman og fóru að safna fyrir skuldum Flynns, vonandi þarf karlinn ekki að selja húsið sitt.
En auðvitað er þetta komið út í nornaveiðar, reindar byrjaði sem nornaveiðar og heldur áfram sem nornaveiðar.
Ég hef bent þér á Einar að það er ekki alltaf hægt að trú því sem kemur frá Fake News fjölmiðlunum, t.d. að það ku vera enginn fótur fyrir því að Muller hafi farið fram á að fá skjöl frá Deuttche Bank um Trompið, hvað sem verður. Það er líklegt að hinir óheiðarlegu starfsmenn Mullers hafi lekið einhverju sem Muller er að spá í að gera, en það hefur ekki gerst til þessa.
Svo sjáum við hvað gerist í þessu í framtíðinni, en það kæmi ekkert að óvart að t.d. Strzok FBI fulltrúi verði rekinn frá FBI og fengi jafnvel fangelsisdóm, en hann var látinn fara frá frá Muller rannsóknarstörfum og settur í Human Resources hjá FBI.
Það er mikill ódaun úr tunnu ransóknarliðs Mullers og Muller sjálfur ær ekki laus við að það sé skítalykt af honum sjálfum. Enda hafa lögmenn sem eru þekktir fyrir að vera demókratar sem eru farnir að efast um Muller og telja að það eigi að hætta þessu Coupe d’état gengn Trompinu.
En þetta verður spennandi að sjá hvort stjórnarskrá USA getur staðist árásir þeirra sem tapa í kosningum og gera að engu vilja hins almenna kjósenda.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.12.2017 kl. 16:44
FBI er ekki þessi skínandi stígur sem þú heldur. Þetta er varðhundur mafíunnar sem passar upp á að meðlimir hennar lendi aldrei á sakamannabekk,fari aldrei út af sporinu og ofsækirr andstæðinga hennar út í það óendanlega.
Trump er einmitt dæmi um þetta. Hann hefur verið hleraður,rannsakaður og ofsóttur á annan hátt í meira en eitt ár. Það liggur ekki fyrir ennþá að hann hafi brotð nokkurn skapaðann hlut af sér.
Og það var ekkert sem benti til þess frá upphafi að hann hafi brotið neitt af sér.
En FBII ætlar að halda áfram að leita. Ekki af því þeir hafi einhverja ástæðu til að ætla að hann hafi brotið af sér,heldur af því það er hlutverk þeirra að hundelta fólk og eiðileggja það til að vernda mafíuna. Stalín væri stoltur af þessum aðförum,enda alveg í anda hans.
.
Hitt hlutverk FBI er að passa upp á að meðlimir lendi aldrei á sakamannabekk.
Þar höfum við dæmi frá Hillary sem misfór mjög gróflega og af eilægum brotavilja með opinber gögn.
FBI passaði uppa á mafíósann í því tilfelli eins og fleiri.
Fangelsin í Bandaríkjunum eru full af fólki sem fyrir vangá hafa eða vanrækslu haft gögn af þessu tagi undir höndum ,ólöglega.
Lögin segja nefnilega að það skifti engu hvort menn misfara með þetta af vangá eða viljandi,í grjótið með þig.
Hillary sýndi gífurlega einbeittan brotavilja ,lagði út miklar fjárhæðir til að fullkomna brotið ,og laug síðan aftur og aftur á undanhaldinu. Eiðilagði gögn sem þingnefndd hafði kallað eftir og svo framvegis. Brotið getur einfaldlega ekki orðið alvarlegra með nokkru móti.
En þitt ástkæera FBI komst að þeirri niðurstöðu að engar líkur væru til að saksóknari mundi fást til að sækja málið.
.
FBI er ekki pólitískt,af því þetta er ekki pólitík. Þetta er glæpastarfsemi.
Bandaríkin eru að mestu oðin nútima útgáfa af fasísku ríki.
Og enn eru skrúfurnar hertar að almennigi með sívaxandi ritskoðun og persónunjósnum.
Borgþór Jónsson, 6.12.2017 kl. 16:49
Hillary Clinton og maðurinn hennar, eru bendluð við stórfelda fjárglæpi, kynferðisglæpi, fleiri morð og einnig fyrir meint landráð.
Að standa með Hillary, á maður bágt og reglulega mikið af því.
Dóni Trump, er ekkert séni ... hann er á sínum stað, vegna þess að baki honum stendur öll "gyðinga" maskína Bandaríkjanna, sem er ekkert smá fyrirbæri í dag. Hugmyndir hins almenna bandaríkjamanns, að Trump stæði með þeim ... var og er, afskaplega hjákátlegt. Trump er ekki maður sem hefur aflað sér auðæfanna, hann er fæddur með silfurskeið í munninum. Það er Frederick Trump, sem er maðurinn á bak við Trump Towers og allt það sem þar stendur, ekki Dóni Trump. Dóni Trump er bara "free" rider, monthani sem stærir sig í "reality" shows, sem einhvern stórkall.
Að hlusta á Dóna Trump, tala um að leysa þjóðarvandamál Bandaríkjanna ... er svona svipað og að hlusta á Arnold Schwarzenegger tala gegn "nazisma". Arno, er maður sem varð ríkur á að spila "fasistatípur" í bíómyndum ... hann er "auglýsingaskilti" fyrir Nazisma. Það er hreinlega skoplegt að hlusta á mannin segja "there is only one way about it", sama sagði Hitler.
Kreppuannáll (IP-tala skráð) 6.12.2017 kl. 18:11
Rétt hjá þér kreppuannáll.
Ég veit þó ekki um gyðingana.
Það eina sem gerir mig ánægðann með að Trump er forseti ,er að hinn kosturinn hefði verið svo skelfilegur.
Borgþór Jónsson, 6.12.2017 kl. 18:53
Nú berast þær dásmlegu fréttir frá Rússlandi að Putin hafi tilkynnt um framboð sitt.
Það er svo sem ekkert óvænt,en engu að síður sefur maður betur þegar maður veit að það er að minnsta kosti einn ábyrgur þjóðarleiðtogi á vakt.
Borgþór Jónsson, 6.12.2017 kl. 18:55
Einar , að kjósa H. Clinton að leiða USA væri það alveg verst sem getur komið fyrir. Ég held að þú mundu kjósa henni. Hvað hefur þú á móti að Trump gerir eins og hann sagði frá byrjun. Að gerir skatt kerfið einfaldara , fá meira vinnu fyrir Bandarikuna, takast á við N.Korea, sjá til að USA samþykkjar að Jerusalem er hufuðborg Israels mm.
Merry, 6.12.2017 kl. 21:51
Jóhann, ég ætla ekki að taka þátt í þessari "fake news" umræðu - "...það ku vera enginn fótur fyrir því að Muller hafi farið fram á að fá skjöl frá Deuttche Bank um Trompið..." - en ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að taka yfirlýsingu lögfræðings Trumps, trúanlega.
Ég hafna henni ekki heldur - en ég sé ekki af hverju hún sé klárlega trúverðugri en fréttir þær sem ég vísa í að ofan. Og ég að sjálfsögðu hafna þessari "fake news" umræðu. Sú umræða sé greinilega pólitísk.
Né ætla ég að taka þátt í umræðu - er kallar rannsókn FBI og CIA og þingsins -- nornaveiðar. Það sé afar ósanngjörn nálgun bersýnilega þegar í hlut eiga þetta mikilvægar megin stofnanir Bandaríkjanna -- afar slæmt að fylgismenn Trumps í pólitískum tilgangi, velja að gera sitt til að ófrægja þetta mikilvægar grunnstofnanir Bandaríkjanna.
--Mér finnst slík ófræingarherferð gegn þeim, afar ósmekkleg.
Þ.e. ekkert óeðlilegt við það að rannsókn geti tekið langan tíma -- FBI hefur oft þurft mörg ár til að leiða flókna rannsókn til lykta. Þessi umræða er greinilega rosalega pólitísk - sérstaklega hjá fylgismönnum Trumps - sem einfaldlega virðast þverneita að horfast í augu við raunveruleg líkindi þess að þeirra maður sé sekur.
"En þetta verður spennandi að sjá hvort stjórnarskrá USA getur staðist árásir þeirra sem tapa í kosningum og gera að engu vilja hins almenna kjósenda."
Þetta er einfaldlega fullkomið rugl og kjaftæði. Stjórnarskráin einmitt gerir ráð fyrir því að forseta sé vikið frá - ef hann brýtur landslög. Það sé fullkomlega lögleg aðgerð og í samræmi við stjórnarskrá - að rannsaka gerðir forseta, ef nægilegur rökstuddur grunur sé að sá hafi brotið lög. Ef síðan í ljós kemur, ef það kemur í ljós, að á forsetann sannast lögbrot - er það síðan þingið er verður að taka ákvörðunina; en skv. stjórnarskránni er einungis þingið er hefur þá valdheimild að víkja sitjandi forseta frá störfum.
--Um leið og honum hefur verið vikið, má lögsækja hann skv. almennum lögum.
Mueller getur rannsakað málið og síðan sent sína lokaskýrslu til þingsins, ef nægilega sannfærandi gögn koma fram um skýrt óvéfengjanleg lögbrot -- þá endar boltinn hjá þinginu.
"... Enda hafa lögmenn sem eru þekktir fyrir að vera demókratar sem eru farnir að efast um Muller og telja að það eigi að hætta þessu Coupe d’état gengn Trompinu..."
Þetta er dæmalaust spinn hjá þér. Lögleg rannsókn er ekki "coup" er ég afar hissa af þeim er býr innan Bandar. -- að ekki skilja það grunn atriði, enginn er hafinn yfir lög. Kerfið í Bandar. grundvallast á því að - lögin séu alltaf sterkari, og að valdamesta stofnun landsins sé "US Supreme Court."
"Fyrir false statement to the FBI and conspiracy er fimm ára fangelsi."
Þú ert að tala um - mögulega hámarks refsingu! En þessi framsetning er röng sbr.: "
(a) Except as otherwise provided in this section, whoever, in any matter within the jurisdiction of the executive, legislative, or judicial branch of the Government of the United States, knowingly and willfully—
shall be fined under this title, imprisoned not more than 5 years"
Það þíðir auðvitað að svigrúm er til að hafa hana styttri en 5 ár - jafnvel miklu styttri. Það þyrfti að skoða dómafordæmi til að álykta hvað Flynn stendur frammi fyrir.
--En það eru mörg fordæmi þess að gegnt "cooperation" fái einstaklingur - mildari dóm.
Það getur vel farið svo að hann sitji ekki inni - fái bara "fine."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 01:24
Borgþór, geisp - þú bersýnileg veist nákvæmlega ekki neitt um þau lög sem Comey vísaði til.
Ef þú lest lögin kemur ágætlega skýrt fram - að lögin krefjast sönnun á ásetningi til að skaða Bandaríkin eða að það sé sannað að skaði hafa sannarlega orðið.
Eins og Comey vendilega segir frá -- gat FBI ekki sýnt fram á ásetning. Og FBI gat ekki heldur sýnt fram á skaða.
Þannig er það, að ákvörðun Comey er skv. réttri túlkun á viðkomandi lögum.
FBI er vönduð stofnun - Bandar. eru ekki stjórnuð af fámennri klíku glæpamanna.
Aftur á móti er Rússlandi stjórnað af glæpamönnum - þar getur ríkið látið dæma hvern sem er hvenær sem er fyrir hvaða sök sem því sýnist, og ekkert þarf að sanna.
--Þess konar er algerlega óhugsandi í sjálfstæðu réttarkerfi og sjálfstæði löggæslukerfi Bandar. - sem að mjög mörgu leiti sé fyrirmynd fyrir heiminn allan.
Bandar. eru það land sem skóp þá fyrirmynd fyrir Vesturlönd öll - þ.e. uppbygging sjálfstæðra óháðra stofnana sem væru algerlega sjálfstæðar frá framkvæmdavaldinu og heimilt að rannsaka hvern sem er - óháð valdstöðu.
Það væri heldur betur mun betra í Rússlandi - ef mál væri eins góða þar og innan Bandar. - en því er miður að svo sé langt í frá að þar sé málum eins vel fyrir komið og innan Bandar.
--------------------------
18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information.
"(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer—
------------------
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 01:38
Gamlar færslur með tilvitnunum í Comey:
FBI tilkynnir heimsbyggðinni, að fyrri niðurstaða FBI að ekki séu nægar sannanir fyrir dómsmeðferð gagnvart Hillary Clinton - standi!
Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 01:39
Kreppuannáll, þetta er fullkomið kjaftæði sbr. Clinton bendluð við kynferðisglæpi eða fjármálagæpi eða einhverja aðra alvarlega glæpi svo sem landráð.
--Eitthvert bull frá Trumpískum bloggurum frá Bandar. er ekki svara vert.
--Og þ.s. Fox-news og Breitbart tjáir um þau hjón, er það ekki heldur.
------------
Fox-news er áróðurmaskína Murdockanna -- sem eru nánir vinir Trump fjölskyldunnar, þar á milli eru margvísleg djúp hagsmunatengls.
Það þíði að nákvæmlega ekki neitt mark sé unnt að taka á umfjöllun Fox-news um Trump og um hvern þann sem hallmæli Trump, sem og sérhvern pólit. andstæðing Trumps.
Murdock fjölmiðlarnir munu ljúga hverju sem Murdockarnir telja þörf á til að vernda fjölskylduvini sína sem og sameiginlega hagsmuni fjölskyldanna tveggja.
BreitbartNews er statt einfaldlega í rugli. Algerlega ónothæft sem fréttamiðill eða miðill upplýsinga.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 04:58
Merry, látum okkur sjá - Trump ætlar að svipta milli 10-15 milljónir Bandaríkjamanna, styrkjum til kaupa á heilbrigðistryggingum - sem þíðir flestir þeirra líklega lenda utan við það tryggingakerfi og þar með mestu utan aðgengis að bandar. heilbrigðiskerfi.
--Það þíði að heilsa þessa fólks mun versna, dauðsföllum meðal þeirra fjölga -- það getur auðveldlega þídd mörg þúsund flr. dauðsföll per ár að nokkrum árum liðnum.
Trump að auki er að skera verulega niður aðra fátæktar styrki, þar á meðal styrki til fátækra námsmanna, sem hafa þá skert aðgengi að menntun -- lélegri menntun fátækra að auki.
-------------
Trump stórfellt lækkar sína persónulegu skatta - sem mun skila honum líklega tugum milljónum dollara per ár, í persónulegan gróða þaðan í frá.
Trump afnemur erfðaskatt - sem einungis gilti um eignir yfir milljón dollurum, sem mun spara ættingjum hans stórfé síðar meir, þegar þeir ættingjar erfa hann.
Aðgerðir Trumps munu auka enn frekar - bilið milli auðugra og fátækra - þ.s. miklu munar í því, að skattbreytingar skila sér í stórfellt meiri mæli til auðugra Bandaríkjamanna; meðan lækkun hans á sköttum til millistéttar -- hefur einungis tímabundinn gildistíma er skattalækkun til auðugra varanleg.
Hann að auki, afnemur skatt á erlendan rekstur bandar. fyrirtækja -- þ.e. þau munu öll borga í eitt skipti eina stóra fjárhæð, síðan ekki söguna meir þaðan í frá.
-------------
Þessar aðgerðir munu svipta bandar. ríkið stórfelldum fjárhæðum - auka hallarekstur bandaríska ríkisins um yfir þúsund milljarða bandaríkjadala per áratug a.m.k.
Það þíðir hraða skulda-aukningu þrátt fyrir hagvöxt.
--Þetta eru nokkur dæmi um það hversu hræðilegur stjórnandi Trump er.
--Hann sinnir sínum persónulega hag ákaflega vel í embætti.
Mun ef áfram horfir verða hundruðum milljóna dollara auðugri í embætti, af völdum gróða sem honum áskotnast í gegnum margvíslegar spilltar fyrirgreiðslur sem alþjóða fjölmiðlar hafa sagt frá auk skattabreytinganna sem geta skilað honum yfir 100 milljónum dollara á einu 4-ára kjörtímabili.
Þetta er sennilega spilltasti forseti Bandar. í áratugi a.m.k.
--------------
Ef þetta er ekki nóg - er ráðsmennska hans í viðskiptamálum, að valda Bandar. gríðarlegu tjóni sem sést ekki enn - en það felst í glötuðum framtíðar tækifærum, sem bitnar á Bandar. á komandi árum.
--Hans aðferðir eru það heimskulegar að í framtíðinni munu þær valda bandar. efnahag heilmiklu framtíðar tjóni, vísa á ofangreind glötuð tækifæri.
**Þetta er án nokkurs vafa langsamlega versti landstjórnandi Bandar. í áratugi - verri en Carter, verri en Bush.
Kannski sá versti síðan "president Hoover."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2017 kl. 05:13
Einar
Við munum sjá hversu vel Trump hefur gert fyrir Bandaríkin þegar hann fær USA presidency fyrir næstu 4 árin.
Merry, 7.12.2017 kl. 16:23
Einar,þetta er nákvæmlega eins og ég segi. þarna er ekki stafkrókur um ásetning eða tjón.
Ef menn misfara með gögn samkvæmt þessari upptalningu eru menn einfaldlega sekir. Basta.
Ofan á þetta bætist að Hillary var ekki ein í ráðum,þar að segja hún hafði samstarfsaðila sem sáu um framkvæmdina.
Í sumum tilfellum aðila sem höfðu ekki rétt á að sjá þessi gögn.
Samkvæmt g lið lagagreinarinnar er þetta samsæri og ber með sér extra refsingu.
Þegar Comey talaði um að ekki hafi verið umm ásetning eða tjón að ræða ,vitnaði hann ekki í lagagrein máli sínu til stuðnings. Enginn annar sem fjallað hefur um málið hefur heldur gert það ,ekki þú heldur.
Það er af því sú lagagrein er ekki til.
Ef ég á að taka hið minnsta mark á þér verðurðu að draga fram þessa lagagrein og sýna mér geskur.
Borgþór Jónsson, 7.12.2017 kl. 17:03
Mig langar að bæta því við að í lagagreininn sem þú vitnar til er einmitt talað um grófa vanrækslu.
Alveg eins og ég sagí,þá þarf ekki einu sinni að menn hafi misfarið með gögnin viljandi. Gróf vanræksla er nóg til að menn teljist sekir.
Comey talaði í tilkynningu sinni um gróft kæruleysi Hillary.
Hillary er einfaldlega glæpamaður sem er að sleppa af króknum vegna spillingar í FBI. Vegna þess að Hillary er hluti af stjórnmálaarmi glæpaklíku sem hefur tekið sér bólfestu í bandaríska stjórnkerfinu.
Borgþór Jónsson, 7.12.2017 kl. 17:11
og þú, Einar, er að tala illa um Donald Trump ?
Merry, 7.12.2017 kl. 18:11
um Að gera Einar að trúa Fake News Fjölmiðlum, en svo sá ég frétt á Vísir að það er enginn fótur fyrir því að Muller hafi krafist skjala um Viðskipti Trompsins hjá Deutche Bank, en þú hefur þetta bara eins og þú villt.
Article 2 section 4 of the Constitution of the United States: The President, Vice President and all civil Officers of the United States, shall be removed from Office on Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery or other high Crimes and Misdemeanors.
Sco segir stjórnarskrá USA, hvað ættli Trompið hafi gert sem fellur undir þessi ákvæði?
Það er búið að ransaka Trompið í 1 1/2 ár og því meira sem hann er rannsakaður því tandurhreinu er karl ræfillinn. Hitt geta svo civil Officers í Department of Justice, FBI, CIA og annara deilda ekki sagt. Það er alltaf að,finnast einhver skítur á Óbummer fólkið sem var og er ennþá eftir í þessum deildum.
Svo er farið að sjást í afturendan á Barack Millhouse Benitto Hussein Óbummer, því meira sem er ransaka d og auðvitað er Hildiríður Klinton allsber fyrir að vera sótt til saka fyrir Treason, Bribery ásamt öðru.
Það verður skemmtilegt að sjá hvernig þessari spæjara sögu líkur, en eitt er vist að stjórnarskrá USA hfuer verið löskuð, spurningin er getur stjórnaskráin staðið þessa árás sem hefur verið í framkvæmd undanfarinn misseri og þá sérstaklega á tímabilinu 2009 til 2017.
Ég sit hjá og skemmti mér konunglega að fylgjast með þessu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.12.2017 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning