Ali Khamenei sagði Pútín að Íran og Rússland ættu að vinna saman í því að einangra Bandaríkin

Erfitt að sjá slíka yfirlýsingu nema fyrst og fremst í pólitísku skyni. Bæði löndin - Íran og Rússland eru upp á kannt við Bandaríkin. Og hvernig sem þau munu rembast, hafa Bandaríkin umtalsverð áhrif innan Mið-austurlanda.

Íran hefur þó tekist að búa sér til áhrifasvæði er nær frá landamærum Írans við Írak - að strönd Lýbanons og Sýrlands við Miðjarðarhaf, alla leið að landamærum Sýrlands og Lýbanons við Ísrael.
Í bandalagi við Rússland, deilir Íran að einhverju leiti áhrifum á hluta þessa svæðis með Rússlandi.
--Erfitt að sjá löndin tvö geti takmarkað áhrif Bandaríkjanna - nema hugsanlega á þessu afmarkaða svæði.

Khamenei says Iran, Russia should cooperate to isolate U.S., foster Middle East stability

Iran, Russia and Azerbaijan call for commitment to nuclear deal

Russia's Putin says situation in Syria developing positively

Tehran-Moscow cooperation needed to restore peace in Syria

http://www.catholiclane.com/wp-content/uploads/664px-Middle_east_graphic_20031.jpg

Ef maður súmmerar saman ofangreindar fréttir!

Þá virðist mér orð Khamenei klárlega tengjast ofangreindu áhrifasvæði Írans - orð hans og Rouhani um aðgerðir gegn hryðjuverkum - þörf fyrir frið og stöðugleika í Mið-austurlöndum.
Sé líklega beint að sameiginlegri þörf þeirra fyrir endalok hernaðarátaka innan þeirra áhrifasvæðis.

En eins og allir ættu að vita hefur geysað stríð innan Sýrlands frá 2011 og Íraks frá 2014.
--Enn eru möguleika á frekari átökum, þ.s. óljóst er hver staða Kúrda á svæðinu akkúrat verður.
En nú þegar aðgerðir gegn ISIS samtökunum eru að nálgast endalok - er hyllir undir að síðustu vígi ISIS falli innan Sýrlands og Íraks.

  1. Virðast sjónir beinast að stöðu Kúrda - þeir eru helstu bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu.
  2. Hótun, um að einangra Bandaríkin - getur þar með skoðast, sem hótun undir rós - um aðgerðir gegn Kúrdum.

En ef svæði þeirra yrðu hertekin í sameiginlegum aðgerðum - Assad stjórnarinnar, Írans, Bagdad stjórnarinnar, og Rússlands.
--Afar beint "challenge" gegn Bandaríkjunum.

Þá gætu Bandaríkin staðið uppi nær algerlega áhriflaus innan Íraks og Sýrlands.

  • Þetta er undir Bandaríkjunum verulega sjálfum komið - en ef þau styðja ekki Kúrdana, þá líklega verða þeir -- kramdir.
    --Af þessum sömu ríkjum.

Átök gætu þá tekið enda - með nokkurs konar lokasigri Írans. Er mundi þá ráða svæðinu nær algerlega.
--Að einhverju leiti í samvinnu við Rússland, en það væri klárlega Íran í krafti herstyrks á landi, sem réði meir en Rússland.

  1. Tilraunir Arabaríkja í bandalagi við Saudi Arabíu til að veikja Íran, biðu þá harkalegt skipbrot.
  2. Ísrael sæti uppi með stórfellt vaxandi hættu á sínum landamærum, ef maður gerir ráð fyrir því að Íran tryggi öruggar samgöngu þar með milli Írans og Hezbollah samtakanna, og taki til með að vopna þau í enn meira mæli en áður.

--Stríðshætta væri greinilega til staðar.
--Ísrael væri þó á hinn bóginn, í þröngri stöðu.

Þeir hafa sannarlega öflugan her og flugher - en Ísrael er það tiltölulega fámennt, að Ísrael hefur enga dýpt til að heygja langvarandi stríð.

Það gæti orðið megin niðurstaða átakanna er hófust 2011 - að Íran eflist enn frekar.
Á sama tíma, virðist að ríki Assadanna svo mjög veiklað, að sennilegast sé rétt héðan í frá að álíta þeð - leppríki Írans, fremur en Rússlands.
--Assadarnir séu þar með ekki lengur sjálfstætt afl.

 

Niðurstaða

Það má velta því fyrir sér hversu miklu máli það skiptir fyrir Bandaríkin, að útlit sé nú fyrir að Íran sé að tryggja sér "minor empire" á Mið-austurlandasvæðinu. En staða Bandaríkjanna virðist alveg nægilega trygg við Persaflóa - sem er sjálfsagt hvað skiptir Bandaríkin einna helst máli í samhengi Mið-austurlanda.
--Ísrael hefur kjarnavopn, þannig að bein hernaðarárás af hálfu Írans á Ísrael virðist ósennileg.
--Sem þíði ekki að stríð geti ekki brotist úr milli, bandamanns Írans - Hezbollah, sem virðist hafa stórelfst einnig í tengslum við þátttöku Hezbollah í stríðsátökum innan Sýrlands.
Aðgengi Hezbollah að öflugum vopnum virðist stórbætt, og líklegt virðist að Hezbollah sé mun hættulegri andstæðingur Ísraels en nokkru sinni áður.

Íran gæti háð óbeint stríð við Ísrael, ef hernaðarátök við Hezbollah hæfust. Á hinn bóginn, virðist Hezbollah hafa valið að forðast átök við Ísrael - í seinni tíð. En á móti, hefði líklega verið óhentungt fyrir Hezbollah að berjast á tvennum víggstöðvum.
--Ef átök í Sýrlandi taka fljótlega enda, gæti dyrfska Hezbollah gagnvart Ísrael vaxið, nú með aðstöðu innan Sýrlands til viðbótar við þau svæði er Hezbollah hefur nú lengi ráðið innan Lýbanons.

  • Það getur verið önnur mikilvægasta afleiðing stríðsins í Sýrlandi, að Hezbollah virðist hafa öðlast mörgu leiti sambærilegan - ríki í ríkinu stöðu í samhengi Sýrlands, og Hezbollah hefur lengi haft í samhengi Lýbanons.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband