26.10.2017 | 00:29
Trump gagnrýndur fyrir stefnuleysi í Miðausturlöndum
David Gardner hjá Financial Times - benti á að Íran hefur sannarlega skýra stefnu í Sýrlandi og Írak, og sé hvorttveggja í senn með lagni og hörku - að keyra hana fram.
--Líklega sé sýn Írans einfaldlega að - Lýbanon, Sýrland og Írak - myndi samfellt íranskt áhrifasvæði.
Trumps flawed Middle East policy exposes US weakness
Íhugum snilldina í Miðausturlanda stefnu Bandaríkjanna síðan 2003!
- George Bush yngri - fyrirskipaði innrás í Írak 2003, og eyðilagði þá stjórnarfar sem hafði verið til staðar í Írak í áratugi; sem byggði á drottnun minnihluta Súnní Araba í Írak -- með öflugan her sér til halds og trausts.
--Samfellt síðan 1979 hafði Saddam Hussain, verið helsti andstæðingur Írans í Miðausturlöndum - og var her hans alvarleg ógn við Íran.
--Eins og kom í ljós í stríði Írans og Íraks, 1980-1988. - Bush, vegna þess að hann trúði á lýðræði -- ákvað að almenn kosning í Írak mundi ráða hverjir mundu stjórna landinu. Sem sjálfu sér var göfugt!
--En hafði þá rökréttu afleiðingu, að stjórnun landsins færðist yfir til fjölmennasta íbúahluta landsins -- Shítanna í S-Írak.
--Vegna þess að Shítarnir hötuðu Arabana eftir að Arabarnir höfðu troðið á Shítunum í áratugi -- fóru Shítarnir þegar í stað, að hefna sín, með því að troða á Aröbunum. - Rökrétt afleiðing þess, að Írak varð stjórnað af meirihluta Shíta - varð að sjálfsögðu, að Írak hætti að vera óvinaríki Írans -- þess í stað hefur í vaxandi mæli verið að þróast yfir í að vera, bandalagsríki Írans - og áhrifasvæði.
Afleiðing aðgerða Bush - var m.ö.o. að stórfellt bæta valdastöðu Írans.
Borgarastríðið í Sýrlandi, hefur síðan lagt í rúst Sýrland!
Eftir að Íran og Rússland í sameiningu krömdu hina upphaflegu uppreisn í orrustunni um Aleppo sl. ári - þá er orðið ljóst að meðan Íran vill með hann hafa, að Assad heldur velli.
En eftir eyðileggingu stríðsins og gríðarlegt mannfall, er stjórn Assads ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var - fyrir 2011.
- Það þíðir, að Sýrland er ekki lengur sjálfstæður valda-aðili í Miðausturlöndum, en áratugum saman hefur Sýrland Assadanna verið eitt af Arabaríkjunum er skiptu máli.
- En í dag, sé það án mikils vafa - lítið annað en íransk "protectorate."
Líklega ráði Íran í dag meir innan Sýrlands, en stjórnin í Damaskus.
Sama ástand getur verið til staðar í Írak, að Íran ráði meiru þar en stjórnin í Bagdad.
En fjölmennar liðssveitir Shíta eru til staðar í Írak - sem vinna beint með Íran.
Liðssveitir sem tengjast ekki íraska hernum.
M.ö.o. eini bandamaður Bandaríkjanna á svæðinu frá strönd Lýbanons að landamærum Íraks við Íran - eru Kúrdar!
Punkturinn er sá, að ef Donald Trump, og ríkisstjórn Bandaríkjanna - velja ekki á næstunni að verja Kúrda, þannig að yfir þá sé ekki valtað af - Íran, Bagdad stjórninni í Írak, og Tyrklandi -- þá eiga þeir ekki lengur traustan bandamanna á því svæði.
- Rétt að muna að samskiptin við Erdogan hafa versnað mjög mikið, það stendur yfir mjög alvarleg deila milli Tyrklands og Bandaríkjanna - versta samskiptakrísa Tyrklands og Bandaríkjanna frá upphafi NATO aðildar Tyrklands.
- Það sé að verða ljóst, að Erdogan hagar sér mjög óútreiknanlega -- stjórn hans virðist í dag stunda, að handtaka Vestrænt fólk fyrir tilbúnar sakir, sbr: Turkish court releases eight rights activists on bail.
--Tyrkneskis saksóknarar virðast nú stunda að sjóða saman hinar furðulegustu ásakanir margítrekað, klárlega oft á tíðum í mjög litlum veruleikatengslum.
--Og töluvert er nú orðið um að Vestrænir einstaklingar lendi í þessu.
Deila Bandaríkjanna við Erdogan snýst um 2-sendiráðsstarfsmenn Bandar. sem voru handteknir af Tyrklandsstjórn -- og standa nú frammi fyrir því, sem virðist dæmigerð ásökun, sbr. um hryðjuverkatengsl eða meint tengls við klerkin Gulem.
--Í fæstum tilvikum í dag virðist nokkur líklegur sannleikur að baki.
--Eins og Erdogan sé að nota Vestræna einstaklinga, sem skiptimynt í vaxandi deilum við Vestræn ríki.
Bandaríkin ákváðu að umbera þá hegðan ekki frekar!
- En punkturinn er sá, að án Tyrklands hafa Bandaríkin einungis -- Ísrael sem Bandamann Miðjarðarhafsmegin í Miðausturlöndum.
- Ef þeir standa ekki með Kúrdum -- á næstunni, tryggja þeirra stöðu.
Þá verður útkoman einfaldlega sú -- að allt svæðið frá landamærum Íran við Írak að stönd Lýbanons og Sýrlands við Miðjarðarhaf, verður íransk áhrifa- og yfirráðasvæði.
Útkoma sem mundi ekki beint koma vel út, hafandi það í huga -- að meint stefna Donalds Trumps, er að veikja stöðu Írans!
Þess í stað, mundi slík útkoma -- styrkja stöðu Írans töluvert til viðbótar.
Niðurstaða
Það væri kaldhæðið ef Donald Trump gefur eftir til Írans - allt svæðið frá strönd Sýrlands við Miðjarðarhafs til landamæra Íraks við Íran. En, ef ríkisstjórn Trumps ákveður ekki að tryggja að sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi og Írak - haldi velli. En Kúrdar eru greinilega viljugir bandamenn Bandaríkjanna. Þá verður enginn bandamaður Bandaríkjanna lengur til staðar á öllu því svæði, sem þess í stað yrði samfellt íranskt áhrifa- og yfirráðasvæði.
--Það væri þá orðið að litlu írönsku heimsveldi!
Slík útkoma væri kaldhæðin því opinber stefna Trumps er að veikja Íran.
Trump virðist á hinn bóginn eiga erfitt með að viðhalda nokkurri "consistent" stefnu.
- En ef hann virkilega vill eiga þarna eitthvert mótvægi við Íran, þarf hann að halda Kúrdum á floti. Þegar ljóst virðist orðið, að ekki er unnt að treysta lengur á Erdogan.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning