Reuters segir frá sölu mannslíkama látins fólks, eða sölu líkamsparta úr látnu fólki - spurning hvernig þessu er háttað á Íslandi?

Fréttamenn Reuters unnu rannsókn á viðskiptum sem tiltölulega fáir vita um. En það eru einkafyrirtæki sem stunda viðskipti með líkama látins fólks, auk þess að eiga í viðskiptum með parta úr látnu fólki.
--Margt virðist að þeim viðskiptum ef marka má rannsókn Reuters.
--Viðskiptasiðferðið oft á afar lágu plani.

In the U.S. market for human bodies, almost anyone can dissect and sell the dead

How the body of an Arizona great-grandmother ended up as part of a U.S. Army blast test

 

Meginvandinn virðist sá að það gilda engin lög um þessa starfsemi innan Bandaríkanna, þannig að menn geta gert það sem þeim sýnist

--Ég þekki ekki hvernig þessum málum er háttað á Íslandi.
--Þ.e. hvort til staðar eru einkafyrirtæki er sérhæfa sig í slíku.

Rétt að taka fram að ekki er verið að tala um -- lifandi vefi.
Heldur látna vefi -- þannig að þá fellur dæmið ekki undir bann við sölu á lifandi vefjum eða lifandi líkamspörtum.

  1. Bandarísku fyrirtækin virðast mörg hver bjóða þjónustu sína í gegnum útfarastofur.
  2. Þá gjarnan bjóða að borga fyrir bálför og útfararkostnað - gegnt því að ástvinir hins látna fái ösku a.m.k. hluta líksins. Meðan að fyrirtækið nýtir bróðurpart þess í sínum viðskiptum.
  3. Í mörgum tilvikum virðist meðferð líkanna síðan - ábótavant. Sem og meðferð líkamspartanna sjálfra - ekki sjaldgæft að líkamspörtum sé eytt með hætti, sem væntanlega flestum þætti óásættanlegt.
  4. Ástvinir gjarnan fá að því er virðist - misvísandi upplýsingar um það, hvað mun gert við bróðurpartinn af líkinu.

Gjarnan segjast fyrirtækin að líkamspartar verði notaðir í vísindaskyni.
En það sé afar upp og ofan hvort svo raunverulega sé, og fyrirtækin veiti enga tryggingu þar um.

 

Rétt að taka fram, að líkamspartar eru mjög nauðsynlegir í læknanámi - gjarnan einnig fyrir læknarannsóknir

Meðferðir við hættulegum sjúkdómum hafa uppgötvast - síðan séu líkamspartar nauðsynlegir til þjálfunar skurðlækna - og gjarnan einnig til þróun tækja sem notuð séu í lækningaskyni.

  • Reuters segir frá áhugaverðri rannsókn bandaríska hersins.
    --Sem sennilegt virðist að hafi bjargað mannslífum.

En rannsakað var hvernig sprengjugildrur fara með lík. Þær upplýsingar notaðar við þróun, betri varnarbúnaðar gegn sprengjugildrum - fyrir farartæki á vegum hersins.
Auki við þróun sérstakrar dúkku, til sem síðan stóð til að nota þaðan í frá við slíkar rannsóknir.
--En Reuters sagði einnig frá tilviki, þ.s. einstaklingur hafði óskað eftir því sérstaklega, að lík ástvins væri ekki notað við rannsóknir á vegum hersins.

En fyrirtækið sem seldi hernum líkin til notkunar, stóð sig ekki.
Líklega um það fyritækinu að kenna - ekki "per se" hernum.

Líklega gætu helstu háskólar heims sem kenna læknum ekki fúnkerað, án aðgengi að líkamspörtum látinna.

 

Það sem ég er forvitinn um ef einhver veit hvernig aðgengi að líkum til rannsókna er háttað á Íslandi - getur verið að verslað sé við útlönd!

Að keypt sé að utan, hljómar sem tiltölulega þægileg lausn - ef út í þ.e. farið. Þar sem slík viðskipti ef færu fram á Íslandi - gæti mjög hratt orðið afar viðkvæm.

--En getur það hugsast að einhvers konar sambærileg viðskipti fari fram á Íslandi þeim er tíðkast í Bandaríkjunum?

 

Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að ég hef aldrei hugsað um þetta mál. Hvernig spítalar - læknar og aðrir sem hafa með að gera að rannsaka líkamsparta látinna eða þurfa að nýta líkamsparta látinna t.d. í kennsluskyni eða til rannsókna þ.s. líkamspartar látinna koma við sögu -- fara að því akkúrat að útvega sé þá parta, eða þau lík.

Mér þætti forvitnilegt að vita hvort einhver þekkir hvernig þeim málum er háttað á Íslandi.

En eins og bandaríska dæmið sýnir - þá býður það mörgum hættum heim, ef engin lög gilda um slíka starfsemi -- þar með ekkert eftirlit af hálfu opinberra aðila.

Ég þekki ekki heldur hvaða lög gilda á Íslandi um meðferð líka látinna, eða meðferð líkamsparta látinna - sem notaðir séu í vísindalegum tilgangi af einhverju tagi.
--Ef einhver þekkir þau mál má sá eða sú gjarnan setja inn athugasemd!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband