Ákvörðun forsætisráðherra Spánar að reka héraðsstjórn Katalóníu ætti engum að koma á óvart

Þessi útkoma hefur blasað við nú í nokkrar vikur - Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, hafði auk þessa - gefið út úrslitakosti til héraðsstjórnar Katalóníu, er runnu út í sl. viku. Án þess að héraðsstjórnin færi að kröfum stjórnvalda í Madríd.
--Það var því fullkomlega óhjákvæmilegt væntanlega að Madríd mundi formlega leysa upp héraðsstjórnina - ákvörðun sem tekin var á laugardag.
--Spanska þingið á eftir að formlega samþykkja ákvörðun ríkisstjórnar Spánar, svo hún taki formlega gildi - það gefur héraðsstjórn Katalóníu nokkra daga hugsanlega fram á föstudag.

Catalonia's leaders fight off direct rule from Madrid

Spain hopes Catalans disregard instruction from regional leaders

Spain urges Catalonia secessionists to obey Madrid

Carles Puigdemont leiðtogi héraðsstjórnarinnar á mótmælafundi um helgina

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/11/TELEMMGLPICT000131601498_trans_NvBQzQNjv4BqpVlberWd9EgFPZtcLiMQfyf2A9a6I9YchsjMeADBa08.jpeg?imwidth=450

Fyrir nk. föstudag mun spænska þingið væntanlega samþykkja ákvörðun ríkisstjórnar Spánar

Meðan má vænta þess að sjálfstæðissinnar í Katalóníu haldi tíða mótmælafundi á götum og torgum - þeir þétti sínar raðir.

Það sem spænsk stjórnvöld virðast óttast, er að sjálfstæðissinnar skipuleggi borgaralega óhlýðni - þegar kemur loks að því að hrinda ákvörðun spænskra stjórnvalda í framkvæmd.

  1. Það gætu verið fjölmennar setur óvopnaðra borgara fyrir framan opinberar byggingar í Barselóna - þannig að spænsk ríkislögregla yrði fyrst að verja verulegum tíma í það, að ryðja veginn að þeim byggingum -- þegar formleg yfirtaka skal fara fram.
  2. Byggingarnar sjálfar, gætu hafa verið byrgðar með margvíslegum hætti - til að tefja aðgerðina enn frekar.
  3. Og það er auðvitað möguleiki á óeirðum er gætu orðið fjölmennar - í ljósi þess að sjálfstæðissinnar hafa náð stöku sinnum að safna allt að milljón manns á götufundi.
  4. Til viðbótar gæti skapast óhlýðni víðar um héraðið, ef starfandi opinberir aðilar, t.d. héraðslögreglan - færi ekki eftir skipunum frá Madríd, t.d. ef leiðtogar héraðsstjórnarinnar færu huldu höfði um héraðið, og væru að gefa út skipanir er færu beint á móti a.m.k. að einhverju leiti.

Hvernig spænsk stjórnvöld mundu leysa úr slíkum þáttum, gæti hafa mikil áhrif á framvinduna síðar - en líkur væru á að sjálfstæðissinnar mundu græða á því, því meiri harka er auðsýnd af spænskum stjórnvöldum.

En áætlun spænskra stjórnvalda virðist gera ráð fyrir því, að leysa upp héraðsstjórnina - formlega setja a.m.k. tímabundið Katalóníu undir beina stjórn frá Madríd, og leysa upp héraðsþingið að auki -- boða til nýrra almennra kosninga.

En í því samhengi getur skipt verulegu máli, hvernig akkúrat framkvæmd spænskra stjórnvalda verður, þegar málin komast á framkvæmdastig - sérstaklega hvernig þau leysa úr mjög líklegum fjölmennum mótmælaaðgerðum og afar sennilegum skipulögðum aðgerðum til að tefja og spilla framkvæmd yfirtökunnar.

--En sjálfstæðissinnar gætu grætt samúðaratkvæði, ef upplifun héraðsbúa verður á þá leið, að stjórnvöld Spánar hafi auðsýnt harðræði umfram það sem sanngjarnt má teljast.
--Áhætta forsætisráðherra Spánar og ríkisstjórnar hans, er auðvitað að sú áhætta að láta kjósa nýtt héraðsþing - gæti snúist gegn þeim.

  • En málin gætu orðið afar flókin fyrir Madríd, ef sjálfstæðissinnar halda sínum þingmeirihluta - tölum nú ekki um, ef sá stækkar.

Tæknilega væri sjálfsagt mögulegt, að halda beinni stjórnun frá Madríd. En það væri augljós valdaðgerð, sem sennilega frekar styrki málstað sjálfstæðissinna meðal héraðsbúa.
Hitt væri að semja við sjálfstæðissinna, um mun bitastæðari tilslakanir en stjórnvöld Spánar hafa verið tilbúin til - fram að þessu.
Augljóslega vonast ríkisstjórn Spánar eftir því að næsti héraðsþingmeirihluti verði a.m.k. síður sjálfstæðissinnaður.

 

Niðurstaða

Spurningarnar sem ég set fram - vísa til svokallaðs "end game" eða m.ö.o. hver séu lokamarkmið spænskra stjórnvalda. En rökrétt vilja þau a.m.k. gera nóg til þess að hreyfing sjálfstæðissinna verði ekki lengur ógn við Madríd. Samtímis vilja stjórnvöld í Madríd lágmarka þær tilslakanir sem væntanlega þarf að veita héraðinu. Þess vegna vilja þau - nýjan og meðfærilegri meirihluta á héraðsþinginu. Hinn bóginn, ef slíkur nýr meirihluti skrifar upp á of litlar tilslakanir - mundi sá fá á sig ásakanir væntanlega fyrir svik frá sjálfstæðissinnuðum héraðsbúum. Mariano Rajoy hefði enga tryggingu þess, að sjálfstæðismálið mundi ekki gjósa upp - síðar. Ef tilslakanir til héraðsins, teljast óverulega -- þó svo honum yrði af ósk sinni í næstu héraðsþingkosningum að fá auðsveipari meirihluta.

Með öðrum orðum, ef við gerum ráð fyrir samningum í kjölfar héraðsþingskosninga. Þá yrðu þær líklega erfiðar -- tölum ekki um, ef næsti héraðsþingsmeirihluti verður áfram sjálfstæðissinnaður.

--Spánn vill alls ekki missa Katalóníu, vegna þess að héraðið eitt og sér hefur efnahag stærri en efnahagur Portúgals - héraðið vegur því mjög þungt í skatttekjum miðstjórnar Spánar.
--Að missa þær tekjur mundi auk þess án vafa, gera lánskjör spænskra stjórnvalda mun erfiðari.

Það eru því miklir hagsmunir í húfi - auk þess að önnur héröð hafa fengið að njóta þeirra skatttekna að hluta, í gegnum millifærslur frá Madríd - þannig að sjálfstæðiskrafa Katalóníu, mætir einnig andstöðu annarra héraða.

Þetta þíðir að auki, að það væri erfitt fyrir Madríd að veita miklar tilslakanir til Katalóníu, þegar kemur að kröfum þess efnis að halda skatttekjum heima fyrir.
--Sem þíðir að verulegar líkur séu því miður á því að málin geti farið í hart.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Telur þú að ríkisstjórn Spánar hafi spila rétt í þessu spili, Einar?

Var það rétt útspil að banna þjóðaratkvæðagreiðsluna?

Var það rétt útspil að reyna síðan með ofbeldi að stöðva hana?

Var það rétt útspil að taka völdin af heimastjórn Katalóníu?

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2017 kl. 08:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hugsa Bretar hafi tekið á sambærilegu máli með meiri skynsemi. Hinn bóginn getur verið að nálgun spænskra stjórnvalda sé í takt við fyrri nálgun þeirra á deilur við héröð - tók Baska meira en 2. áratugi að vinna fram þær tilslakanir sem þeir á endanum sömdu um varðandi aukið sjálfsforræði og það að halda eftir í héraði hlutfalli skattpeninga - og það kostaði meira en þúsund mannslíf.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.10.2017 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband