2.10.2017 | 20:03
Leiðtogi Katalóníu segir héraðið hafa öðlast réttmætt tilkall til sjálfstæðis - en segist þó til í að ræða málið fyrst við spænsk stjórnvöld
Carles Puigdemont tjáði fréttamönnum niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á sunnudag, að skv. 2,26 milljón töldum atkvæðum hefðu 90% þeirra greitt atkvæði með yfirlýsingu um sjálfstæði.
Rétt samt að muna að heildarfjöldi á kjörskrá í héraðinu er 5,4 milljón.
Það fljótt á litið virðist svipað því sem skoðanakannanir höfðu gefið til kynna um stuðning fyrir sjálfstæði, þ.e. 40% rúm.
Líklegt virðist að sjálfstæðissinnaðir kjósendur hafi haldið sig heima.
Þar sem að meirihluti kjósenda virðist ekki hafa mætt til að kjósa, þá má alveg spyrja sig þeirra spurningar -- hvort að umboð sjálfstæðissinna sé eins skýrt og Carles Puigdemont segir það vera.
Hann sagði einnig fréttamönnum, að hann mundi vísa málinu yfir til héraðsþingsins er mundi fjalla um það næstu daga - hann einnig að auki sagðist vona að spænsk stjórnvöld mundu vera tilbúin að ræða við héraðsstjórnina um friðsamlega framkvæmd sjálfstæðis.
Hann sagðist mundu sætta sig við niðurstöðu þingsins.
Catalan leader calls for international mediation in Madrid stand-off
Catalan president urges EU to mediate after independence vote
'Just talk': Belgium offers Spain relationship advice
EU urges Spain to talk to Catalans, condemns violence
Vibrögð Madrídar eru fyrirsjáanleg - að sjálfstæði sé ekki til umræðu
Þetta er farið að hljóma sem svo að formleg sjálfstæðisyfirlýsing komi væntanlega fram á næstu dögum - væntanlega frá héraðsþingi Katalóníu.
Á sama tíma hvetja stofnanir ESB stjórnvöld í Madríd og héraðsstjórnina í Katalóníu, að hefja viðræður. Og nokkur fjöldi þekktra evrópskra pólitíkusa að auki hefur hvatt til hins sama.
- Hinn bóginn virðist gjáin milli sjálfstæðissinna, og stjórnarinnar í Madríd einfaldlega of víð.
- Stjórnin í Madríd hefur lítt viljað ræða - eiginlega ekki einu sinni peningamálin, sem voru upphaf deilunnar.
Líkur á sjálfstæðisyfirlýsingu því virðast hrannast upp. Og þ.e. alfarið fyrirsjáanlegt hvað Madríd þá gerir - þ.e. beitir ákvæði stjórnarskrár Spánar frá 1978 og setur héraðsstjórnina af, setur Katalóníu undir beina stjórn frá Madríd.
Í kjölfarið á því, mundu væntanlega hefjast réttarhöld yfir embættismönnum héraðsstjórnarinnar, sem voru handteknir fyrir rúmri viku - þegar magn kjörgagna var tekið af spænsku ríkislögreglunni.
Að auki mundu væntanlega öll héraðsstjórnin vera handtekin, kannski héraðssþingið sjálft að auki -- og yfir þeim mundu væntanlega einnig hefjast réttarhöld.
- Það getur alveg verið að Carles Puigdemont vilji að allt þetta gerist.
- Í þeirri von, að æsingar dreifist út um héraðið í kjölfarið - hinir handteknu fái á sig hetjuljóma og píslavotta ímynd.
Það gæti þá vel dreifst út um héraðið - svokölluð borgaraleg óhlýðni, með verkföllum - fjölmennum setum á torgum og götum. Og hætta á frekari róttækni gæti myndast.
- Átök virðast alveg hugsanleg!
Á sama tíma virðist Katalónía hafa mjög lítinn stuðning innan annarra héraða Spánar.
Sem ætti ekki endilega koma á óvart, þ.s. hagsmunir Katalóníu og flestra annarra héraða Spánar eru andstæðir pólar.
Ég vísa til peningamálanna, þ.e. stór hluti skattfjár spánska ríkisins myndast í Katalóníu, og töluvert af því fé - fer frá Madríd til annarra héraða.
Þannig að ástæða er að ætla héröð Spánar sem eru fátækari en Katalónía, þ.e. öll héröð Spánar nema Madrídar svæðið sjálft -- mundu missa spóna úr aski sínum við sjálfstæði Katalóníu.
Þannig að þessi sjálfstæðisbarátta Katalóna virðist afa vonlítil.
Því Katalónía mundu hafa nánast allan Spán gegn sér!
--Hinn bóginn gæti Katalónía -gulleggið- beðið tjón.
--Þ.e. kannski helsta hótunin sem sjálfstæðissinnar hugsanlega hafa.
--Að ef ekki er látið undan kröfum þeirra, leggi þeir héraðið í rúst.
Þannig að önnur héröð og Madríd missi stórum hluta þær tekjur sem í dag þau hafa frá Katalóníu.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður sagt, væru viðræður besta lausnin. En aukið sjálfsforræði, að fá að ráða yfir -- hlutfalli skattekna sem myndast innan héraðsins. Ætti að geta dugað flestum íbúum Katalóníu.
Hinn bóginn, hafði Madríd ekki einu sinni ljáð alvarlega máls á slíkum breytingum. Þannig að þess í stað, að lippast niður hafa kröfur Katalóna hækkað stig af stigi. Þangað til að nú sé eins og að óbrúanleg gjá hafi myndast.
Hætta geti verið orðin raunveruleg á - harmleik, algerlega að óþörfu.
Aukið sjálfsforræði og yfirráð yfir hluta tekna, væri einnig skynsamleg lending fyrir Madríd, í stað þess að taka áhættu á átökum er gætu valdið raunverulegu tjóni á héraðinu auk þess að geta kostað spanska ríkið stórfé.
--Hinn bóginn gæti það þegar verið orðið of seint, að ná slíkri einfaldri lendingu á málinu.
--Að málið fari í hart, áður en nokkur von sé til þess að - málamiðlanir verði mögulega.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þyrftu þeir þá ekki að sækja um aðild að ESB sem nýtt land með nýja stjórn ef að þeir ætla að halda áfram með evruna?
Mun ESB leggja blessun sína yfir þá umsókn?
Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 21:07
Einar það eru 5.6 milj á kjörskrá og 2.26 kusu sem er með ólíkindum mikið miðað við það ofbeldi sem Spánska ríkisstjórnin hafði í frammi, og ætla síðan að halda því fram að það hefði ekki skipt máli því þetta fólk hefði hvort sem er ekki kosið sjálfstæði er með ólíkindum sem röksemdarfærsla.
Óli Már Guðmundsson, 2.10.2017 kl. 21:20
Óli, á Íslandi var stuðningur við sjálfstæði nærri 90% af hlutfalli kjósenda. Í Katalóníu virðist hann kringum 40%. Að sjálfsögðu skiptir afstaða meirihlutans verulegu máli. Eftir allt saman, ef farið væri í ferlið -- þá mun því fylgja heilmikið vesen fyrir íbúana, sbr. átök við Spán og stórfelld óvissa um framhaldið. Án nægilega víðtæks stuðnings - þegar þau vandræði dembast yfir, gæti myndast klofningur meðal íbúanna sjálfra ef stórir hópar þeirra eru ekki sammála stefnunni. Sem væri að sjálfsögðu vatn á myllu spanskra stjórnvalda.
--Það að stuðningurinn virðist ekki meiri en 40% að sjálfsögðu veikir stöðu héraðsstjórnarinnar í málinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.10.2017 kl. 06:49
Jón, "Mun ESB leggja blessun sína yfir þá umsókn?" Sérhvert aðildarríki hefur neitunarvald þegar kemur að umsóknum nýs ríkis um aðild. M.ö.o. geta spönsk stjv. hindrað aðild Katalóníu. M.ö.o. sjálfstæði líklega gengur ekki upp fyrir Katalóníu, ef aðskilnaðurinn er ekki í samkomulagi við Spán. Sem virðist ólíklegt miðað við afstöðu Spánarstjórnar - sem sé í þá átt að vilja alls ekki aðskilnað.
--Tæknilega getur Katalónía líst yfir sjálfstæði, en Spánn virðist ekki á þeim buxum að ætla að heimila aðskilnað fyrir sitt leiti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.10.2017 kl. 06:53
Þeyya er eiginlega allt hið undarlegasta mál.
Það fóru ekki miklar sögur af þessari kosningabaráttu ,en það mátti helst skilja að þeir sem voru á eftir fjárhagalegum ávinningi hafi tekið höndum saman við þjóðeernissinna og hefðu þeir einhvern meirihluta í málinu.Eftir nýjustu fréttum virðist sem það sé alls ekki meirihlutafylgi við aðskilnað ,og um helmingur kjæosenda sé andvígur honum.
Þeir sem voru andvígir fóru að sjálfsögðu ekki á kjörstað ,vegna þess að þeir töldu kosninguna ólöglega.
Svo hafi margir söðlað um til stuðnings vegna framgöngu öryggissveita.
Reyndar verður að segja öryggissveitunum til hróss ,að þær virðast vera í ótrúlega góðu formi. Ég minnist ekki áður að hafa séð mótmælendur beinlínis svifa um í loftinu undan lögreglu.
.
Ég held að Einar sé alveg með þetta. Það gengur eiginlega ekki að það sé líst yfir sjálfstæði með minnihluta landsmanna fylgjandi því.
Eins og hann segir er hætt við að sú þjóð verði ekki mjög samhent þegar herðir að.
Til að bæta gráu ofan á svart er stuðningur við úrsögn líka staðbundinn í héraðinu. Það er, sum svæði eru mjög fylgjandi meðan önnur eru mjög andvíg.
Þetta getur ekki farið vel.
.
Það eru ekki síður Frakkar en Spánverjar sem munu gera þeim lífið leitt. Það er ekki svo langt síðan að Korsíkumenn reyndu að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi og aðskilnaðarsinnar lifa góðu lífi þar,enn í dag. Ef ég man rétt urðu einhver átök þar á sjöunda áratugnum.
Frakkar kæra sig örugglega ekkert um að Katalónía eigi of auðvelda daga sem sjálfstætt ríki.
.
Það er spurning hvort ekki hefði verið klókara fyrir Spán .ef spilin liggja svona, að láta kosninguna fara fram ,taka þátt í henni á fullu og sigra kosninguna.
Málið dautt.
.
En málið er ekki dautt. Nú mun hefjast langvinnt tauga og áróðursstríð.
Ég veitti því athygli að Birgitta Jónsdóttir þingmaður fór suðureftir til að taka þátt í aðgerðum.
Það bendir til að aðskilnaðarsinnar hafi mjög öfluga bakhjarla.
Birgitta og Smári McCarthy eru fulltrúar fyrir þá sem vilja eyða þjóðríkjum.
.
Borgþór Jónsson, 4.10.2017 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning