29.9.2017 | 12:01
Viðskiptahalli Bandaríkjanna hverfur af sjálfu sér á nk. 20-40 árum
Afleiðing tækniframfara en svokallað "additive manufacturing" eða "3D printing" er talið að verði praktísk aðferð í fjöldaframleiðslu -- margvíslegs neytendavarnings.
--Eftir því sem framleiðsla á varning breiðist út með þeirri aðferð.
--Muni þörf iðnríkja fyrir innflutning dragast saman.
Starfsmenn ING tóku saman eftirfarandi skýrslu: 3D Printing: Threat to global trade.
Þessi mynd er tekin úr henni -- Financial Times fjallaði einnig um málið:
3D printing to wipe out 25% of world trade by 2060 report.
Tvær sviðsmyndir eru dregnar upp!
Sérfræðingar ING segja að miðað við núverandi hraða á þróun þrívíddar-prenttækninnar, þá áætli þeir að 2060 muni útbreiðsla fjöldaframleiðslu með þeirri tækni - minnka alþjóðaverslun um 25%. Helmingur alls fjöldaframleidds varnings verði þá framleiddur með þrívíddar prentun.
Ef fjárfesting í þrívíddar prenttækni 2-faldaðist hver 5 ár mundi hraðinn á þróuninni aukast og sbr. sviðsmynd 2 á myndinni að ofan -- mundu sömu áhrif koma fram 2040.
- Fyrir iðnríkin þíði þetta að innflutningur minnki, að stórfelld aukning verði í varningi sem framleiddur sé í landinu sjálfu.
- Hinn bóginn sé aðferðin ekki mannaflafrek - tækin verði tölvustýrð og algerlega sjálfvirk.
Þannig að þó framleiðslan flytjist heim - skaffi það ekki framleiðslustörf.
Þó einhver fjöldi tæknimanna fái líklega störf við viðhald tækja. Og það verði þörf fyrir einhvern fjölda forritara að auki.
- Fyrir utan er önnur sjálfvirk framleiðslutækni í vexti.
- Ofangreint eru einungis áætluð áhrif af frekari útbreiðslu þrívíddar prenttækni.
--En útbreiðsla róbótískrar framleiðslutækni, en róbótar geta verið margt annað en 3-víddar prentarar, muni fylgja sambærileg áhrif - að færa framleiðsluna heim, að draga úr heims viðskiptum.
--Þessi tækni muni augljóslega breyta heiminum mikið, og langt í frá eru allar þær breytingar auðfyrirsjáanlegar.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður bent á, þá sé afstaða Trumparanna í Hvítahúsinu einfaldlega úrelt. Framtíðartækni sé hvort sem er á næstu árum að færa framleiðsluna heim. Að smá þurrka út viðskiptahalla. En án þess að við það skapist þau framleiðslustörf sem Trumparinn hefur lofað.
Ég hugsa að megin áhrif brambolts Trumps verði þau að flýta fyrir þessari þróun.
Ég meina að ef fyrirtækin setja upp nýjar verksmiðjur í Bandaríkjunum.
Verði þær skv. nýjustu tækni - þ.e. eins róbótískar og mögulegt sé, þegar.
- En störfin sem hann lofaði verkamönnumum er kusu hann, líklega verði ekki til.
--Þó framleiðslan færðist að einhverju verulegu leiti til baka.
Það sé hin eiginlega ógn við framleiðslustörf, útbreiðsla framleiðslutækni sem krefjist ekki vinnandi handa.
--Það verði viðfangsefni nk. kynslóða, hvernig á að bregðast við hratt vaxandi atvinnuleysi sem líklega muni verða á nk. áratugum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vil kannski benda á tvennt í þessu sambandi.
.
Það fyra snýr að viðskiftahallanum. að er ekki bara innflutningur sem mun minnka,útflutningurinn mun líka minnka.
Það mun því þurfa meir til til að jafna viðskiftahallann. Bandarískir aðilar eru ekkii einir um hituna þegar kemur að þrívíddarprentun . Ég er ekki einu sinni viss um að þeir séu í fararbroddi þar.
.
Það síðara snýr að innflytjendum. Það er augljóslega engin þörf á að flytja inn fólk frá öðrum heimshlutum til vinnu í Evrópu og Bandaríkjunum. Það mun einungis auka á vandamálin þegar vélmenni af ýmsu tagi yfirtaka störf fólks.
.
En það er augljóslega þörf á nýjum aðferðum við að deila auðæfum milli íbúa ríkja og raunar milli íbúa heimsins.
Borgþór Jónsson, 30.9.2017 kl. 00:22
Ég dreg í efa að bandaríkin nái halla sínum á næstkomandi árum. Ein af ástæðum mínum fyrir þessu, er gull ... bandaríkin hafa lifað á stolnu gulli. Þeir til dæmis frömdu bankarán á Möltu, og rændu Rússa þar ... að sjálfsögðu undir því yfirskini að þessir peningar væru "glæpona" peningar. En það dregur ekki úr því, að Bandaríkin stálu peningum af öðru ríki ... þeir hafa einnig lifað af "arði" frá olíu og gas sölu með dollar, ásamt þeirri staðreynd að allur vöruflutningur er yfir hafið. Sem bandaríkin standa yfir eins og sjóræningjar, í dag. 3-D prentun er bara smá partur í öllu þessu, og með silki leiðinni sem Rússar og Kínverjar eru að setja á ... get ég ekki séð að Bandaríkin nái að breita þeirri stöðu.
Almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir því, hvað "silkileiðin" er fyrir Evrópu. Fólk í Evrópu er almennt heilaþvegið, eftir síðari heimstyrjöldina og gerir sér enga grein fyrir þeirr pólitísku stefnu sem er í gagni. Né heldur að sú stefna sé "and" Evrópsk. Ef við hlustum á "góða fólkið", endum við eins og mið-austurlönd ... þetta er það sem við þurfum að reyna að forðast. Og ef við viljum forðast þetta, verðum við að gera okkur grein fyrir því að við værum betur stödd upp á framtíðina með "Hitler" í þýskalandi og "Stalín" í Rússlandi, en með þá framtíð sem Bandaríkin ætla okkur. Framtiðin sem Bandaríkin ætla okkur, er eins og eftir síðari heimstyrjöldina ... "lán", sem síðan er dregið tilbaka þegar engin Sovétríkin eru til staðar. Þegar Sovétríkin fóru, fór einnig vinnan í Evrópu og efnahagurinn ... því Bandaríkin höfðu séð til þess að einungis "bleiður" væru í pólitískum stöðum Evrópu.
Ég er hérmeð ekki að mæla Stalín, eða Hitler bót. Einungis að benda á það, að fyrir "okkur" ... Evrópu, er "bleiðuskapurinn" hættulegur. Bandaríkin eru raunverulega "óvinir" okkar, eða réttara sagt við erum óvinir þeirra og verðum alltaf. Rússar, eru aftur á móti Rússar ... við getum ekki reitt okkur á þá. Þeir eru Evrópu búar, en hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Ekkert sem maður getur álasað þá fyrir ... þeir eru alla vega ekki "svikarar" eigin fólks ... sem við hér í Evrópu höfum.
Til að gefa dæmi um "svikin", bendi ég á nýjustu "fréttir" í Svíþjóð. Hér er sagt frá því, að Víkingar hafi klæðst "múslima" fatnaði. Þetta er sagt í "góðum" tilgangi, til að draga úr hroka manna sem "halda" að þeir séu Víkingr. En lygi í góðum tilgangi, er alltaf lygi ... við gætum alveg eins sagt, að Rómverjar hafi klæðst "toga" af því þeir væru gyðingar. Í þessu sambandi ætla ég að "ljóstra" því upp, að JHVH eða nafn guðs er JANUS. Rómverski guðinn ... læt það eftir þér Einar, að "herleiða" hvernig H=N, V=U og seinna H=S. En bendi þér á, að þú þarft að nota fleiri en eitt tungumál til að fá þetta út. En Biblían var á sínum tíma, bók "heimspekinga" sem vissu þetta meðan almenningur "trúði" sínu bulli ... og gerir enn. En í þessu sambandi vil ég benda á að Rómverjar voru ekki Ítalir, né töluðu þeir "latínu", né voru Hellenar grikkir og bókstafir Hebrea, Grikkja og Rómverja voru blandaðir samhljóðar og sérhljóðar, eins og finnst í Rússnesku.
Lygar "góða" fólksins, er orðið nóg ... tilgangurinn helgar ekki meðalið. En þessi boðskapur á "góða" fólkið sameiginlegt með Bandaríkjamönnum. Og þeim aðilum ING sem skrifa þetta, Einar. Í þeirra augum, mun Bandaríkjunum takast að "hlekkja" Evrópu í þræla-hlekk heimskingja. Sem munu kaupa "olíu" og "gas" á því verði sem Bandaríkjamenn ákveða, og af þeim sem þeir ákveða.
En við skulum nú ekki gefa Evrópu alveg upp á bátinn ... enn.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning