28.9.2017 | 11:59
Erdogan með miklar hótanir á íraska Kúrda í kjölfar almennrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Allt í senn - stjórnvöld í Teheran, Bagdad og Ankara - hafa fordæmt almenna atkvæðagreiðslu í írösku Kúrdahéröðunum um sjálfstæði sem haldin var sl. mánudag. Skv. yfirvöldum í Erbil, höfuðstað íraskra Kúrda - birtist mjög eindreginn vilji íbúa til sjálfstæðis:
Erdogan cranks up warnings after Iraqi Kurdish independence vote
Baghdad piles pressure on Iraqi Kurds to reverse overwhelming independence vote
Erdogan ætlar að funda með stjórnvöldum í Bagdad!
Spurning hvað verður akkúrat rætt á þeim fundi: Turkey will deal with Iraqi central government, PMs to meet soon. Erdogan hefur þegar rætt við Pútín: Erdogan, Putin discuss Iraqi Kurdish referendum - Turkish presidential sources.
Auki bendi ég á þessa frétt: "We have the tap": Turkey's Erdogan threatens oil flow from Iraq's Kurdish area. Olíumarkaðir hafa áhyggjur: Oil climbs as tension over Iraqi Kurdistan rises.
Að mörgu leiti er núverandi ástand besta tækifæri Kúrda til sjálfstæðis, en ríkisstjórn Donalds Trump virðist hafa vopnað sveitir Kúrda enn betur en hafði verið gert í tíð Obama. Og bandaríkin virðast hafa komið sér vel fyrir á svæðum Kúrda -- skv. fréttum birtu tyrknesk yfirvöld kort af 10 bandarískum herstöðvum á svæði Kúrda í Írak.
--Þ.e. vitað þegar svokallað "Euphrates Shield" aðgerð Tyrkja var í gangi á sl. ári, komu bandarískar sveitir sér fyrir á svæði Kúrda nærri því svæði sem Tyrkjaher var - væntanlega til að stoppa í þann möguleika að Tyrklandsher mundi ráðast inn á svæði Kúrda í Sýrlandi.
Sveitir Kúrda hvort sem er í Írak, Peshmerga - eða Sýrlandi, YPG - borið hita og þunga af velheppnaðri gagnsókn gegn ISIS. Og er nú svo komið að sveitir ISIS hafa mestu verið þurrkaðar út í Írak, og umráðasvæði ISIS í Sýrlandi er mjög minnkað.
--Maður veltir fyrir sér hvað Bandaríkin eru að pæla, þá meina ég í lengra samhengi.
En Kúrdahéröðin eru farin að líta töluvert út eins og bandarískt "protectorate."
--Það virðist að Kúrdar geti vel sætt sig við slíkar lyktir mála.
Fyrir bragðið virðist bein hernaðarárás á Kúrda ekki líkleg
En Erdogan getur verið að skipuleggja samræmdar aðgerðir til þess að - efnahagslega svelta Kúrda héröð í Írak. Hótun um að Kúrdar muni bráðum ekki eiga fyrir - brauði í matinn.
- Þess vegna auðvitað hækkar á olíumörkuðum.
En þ.s. héröð Kúrda eru landlukt, þurfa þau á því að halda að olían fari um önnur lönd á leið til markaðar -- leiðsla sem liggur í gegnum Tyrkland, og önnur leiðsla sem liggur til Persaflóa í gegnum Írak.
--Tæknilega unnt að flytja olíu með tankbílum, en mun kostnaðarsamara.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu.
- En löndin í kring hafa skipulega um áratugi hindrað sjálfstætt Kúrdistan.
- Það sé hrun Sýrlands og Íraks, sem geri sjálfstætt Kúrdistan líklega mögulegt.
En Írak, sem enn dreymir um að hindra sjálfstæði Kúrda, Íran sem hefur fjölmenn Kúrdahéröð ásamt Tyrklandi þ.s. býr enn meiri fjöldi Kúrda -- telja sig hafa ástæðu til að kremja sjálfstæðishreyfingar Kúrda hvar sem þær birtast.
--Eftir að funda í Bagdad, ætti Erdogan einungis eftir að funda í Teheran.
--Til að samræma aðgerðir gegn Kúrdum.
Spurning hvort Bandaríkin gera eitthvað? En samræmdar aðgerðir af ofangreindu tagi, gætu ógnað þeirri stöðu sem þau hafa byggt upp í Kúrdahéröðum. Þau gætu sent hjálpargögn og mat með flugvélum, ásamt peningum -- til að halda Kúrdum á floti. Ef þau vilja!
--Það getur vel verið að þau einmitt geri slíkt.
Ekki endilega vegna þess að þau elski Kúrda - heldur lítur vaxandi mæli svo út að Kúrdar séu hentugir bandamenn fyrir Bandaríkin í Miðausturlöndum.
--Að vissu leiti gætu Kúrdahéröð orðið mótvægi við áhrif Írans á svæðinu.
Og með því að hafa áfram herstöðvar í Kúrdahéröðum, geta Kanar hindrað tyrkenska innrás í Kúrdahéröð.
Ekki víst að Bandaríkin hafi gríðarlega áhyggjur yfir pyrring Erdogans.
Niðurstaða
Hvað gerist í kjölfar sjálfstæðisatkvæðis í Kúrdahéröðum í Írak - er fullrar athygli vert. En meðan að Bandaríkin hindra hugsanlega tyrkneska innrás í Kúrdahéröð með staðsetningu bandarísks herliðs á svæðum Kúrda. Þá sé lítið annað í stöðunni fyrir Erdogan - en að samræma efnahagsaðgerðir gegn Kúrdum. Vegna þess að svæði Kúrda eru landlukt geta þær aðgerðir haft mikla virkni.
Bandaríkin á hinn bóginn geta haldið Kúrdum á floti, ef þau kjósa svo.
Í ljósi þess að Kúrdar virðast hafa verið mikilvægustu bandamenn Kana gegn ISIS.
Má vera að það verði einmitt svo -- ráðlegging; fylgjast með fréttum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ennþá ertu með "and" Íslenska og "and" Evrópska stöðu.
Bandaríkin haga sér eins og þeim "ber" að gera, að því leiti að þau vinna að eigin hag. Sama á við Kúrda ... en barátta Kúrda, gerir þá grunsamlega. Bandaríkjamenn eru með skítinn í Buxunum, og Ísrael líka. Afstaða þeirra, er skiljanleg.
En ... Þeir hafa myrt tugir þúsunda, kristinna og Evrópskra manna í anda pólitískrar afstöðu sinnar.
Að "standa með þeim", er "vafasamt". Sérstaklega ef maður er lýðræðis-sinni ... ef maður heldur að Bandaríkin standi fyrir "lýðræði" á maður bágt, og reglulega mikið af því.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 05:38
Bjarne, land sem ekki er lýðræðisríki hefur enn síður ástæðu að standa með lýðræði.
Hinn bóginn hafa Kanar gert það í þekktum tilvikum. Þá gengið lengra en þeir strangt til þurftu út frá þröngt skilgreindri hagsmunagæslu. Lýðræðisríki gæta hagsmuna sinna en þau eru einnig með - hugmyndafræði.
--Meðan að einræðisríki oftast nær hafa enga starfandi hugmyndafræði - þó það hafi verið til undantekningar þar um, en sannarlega stunda hagsmunagæslu ávalt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.9.2017 kl. 11:00
Þessu er ég 100% sammála Einar. Kanada hefur alltaf verið svolítið sérstakt, líklega vegna þess að þar eru bæði ensk og frönsk áhrif.
Ég var að vonast til að þú myndir svara áskorun minni, og var búin að gera því skóna að svara þér með því að sýna fram á að "and" Íslensk, eða "and" Evrópskar skoðanir tilheyra lýðræði. Þetta til að sýna fram á að Bandaríkin séu ekki lýðræðisríki, þar sem þau eru nú í andstöðu við hvar þau voru fyrir 30 árum síðan. Fyrir 30 árum síðan, stóðu Bandaríkin í fararbroddi með það að "skoðanir" væru frjálsar. Þetta var þá, grundvöllur lýðræðis. Í dag, eru þeir hættir þessu og eru stuðningsmenn ISIS, og eru ábyrgir fyrir morðum á tugum þúsunda kristinna manna. Þetta er mjög alvarlega ásökun. Og gera þá hættulegri en Rússa ... Rússar, eru aftur á móti Evrópubúar, sem Bandaríkjamenn eru ekki. Þetta atriði er mikilvægt, því þó maður sé andvígur Rússum að mörgu leit, þá er afstaða með glæpum Bandaríkjanna landráð. En aftur á móti hugmyndastaða með Rússum, er það ekki ... þar sem þeir hafa að miklu leiti sömu hagsmuni og við, sem Evrópumenn.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning