Þetta er þriðja staðfesta loftárásin sem Ísrael framkvæmir á svæðum undir stjórn Damaskus stjórnarinnar í Sýrlandi - en í apríl á þessu ári var önnur ísraelsk loftárás, síðan sú þriðja á sl. ári.
Tvær fyrri loftárásirnar voru gerðar á svæði í grennd við Damaskus flugvöll, að sögn Ísraela sjálfra í þau skiptin til að eyðileggja vopnasendingar sem áttu að berast til Hezbolla: Ísrael virðist hafa gert loftárás á Damaskusflugvöll.
Þetta geta vart kallast - tíðar árásir!
En Ísrael hefur ekki kosið að taka þátt í stríðinu innan Sýrlands!
Syrian Army: Israeli Air Raid Killed 2 Soldiers
Israeli airstrike targets Syrian military site as tensions rise
Israel reported to have bombed Syrian chemical weapons facility
Ef marka má fréttaskýringar - var ráðist að efnaverksmiðju í eigu stjórnvalda í Damaskus og rannsóknarsetur á vegum stjórnvalda í Damaskus.
Skv. þeim ásökunum, var um að ræða rannsóknir á efnavopnum og framleiðsla efnavopna.
Mér virðast það ekki endilega ótrúverðugar ásakanir - enda hefur skýrsla á vegum SÞ ályktað að stjórnin í Damaskus beri ábyrgð á efnavopnaárás á Khan Sheikhun undir stjórn uppreisnarmanna í apríl á þessu ári -- árásin hafi verið framkvæmd af herþotum á vegum Damaskus stjórnarinnar.
Sú árás bendi sterklega til þess að Damaskus stjórnin hafi enn getu til að framleiða efnavopn eða a.m.k. ráði enn yfir einhverjum byrgðum af þess konar sprengjum.
- Hvort að eitthvað sé hæft í ásökunum frá Ísrael að Damaskus hafi verið að útvega Hezbollah efnavopn - er ómögulegt að ráða í.
- Það virðist a.m.k. mögulegt, í ljósi þess hversu algerlega háð Damaskus stjórnin er Íran og Hezbollah.
- En Hezbollah hefur síðan 2013 verið með herlið innan Sýrlands, og frá því um mitt það ár tekið fullan þátt í bardögum -- oft við hlið stjórnarliða Damaskus stjórnarinnar.
--Miðað við það að Damaskus stjórnin sé líklega fullkomlega háð um sína tilvist vilja Íransstjórnar, og bandamanns Írans - Hezbollah.
--En Rússland hefur einungis mjög óverulegt herlið innan Sýrlands.
--Þá sé a.m.k. hugsanlegt að slíkar ásakanir séu sannar.
Það a.m.k. gefur skýringu á árásinni!
- En fyrri árásirnar sem staðfestar eru, virðast hafa verið gerðar á vopnasendingar til Hezbollah.
- Það virðist algerlega rökrétt að Ísrael vilji hindra eftir föngum, að Hezbollah takist að útvega sér verulega hættulegri vopn.
Augljóslega væri það verulega hættulegt fyrir íbúa í Ísrael í grennd við landamæri Lýbanon, ef Hezbollah réði yfir eiturgassprengjum - sem t.d. væri unnt að skjóta með eldflaugum.
Hafandi í huga að Ísrael mundi pottþétt vilja hindra slíka útkomu - virðist slík skýring a.m.k. ekki órökrétt -- þannig hafa nokkurn hugsanlegan trúverðugleika.
Nýlegt kort af stöðunni innan Sýrlands: umráðasvæði ISIS er minna í dag en þarna er sýnt
Sókt að Deir-al-Zor / Skipting Sýrlands framundan?
Syrian army seizes oilfield from Islamic State
U.S.-backed forces, Syrian army advance separately on Islamic State in Deir al-Zor
- Af öðrum fréttum af Sýrlandi er það títt - að Damaskus stjórnin, og hersveitir studdar af Bandaríkjunum sækja að Deir-al-Zor þ.s. sem þessa stundina er aðsetur ISIS.
- Hersveitir á vegum Damaskus stjórnarinnar og hersveitir er njóta stuðnings Bandaríkjanna - virðast sækja að frá sitt hvorum bakka Efrats.
--Spurning hvort það þíði að Efrat verði að landamærum milli umráðasvæð!
Þetta er mjög merkilegt að sókn hersveita nálgist síðustu umráðasvæði ISIS úr tveim áttum!
Damaskus stjórnin hefur verið að sækja frá Palmyra þaðan áfram og hefur verið að taka olíulyndir upp á síðkastið sem ISIS hefur ráðið síðan 2013.
Sveitir er njóta stuðnings Bandaríkjanna hafa nálgast úr annarri átt út frá svæðum undir stjórn Kúrda. Bandaríkin virðast nota Súnníta er fengu herþjálfun í búðum sem sýrlenskir og íraskir Kúrdar virðast hafa rekið fyrir Bandaríkin á sínum umráðasvæðum.
--Ekki um jihadískar hersveitir að ræða m.ö.o.
--Heldur sveitir sem virðast hafa verið búnar til úr engu.
- Mér virðist þetta skýr vísbending um skiptingu Sýrlands.
- Það verði umráðasvæði sameiginlega undir vernd Rússlands og Írans, hvort að Assad verði áfram þar "stjórnandi" eða strengjabrúða - sé háð vilja Írana og Rússa.
- Síðan virðist að Bandaríkin endi með sitt "protectorate" með sýrlenska og íraska Kúrda sem kjarna - 2 kúrdnesk sjálfstjórnarsvæði.
- Tyrkland ræður einnig örlitlu svæði við eigin landamæri.
- Ekki er vitað hver verða endalok svæða undir stjórn - uppreisnar.
En síðustu mánuði virðist að al-Qaeda hafi náð fullri stjórn á svæði norðarlega í landinu - eftir fall Aleppo á sl. ári virðist hafa veikt mjög hópana er ekki voru al-Qaeda tengdir.
Það virðist lítill áhugi á því hjá utanaðkomandi aðilum að eiga nokkur samskipti við al-Qaeda.
Hinn bóginn eru á bilinu 1-2 milljónir Sýrlendinga á því svæði.
--Þ.e. því tregða að ráðast að því svæði, enda íbúar þá líklegir að leggja á flótta.
- Það svæði sé klárlega orðið að - jihadistan!
--Kannski enda hlutir með þeim hætti, að utanaðkomandi aðilar ákveða að amast ekki við því að Rússland - Íran og Damaskus fyrir einhverja rest hefji atlögu að því svæði. - Kannski taka Kúrdar einnig sneið af því.
Annað uppreisnarsvæði er síðan í Suður hluta landsins, þ.s. aðrir hópar ráða.
Mun fámennara svæði!
Niðurstaða
Það ætti engum að koma að óvörum að Ísrael skuli halda áfram sinni langtímastefnu að tryggja sína hagsmuni. En Ísrael hefur alltaf tekið sér þann rétt að fremja loftárásir innan yfirráðasvæða nágranna ríkja - ef Ísrael hefur talið hagsmunum sínum ógnað af einhverri tiltekinni starfsemi.
--T.d. er fræg loftárás fyrir mörgum árum í grennd við Osirak í Írak, þegar virðist að Ísrael hafi lagt í rúst kjarnorkuprógramm á vegum Saddam Hussain.
--Mörgum árum síðar, var gerð loftárás innan Sýrlands með sambærilegu markmiði, þ.s. kjarnorkuprógramm á vegum stjórnvalda Sýrlands virðist hafa verið eyðilagt.
Seinni árin virðist fókus loftárása Ísraelsstjórnar hafa verið starfsemi tengd Hezbollah.
Virðist Ísraels stjórn álíta Hezbollah nú sinn helsta svæðisóvin.
Það ætti ekki því að koma að óvörum að Ísrael hafi eftir 2013 við og við ráðist innan landamæra Sýrlands - enda þátttaka Hezbollah í stríðinu þar augljóst tækifæri fyrir Hezbollah að afla sér hættulegri fyrir Ísrael vopna.
- Síðan virðist mér klárt af rás atburða að öðru leiti innan Sýrlands.
- Að "de facto" skipting landsins í yfirráðasvæði utanaðkomandi velda verði niðurstaða Sýrlandsstríðsins.
Að lokum þess verði Assad ekkert annað en "puppet" þeirra tveggja landa sem deila væntanlega þeim heiðri sín á milli að tryggja öryggi þess hluta Sýrlands.
--Ég held að Assad hafi misst öll raunveruleg völd!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi mynd þín af sýrlandi er alröng. Ekki ætla ég að kritísera Ísrael sem slíkt. Þeir keyptu þetta land, arabar fóru illa að ráðum sínum ... þeir eiga það skilið að hafa Ísrael yfir höfði sér. Enda eru Rússar ekki á þeim buxunum að breita þeirra aðstöðu. Og ég er mjög hrifin af, að þú talir ekki um þá sem "gyðinga" ... eins og ég hef sagt annars staðar, þá er nóg að það fundust asnar í þýskalandi fyrir öld síðan sem trúðu þessu kynþáttabulli ... og þá á ég bæði við þá sem tóku upp gyðingatrú og nasista ræflana.
ISIS er liðið undir lok, og ef þú hefur ekki fylgst með þá hafa bandaríkjamenn verið að flytja þá burtu frá Deir Ezzor í þyrlum ... með leifi Rússa. En Rússar virðast sammála því að skipta Sýrlandi ... sem sýnir að Pútin er nokkuð skinsamur karl, af skrattakolli að vera. En Rússar standa fyrir árásinni á ISIS, að mér skilst ... ISIS segist hafa drepið nokkra Rússa undanfarna daga, sem bendir til þess að Rússar séu ansi framarlega í víglínunni.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 18:24
Staðan eins og hún er í dag, í Sýrlandi
http://syria.liveuamap.com/
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 18:24
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 18:30
Bjarne, Pútín hefur greinilega "de facto" samþykkt skiptingu Sýrlands. Enda sennilega ekki áhuga á endalausu stríði.
--Skrítin hugmynd að Kanar séu að flytja ISIS frá Dar al Zor.
--Það er verið að drepa ISIS -- sókt er að ISIS úr tveim áttum, greinilega búið að ákveða hvaða svæði muni tilheyra áhrifasvæði hvors stórveldis. Eins og þegar Þýskaland var í Seinni Styrrjöld skipt milli stórveldanna sú skipting ákveðin á fundi áður en hersveitir Sovétríkjanna og Vesturvelda voru komnar inn fyrir landamæri 3-ríkisins.
--Síðan staðið við skiptingu Evr. skv. niðurstöðu Yalta fundarins af báðum aðilum.
E-h sambærilegt hefur greinilega gerst í Sýrlandi, að verið sé að fylgja útkomu sem samkomulag hafi náðst um.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.9.2017 kl. 22:56
Það var í fake News stöðinni CNN, að Benjamín Netanyahu hafi farið til Moskvu og fundað með Pútín áður en þessi loftárás var gerð og látið í það skína að Pútín hafi gefið blessun sína yfir þessa loftárás.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.9.2017 kl. 02:37
Einar, hann hefur ekki samykkt eitt eða neitt. Hann stendur fyrir henni ... enda fór þessi maður fram fyrir sameinuðuþjóðirnar og tilkynnti áform sín.
Eins og Jóhann bendir á, þá fór Netanyahu á fund Putins ... og Pútin hefur leift þeim þetta ... með ákveðnum skilyrðum. Þ.e.a.s. Ísrael getur verndað eigin hag. En Rússar fylgjast náið með, og láta uppi í skýrslum SÞ um leið og þeir bregða út af leið. Til dæmis þegar Ísraelsk árás aðstoðaði ISIS, og nú þegar bandarískar herflugvélar eru á svæði ISIS og taka þaðan 22 "field commanders". Og þeir setja fram rannsóknir, þegar verið er að reyna að kenna þeim um "eiturgas" árás langt inni á yfirráðarsvæði andstæðinganna ... sem hefur engan "taktískan" hag fyrir þá. En er notað, til að fá heimskar kerlingablækur til að vera með bull.
Þú heldur að álit þitt skipti máli ... Nei, Einar ... Þú vissir vel, að þessi mynd þín af stöðunni er röng. Það er fullt af myndum sem sýna nýjustu stöður á netinu, en þú valdir að sýna mynd af stöðunni eins og hún var fyrir tveim árum síðan. Þetta gerðir þú af ásettu ráði, til að dylja sannleikan. Þú laugst um málið af ásettu ráði, reyndir að hylma yfir lyginni með því að segja að "hún væri öðruvísi" staðan, en á myndinni. Myndin hjá þér, var þarna til þess að draga úr árangri Rússa í huga fólks. Þú fórst hér með "áróður". Ég hef bent á það áður, og bendi enn ... að slíkar "tilfinningar" áttu að láta frá þér.
Það er fyrir tilstylli Rússa að Sýrlandi er skipt. Það eru þeir sem standa fyrir því, og eru nú að veita kúrdum þeirra land. Hafa ákveðið að veita Tyrkjum yfirráðasvæði þar, og það eru einnig Rússar sem standa fyrir því að búa til "Safe Zones". Það er meðal annars útaf þessu, sem Erdógan er orðin andstæðingur EU og USA. Það eru Rússar, sem með geigvænlegu njósnaneti sýnu gáfu Erdógan upplýsingar um kúppið sem átti sér stað.
Núna er staðan breitt, Rússar hafa brotið ISIS við flugvöllin i Deir Ezzor og eru að undirbúa sig undir að fara yfir fljótið Euphretis. Það eru einnig Rússar sem hafa bannað Bandaríkjamönnum að fljúga yfir bílalest sem flytur ISIS af svæðum sem þeir hafa tapað og á önnur svæði. Rússar hafa ekki í hyggju að "eyða" ISIS, en munu að öllum líkindum sjá til að þeir fái svæði fyrir sig, sem þó veitir þeim engar "olíulyndir" eða slíkan auð. Það verður síðan á ábyrgð ISIS, hvort þeir lifi af ... en umræður eru um að yfirmenn þeirra verði settir fyrir "Nuremberg" réttarhöld að lokinni styrjöld.
Þú mátt einnig reiða þig á það, að Rússar hafa undir höndum upplýsingar um hverjir og hvernig ISIS var stutt. Bandaríkjamenn eru ekkert að sækja að þeim ... bara lygar, vinur. Írak sækir að þeim, en Kúrdar og Bandaríkjamenn, eða SDF eru ekki ennþá búnir að ná yfirhöndinni í Raqqa. Bardagar eiga sér þar enn stað. Kúrdar, sem nú eru þeir einu sem eftir eru í SDF, eru einnig að gefast upp á Bandaríkjamönnum og munu að öllum líkindum halla sér að Rússum framvegis. Því daglega eru YPG menn að falla fyrir hönd Bandaríkjamanna. Viðræður milli YPG og Rússa er þegar á borðinu. Kúrdar eru þó "jóger" í þessu máli, eins og Tyrkir hafa margsinnis bent á.
Hvað varðar Evrópu, Rússar leggja fram við SÞ að UN hermenn komi þar inn í málið. Bandaríkjamenn munu "halda" að slíkir hermenn verði Bandarískir, en slíkt verður ekki. Að öllum líkyndum verður hér um að ræða Kínverska, og aðra Asíu, mögulega Suður Ameríku ... sem verður á svæðinu, og munu hindra allan framgang NATO í austurátt. Bandaríkin munu verða á móti þessu.
Vandamálið er þetta, Bandaríkin hafa gersamlega sporað af sem "einvalda heimsveldi". Þeir eru á hraðri niðurleið og það horfir í að Rússar munu "yfirtaka" stöðuna sem heimsveldi innan nokkurra ára. Ég tek það fram, að Rússar sem "einvalda heimsveldi" verði síst skárri en kaninn. Þannig að miklu máli skiptir, hvernig framvinda mála verði í Evrópu ... meðhöndlun EU á MH370 er hrikaleg. Í dæmi MH-370 eru það Hollendingar sem að öllum líkindum bera sökina. Það var þeim í hag, að flugvélin fórst ... engum öðrum. En þeir eru búnir að leggja miljarða evra í gas svæði, sem ekki er í höndum Kiev.
Þar af leiðandi er Evrópu ekki treystandi, frekar en þér ... þar af leiðandi er eina lausnin sú, að Bandaríkin vakni upp af "Obama" martröðinni, og af "Trump" martröðinni ... en slíkt mun aðeins koma í ljós síðar. Milli Rússa og Bandaríkjamanna, er von á betri veröld.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.9.2017 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning