Bandaríska þingið að íhuga að þrengja frekar að völdum Donalds Trump

Ég sagði um daginn, að fyrst að bandaríska þingið hefur nú - tekið yfir hluta af völdum Donalds Trumps í eitt skipti; geti það endurtekið þann leik að öðru sinni.
--Og einmitt slíkt virðist geta verið í farvatninu!

Fyrri færslur um svipað mál:
Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Donald Trump sakar bandaríska þingið um stjórnarskrárbrot - þar á meðal þingmenn Repúblikana.

Sérstakur saksóknari Robert Mueller!

https://static01.nyt.com/images/2017/05/30/us/18mueller/18mueller-master768-v2.jpg

Málið snýr að sérstökum saksóknara sem skipaður var að beiðni bandaríska þingsins til að rannsaka mál tengd ásökunum um afskipti stjórnvalda Rússlands að forsetakosningunum 2016 - ekki síst hlutverk samstarfsmanna Donalds Trumps og hugsanlega hans fjölskyldu í því samhengi!

  1. Eins og þekkt er, þá rak Nixon forseti á sínum tíma - sambærilegan sérstakan saksóknara er hafði verið skipaður til að rannsaka Watergate hneykslið.
  2. Það er innan hefðbundins valdsviðs forsetans - að reka embættismenn sem starfa undir valdsviði bandaríska alríkisins.

""Our bill allows judicial review of any decision to terminate a counsel to make sure it's done for the reasons cited in the regulations rather than political motivation," said Republican Senator Lindsey Graham, who co-sponsored one of the bills with Democratic Senator Cory Booker."

  1. M.ö.o. hljómar þetta þannig - þeir félagar mundu vilja að þingið setti lög sem virkuðu með þeim hætti.
  2. Að ef Trump gefur út tilskipun um brottrekstur Roberts Mueller - taki sú tilskipun ekki strax gildi -- heldur yrði henni vísað til dómstóls til umfjöllunar.
  3. Síðan tæki dómari/dómarar afstöðu til þess, hvort ástæður til brottreksturs væru fyrir hendi!

--Það þíddi þá væntanlega, að réttur forseta til að reka - sérstakan saksóknara ef honum sýnist svo.
--Væri með þeim hætti, sniðgenginn!


Skv. nýjustu fréttum, getur verið stutt í að Robert Mueller gefi út ákærur!

Grand jury subpoenas issued in relation to Trump Jr., Russian lawyer meeting - sources

Það bendi til þess - að sonur Trumps forseta, Donald Trump yngri - verði líklega ákærður.
Eins og ég taldi sennilegt ekki fyrir löngu:

  1. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
  2. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
  3. Forseti Bandaríkjanna - afsakar son sinn, með þeim orðum - allir aðrir hefðu gert þetta

--Það skýri náttúrulega af hverju, það geti nú gerst að bandaríska þingið hreyfi sig í annað sinn.
--Til að takmarka völd Donalds Trumps forseta.

 

Niðurstaða

Það virðist margt benda til þess að fjöldi þingmanna Repúblikana - hafi gefist upp á sínum forseta. Fyrst að þeir hafa þegar unnið saman með þingmönnum Demókrata við það verk að takmarka völd forsetans í eitt skipti. Og að það bendi eitt og annað til þess, að þeir séu líklegir að höggva aftur í þann knérunn að minnka völd forsetans.
--Það er þróun sem forsetinn sín sjálfs vegna ætti að óttast.
--En svo lengi sem þingmenn Repúblikana verja forsetann gegn tillögum Demókrata um "impeachment" verður ekkert af því.

Ég hef fyrir margt löngu síðan bent á að það geti vel verið að Donald Trump klári ekki sitt kjörtímabil - m.ö.o. honum verði ítt til hliðar af þinginu! Sem þingið hefur heimild til að gera!
--En bandaríska stjórnarskráin tryggir að forseti Bandaríkjanna sé ekki einvaldur!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Einar Björn.  Stjórnkerfi USA stafaði nefnilega aldrei nein hætta af kjöri Trump. En karlinn var nú einu sinni kjörinn og vonandi hefur þingið vit á því að samþykkja þau mál sem hann leggur fram og eru til bóta. Ekki síst þau sem snúa að vinsamlegum samskiptum við Rússa.

Kolbrún Hilmars, 4.8.2017 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856035

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband