Donald Trump sakar bandaríska þingið um stjórnarskrárbrot - þar á meðal þingmenn Repúblikana

Donald Trump er greinilega vægt sagt sáróánægður með lög sem bandaríska þingið samþykkti í sl. viku.
En það gerir þessi lög alveg einstök - er að þingið í raun og veru rænir völdum af Donald Trump.
En þingið í lögum um refsiaðgerðir á Rússland - vísvitandi stígur með fremur harkalegum hætti inn á það sem lengi hefur verið valdsvið forseta, í utanríkismálum!

Sjá: Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

  1. "Under the new sanctions bill, Mr Trump would no longer be allowed to lift sanctions against Russia, Iran or North Korea unilaterally."
  2. "Instead, he would need to provide a written letter to Congress explaining why he wanted to lift sanctions, after which Congress would have 30 days to consider whether it wants to honour the president’s request.

--Þingið sem sagt, tók af Trump réttinn, að hafa nokkuð um refsiaðgerðir á Rússland að segja!
--Þar sem að þingið samþykkti þessi lög með gríðarlega miklum meirihluta - sbr. Fulltrúadeild 419 atkvæði á móti 3 atkvæðum, Öldungadeild 98 atkvæði á móti 2 atkvæðum - þá er alveg ljóst að þingmenn Repúblikana miklum meirihluta til tóku þátt í þessari aðgerð þingsins -- að svipta trump þessu valdi!

Rétt að sýna Trump í vondu skapi!

https://hw.infowars.com/wp-content/uploads/2017/02/trump-brief.jpg

Trump var sáróánægður, er hann undirritaði lögin, og mótmælti aðgerð þingsins við tilefnið!

Trump Signs Russian Sanctions Into Law, With Caveats

Trump signs what he calls ‘seriously flawed’ bill imposing new sanctions on Russia

Trump grudgingly signs ‘flawed’ Russian sanctions bill

  1. Donald Trump: “This bill remains seriously flawed — particularly because it encroaches on the executive branch’s authority to negotiate,”
  2. Congress could not even negotiate a health care bill after seven years of talking."
  3. “I built a truly great company worth many billions of dollars. That is a big part of the reason I was elected. As president, I can make far better deals with foreign countries than Congress,”
  4. By limiting the Executive’s flexibility, this bill makes it harder for the United States to strike good deals for the American people, and will drive China, Russia, and North Korea much closer together,”
  5. The Framers of our Constitution put foreign affairs in the hands of the President ... “This bill will prove the wisdom of that choice,”
  6. "Yet despite its problems,” - “I am signing this bill for the sake of national unity. It represents the will of the American people to see Russia take steps to improve relations with the United States. We hope there will be cooperation between our two countries on major global issues so that these sanctions will no longer be necessary.”

Trump skaut þarna harkalega á sína eigin flokksmenn - en þingmenn Repúblikana hafa vissulega reynt í 7 ár samfellt, að búa til ný lög um heilbrigðistryggingar í stað "Affordable Care Act" gjarnan nefnt "Obama Care." En sú 7-ára tilraun rann út í sandinn í sl. viku.

Hann kvartar með skýrum hætti undan aðgerð þingsins - og því fylgir setning sem ég túlka sem, ásökun um stjórnarskrárbrot.

  • Hann átti engan valkost annan en að undirrita - þ.s. þingið hefði einfaldlega staðfest lögin aftur, og þar með lögin tekið gildi - án hans undirskriftar.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega ekki hægt að kalla þessa útkomu annað en - niðurlægingu fyrir Donald Trump. Að þingið taki sig til með yfirgnæfandi meirihluta beggja þingflokka. Að taka hreinlega yfir hluta af því valdsviði sem vanalega tilheyrir forseta Bandaríkjanna!
--Klárlega lýsir þetta vantrausti þingsins til forsetans!
--Og klárlega því að það vantraust nær nú til raða þingmanna Repúblikana.

Sem er atriði sem Trump þarf að hafa í huga.
En Trump hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana snúist algerlega gegn honum!
--En þingið hefur vald sbr. "impeachment" til að svipta forseta Bandaríkjanna völdum, með formlegum hætti - til þess þarf að myndast þingmeirihluti fyrir þeirri aðgerð.
--Þess vegna er Trump varinn gagnvart "impeachment" svo lengi sem Repúblikanar standa á móti slíkri tillögu frá Demókrötum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ennþá kraumar illviljinn undir hjá  forsetatöpurunum og léttir gamla Rússa-grýlan þeim gjörninginn. Svooo lítilmótleg álíka þekk og Kim Jong-IL í góðu skapi að fagna leikfanginu sem ógnar þegnum BNA.,
 Niðurlæging er þeirra sem fremja ofbeldið.

 

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2017 kl. 02:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Trump getur ekki unnið átök við þingið - ef meirihluti þings stendur saman gegn honum.
En stjórnarskrá Bandar. er þannig skrifuð að þingið hefur meiri völd en forsetinn, er á reynir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2017 kl. 03:14

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Yess!

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2017 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband