Áhugaverð samantekt um ótrúlegt efnahagshrun Venezúela!

Plaggið sem ég datt niður á er eftir fyrrum ráðherra áætlanagerðar fyrir Venezúela, þannig að sá maður væntanlega veit eitthvað um ástandið í landinu: In Venezuela, an unprecedented economic collapse.

  1. Þjóðartekjur Venezúela eru 50% lægri en árið 2013, sbr. "GDI."
    --Miðað við þjóðarframleiðslu "GDP" er talan 40%.
    Þetta sé ívið stærri samdráttur en Rússland lenti í 1990-1994. Stærri samdráttur en Bandaríkin lentu milli 1929-1933.
  2. Innflutningur hefur minnkað um 75% milli 2013 og 2016.
    --Stórum hluta ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að nota gjaldeyri til að standa við erlendar skuldir.
    --En í staðinn, hefur vöruskortur í landinu að sjálfsögðu magnast, og valdið margvíslegum vanda svo sem að gjaldeyrir sé ófáanlegur til að flytja inn lyf og margvíslegar brýnar nauðsynjar.
    Svo stórfellt hrun í innflutningi standist einungis samanburð við vanda Mongólíu milli 1988-1992, og vanda Nígeríu milli 1982-1986.
  3. Lágmarks laun hafa lækkað um 75% að raunverðmæti milli 2012 - 2017.
    --En ef miðað er við svartamarkaðs gengi á dollar, sé verðfall lágmarkslauna 88%.
    Þau laun í dag dugi langt í frá fyrir lágmarks fæðuþörf fjölskyldu.
  4. Laun 82% teljast neðan við skilgreind fátæktarmörk 2014 árið 2016, aukning úr 48%.
  5. 74% íbúa Venezúela léttust um að meðaltali 8,6kg. árið 2016 skv. könnun er var gerð það ár - af völdum þess að þurfa sleppa úr einni máltíð per dag vegna fátæktar.
    --Gárungar kalla þetta, Maduro kúrinn.

Nicolas Maduro á enn einhverja stuðningsmenn!

https://c.o0bg.com/rf/image_960w/Boston/2011-2020/2017/07/31/BostonGlobe.com/National/Images/AFP_R429H.jpg

Miðað við nýjustu fréttir hafa þessar staðreyndir engin áhrif á Maduro:Nicolas Maduro Says he Will Radically Overhaul Venezuela's Political System

Stöðug fjöldamótmæli hafa staðið yfir í nokkra mánuði nú í Venezúela - skv. óháðum könnunum eru nærri 80% íbúa ósátt við stjórn Maduro.

En samt segir Maduro hróðugur hafa fengið stuðning íbúa við -- áframhaldandi ótakmarkaðri setu á valdastóli.

  1. "Venezuela's National Electoral Council said turnout in Sunday's vote was 41.53 percent, or 8,089,320 people."
  2. "The result would mean the ruling party won more support than it had in any national election since 2013, despite a cratering economy, spiraling inflation, shortages of medicine and malnutrition."

Í ljósi ástandsins í landinu - er pínu erfitt að trúa þessum opinberu tölum.

Til samanburðar kom eftirfarandi niðurstaða út úr - óháðri könnun!

"An exit poll based on surveys from 110 voting centers by New York investment bank Torino Capital and a Venezuela public opinion company estimated 3.6 million people voted, or about 18.5 percent of registered voters."

Því get ég trúað þ.e. að um 20% landsmanna - haldi enn tryggð við stjórnina, þrátt fyrir allt.
--Það passi við aðrar kannanir er hafa bent til nærri 80% andstöðu.

  • Ég stórfellt efa að nokkur leið sé að koma Maduro frá -- nema að einhvers konar bylting verði innan hersins gegn honum -- möguleiki sem getur alveg verið raunhæfur, í ljósi þess að laun óbreyttra hermanna hrökkva vart lengur fyrir mat fyrir eigin fjölskyldu.
    --Það hljóti því að vera útbreidd óánægja meðal almennra hermanna!
  • Eða með þeim hætti, að innalandsuppreisn vopnist og umbreytist í borgarastríð.
    --Ég óttast einmitt þann möguleika.

--Almennt séð geta ríkisstjórnir ekki unnið gegn svo fullkomlega yfirgnæfandi andstöðu.
--Ef stríð brýst út - en herinn t.d. alveg örugglega klofnar ef borgaraátök brjótast út, í ljósi þess hve almenn andstaðan virðist vera.

Það yrði þá rosalega "messy" með sumar hersveitir í annarri fylkingunni - - aðrar í hinni.
--Sambærilegt við það sem gerðist í Sýrlandi 2011, þegar átök þar fyrst í stað voru einungis milli Sýrlendinga sjálfra - áður en aðkomumenn mættu á svæðið.

 

Niðurstaða

Ástandið í Venezúela er hörmulegt - ég held að óhætt sé að segja að hvergi í heiminum a.m.k. eftir 2000 hafi sambærilegt efnahagslegt hrun átt sér stað. Hrun raunverðgildis launa er svakalegt - ég man ekki eftir því að nokkru sinni áður hafa frétt af því, að 3/4 landsmanna líði matarskort í landi sem a.m.k. á árum áður var sæmilega efnahagslega þróað.

Engin leið virðist vera að koma vitinu fyrir stjórnina í Caracas.
--Óttast því borgarastríð í landinu brjótist út!
--En örvænting mikils meirihluta íbúa hlýtur að vera óskapleg orðin.
--Þegar Maduro hundsar neyðina svo fullkomlega sem hann virðist gera.
Ætlar sér í stað þess að gefa eftir, herða tök stjórnar sinnar á landinu enn frekar.
Og láta alfarið vera að bjóða upp á nokkrar færar lausnir - sem þíðir versnandi ástand áfram.

Einhvern tíma hlýtur að verða sprenging - eiginlega hissa á langlundargeði íbúa!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er reyndar ekki einsdæmi. Þjóðarframleiðsla Úkrainu dróst saman um tæp 50% á fáum árum.

Það sem vakti mig til umhugsunar var setning í öðrum lið ,svohljóðandi.

"-Stórum hluta ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að nota gjaldeyri til að standa við erlendar skuldir."

Þá for ég að hugsa. Hvernig getur staðið á að stjórnandi ákveður að nota gjaldeyri þjóðarinnar til að borga skuldir en lætur fólkið svelta og verður þar af leiðandi afar óvinsæll. Svo óvinsæll að það verður uppreisn.

Þetta hýtur að vera af því að landið er hlaðið skuldum og á leið í gjaldþrot,eða hvað.

Þá liggur beinast við að skoða hvað gerðist í þessum málum. 

Þér sýnist að árið 2013 hafi skuldirnar verið 73% af þjóðarframleiðslu.

Á þremur árum fara þær niður  í 28%

Á þremur árum fara þær niður um nánast hálfa þjóðarframleiðslu.

Þá spyr maður sig aftur ,af hverju stjórnandi ákveður að svelta þjóðina en nota allan gjaldeyri til að lækka ríkisskuldir sem eru ekkert ´serstaklega háar.

Þetta er algerlega órökrétt ákvörðun.

Þá vaknar sú spurning . Tók hann þessa ákvörðun ,eða var hann knúinn til þess af lánadrottnum. Einhvernveginn er það líklegra.

Og hvers vegna skyldu þeir vilja ganga svona hart að ríkissjóði Venezuela. Það er alveg augljóst að það stafaði engin hætta að lánadrottnum,í ljósi þess hvað skuldirnar voru greiddar hratt niður. Það hefði augljóslega verið auðvelt fyrir þá að greiða þær niður um 5% á ári,til dæmis. Lánadrottin hefði fengið háa vexti og öruggar greiðslur og þjóðin hefði ekki orðið fyrir eins miklum skakkaföllum.

.

Þetta lyktar svolítið af "Regim change"  

En hvers vegna "regime change" ?

Fyrir það fyrsta er stjórnandinn haldinn stjórnmálaskoðunum sem er algert no no í Bandaríkjunum.

Í öðru lagi þá eru svona stjórnarskifti afar ábatasöm.

Hver man ekki eftir þegar efnahagsráðgjafar  Clintons lögðu Rússneska ríkið í rúst í samvinnu við lepp sem þeir höfðu komið til valda með kosningasvikum.

Næsta skref var að svíða olíulindir og önnur verðmæti landsins út úr ríkinu á 7 tið 12 % af raunvirði með milligöngu svokallaðra oligarka.

Venezuela á einmitt mjög stórar orkulindir,sumir segja þær stæðsu í heimi.

Það væri ekki leiðinlegt að geta eignast þær á 7% með  aðstoð Venuselisks Yeltsin.

.

Greinin ber svolítið með sér að höfundur greinarinnar sé að leita eftir verstu niðurstöðu og ber að skoða hana í því ljósi.

Til dæmis tekur hann árið 2013 sem viðmiðunarár þegar hann ræðir um innflutning.

Innflutningur til Venezuela hefur aldrei fyrr eða síðar verið meiri en 2013 og munar þar miklu.

Á árunum 1992 til 2005 er innflutningur ca 4 milljarðar dollara á ári.

Árin 2005 til 2014 gefa ca 12 milljarða ,en 2013 er innflutningur af einhverjum ástæðum meira en 17 milljarðar dollara.

Árið 2013 gefur því innflutning sem er fjórum sinnum meiri en meðaltal áranna 92 til 2005 ,en 45% meiri en áranna 2005 til 2014 og er þá þetta risa háa innflutningsár inn í því meðaltali. trúlega erru við þarna að sjá miklar fjárfestingar í olíuiðnaðinum. Eins og við vitum hafa fjárfestingar í olíuiðnaði dregist mjög saman og nánast stöðvast á dýru olíusvæðunum .t.d Venezuela.

Þess hýtur að sjá stað í innflutningstölum.

Reyndar eru þessar hugleiðingar mínar um áhri olíuiðnaðarins  innflutninginn bara mínar,en tölurnar tala sínu máli

Þetta ásamt fleiru sýnir hvers konar hughrif greinarhöfundur vill ná fram. Greinin er því ekki mjög trúverðug.

Það er ekki ólíklegt að þetta sé skrifað af manninum sem á að taka við ef stjórnarskiftin takast.

Borgþór Jónsson, 2.8.2017 kl. 23:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, svo að hungur 75% þjóðarinnar er ekki vísbending um -- vanda við stjórnarfarið skv. þínu mati?
Eða 75% raunlækkun lágmarkslauna verkamanna?
--Varðandi niðurgreiðslur skulda, þá hefði landið getað leitað til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins -- en þessi aðgerð Maduro svipar mest til Ceausescu - er hann ákvað að lækka skuldir landsins, láta þjóðina svelta á meðan.
--Að auki, hefði Maduro fyrir löngu síðan getað verið búinn, að óska eftir alþjóðlegri aðstoð - vegna massívrar útbreiðslu vannæringar - sjúkdómafaraldra vegna skorts á lyfjum, o.s.frv.

Útskýrðu fyrir mér af hverju hann hefur ekki beðið um neitt af því.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2017 kl. 23:34

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fannst þetta bara eitthvað svo einkennilegt. Kannski er maðurinn eitthvað ruglaður.

En af hverju eru bandaríkjamenn að beita hann refsiaðgerðum ,og eru að hugleiða að stoppa olíuframleiðsluna hjá þeim.

Það hjálpar þeim varla mikið.

Borgþór Jónsson, 3.8.2017 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband