29.7.2017 | 22:15
Trump hótar að afnema styrki sem gera milljónum fátækra Bandaríkjamanna mögulegt að hafa efni á heilsutryggingum
Það sem um er að ræða, er fé sem bandaríska ríkið greiðir til einkarekinna tryggingafélaga, á móti kaupendum trygginga sem hafa lágar tekjur.
--Þannig niðurgreiðir bandaríska alríkið að hluta til kostnað lágtekjufólks við kaup á heilsutryggingum.
--Þetta hafa neikvæðir hægri menn í Bandaríkjunum titlað - "bailout" til tryggingafyrirtækjanna, sem er í raun og veru form af lýgi, eða m.ö.o. að verið er að veita afar villandi mynd!
Trump threatens to end insurance payments if no healthcare bill
Donald Trump -- If a new HealthCare Bill is not approved quickly, BAILOUTS for Insurance Companies and BAILOUTS for Members of Congress will end very soon!
- Kostnaður bandaríska alríkisins við þessar niðurgreiðslur eða styrki - nemur 8 milljörðum bandarískra dollara.
- Þetta mótframlag alríkisins - tryggir að milljónir bandarísks lágtekjulaunafólks, nær að skrapa fyrir heilsutryggingum, og þar með hefur fullt aðgengi að heilsugæslu; sem það annars hefði ekki.
--Tvít Trumps lýsir þarna afar andstyggilegum viðhorfum.
--En í staðinn hyggst Trump fjármagna skattalækkun til handa auðugum Bandaríkjamönnum, og hátekjumönnum - m.a. skattalækkun er mundi gagnast fjölskyldu Trumps.
Um þetta virtist tilraun Donalds Trumps og þingrepúblikana snúast, að fjármagna skattalækkanir til auðugra Bandaríkjamanna -- á kostnað rýflega 20 milljón Bandaríkjamanna er hefðu misst aðgengi að heilsugæslu. Ef þeim hefði tekist ætlunarverk sitt, að afnema "Affordable Care Act" oftar þekkt sem "ObamaCare."
Niðurstaða
Donald Trump virðist æfur yfir hruni tilrauna hans og Repúblikana til þess að afnema ObamaCare.
Í staðinn virðist Donald Trump vera íhuga áform um -- vísvitandi skemmdarverk á gildandi fyrirkomulagi.
Með því að afnema með lagabreytingu fjárframlög til kerfisins.
Til þess að þannig ná fram þeim skattalækkunum til auðugra er Donald Trump virðist alltaf hafa stefnt að -- á kostnað aðgengis lægri tekjuhópa í Bandaríkjunum að hælsugæslu og almennri læknisþjónustu.
- Þetta er þ.s. hann á við er hann talar um, að láta "ObamaCare" í staðinn hrynja.
--Ef hann gerir það, þ.e. vísvitandi fremur skemmdarverk á kerfinu, til þess að svipta rýflega á annan tug milljóna Bandaríkjamanna aðgengi sínu að heilbrigðiskerfinu og almennri læknisþjónustu.
--Þá mun hann eiga fullkomlega skilið það fár meðal almenns launafólks og verkafólks í Bandaríkjunum, sem hann þá uppsker.
--Ég áttaði mig á því heilu ári fyrir kosningarnar 2016 að Trump væri andstyggðar karakter.
--Hann virðist ekkert hafa breyst til batnaðar!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég vissi að ekki liði nema ein færsla áður en TRUMP kæmist aftur í fyrsta sæti, tregða í eðli sínu þolir illa breytingu á stefnu..
Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2017 kl. 00:14
Þú hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af því að hann sé að íhuga aðgerð er mundi svipta yfir 20 milljón bandaríska launamenn - aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu.
--Þ.e. þá bara OK vegna þess að þú hefur ákveðið að styðja hvað sem hann ákveður burtséð frá hvað það er!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.7.2017 kl. 02:27
Einar minn við skrifuðum urmul af athugaemdum í og eftir hrunið og þá vorum við á sama máli.Getum við ekki sannmælst um að tvö öfl takast á í heiminum og við höllumst á sveif með sitt hvoru. Við keppum ekki um hvort hefur meiri samúð,en vitum að það kostar tímabundnar þrautir að komast til varanlegrar heilsu,rétt eins skipulagið sem Trump vinnur að.Það bætti ekki (andlega) heilsu borgara BNA þótt herir þeirra bombuðu á Líbíu að undirlagi fyrri stjórnenda ríkisins.
Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2017 kl. 14:41
Heimurinn er alltof flókinn til að skilgreina hann sem einungis 2-öfl.
Trump er ekki að bæta nokkurn skapaðan hlut.
Þ.s. hann gerir - er að bæta eigin hlut, sbr. skattalækkanir sem eigin fjölskylda hans græðir á og hann sjálfur, hann hefur fengið frá Kína fj. "patenta" sem Trump á viðurkennd í Kína síðan hann varð forseti, á þeim á hann síðar eftir að græða persónulega milljarða dollara, og dóttir hans fékk 2-patent viðurkennd svo hún fékk soldið líka - spurning hvað hann getur grætt meir í gegnum mútur fyrir sig persónulega og sína, þann tíma sem hann á eftir í embætti.
--Þetta sé það sem hann átti við að hann væri "bissness" maður, hann líti á það að vera forseti sem "bissness" og Trump líti þannig á að "bissness" menn græði fyrir sjálfa sig og einhverju leiti fyrir sína fjölskyldu.
--Trump hafði alla sína kjósendur að fíflum, nema þá kjósendur sem græða nettó á skattabreytingum þeim sem Trump ætlar að knýja í gegn, sem fjármagna á ef Trump tekst að ná því fram -- með niðurskurði velferðarútgjalda er munu valda lægri tekjuhópum í stétt launamanna verulegri rauntekjuskerðingu.
--Það þíðir auðvitað að hann -ef hann nær þessum lagabreytingum fram- stórskerðir hann kjör lægri tekjuhópa meðal verkafólks, sem sumir hverjir kusu hann. Þá hópa sannarlega hafði hann að fíflum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.7.2017 kl. 17:42
Þótt heimur okkar sé flókinn er það samt svo að jafnvel fávísir skynja stríðið sem skiptir Íslendinga öllu máli,akkurat það sem penigaöflin heyja gegn þjóðernissinnum. þarna eru tvö af fjölmennustu andstæðingum heimsins að berjast um landamæralínur þjóðlanda sinna.-Trump skilur þetta og er andstæða hjúanna C&O,kjarkmikill og verður að taka mið af brjálæðisköstum þeirra.íslenskir ættjarðarvinir munu ekki gefa neitt eftir í baráttunni um frelsi Íslands,sem er í húfi.
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2017 kl. 03:44
Mb.Kv.H.K.
Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2017 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning