Pútín fyrirskipar fækkun starfsfólks á vegum sendiráðs Bandaríkjanna um 755 manns

Ef upplýsingar frá bandaríska utanríkisráðuneytinu eru réttar er heildar starfsmannafjöldi sendiskriftstofa Bandaríkjanna í Rússlandi -- 1.279.
--Þar af 301 bandarískur ríkisborgari!

Skv. frétt Reuters fyrirskipar Pútín fækkun starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna í Rússlandi niður í sama fjölda og Rússar hafa innan Bandaríkjanna, þ.e. 455.

Putin says U.S. must cut 755 diplomatic staff, more measures possible: As of 2013, the U.S. mission in Russia, including the Moscow embassy and consulates in St. Petersburg, Yekaterinburg and Vladivostok, employed 1,279 staff, according to a State Department Inspector General's report that year. That included 934 "locally employed" staff and 301 U.S. "direct-hire" staff, from 35 U.S. government agencies, the report said.

http://img.thedailybeast.com/image/upload/c_crop,d_placeholder_euli9k,h_1440,w_2560,x_0,y_0/dpr_2.0/c_limit,w_740/fl_lossy,q_auto/v1501436903/170730-putin-cheat_ci5ksu

Mér virðist tjónið af þessari aðgerð fyrst og fremst bitna á Rússlandi sjálfu!

  1. Það áhugaverða við þetta, að skv. þessu fæ ég ekki betur séð en að, einungis rússneskum starfsmönnum sendiskrifstofa Bandaríkjanna þurfi að segja upp til að fullnægja þessari nýju kröfu.
  2. Líkleg afleiðing virðist einna helst sú, að framkalla gríðarlegar tafir fyrir rússneska ríkisborgara er hafa áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna - en skv. bandarískum reglum eru það sendiskrifstofur og sendiráð er veita "VISA" eða dvalarleyfi - og á þeim skrifstofum er farið yfir mál hvers og eins umsækjanda fyrir sig.
    --Sem væntanlega felur í sér mikla skriffinnsku.
    --Og skýrir sennilega þennan umtalsverða fjölda rússneskra starfsmanna!

Aðgerð Pútíns er hefnd fyrir hertar refsiaðgerðir á Rússland sem Bandaríkjaþing með algerlega yfirgnæfandi meirihluta samþykkti í sl. viku.
--Hinn bóginn, virðist þessi aðgerð ekki skaða Bandaríkin.

Þetta virðist því afskaplega veik aðgerð.
Eins og að stjórnvöld Rússlands hafi ákveðið -- táknræna aðgerð.
--En eiginlegt tjón Bandaríkjanna virðist ekki fyrir hendi!

 

Niðurstaða

Ef marka má tölur um samsetningu starfsmanna sendiskrifstofa Bandaríkjanna innan Rússlands, virðast afleiðingar fyrirskipunar Pútíns um fækkun starfsfólks sendiskrifstofa Bandaríkjanna innan Rússlands - vera rússneskt sjálfsmark!

En aðgerðin virðist eingöngu bitna á rússneskum borgurum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar er þetta ekki andsvar við refsiaðgerðunum ,heldur svar við þjófnaði Obama á eigum Rússneska sendiráðsins.

Viðbrögðin við viðskiftaþvingununum verða væntanlega með öðrum hætti jafn óðum og þær koma til framkvæmda.

Bandaríkjammenn virðast meta þetta með öðrum hætti en þú gerir,bandaríski sendiherrann virtist mjög pirraður.

Aðalstarfsemi banndaríska sendiráðsins er ekki útgáfa vegabréfa, heldur njósnir og undirróðursstarfsemi. 

Það gæti skýrt gremju sendiherrans geðþekka. Hann er tæplega svona sár yfir að Rússar þurfi að standa í biðröð eftir visa til Bandaríkjanna.

Borgþór Jónsson, 31.7.2017 kl. 08:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, og þú tekur opinber viðbrögð bókstaflega, og þú heldur virkilega að njósnari mundi vera á opinberri starfsmannaskrá sendiráðs.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2017 kl. 09:59

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta ernáttúrlega ekki eins dramatískt og það lítur út fyrir að vera á yfirborðinu.

Upphaflegu aðgerðir Obama beindust meira gegn Trump heldur en Rússum. Þær voru einmitt gerðar til að Trump þyrfti að standa frammi fyrir þessu ferli sem er í raun staðlað.

Einhver vísar ú landi sendiráðsmönnumm og hin þjóðin svarar með sama hætti.

1200 manns er nokkur hópur skrifstofumanna og vitanlega eru þeir ekki allir að gefa út vegabréf og spjallla við Lavrov.

Sumir eru að njósna og reyna að koma á þjóðfélagsóróa ,eða jafnvel uppreisn.

Þessi sendiherra hefur þetta einmitt sem sérgrein.

Auðvitað eru njósnarar. Það er hvergi betra að vera en í sendiráði af því að í lýðræðisríkjum eins og Rússlandi geta þeir farið hvert sem er og talað við hvern sem er og eru ósnertanlegir.

Það er bara í ríkjum eins og Norður Kóreu ,Saudi Arabiu og Bandaríkjunuum sem sendiráðsmenn eru sviftir ferðafrelsi og geta ekki talað við fólk. 

Borgþór Jónsson, 31.7.2017 kl. 10:43

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi minn - einhver af 301 starfsmanni frá Bandar. er njósnari - en afar ólíklegt að 934 rússn. starfsm. sé það. Þ.e. örugglega skrifstofufólk fyrst og fremst sem höndlar VISA beiðnir til Bandar. Enda mjög mikil skriffinnska þeim fylgjandi.
--Rússn. njósnarar fyrir Bandar. starfa ekki í sendiskrifstofum Bandar. Að sjálfsgöðu getur þú treyst því að rússn. stjv. fylgist náið með þeim er starfa fyrir bandar. sendiskrifstofur.

Þessir brandarar þínir um lýðræðisríkið Rússland eru stór skondnir - land þ.s. einn maður ræður öllu, fólk er fangelsað fyrir skáldaðar sakir - ef stjv. er nöp við þá einstakl.
--Það væri einfaldlega fínt ef Rússar mundu rísa upp og steypa einræðisherranum og hans hyski í Kreml.

Þjóðin í Rússl. ræður nákvæmlega engu - heldur einn maður. Mjög líklega hefur Pútín meiri völd en flestir keisarar Rússl. höfðu á öldum áður, og sennilega meiri völd en nokkur síðan Stalín réð þar.
--Magnað hvernig þú getur fullkomlega staurblindað þig fyrir raunverulegu eðli stjórnarinnar í Rússlandi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2017 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 846657

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband